Dagur - 12.03.1925, Síða 1

Dagur - 12.03.1925, Síða 1
DAGUR Kemur úf á taverjum ffmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi fyrfr 1. júlí. Innhelmtuna annast, Arnf Jóhannsson í Kaupfél. Eyl* VIII. ár. Aknreyrl, 12. marz 1025. aforeiðslan er hjá Jðnl I>. Þór. Norðcrgótu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramdt sé komln tll afgrelðilnmanm lyrlr 1, dei. | 11, blið, Um víða veröld. Hernaðarskuldir bandamanna. Eftirmál styrjaldarinnar eru orðin langdregin og flókin. Þau hafa verið f þrem aðalliðum. í fyrsta lagi af- vopnun og fjárhagsleg aðþrenging Þjóðverja. í öðru lagi takmarkanir vígbúnaðar stórþjóðanna. í þriðja lagi hernaðarskuldir bandamanna. Fjáraustur bandamanna í herkostn- að styrjaldaráranna varð ægilegur. Langar talnarunur á pappírnum gefa almenningi litla hugmyndum, hvað slikar upphæðir eru í raun og veru. Einkum kom fjáreyðslan niður á Frökkum og Bretum. Strfðið varð varnarstrfð fyrir báðar þessar þjóðir Og þó sérstaklega fyrir Frakka. Þeir máttu hvorki horfa f fjármuni eða mannslffin. Til þess að hefta fram- gang hins sterka óvinar, urðu þeir að fyikja sonum sfnum fyrir fall- byssukjöftum Þjóðverja og viggirða landið með mannslikum. Og þeir urðu að ausa fjármunum þjóðarinnar í botnlausan svelg herkostnaðarins. Aðallánardrotnar Frakka uröu Bretar en lánardrottinn beggja urðu Bandarikin. Á meðan Bretar, Frakkar og Belgir fórnuðu fé og fjörvi árum saman i styrjöldinnr, mötuðu Banda- rikjamenn óspart krókinn. Og þeir lánuðu þessum þjóðum stórkostlegar fjárupphæðir, til þess að þær gætu aftur keypt hergögn og matvæli af þeim sjálfum. Einkum lánuðu þeir Bretum, sem svo aftur iánuðu Frökk- um. Bandaríkjamönnum mun vitan- lega hafa þótt Bretar álitlegri skuldunautar heldur en Frakkar, sem áður voru hiaðnir skuldum og lágu undir þeirri hættu að verða fótaskinn hinna herskáu Þjóðverja. En að striðinu loknu rann upp hinn mikli skuldadagur allra þjóða. Þjóðverjar voru að velli lagðir. Vald hinna hernaðaróðu »junkaraa var brotið i mola. Á þjóðina voru lagðar ógurlegar fjárkvaðir og niðurlæging. Einn aðalþátturinn i eftirmálum styrjaldarinnar hefir verið sá, að knýja fé út úr Þjóðverjum og skifta þvf á milli sigurvegaranna. Hefir nýiega á fundi þjóðanna i Parfs fengist sú niðurstaða í þvi máli, sem aðilar láta sér lynda. En skuldamál hinna þriggja stór- þjóða, Bandarikjamanna, Breta og Frakka eru óútkljáð og krefjast úrlausnar. Er dálitið fróðiegt að athuga misjafna afstöðu þjóðanna til þess máls, í desember 1922 bauð Bonar Law Frökkum það rausnarboö, að Bretar skyldu slá stryki yfir hernaðarskuld- ina, ef Frakkar vildu ganga að hóflegri úrlausn á skaðabótamálinu við Þjóðverja. Bretar buðu slikt boð meðfram af því, að þeirn var Ijóst, að á meðan miðbiki Evrópu væri haldið í rústum, tefði það allsherjar- viðreisn þjóðanna og friðsamleg úrslit í deilumálunum. En Frakkar höfnuðu boðinu. Þeir sáu aðeins eitt markmiö, sem þeim fanst að allur heimurinn ætti að stefna að, en það var að ganga milli bols og höfuðs á Þjóðverjum. Þeim virtist, að ef þeim tækist að Iama Þjóðverja varanlega, þá væri alt annað fengið um ieið. En Frakkar misreiknuðu. Það tókst ekki að drepa stóra þjóð. Allar þjóðir hafa orðið Frökkum meira og minna mótsnúnar i ániðslu- pólitik þeirra. Þeim hefir verið þröngvað til að ganga að hóflegri kostum Þjóöverjum til handa, en þeim þótti um skeið, að til mála gætu komið og nú sitja þeir eftir með ógreidda skuld sina við Breta og eru nú þar á ofan krafðir borg- unar. Afstaða Frakka til skuldakröfunnar er á þessa leiö: Öllu fé, sem við höfum fengið að láni og eytt f styrjöldinni, er í raun réttri eytt f þágu sameiginlegrar nauðsynjar heimsins. Við höfum auk þess goldið ægilegt afhroð i eignaspjöllum og mannslátum. Við eigum ekki að þurfa að borga það fé, sem sam- herjar okkar lögðu fram, til þess að við gætum sent sonu okkar á víg- völiinn og hlaðið úr líkum þeirra vaiköst til varnar öllum heimi. Bandarikjamönnum þykir þetta vera móðursýkikent slúður. Hið eina, sem þeir segja, er þetta: »Skuldið þið okkur, góðir hálsar? Ef þið skuldið okkur, þá er réttast af ykkur að fara að gera ráðstafanir, til þess að borga". Bretar fara bil beggja. Þeim þykir innheimta Bandarlkjamanna köld og harkaleg. Þeir viðurkenna lagalegt réttmæti hennar en þykir hún hæpin siðlega skoðað. Þeir segja: Bandarikjamenn biðu álengdar og söfnuðu fé f pyngjur sfnar meöan Evrópuþjóð unum blæddi og þær rúðust að fjármunum. Þeir komust hjá mestu fórnunum, én uppskáru svo laun sigursins. Á hinn bóginn vilja þeir ekki aðhyllast nema að litlu Ieyti kenningu Frakka um að allar þjóðir hafi átt jafnt i húfi fyrir yfirgangi Þjóöverja. Þeir telja, að Frakkar hafi átt þar mest og raunar alt á hættu. Bretar hefðu vel: getað setið hjá og lofað Þjóðverjum að taka Frakkland herskildi á 6 mánuðum i stað þess að leggja út i 4 ára slyrjöld. Af Þjóðverjum hefði að vfsu staðið ógn, sem myndi hafa knúð Breta, til þess að auka her- skipaflota sinn, en við það hefði setið. Raunar mun nú þeim, sem áiegndar stóðu, hafa þótt beigur Breta við Þjóðverja meiri en svo, að þeir hefðu getaö setið rólegir hjá, meöan Þjóðverjar legðu undir sig strendurnar austan megin við Ermarsund. En Bretar eru nú fjær þvi en áður, að sýna Frökkum vorkunsemi. Þeir segja: Viö erurn krafðir um greiðslur á þvi fé, sem við tókum að l.ání handa ykkur. Og hvi skyldum viö ekki á sama hátt ganga eftir þvf, sem þið skuldið okkur? Ríkisskuldir Frakka eru nú 174 769000.000 — eitt hundrað, sjötíu og fjórir milljarðar, sjö hundr- uð, sextíu og níu miiljónir gullfranka. Fjárlög þeirra eru þannig úr garði gerð, að þeir vinna ekki á, heldur sökkva jafnvel dýpra frá ári til árs. Því er nú haldið fram, að sem stendur og um óyfirsjáanlegan tima geti þeir ekki grynt á skuldunum svo miklu nemi. En Bretar halda þvi fram, að þetta stafi af þvi, að Frakkar búi við úreit og ófullkomiö skattakerfi. Þeir halda því fram, að byrði franskra skattþegna móts við byrði bretskra sé sem svarar 45 á móti 100. Franska þjóðin sé stórum rikari en Bretar og eigi sé því ástæða til að sjáigegnum fing- ur við hana, heldur halda henni til fullra skila. Sjúkrasamlag Akureyrar hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Hagur samlagj- ins stendur nú með bezta móti. Vara- sjóðurinn er nú orðinn um 6 300 kr. Á árinu hefir saml. greitt i sjúkra- kostnað um 3000 kr. Um sfðustu áramót var tala hluttækra meðlima 127. Félagið hefir mjög blómgast á siðustu árum undir stjórn þeirra Sig- tryggs Þorsteinssonar og Jóhs. Jónas- sonar. Sú breyting varð f stjórninni að Þorst. Þorsteinsson var kosinn formaður en Sigtryggur Þorsteinsson féhirðir. Samlagið hefir fengið 500 kr. árlegan styrk frá bænum sfðustu 4 árin. Auk þess hefir það fengið 2000 kr. gjöf frá Rsgnari Ólafssyni konsúl. S í m s k e y t i. Rvik 9. marz. Vélbáturinn Oddur frá Reyðarfirði fórst á leið til Hornafjarðar aðfaranótt 4. þ. m. Sjö menn druknuðu, þar af þrfr giftir barnamenn. Nöfn mannanna: Jón Árnason, Bóas Malœquist, Sigurður Magnússon, Ágúst Gfslason, Guðni Jónsson, Gunnar Malmquist, Emil Beck. Sömu nótt strandaði togarinn »Vera« frá Hull á Kerlingadalsfjöru. Skips- höfnin, 15 manns, bjargaðist. Skákþing íslands hefst 4. aprfl n. k. f Reykjavfk. A Morgun verður haldin minningar- athöfn f Reykjavfk, til minningar um 68 íslendinga og 6 Englendinga, er létu lff sitt f storminum 7.—8. f. m. Kl. 2 hættir öll starfsemi á landi og sjó f fimm mfnútur. Guðsþjónustur verða haldnar f kirkjunum. Fánar dregnir f hátfa stöngu allan daginn. Kolaskipið »Jón8tein« talið af. 17 dagar sfðan það fór frá Engiandi og hefir ekki komið fram. Rvfk 11. marz. Heidelbert Ebert var jarðsettur að viðstöddum 50 þúsundum manna. Mikið umtal er nú um þýzka hug- mynd þess efnis að Frakkland, England og Belgfa gangi f örýggisbandalag og verði vesturlandamæri Evrópu. Frakkar hika við og eru studdir til þess af Pólverjum og Tékkoslovökum, vegna þess að ekkert er tiltekið um austur- landamæri Evrópu, Chamberlain vill cota hugmyndina sem samkomulags- grundvöll ef nothæf reynist. Fiskimatsmaðurinn f Vestmannaeyj- um gizkar á að til febrúarloka hafi veiðst 44 skippund á bát til jafnaðár. 78 bátar stunda veiði. Hafa þeir lagt stund á netaveiði sfðan f marzbyrjun og gengur vel þrátt fyrir stirða tfð. Atlsherjarnefnd vill afgreiða frum- varp sfjórnarinnar um sjúkratrygglng• ar með rökstuddri dagskrá um að stjórninni sé falið áð leita álits sýslu- nefnda og bæjarstjórna um málið og leggja það sfðan fyrir næsta þing. — Áigeir fiytur frumvarp til laga um ungiingafræðslu. Mentamálanefnd legg- ur fram rökstudda dagskrá út af frv. um lærðaskólann. Býst hún við að ný gögn komi fram og vill fresta um sinn að taka ákvarðanir um breytingar á skólafyrirkomulaginu. Sjávarútvegs- nefnd ber fram frv. um einkenning fiskiskipa. Jón Baldvinsson ber fram frv. um einkasölu á saltfiski. Jónas Jónsson ber fram frumvarp um stofn- un bygginga- og landnámssjóð, sem

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.