Dagur - 24.09.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1925, Blaðsíða 2
150 DAOUR 39. IbL Jaröarför okkar bjartkæru móður og tengdamóður, Sigríðar Jónas- dóttur, er ákveðin föstudaginn 25. þ. m. og hefst með húskveöju á heimilinu, Glerárgötu 7, kl. 1 e. h. Ragna Hannesdóttir. Helga Hannesdóttir. Indriði Helgason. S í m s k e y t i. Rvík 17. sept. Fiá Peking er slmað, að hræðilegir atbnrðir hafi gerst f Shangtung-béraðinu f Kfna. Hið svokallaða Gulafljót óx skyndilega og flseddi yfir 50 fetklló- metrasvæði. í 1000 þorpum stendur vatnið hærra húsþökum og hafa rúm 3000 manna druknað. Uppskera eyði lögð og hungursneyð og pest yfirvof- andi. Frá Moskva er sfmað, að kfnverskir leynifélagsmenn hafa reynt að myrða japanska sendiherrann, en mistekist. Gerræðismennirnir handteknir. Frá Parfs er sfmað, að nefnd undir forustu Csilaux fjármáiaráðherra sé lögð af stað til Bandarfkjanna, til þess að bemja um skuldagreiðslur. Er ætiun manna, að fjármálaráðherrann muni bjóða 75 milljónir dollara greiðslu árlega. Nefndin dvelur iodagáiWas- hington. Frá Marokko er sfmað, að Frakkar og Spánverjar hafi orðið að hætta við stórárásina á hversveitir Abd-el-Krims f bili vegna rigninga. Byrji rigningar- tfminn fyrir alvöru nú, er hætt við að Btórárásin komi aðeins að hálfu gagni. Uppreiitarherinn hefir verið á undan- haldi sfðustu dagana. Fregnir um að Abd el Krim sé flúinn, gripnar úr lausu lofti. Frá Genf er sfmað, að fregnir úr Mosulhéraðinu hermi, að Tyrkir myrði kristna menn þar unnvörpnm. Fregnin vekur geysi-eftirtekt og er búist við alvarlegum afleiðingum, ef sönn reynist. Rvfk 23, sept’ Richard Karbu heitir norskt kæli- skip nýkomið hingað. Hefir S. í. S. tekið það á leigu. Vélbátur, lem var á innsiglingu á Berufjörð, sökk sviplega. Kom báturinn úr skeljafjöru á Hamarsfirði. Vsr slysið séð úr landi. Bátshöfnin var Þórður Bergsveinsaon, Pétur Stefánsson, Har- aldur Auðunnsson og tveir synir Gfsla i Krosmesi. Maður á Seyðisfirði, Ketill Bjarnason að nafni, trésmiður drakk 30 grömm af ópium á sunnudigskvöldið var og beið bana af. Frá Genf cr sfmáð, að Mosulmálin verði ekki leidd til lykta á þessum fundi vegna óbeinna hótana Týrkja ef þeir fái ekki yfirráðin. Frá Washington er sfmað að Coolidge biðji amerfska blaðamenn að rita hóf- samlega um Frakka út af skuldamálun- um. Frá Berlfn: Fiokksbrot þýzkra þjóð- ernissinna f Hamborg lýair yfir óánægju sinni út af utsnríkismálastefnu Strese- maans og sborað á þingmenn afna að taka ekki þátt f umræðum um ör- yggismálin, nema setuliðssvæðið verði gersamlega látið laust og bandamenn takmarki vfgbúnað sinn f hlutfalli við Þjóðverja. F r é 11 i r. Landkönnun Fr. de Fontaneý sendiherra Daná f Rvík hefir ásamt Gunnlaugi Briem stud. jur. og öðrum fylgdarmanni farið Iandkönnunarferð upp f vesturrönd Vatnajökuls og at- hugað þar fjallastrftur, sem nefnast »Kerlingar« og standa upp úr jöklin- um. Einnig hefir hann skoðað landið þar umhveífis Telur sendiherrann, að hann hafi farið þarna um áður ókannað svæði. L’ggur það austan Köldukvfslar en f veatur brún Vatna- jökuls um miðja vega frá Tungnafells- jökli að suð-vesturhorni Vatnajökuli. Hefir sendiherrann birt f Mbl. all ftarlega frásögn um (ör sfna ásamt uppdrætti af umræddu landsvæði og myndum teknum á þessum stöðvum. Rannsóknir á veiöivötnum- Þýzk- ur vfsindamaður að nafni Dr. Reinsch hefir verið á ferðalagi hér á landi nú f sumar. Hefir hann einkum gefið sig við rannsóknum á vötnum og ám og athug&ð smádýralff og lffsskilyrði nytja- fiska. Með honum ferðuðust Lúðvfk Gaðmundsson kennari f Náttúrufræði við Mentaskólann og Eirfkur Einarsson stud. art. Voru þessi vötn athuguð: Þingvallavatn, Laugavatn og Apavatn f Grfmsnesi og síðan Hvftá, Grfmsá og Norðurá á f Borgarfirði. Taldi Dr. Reinrch að lffsskilyrði nytjsfiska f vötnum þessum væru góð en hinsvegar gengdi furðu hversu veiði væri treg og stopul. Vildi hann telja að það myndi stafa af þvf &ð veiði væri ekki hagað svo sem bezt hentaði fyrir tfmgun fiskanna. Gætu slfkár rannsóknir horft til mikilis gagns fyrir þjóðina því að eigi skiftir litlu um gagn af slfkum hlunnindum áð þekking fáist á þessum hlutum og að veiði og ræktun fiska f vötnum sé hagað samkvæmt ■lfkri þekkingu. Þyrfti slfk rannsókn að fara fram á Mývatni, auðugasta veiðivatni landsins. Jarðarför forna beina. í Hafnar- firði fór fram jarðarför mannabeina er fundust á Hvaleyrarbökkum við Hafn- arfjörð. Fundust þar bein þriggja manna. Hefir fornminjavörður álytað, að þetta væru bein Englendinga er þarna hafi failið f bardaga, er háður hafi verið milli Englendinga og Þjóð- verja fyrir 400 árum sfðan. Fyrir um þrem árum fann bústýra bóndans á Hvaleýri mann&bein á þessum stöðv- um, kom þeim f stokk og geymdi sfðan. B'.rtust henni þá f draumsýn tveir karlar og ein kona, sem þökkuðu henni mikillega fyrir varðveizlu bein- anna. — Nú er varð beinafundur þessi beittiit konan fyrir þvf, að leyf&r þessar yrðu jarðaðar f kristinna manna reit en hin fslenzka þjóðkirkja hafði ekki rúm f sfnum görðum fyrir vafabein þessi. Sagði konan sig þá úr þjóSkirkj- unni og gekk f Frfkirkjusöfnuð Hifn- firðinga og fékk beinin gnfin þaðan í kirkjug&rði Hafnarfjarðiár. Goðafoss kom á mánudagsmorgun- inn og fór aftur á þriðjudaginn vestur um til Rvfkur. Skipstjórn hafði f sfð- ustu för skipsins tii útlanda 1. stýri maður, Pálmi Loftsson, þvf að skipherr- ann, Einar Stefánsson var f sumarleyfi. Meðal farþega frá útlöndum voru: Frú Þórunn Kristjánsdóttir Gíslasonar á Sauðárkróki og ungfrúrnar Hildigunnur Olgeirsdóttir Júlfussonar og Kristbjörg Júlfusdóttir frá Hvassafelli: Tíöarfar gerist nú kaldara og gengur á með norðan hiyðjum. Snjóaði nokkuð f fjöll f fyrri nótt. Sláírun er nú hafin hér norðau landi. Verðhorfur eru ekki slæmar jafnvel þó þær aéu á nokkru reiki vegna gengisbreytinga. í K&upíéiagi Eyfirðinga verður slátrað alt að fjórð- ungi færra fé en undanfarin haust eða um 14700 fjár f stað um 20 þús. áður. Fé mun vera f góðu meðallagiað vænleik. Eins og áður er ftá skýrt verður nokkur hluti af þessu keti frystur og sendur til Englands. Kefsalan. Eins og stundum áður heyrast umkvartanir f bænum yfir ket- verðinu og þykir mönnum það hátt. Ekki er þvi að neyta að ketið er dýr fæða enda er miklu til þess kostað. En óánægðum mönnum til upplýsingar skal þess getið að snnnan lands er ketið enn dýrara. í Reykjavfk kostar það kr. 1,90 kg. ogþar mun mönnum ekki gefinn kostur á endurgreiðaiu eins og hér nyrðra. Man engum rétt- sýnum manni þykja ástæða til að kvarta yfir ketsölu Kaupféiags Eyfirð- inga. Á víðavangi. >£rlend sorprif.* Guðmundur Gfslason Hagalfn, sem nú dvelur á Vos8 f Noregi, ritar f Mbl. grein með þessari fyrirsögn. Leggur hann til að við förum að dæmi Bandarlkjamanna og tollum erlend sorprit, sem nú er haugað inn f landið. Færir hann lök fyrir tillögunni. Bendír hann á hvflík málspllling, smekkspilling og siðferðis- legur ófarnaður þjóðinni er búinn, þegar gerspiltir hölundar og hirðulausir útgefendur og bóksalar eru f&rnir að gera sér sorpritasöluna að féþúfa. Æiingagirni manna og æfintýralöngun á aðra hönd en Indleg leti á hina gera þessa reyfara mjög eftirsótta og þvf ódýrari en góðar bækur. í lögum Bandarfkjamanna um þessi efni er útlendum bókmentum skift f þrjá flokka. í fyrsta flokki eru úrvalsskáldrit og vísindalegar bækur. Eru þau rit tollfrf. í öðrum flokki eru ailar sæmi- legar bókmenlir og er greiddur af þeim nokkur tollur. íþriðja fiokki eru sorpritin og er af þeim greiddur tollur, sem nemur frumverði bókanna. — Eru þessar tillögur athugunarverðar og sfzt vanþörf að reisa einhverskonar skorður við erléndri ómenningu. En sorprit geta lfka orðið til innan lands og þau eru engu betri. Væri Og ástæða til að athuga vel og ræða, hversu Takið eftir. Þeir, sem ætla sér að nota pylsukryddið mitt alþekta, ennfremur niðursuðudósirn- ar með fimm lokunum, nú i haustkauptlðinni, ættuað birgja sig i tima þvi litið er til af hvorutveggja. Carl F» Schiöth. Kjötílát. Áttungar, kvart- og hálftunnur, einnig víntunnur og ámur fást i Schlöths-verzlun. Stofa og aðgangur að eldhúsi ásamt geymslu dskast til leigu nú þegar. R. v. á. Orgel-harmonium frá sömu verksmiöj'u og undan- farið væntanleg með E.s. Nova. Veröið mjög sanngjarnt. Verzl. Eiríks Kristjánssonar Akureyri. Prjónavélar grófleiki no. 55‘/2, nálafjöldi frá 84 til 110 á hlið, hefi eg fyrirliggjandi. Ábyggilegam kaup- endum veitt hagfeld greiðslu- skilyrði. — Talið við mig áður en kaup gerast annarsstaðar, Verzl. Eiríks Kristjánssonar. Akmreyri. slfkum hömlum yrði hagað svo vel færi. Virðist ekki vera unt að komast hjá rfkiseftirliti með innfiutningi og útgáfu rita og væri það mjög æskilegt, ef þvf gæti orðið hagað viturlega og réttlátlega. Fyrirmyndini Þegar Jón Þorláksson var að reyna að telja þingið á, að gefa útgerðarmönnum eftir 613 þús. kr. f skatti, veifaði hann þvf, að f Englandi væri skattaálagningu hagað eins og farið var fram á f frumv. stjórnarinnar. Á þinginu var hann oft beðinn að benda á þá lagastaði f brezkri löggjöf, sem mæltu fyrir um þetta. En hann gat það aldrei og þóttist aldrei hafa tfma til slfks. Hér á Akureyri, þar sem margir kjósenda eru gleypigjarnir á alt, tem J. Þ. segir, hélt hann þessu á lofti og svo var íslendingur látinn veifa þessum tilvitnunum i brezka löggjöf. Ekki á‘ nú leiðum að Ifkjast. En vlll ísleniU* ingur gera svo vel, að birta staðfest eftirrit þeirra brezkra lagastaða, er kveða á um þetta, eða játa að öðrum kosti með þögninni, að Jón Þorláksson hafi verið að blekkja kjósendur I bænum?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.