Dagur - 24.09.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 24.09.1925, Blaðsíða 1
DAGUR kemnr úf á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. tnn- helmtuna annasi, Árnl Jóhannsson i Kaupfél. Eyf, Af g r e i ð slan er hjá Jónl Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 39, blaðt VIII. ár. Akureyrl, 24. september 1925. Símalína í Eyjafírði. Dagur hefir fyrir nokkru minst á það hvíifk óhæfa það er, að eigi skuli enn vera lagðar sfmalinur um Eyjafjörð og Skagafjörð, tvö af þétt- býlustu og blómlegustu héruðum landsins. Á sfmakorti þvf, er nú gildir, er áætlunarlfna dregin frá Sauðárkróki að Vfðimýriog sömuleiðis frá Blöndu- ósi að Bólstaðarhliö. Þegar þær Ifnur verða lagðar, koma tvær nýjar stöðvar á póstleið og alfaraleið i Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þessi viðbót við sfma i Skagafirði veröur þó allsendis ófullnægjandi. Landsimalínan liggur þar um útjaðra héraösins. Aukalina þarf að verða iögð um héraðið alt með sfmastöðv- um í öllum sveitahverfum. Þegar landssíminn var upphaflega lagður var það álitamál hvora leið skyldi velja: um Blönduós og þaðan til Sauðárkróks um Heljardalsheiði og til Akureyrar eða Blönduós og þaðan til Bólitaðahlfðar um Vatnsskarð til Viðimýrar og um Blönduhlið, Öxnadalsheiði og til Akureyrar. Ytri leiðin var valin. Fyrir þvi hefir Skagafjarðarhérað orðiö að kalla má símalaust. Þó er svo komiö þessum málum, að sjálf- sagt þykir að þessi Ifna frá Sauðár- krók að Viðimýri verði lögð mjög fljótlega. Öðru máli gegnir um Eyjafjörð. Þar er ekki gert ráð fyrir að neinar sfmalínur verði lagðar út frá aðafsíma. Landssiminn liggur um Svarfaðar- dal inn Arskógsströnd um Akureyri og þaðan yfir Vaðlaheiði. Sjálft Eyjafjarðarhéraðið sunnan Akureyrar ásamt Hörgárdal og Öxnadal er algerlega símalaust. Svipað háttar til um simann eins og fieira hér á iandi að rniklu meir hníga flest mál til aðhlynningar sjávarþorpum en sveitahéruðum. Nú mun ekki vera hér á landi neitt sjávarþorp svo vesæltaðeigi sé þar simi. En mörg af blómfegum hér- uðum landsins hafa litil eða engin not sfmans. Nú mun það vera flestra manna mál og einnig þeirra, er fyrir ráða sfmanum, að það sé eigi nema sann- girnismál um leið og það er nauð- synjamál að simi verði lagður um Eyjafjörðinn, Mundi sú lina þegar lögð, ef Eyfirðingar væri eigi jafn lítilþægir, sem raun er á. Þeir hafa Hjartans þakkir öllum, sem auðsýndu mér hjálp og hluttekningu við veikindi og fráfall konunnar minnar, Ouðriðar Vilhjálmsdóttur, og heiðruðu útför hennar með nærveru sinni og minningargjöfum. Pálmi Loftsson. ekki enn óskað eftir að fá sima lagðan um hérað sitt. I viötali við eitt Reykjavfkutblaðið hefir Iandsimastjórinn látið þess getið, að fyrir þvísésími ekki enn lagður fram í héraðið, að enginn hafi óskað eftir þvf. Sú lina sé því ekki enn tekin á áætlun. Ef til vill hefir ekki Iftilþægð ein ráðið þvi að Eyfirðingar hafa ekki enn beöið um þessa samgöngubót. Má vera að þvi valdi eigi síður deyfð og óhugkvæmni héraðsbúa. Eigi hefir Dagur tök á að kynna sér þingmálafundargerðir héraðsins svo að hann geti um það sagt, hvort héraðsbúar hafi falið þingmönnum sinum að færa fram slíkar kröfur fyrir sina hönd. Vist er um það að eigi hafa þær raddir verið háværar eða þrálátar. Á hinn bóginn er þetta mál svo augljóst að þingmennirnir ættu að flytja það óbeðnir. Á það hefir verið bent fyr hér i blaöinu að héraðsbúar fá aldrei að kynnast né heldur njóta til neinnar hlítar þeirri samgöngubót, sem er að reglulegum bílaferðum um héruð landsins bæði til fólks og vöruflutn- inga fyr en slmi er lagður um hér- aðið. Til þess að fastar áætlunarferðir bílanna geti hafist, þurfa að myndast einskonar afgreiðslustöðvar i hinum ýmsu sveitarhlutum. Héraðsbúarþurfa að geta, gegnum sfma, pantað flutn- inga á vörum sinum frá kaupstaðn- um á slikar stöðvar. Mundi þá svo fara hér, svipað og í Þingeyjarsýslu, að þvf nær allir vöruflutningar héraðsbúa fari fram á bilum. S veitarhættir og búskaparlag manna gerist nú mjög ólikt þvi sem var fyrrum. Fyrir 1-2 mannsöldrum siðan bjuggu bændur meira að sínu. Verztunin var minni og öðruvfsi háttað. Tvær til þrjár kaupstaðarferðir voru látnar duga og það jafnvel þó f nágrend væri við kaupstað. Nú er öldin önnur, Kaupstaðarferðir gerast mjög tiðar og þvi kostnaðarsamar. Ef timinn, sem til slikra ferða gengur, væri réttilega metinn, mundi ferða- kostnaður manna við þetta þráláta ferðanölt i kaupstaðinn nema ótrú- Iegum upphæðum. Kynni manna af notkun bila hér norður frá eru ekki vel fallin, til þess að glæða trú manna á bag- kvæmi slikra nota. En þau kynni gefa rangar hugmyndir um bílana og nothæfi þeirra. Skilyrði brestatil þess að hér geti hafist reglubundnar og ódýrar ferðir bila. Eitt höfuð- skilyrðið er simi inn i héraöið. Á næstu árum verður reist heilsu- hæli í Kristnesi. Rekstur slíkrar stofn- unar er algerlega óhugsandi án sítna. Þvi má telja vist að sfmi verði lagöur til hælisins, eða tíu kilom. inn f héraðiö. En um leið og sá sfmi verður lagður er einsætt að krefjast þess að simalina verði bygð eigi skemur en i Saurbæ og að frá þeirri álmu liggi þverálmur austur yfir ána svo að allir hlutar héraðsins fái not sfmans, Til þess að slfk not geti orðiö viðunandi þurfa að fá síma- tæki og komast f samband við tal- sfmakerfi landsins þessir bæir: Krist- nes, Grund, Saurbær, Kaupangur, Munkaþverá og Möðruvellir I Eyja- firöi. Er hér nú vakiö máls á þessu, til þess að héraðsbúar geti i tfma hafiö undirbúning I þessu máli og falið þingmönnum sinum að sækja það við landsfmastjórnina þegar á næsta vetri. Mun nauðsyn málsins verða mönnum Ijós við umhugsun og mun það verða auðsótt við landsfmastjórnina, þvi að nauðsyn þess er henni þegar ljós. Er það bert af þvi að iandsimastjóri hefir f viðtali við menn látiö f Ijós undrun sína yfir hæglæti Eyfirðinga i þessu efni. Dánardægur. Þann 14. þ. m. andaðist 6 heimili sfnu Gterárgötu 7 hér f bænum ekkjan Sigrfður Jónas- dóttir 68 ára gömul eftir þunga legu f krabbamcini. Til Páls og Svanhildar i Hrísey. Helgir dómar ylja okkur um fram silfur gull og ráf: broshýr mynd og lftill lokkur, ljós er auga bauð og gaf. Rödd, sem hefir unaðsómi eitt sinn hvfslað, fróar lund. Eins og draga ilm af blómi er að koma á þeirra fund. Æikuvon f augu blæðir, ávatt þrengist hennár skór. Eftirsjáin endur-þræðir einstig þann, er sorgin fór, Tfbrá sfðar útsýn eflir, auga hænir fjarðasogn vel ef skiftir við og teflir vitá góðan stafa logn, Við höfum séð f vindi rugga vona-fley á bylgjusæ, horft á Ijós f héluglugga, haldið stefnu og fundið bæ. Úti á tfmans vfðu völlum vindar blása úr hverri átt. Dynja él á háum höllum, hrista kot, er standa látt. Enn um stund er vert að vaka, vinna og hlaða metaskál. Áður en varir enda taka okkar spor við flæðarmál. Æðra og betra auði og vinning er, þó hvergi sjáist virt, eyland það, sem endurminning ávalt lætur blómagirt. Bjarmar upp af vori og vetri, valdasviftum, gegnum tár. Hvarfla auga að sólarsetri, sýknt og heilagt vorar þrár. Lækka f verði glys og giaumur, — gefur sálu betra hljóð, þegar bæði dáð og dráumur drýgja vona sparisjóð. G. F. (íslendingur). Skip og pósfar til jafnlengdat næstu viku eiga að koma og fara þessir: Vestanpóslar kemur f dag. Póstbáturlnn og Austanpóstur fara á morgun kl. g árdegis. Sömuleiðii Jór- unnarstaða- og Myrkátpðstur og koma aftur á laugardaginn. Póstbáturinn kemur á Mánudaginn og AustanpóstiV á miðvikudaginn. Nova kemur á morgun á leið vestur um til Rvfkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.