Dagur - 19.11.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1925, Blaðsíða 1
DAGUR kemur ú( á hverjum flmtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Inn- hefmtuna annast, Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VIII. ár. A f g r e i ð s lan er bjá Jónl 2>. K>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 19. nóvember 1925. 48, bl*Öi Jarðarför Péturs sálug* Einarssonar kennar* frá Skógutn fer fram, að öllu forfallalausu, að Orenivík, tniðvikudaginn 25. þ. m. kl. 11 árd. ýVöstandendur. Um víða veröld. Friðarmálin. I. Nýlega komu saman á fund f Locarno í Sviss utanrikisráðherrar stórveldanna í Evrópu, til þess enn á ný að tæða öryggismálin og leitast við að draga úr ágreiningi þjóðanna og óiriðarhættunni. Fundur þessi, vinnubrögð hans og árangur þykir bera vott um, að heillavænieg umskifti séu að verða f stjórnmálum Evrópu og viðskiftum rfkjanna; að þetta sé fyrsta ráöstefnan, síöan vopnahlé var samið, þar sem frlðarandl hafi verið leiddur til önd- vegis. Áður skýrt sé frá stðrfum fundar- ins og niðurstöðu hans þykir Degi hlfða, að ryfja nokkuð upp hinn langa og torsótta róður þjóðanna að þessu marki frá þvi vopnahlé var samið. Meö gerðum Versalafundarins var i raun réttri ekki saminn neinn friður, heldur var vopnaviðskiftum breytt i fjármála- og viöskiftastrið. Sigurveg- ararnir réðu vitanlega einir öllu og þó sá þeirra er grimmúðugastur var, Frakkland, Stefna Ctemenceaus var skýr og ákveðin sú, að þrýsta Þýzkalandi niður I duftið; gera það farlama og brjóta vald þess niður að fullu og öllu, svo það ætti sér aldrei viöreisnarvon. Hsnn var sterk- astur og beygði bæði Wilson og Ltoyd Oeorge undir vilja sinn. Stefna Versalasamningsins varð þvl sú að neyta sigursins sem ósleiti- legast og láta kné fylgja kviði, en ekki sú að binda enda deilumálin rikja á milli. Ailar tilraunir þjóðanna að komast að friðvænlegri niðurstöðu hafa að þessu strandað á fastheldni Frakka við þann samning, sem var mótaöur af hefndarhug en ekki af friðaranda. Eftir að vopnahlé var samið neytti Lloyd Qeorge færis, meðan bardaga- hitinn var enn i Bretum, að láta þjóðina að nýjufásér völdin. Hann predikaöi hefnd og refsingu á hendur Þjóðverjum. í Versölum höfðu hinir sigruðu verið kúgaðir til að undirrita þá játningu, að þefr einir væru valdir að styrjöidinni auk þess að undirgangast hinar óheyrilegustu fjárkvaðir og skuldbindingar. Það var því bægur vandi að æsa upp eld heiflúðarinnar i hugum manna gegn þeirri þjóð, sem talinvarvöld að öllum hörmungum og afleiðing- um styrjaldarinnar. En Bretar sáu skjótt, að niðurbrot eins af stórveldum áliunnarog fjár- hagsleg viðreisn hennar gat ekki farið saman og að kúgunartilraun- irnar gegn Þjóðverjum stefndu til þess eins, að ala á þrjózku þeirra og hefndarhug. Með þvi væti og málum þjóðanna stefnt f beinan voða. Breyttu þeir þvi um stefnu jafnvel meöan Lloyd Oeorge fór enn með völdin. Bonar Law, Rimsey, MtcDonald og Baldwin hafa allir togað hönk við Frakka út af skaða- bótamálunum og viðskiftunum við Þjóðverja. Bonar Law geröi Frökkum tilboð um stórkostlega skuldauppgjöf gegn því aö þeir slökuðu á kröfum sinum gegn Þjóðverjum, en alt kom fytir ekki. Frakkar voru fuilir þver- úðar og heiftrækni. Fundir voru baldnir f Lundúnum og Qenf og stjórnarformenn rfkjanna áttu i þrefi og ráðagerðum en Frakkar fóru slnu fram og bugðust með hertöku Ruhrhéraðsins aö þrýsta Þjóðverjum til hlýðni. Mæltist það tiltæki mis- jafnlega fyrir. Ágreiningur milli Frakka og Breta varð út af þessum málum og því meiri sem Frakkar gengu harkalegar fram i skuld- heimtu og kúgunarráðstöfunum gegn Þjóðverjum. Stappaði nærri óhöppum þar á rnilli. Urðu nú Frakkar fyrir harðari skuldakröfum af hendi Breta. Auk þess hafa þeir orðiö að mæta hörðum skuldakröfum Bandarikja- manna, sem láta sér fátt um finnast stympingar Evrópustórveldanna en ganga rikt eftir fé þvf, er þeir lán- uðu þeim i styrjaidarárunum. í næstu köflum verður vikið að alþjóðabandalaginu og síðan að þeim merkilegu tiðindum er síðast hafa gerst i þessum málum. Leikfélag AKureyrar era8 undir- búa leiksýningar. Æfingum á »Kinnar- hvolssystrum« er nær lokið og mun leikurinn verða sýndur f fyrsta sinn um næstu belgi. Leikur þessi var sýndur hér fyrir nokkrum irum sfðan og átti þá almennum vinsældum að fagna. Frú Stefanfa Guðmundsdóttir ték þi aðalhlutverkið, en nú leikur það frú Þóra Havsteen. „ÁuKið landnám." Erindi Hallgr. Þorbergssonar. Á búnaðarnámskeiði á Grund f Eyjafirði 5. spr. 1913 flatti Hall- grfmur bóndi Þoibergsson á Halldórs- ■töðum f Lsxárdal mjög rökstutt er- indi um ofangreint efni. Benti hann með Ijósum rökum á hvert stefndi með fækkun fólks I sveitunum og huignun landbúnaðarins. Hin mikla breytingaalda f atvinnnvegum lands- manna var þá sem örast að rfsa og megn vöxtnr hlsupinn ( kaupstaði og sjávarþorp á iandinu. Árlð 1910, eða 3 árum áður en H. Þ. flutti erindi sitt, voro þau hlutföll milii fólksfjöldt f sveitum annarsvegar en kaupstöðum og sjávar- þorpum hinsvegar að um 57 þús. manna byggju f sveitum en um 28 þús. f kaupstöðum og sjávarþorpum. Árið 1923 eru hiutföllin orðin þau, að tæp 53 þás. búa f sveituuum en um 45 þús. i kaupstöðum og sjávar- þorpum þeim, sem taiin eru. Á þessu tfmabili hefir fólkinu f landinu fjölgað um tæp 13 þús. Fólbinu f kaupitöð- um og sjávarþorpum hefir fjölgað um 17 þús. en fólki f sveitum fækkað um rúm 4 þús. — Kaupstaðirnir og þorpin hafa gleypt alla fólksfjölgunina, sem hefir orðið í landinu og þar að auki 4 þús., sem íækkað hefir f sveit- um. Straumhvörf þau, sem orðin voru f landinu 1913, þegar framangreint er- indi var flutt, bafa hatdið áfram með vaxindi hraða. Þau fyrirsjáanlegu vfti og ófarnaður, aem H. Þ. hvatti til að varast, standa nú nær og geig- vænlegri en nokkru sinni fyrr. Dagur mun f eftirfarandi köflum rekja hið helzia, sem gerst hefir f þessu máli. Vili hann byrja á þvf, að endurtaka helstu rök úr erindi H. Þ. með þvi að málið var þar brotið til mergjar og bornar fram tillögur um fhlutun rikis- og Iöggjafarvalds f milið og bein fjárframlög til aukins landnims. H. Þ. benti á tildrög og oriakir þeirra stórbreytinga, sem gerst hafa f þjóðlffinu: Að áliti fræðimanna voru sveitirnar itórum fjölbygðari fyrrum. Er ilitið, að er landnáminu var ný- lokið, hafi landsmenn verið um 120 þús., en á 13 öld um 100 þúsund. Hefir þá fóikstala i sveitum verið nátega tvöföld, við það sem hún er nú. Drepsóttir, eldgos, fsár og hvers- konar óáran eyddi landslýðnum en lagði heii bygðalög f auðn. Kúgun og óstjórn drap úr landsmönnum dug og kjark. Skorti þvf orku og atbeina til að endurbyggja hin eyddu landsvæði og hrundu býli. Verk allra undangeng- inna kynslóða hafa verið unnin með óframsýni og hroðvirkni. í bygging- um hefir þjóðin tjaldað til einnar nætur. Húsin hrunið með kynslóðun- um, sem bygðu þau. Nálega allur arfurinn voru túnblettir meira og minna þýfðir og hús og girðingar, sem lágu við eyðingu. Þvilfkt var ástandið, þegar sjórinn kallar á fólkið. Nýr atvinnuvegur, sem byggizt á stórvonum og uppgripum og er rekinn með beztu tækjum dregur fólkið til sfn. Það var ekki fólksleysi, sem landbúnaðinum baggaði heldur hitt að Bveitabúskspurinn bygðnr að mikln á rányrkju við illar samgöngur og lftil þægindi varð þegar undir f samkepainni nm vinnulýðinn. í annan stað benti H. Þ. á, að bjargræðisvegirnir f hverju landi réðu mestu um fólksfjölgun eða fólsfækkun. Skortur bjargræðisvega í sveitum þ. e. hentugra býla hömluðu fjölda fólks frá, að ráðast í það að stofna heimili þar. Fólk, sem af átthagatrygð vildi ekki yfirgefa sveitirnar, en gæti ekki Btofnað þar eigin heimili mornaði þvi og þornaði upp og legði eigi þann skerf f framsækni þjóðarinnár, sem vera ætti. Þetta orsakasamhengi hlaut þá að leiða til þeirrar spurningar fyrirlesar- ans, hvort við ættum að sætta okkur við það að bæadastéttin, sem frá önd- verðu hefir borið hita og þunga þjóð- lffsins fram á þennan dag, yrðiminni- hlutastett f landinu eða gefist með öllu upp. Þá benti fyrirlesarinn á þau skilyrði, ■em frá náttúrunnar hendi lægju fyrir til nýbýiagerðar og fjölgunar búfjár. Víðáttumikil heiða og afréttarlönd, sem gætu sumarfætt margfalt fleira af sauðfénaði. Stór, óyrkt heimalönd,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.