Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 1
DAGUR ketnur úf ð hverjum flmtu- degl. KoBtar kr. 6.00 irg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Inn- belmtuna annast, Árnl jóhannsson i Kaupfél. Eyf, Af g r e i ðs la n er hjá Jönl Þ. Þör, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við áramót t sé komin til afgreiðsiumanns fyrir 1. des. IX ár. Akureyrl, 28. janúar IÐ26. 4. blaöi lf. M- Jlkureyrar - ^ 20 ára minning. Á nýársdag 1906 komu 12 menn saman í húsi templara hér á Akureyri, til þess að ræða með sér stofnun ungmennafélags. Á þeim fundi lögðu þeir Jóhannes Jósefsson og Þórhallur Bjarnarson fram frumvarp til laga fyrir væntanlegt félag. Viku síðar eða 7. jan. 1906 var stofnun félagsins ákveðin og lög þess samþykt. Það gerðist á heimili Jóhann- esar Jósefssonar. Telsí það stofndagur U. M. F. Akureyrar. Viku síðar, 14. jan. 1906, eru svo lögin undirskrifuð á fundi í veitinga- húsi Boga Danfelssonar og skrifuðu undir þau þessir 16 stofnendur: Eggert Melsteð, Gísli Jónasson, Guðbrandur Magnússon, Jóhannes Jónasson, Jóhannes Jósefsson, Jón Helgason, Jón Steingrímsson, Jón Þórarinsson fÞór), Jónas Þórarinsson (Þór), Magnúsjósefsson, Pétur Jónasson, Pétur Snæland, Þórhallur Bjarnarson, Pórsteinn M. Jónsson, Gunnl. Tr. Jóns- son, Magnús H. Lyngdal. Stefnuskrá félagsins var sú að fylkja æskulýð landsins til varnar þjóðernis- málum íslendinga og hollum þjóðhátt- um og til eflingar viðreisnarmálum. Starfssemin átti að verða bæði ein- staklingsleg og almenn. Með íþróttum og sjálfsaga áttu einstaklingarnir að stælast til starfs og verða hæfari liðs- menn í fylkingu æskulýðsins. Pessi fyrstu tildrög félagsstofnunar- innar urðu um leið upphaf þjóð- hreyfingar. U. M. F. Akureyrar tók skjótum vexti. Sjálfstæðismál íslendinga voru þá í fylsta gengi og hugarólga fólksins eins og hún varð mest. Ný, andleg hreyfing og þjóðernisleg gat því naumast hitt fyrir sér hentugri ástæður í skaplyndi fólksins. Enda barst hreyfingin út óðfluga. Mátti svo að orði kveða, að herhlaup yrði í landinu, er kyntur var þessi fyrsti viti. Má það til marks hafa um skjótan vöxt, að rúmu hálfu öðru ári síðar, eða f ágúst 1907, er stofnað á Pingvöllum Samband Ungmennafélaga Jslands. Fyrstu ár félagsins urðu hin eigin- legu vakningarár. Pá er æskulýðurinn kallaður undir merkin og þá eru borin fram og tekin á dagskrá ýms hin heiztu áhuga- og starfsmál félaganna, U. M. F. Akureyrar hafði forgönguna þegar í upphafi og varð sem stofn- félag forsprakki annara félaga um val mála og verkefni fyrst framan af. Tilgangur þessarar greinar er ekki sá að rekja sögu Ungmennafélaga íslands, heldur sá að greina frá helztu atriðum í starfsferli U. M. F. Akureyrar um það 20 ára skeið, sem liðið er frá stofnun þess. Vegna upprunans og af öðrum ástæðum verður saga þess talin merkasti þáttur og veigamesti í hinni almennu sögu Ungmennafélag- anna í landinu. Öll önnur félög eru raunar afspringur þess. Það hefir átt frumkvæði og forgöngu í ýmsum helztu málum hreyfingarinnar og það hefir verið og er enn í dag eitthvert þróttugasta félagið, þrátt íyrir það, að við og við hefir slaknað nokkúð á átökum þess. Skal nú rakin nokkuð starfssaga félagsins. ...... I Bindindisheit varð Bindindi. I . , ____________I þegar í upphafi eitt af inntökuskilyrðum félags- ins. Er það bygt á þeirri efalausu sannreynd, að nautn áfengis Iamar hugsjónalíf æskumanna, leiðir þá til drabbs og iðjuleysis og verður oft upphaf ofdrykkju. Sú aðhlynning sjálfs- ánægjunnar, sem venjulega fylgir á- fengisáhrifum, er ósamrýmanleg fórnar- þrá, útsókn og umbótavilja æskunnar. Skuldbindandi yfirlýsing um að starf- semin skyldi reist á kristilegum grund- velli varð annað skilyrðið. Er þar vitan- lega átt við kristilegan siðgæðisgrund- völl en ekki játningar. — Pessi atriði þóttu sumum allófrjálsleg og ollu þau nokkurri sérstöðu sumra félaga í land- inu, einkum í Pingeyjarsýslu. Árið 1909 er stofnað tóbaksbindindisfélag innan félagsins. Varð það upphaf hreyfingar í þá átt. Innan ungmenna- félaganna hafa verið stofnuð tóbaks- bindindisfélög, sem hafa átt talsverðan þátt í að hamla hinni almennu og óhóflegu tóbaksnautn æskumanna. Sambands-1 Á fyrsta aldursári mál. | félagsins, eða 11. marz 1906, var því þegar hreyft hver nauðsyn bæri til almennra samtaka æskulýðsins í landinu til fram- gangs hugsjónamálura. Varð forgöngu- Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín, Guðrún Oddsdóttir, andaðist að heimili sínu sunnudagskvöldið 24. jan. s.l. Glæsibæ 26. jan. 1926. Kristján Jónsson. lslandsfáni. mönnum snemma ljóst, að sú vaknandi orka, er kvíslast myndi og fara dreift um bygðir landsins yrði að sameinast í einn meginstraum. Allsherjarsamband allra félaganna var úrlausnin. Var þegar tekið að vinna að því máli. Nutu forgöngumenn um það ráða og at- beina Jóns i Múla, eins hins ágætasta manns. Var hann í æsku einn af eld- hugum samtíðar sinnar og átti þátt í vakningaröldum þeim, er risu upp í Þingeyjarsýslu um þær mundir. U. M. F. Akureyrar hagaði vinnubrögðum á þá lund, að senda menn til að stofna ný félög og snúa sér til þeirra félaga, er þegar voru stofnuð. Var á þann hátt aukinn skriður hreyfingarinnar. Og í ágúst 1907 var á Þingvöllum stofnað Samband Ungmennafélaga ís- lands, eins og áður var vikið að. Á afmæli Jóns Sig- urðssonar forseta, 17. júní 1906, er fánamálinu fyrst hreyft í U. M. F. Akureyrar og 29. des. sama ár samþykkir almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn að tilhlutun íélagsins, ákveðna fánagerð. Á öðru leitinu var fánahreyfing Stúd- entafélags Reykjavíkur. Hafði það félag einnig samþykt ákveðna gerð. Munur þeirra hugmynda var sá, að gerð Ungmennafélagsins var blár kross f hvítum krossi í bláum feldi en gerð Stúdentafélagsins var aðeins hvítur kross í bláum feldi. Val fánagerðar var annar höfuðþáttur afskifta félagsins af þessu máli. Hinn var sá að hrinda fram málinu og koma því í almenna hreyfihgu. Á öndverðu ári 1907 ritar U. M. F. Akureyrar öllum Ungmennafélögum, framfarafélögum og öllum hreppsnefnd- um í Iandinu ítarlegt og rökstutt erindi um málið. Voru þar lagðar fram til áiita fyrir landsmenn þær tvær fána- gerðir er komið höfðu fram og var óskað álits manna um gerðirnar. Pá var og rökstudd hvatning um að Islandsfáni yrði tekinn upp sem þjóð- ernistákn. Af svörum þeim, er félaginu bárust, mátti ráða, að tillaga Stúdenta- félagsins um gerð fánans féll lands- mönnum mun betur í geð. Pví var það, að 19. maí 1907 gefur U. M. F. Pað tilkynnist hér með, að jarð- arför Sigríðar G. Hafliðadóttur fer fram miðvikudaginn 3. febrúar næst- komandi og hefst frá kirkjunni kl. 1 e. h. Stefanía Tryggvadóttir. Guðmundur Hafliðason. Akureyrar þá yfirlýsingu að fyrir sitt leyti fallist það á gerð Stúdentafélags- ins. Eins og kunnugt er félst fánanefndin ekki á gerð Stúdentafélagsins og önnur gerð var að lokum valin. Pó munu afskifti beggja félaganna hafa orkað miklu um, að málið gekk svo skjótt fram. Pessi heita áhugaalda U. M. F. Akureyrar og sú mikla vinna, er það lagði þegar fram, mun hafa átt megin- þátt í því, að orsaka þjóðarvakningu í málinu og setja í hreyfingu þá þjóðarorku, er að lokum hratt því fram. Snemma á vaxtar- skeiði félagsins tekur það jafnréttismál kvenna á dagskrá. í marz 1908 er því hreyft, að stofna sérstakt félag kvenna innan U. M. F. Akureyrar. Er og um þær mundir skorað á Samband Ungmennafélaga íslands að senda Alþingi ákveðna áskor- un um að viðurkenna fult jafnrétti kvenna við karlmenn. Ekki varð neitt úr sérstakri félagsstofnun kvenna, en 17. jan. 1909 er samþykt að kvenfólk eigi aðgang í félagið með fullum réttindum eigi síður en karlmenn. Eigi verður hér neitt um það sagt, hver áhrif þessar aðgerðir félagsins kunna að hafa haft á kvenréttindamálið í landinu. En þær bregða Ijósi yfir anda félagsins og hug í þjóðfélags- og mannréttindamálum. Mun og þessi afstaða félagsins vera bygð á þeim skilningi, að almenn hreyfing æskulýðs í landinu til vakningar og starfa gæti ekki orðið án þess að kvenfólkið gæti með fullum réttindum skipað sér undir merkin. Jafnréttismál kvenna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.