Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 2
14 DAOOR 4. tbl. Árið 1909 í febrúartn. tekur U. M. F. Akur- eyrar þegnskylduvinnu- málið á dagskrá og skipar sér þá með fundarsamþykt nær einhuga stuðningsmegin í því máli. Urðu þau afskifti félagsins og svo Ungmennafélaganna í landinu yfirleitt mikil. Pað mun þó ekki hafa verið samkvæmt óskum félaganna að málinu var svo bráðlega beint inn á leið löggjafarinnar og að það fékk þá meðferð á Alþingi, sem raun varð á og sem leiddi til þess að hugsjónin var kveðin niður og fyrirbeitendum hennar féllust hendur. Á almennum fundi Ungmennafélaganna hér norðan lands árið 1916, höldnum að tilhiutun U. M. F. Akureyrar, er samþykt til- laga þess e'nis, að þjóðaratkvœöa- greiðslan í þegnskylduvinnumálinu sé alls eigi að vilja eða tilhlutun Ung- mennafélaganna og að þau neiti allri ábyrgð á þeim alvarlegu afleiðingum, er slík meðferð svo lítt undirbúins máls geti haft í för með sér. Þessi samþykt eins og öll meðferð Ungmennafélaganna á þegnskylduvinnu- málinu sýnir, að æskulýðurinn hefir skilið eðli málsins og uppeldishlið þess betur en sjálfir löggjafarnir, er hleyptu því til skipbrots undir brot- sjóa almenningsfordóma og skilnings- skorts. Pað mun að vísu hafa verið ætlun allra, er aðhyltust málið, að þegnuskylduvinna yrði fyrr eða síðar leidd í lög. En eins og fyrsta tillaga U. M. F. Akureyrar viðkomandi mál- inu sýnir, leit félagið á það eins og »fagra hugsjón, sem í framtíðinni eigi að leiða í lög.« Starfsemi félagsins og annara Ungmennafélaga í þágu málsins er og í góðu samræmi við þennan skilning. í meðvitund þeirra og starfs- tilhögun varð það þegnskaparmál, sem átti að glæða sjálfsfórnarlöngun æskumanna til þjóðnýtra starfa fyrir ættlandið. Mun ekki fjarri til getið, að þessi skilningur á uppeldisnauðsyn þessa máls hafi verið vaxin af þeirri reynslu, er Ungmennafélögin höfðu snemma af framkvæmd hugsjónarinnar. Félögin lögleiddu vinnudaga og beittu með ókeypis vinnuframlögum kröftum sínum til nytsemdarstarfa að gerð gróðrarreita, leikvalla, sundstæða, skíða- brauta, heyskapar o. fl. Hefir það ekki verið ótítt í sveitum að Ungmennafélög hafa fjölment heim til þeirra, sem vegna sjúkdóma hafa verið hindraðir frá verkum, og slegið fyrir þá á túni eða engi. PegnsAraparvinna hlýtur að verða undanfari þegnsA:j//davinnu. Lög um þessháttar efni er aðeins form eða umgerð. Hin siðlega og þegnfélags- lega kend almennings er hinn eiginlegi kjarni, allra þeirra mála, sem eru fyrst og fremst uppeldismál. Sú byrjunarskipun þessa máls væri samkvæm aðferð og anda Ungmenna- félaganna, að sýslu- og bæjarfélögum væri veitt heimild, til að gera sam- þyktir um þegnskylduvinnu innan sinna vébanda. Hafa og sum sveitar- félög tekið upp þann hátt fyrir bein og óbein áhrif Ungmennafélaganna. Eru nú talin helztu afskifti U. M. F. Akureyrar af hinum stærri þjóð- Þegnskyldu- Uppeldismál. Félagsþroskun. málum. Skal nú vikið að öðrum flokki mála. Eru það uppeldismál. Pess var fyrr getið, _______________ að starfsemi félagsins hefði í upphafi verið beint bæði inn á við og út á við. Til stórra átaka út á við þurfti sam- henta menn og öfluga. Megin starfsemi félagsins beindist því snemma að félagsþroskun, iþrótlum og frœðslu, samkvœmum og skemtiferðum. Skal nú vikið lítið eitt að þessum málum. Meginstarf allra félaga, þar sem ungir hugsjóna- menn eru saman komnir, verða funda- höld 'og umrœður. Enda hafa þau jafnan verið tíð í U. M. F. Akureyrar og öllum þeim Ungmennafélögum, sem verið hafa þróttug. og vakandi. Fundirnir eru ný og ný eldsókn. Par er brugðið upp ljóskyndlum nýrra hugsana og verkefna og bjarmanum varpað út á langvegu hugsjónanna. Einkum mun í upphafi hafa kveðið mikið að fjöri og eldmóði félagsins, þegar það í morgunsári þessa fram- sóknartímabils reis upp til landvinninga í lítt nuimnni víðáttu íslenzkra þjóð- þrifamála. Þarf eigi um það að fjölyrða, því að það mun flestum kunnugt, að á félagsfundum er beitt sameinuðum öflum til úrslita og til framgangs mál- um. í sambandi við fundina hefir fé- lagið halt einkablað, sem hefir verið lesið upp á félagsfundum. Á þann hátt urðu fundirnir og blaðið æfinga- skóli til ræðuhalda og ritmensku. Störf fundanna hafa og vitanlega verið tvíþátta, þar sem hefir verið leitast við að sameina gagn og gleði í al varlegum umræðum og skemtimálum. Fundirnir eru því sífeldar tilraunir og æfingar íélagsmanna, að beita einstak- lingshæfileikura og að sameina til ein- beitingar sundurleita krafta. Pað mun hafa verið ætlun félagsins í upp- hafi að hefja. íþróttir til aukins vegs. Var og viðleitni þess í þá átt snemma mikil. Er landskunn- ugt hvílíkan fjörkipp tók okkar forna og þjóðlega íþrótt glíman. Lífið og sálin í íþróttamálum félagsins var í upphafi /óhannes Jósefsson. Var hann og einn af fremstu mönnum félagsins um hverskonar starfsemi. Nú er hann, sem kunnugt er, einn af frægustu íþróttamönnum veraldarinnar. Einbeitni sína og frægð mun hann að miklu mega þakka þessari æskuvakningu. Pjóðrækni og æskuhugur hefir orðið hðnum drjúgt vegarnesti. Ungmenna- félagshreyfingin veitti honum merki- legt uppeldi og bjó hann úr garði ættlandsins í hina löngu frægðarför. Á fyrstu árum félagsins efldust fleiri íþróttir en glíman. Má nefna sund, leikfimi, knattspark o. fl. Á þeim árum vinnur félagið að byggingu leikvangs og sundþróar. Var hvort- tveggja unnið að miklu með þegn- skaparvinnu. Heitstrengingar nokkurra hugsjóna- manna á ársfagnaði félagsins í jan. 1907 áttu veruiegan þátt í að efla íþróttaáhugann. Lárus Rist heitstrengdi að synda yfir Eyjafjörð og afklæða sig á sundinu. Þórhallur Bjarnarson heitstrengdi að fá því til leiðar komið, íþróttir. að íslendingar tækju þátt í næstu Olympisku leikjum. Báðum þeim heit- strengingum varð fullnægt. Enn heit- strengdi Magnús Matthíasson að ganga upp á Kerlingu; Mun það hafa ýtt undir skemtigöngur og skögarferðir, sem hvorttveggja var óþekt áður í þeirri mynd, sem það hefir tíðkast í félaginu. Skiða- og skautagöngur munu lítið hafa tíðkast í félaginu. Bó hefir það staðið fyrir nokkrum skiðamótum. Um íþróttirnar má yfirleitt segja, að von bráðar dofnaði yfir sumum greinum þeirra. Vafalaust má færa rök að því, að hnignun giímunnar á rót sína að rekja til þessa tímabils. Fjörkippur hennar varð að fjörbrotum. Kröfurnar, sem til hennar voru gerðar, munu ekki hafa verið reistar á gerskoðun eða skilningi á eðli hennar og sögu. Getur það efni el^ki orðið tekið til nánari meðferðar í þessari ritgerð. Stofnun /þróttasambands Islands varð og orsök þess, að Ungmenna- félögin yfirleitt slógu fremur slöku við íþróttir. Gekk þeim um leið að miklu úr höndum annar meginþáttur í sjálfs- þroskunarstarfi æskumanna. Hefir þetta drjúgum komið niður á U. M. F. Akureyrar, svo að það hefir í því efni kvikað mest frá stefnuskránni og komist þar skemst á leið að upphaflegu marki. Fræðslustarfsemi félags- ins hefir verið tvenskonar. Pað heíir haldið uppi fyrirlesirum og tréskurðarnámsskeiðum. Til marks um athafnir félagsins má benda á, að árið 1910 eru haldnir fyrir þess atbeina 10 opinberir fyrir- lestrar. Yfir þessari starfsemi dofnaði þó, er á leið. Áftur á móti hefir fél- agið á síðustu árum haldið uppi tré- skurðarnámsskeiðum við mikla aðsókn og góðan árangur. Nú síðast auglýsir það Mullersæfingaskóla. Er þar að fá einskonar heilbrigðisfræðslu. Auk hinna sjálfsögðu félagsfunda hefir U. M* F. Akureyrar staðið fyrir stærri samkvæmum. Má þar fyrst telja, ársfagnaði og afmœlishátlðir. Þá hefir það ár eftir ár staðið fyrir héraðs- ogfjórðungsmótum, Til þessarar starfs- greinar mega og teljast göngufarir félagsins og vinnudagar að því leyti sem slíkir dagar voru sannur fagnaður þeim, er nutu. Pó fljótt hafi verið farið yfir sögu, hefir nú verið drepið niður á helztu stöðum í starfssögu félagsins í upp- eldismálum. Verður nú að lokum vikið að þeim málum, sem mega einkum teljast framkvœmdamál. Starf félagsins til framgangs þeim miðast þá einkum við fjársöfnun. Má fyrst telja heilsu- hælismálið. Fjárvelta félagsins var upphaflega og lengi fram eftir mjög lítil. Árið 1912 er árs- reikningurinn 200 krónur að upphæð. Er þetta athugunarvert, þar sem á aðra hönd er víst, að félagið hafði fyrstu árin ýms mál með höndura, er kröfð- ust fjáreyðslu. Sýnir það hversu ein- staklingum hafa verið aurar lausir f höndum, er þeirra var þörf í þágu hugsjónarinnar. Pegar fram í sækir Heilsuhælis málið. Samkvœmi- og skemti- ferðir. setur félagið sér verkefni og markmið, er krefjast mikils fjár. Eykst þá fjár- veltan jafnsnemma. Árið 1922 verður hún 8000 kr, Er þá félagið tekið að leggja fé í Heilsuhælissjóðinn. En fyrsta tillag sitt lagði það 1919. Tillag félagsins í þarfir þessa máls er nú að vöxtum meðtöldum orðið rúmar 13 þús kr. „„ , . I Jafnframt fjársöfnun í e ags ius. I f-{e]-isuhælíssjóðlnn safn- aði félagið í Hússbygg- ingarsjóð. Var svo hús félagsins reist á síðastliðnu ári og vígt á nýársdag s.l. En templarar eiga það að hálfu á móti félaginu. Framanskráðar línur gefa aðeins ófull- komna hugmynd um æfi félagsins og starf. Svo margbrotið efni verður ekki rakið í stuttri grein öðruvísi en lauslega. Söguleg tildrög félagsins, menningar- kjarninn i lífi þess og starfi, áhrif þess á félagsmennina, þáttur þess í sögu bæjarins, vexti allra Ungmennafélaga í landinu o. fl. er enn alt óskoðað. Skömmu eftir aldamótin síðustu fór gegnum okkur Islendinga mikill áhrifa- straumur austan um sjá, frá frændum okkar Norðmönnum. Með snöggum hætti og sem elnn maður brutust þeir undan erlendu drottinvaldi og vald- boðum annarar þjóðar. Við hrifumst með úr vanamóki og hversdagsdeyfð. Stjórnarfarsbarátta okkar færist í aukana, athafnahugur einstakra manna og stétta vex, ný öfl koma í hreyfingu. Er því líkast, sem hvert skip, það er legið liefir í nausti og haffært er eða her- fært sé dregið á flot undir morgun og sigling hafin til nýrra vinninga úti í framtíðinni, þar sem birtir yfir nýjum vonum. Glæsilegasta siglingu í þeim flota áttu Ungmennafélögin. Ungmennafélag Akureyrar var þar í fararbroddi. Saga þess er smámynd af sögu þjóðarinnar á þessum árum, örlög þess samþátta örlögum hennar. Siglingin, sem var hafin með svo glæstum ljóma, er tafin undir Svörtu- loftum dapurlegra tálmana. Andviðri heimsstyrjaldarinnar hafa tekið vind úr seglum flotans. Ekkert hefir reynt á krafta manna síðustu árin eins [og það, að halda hlut sinum í viðskiftum. Átökin um lífsviðurværið hafa stórum harðnað og hugur þjóðarinnar hefir krepst við fjár- hyggju. Þessi örlög hafa vitanlega komið niður á U. M. F. Akureyrar. Upphaflegur hugsjónamáttur þess er að miklu þorrinn. Íþróttalífið er orðið svipur hjá sjón. Afskifti þess til vernd- unar og eflingar þjóðernismálum eru mjög þrotin. Starfshættir þess, eins og þjóðarinnar, hafa, eftir því sem tímar liðu, orðið meira hagnýtir, — snúist beint að framkvæmdum ákveðinna mála með fjársöfnun og verkmann- legum átökum. Pó eru enn sumir þættir í líftaug félagsins lítt eða ekki skertir. Enn er það í mikilsverðum efnum í samræmi við upphaflega ákvörðun. Enn er það bezta félag þessa bæjar, eins og það hefir verið síðustu 20 árin. Pað hefir verið einskonar skáli bygður um þvera braut á freistingaleið gjálífrar æsku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.