Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 3

Dagur - 28.01.1926, Blaðsíða 3
4. tbl. DASUR 15 Jaröarför mannsins míns, Sigurðar alþm. Jónssonar fer fram að Ljósavatni Iaugardaginn 6. febrúar n. k. Húskveðja fer fram daginn áður á heimili hins látna. Yztafelli 24. jan. 1926. Kristbjörg Marteinsdóttir. IJað hefir kallað unga menn og kon- ur til samstarfs, þar sem tilraun er gerð, að blanda alvarleg störf hreinni gleði. Líf og framtíðarvonir hverrar þjóðar hvíla ekki á þeim, sem fara hörfandi til grafar, heldur á þeim, er stíga hin nýju spor. Dýrasta eign þjóð- anna er hreinlífur, vinnuglaður æsku- lýður, sem setur mörkin hátt. Ung- mennafélögin í landinu áttu glæsilegt upphaf. Almenn hnignun í andlegum og siðlegum efnum hefir um skeið lamað þau nokkuð. En nú tekur að bjarma yfir morgunbrúnum nýrra og betri tíma. Meginvon þjóðarinnar er á því reist að æskulýðurinn haldi skipu- legum fylkingum viðbúinn til áfram- halds og nýrra vinninga, þegar byr- legar blæs og sól stafar seglin að nýju. Jónas Þorbergsson. Héraðsþing U. M. S. E. verður háð á Akureyri dagana 20..—21. febr. n. k. Meðal þeirra mála, sem þar verða tekin til meðferðar eru þessi: íþróttamál. Iðnaðarmál. Skógræktarmál. Alþýðuskólamál. Fyrirlestramál, Kynningar og samstarfsmál. Kappskákir. Héraðsblaðið. Bindindismál. Drög til sögu Ungmennafél. íslands. Far sem þessi mál eru Ungmenna- félögunum áður kunn er ekki þörf á að fjölyrða um þau, Flest af þeim hafa verið rædd meira og minna, á hverju þingi síðan sambandið var stofnað. En þar sem sambaiidið hefir haft yfir litlu fé að ráða og félagarnir verið auk þess öðrum störfum hlaðnir, þá hafa framkvæmdirnar víða orðið minni en skyldi. Eitt af þeim málum sem héraðssam- bandið hefir beitt sér fyrir nú síðustu árin, er bygging Alþýðuskóla í Eyja- firði. Hefir það gengist fyrir fjársöfnun í því augnamiði, og reynt að vekja áhuga fyrir því máli á meðal félaganna. En þessu hefir miðað hægt áfram, enda er hér um nokkuð stórt að ræða, og engin leið til að koma þessu máli i framkvæmd án opinbers fjárstyrks. En við treystum svo á dug og fórn- fýsi eyfirzkrar alþýðu sérstaklega, og annara góðra manna að ljá þessu máli lið og fé, að ekki líði mörg ár áður en þessi skólabygging kemst upp. Til þess nú meðal annars að vekja almennan áhuga fyrir þessari hugmynd, þá hefir héraðsstjórnin ákveðið að gangast fyrir tveimur námskeiðum innan þessa héraðs, síðari hluta þessa vetrar. Mun annað haldið að Þinghúsi Hrafnagilshrepps, hitt í Þinghúsi Glæsi- bæjarhrepps. Fyrirkomulag þessara námskeiða verð- ur svipað og bændanámskeiðanna. Verða þar haldnir fyrirlestrar, líklega 10 á hvorum stað, um alþýðleg, fræð- andi efni, svo og frjáls ræðuhöld á milli og skemtanir. Svo er ráðgert að hvert námskeið standi yfir f 4 daga. — Verði námskeið þessi sótt, sem við vonum að verði, er enginn efi á því að þau geta haft góð og vekjandi á- hrif og glætt félagslífið. Verndun skógarleifanna í Leyningshól- um hefir sambandið haft á stefnuskrá sinni frá því fyrsta, og er nú svo kom- ið að óhætt er að fullyrða, að ung- mennafélögin í Eyjafirði fá nú þegar á þessu ári umráðarétt yfir þeim. Ætti þá skógarleifum þessum að vera borg- ið úr því. Og er það vel farið. Héraðssainbandið hefir altaf leitast við að halda uppi áhuga félaganna fyrir íþróttaiðkunum, heimilisiðnaði og fleiri málum sem til þjóðþrifa horfa. Hefir það fengið menn til að flytja fyrirlestra og leiðbeina félögunum er þau hafa óskað þess. Hver árangurinn hefir orðið af því, má vafalaust deila um. Ungmennafélögin hafa upphaflega sett sér markið hátt, og ekki eðlilegt að það náist nema með löngum tírna. Vélrituðu blaði hefir sambandið hald- ið út nú síðustu árin, en því hefir of- lítill sómi verið sýndur af félögunum, og þar af leiðandi liefir árangurinn ekki orðið sá, sem ætlast var til. Ungmennafélögin íslenzku eiga sér ekki langa sögu enn sem kornið er. En hún er því merkilegri. Það er nokkurskonar landnámssaga. Og þeir þættir mega ekki gleymast. Tess vegna hefir verið vakið máls á, og reynt að stefna að því, að safna saman í eina lieild öllu því, sem lýtur að myndun og þroskun þessa félagsskapar frá því fyrsta. Væri vel þess vert ef hægt yrði að gefa út minningarrit á 25 ára afmæli félagsskaparins, sem verður árið 1931. En þá ættum við og að sýna, að næstu fimm árin verði veruleg þroska- og blómaár hjá félögunum, því það erum við, sem nú erum á æskuskeiði og starfandi ungmennafélagar, sein leggj- um til síðasta þáttinn í það rit. Og okkur má ekki standa á sama, hverju sá þáttur skýrir frá. Héraðsstjórn U. M. S. E. 20 ára minning. f’etta blað af Degi er eingöngu helg- að 20 ára afmæli U. M. F. Akureyr- ar. Við samningu minningargreinar- innar hefir blaðið notið upplýsinga frumherja félagsins, Fórhalls Bjarnar- sonar prentara og núverandi formanns félagsins, Jakobs Frímannssonar. JMýkomið í Braffahlið: Kaffi, Export, Melís, Strausykur, rauður Kandfs, Hveiti, Gerhveiti, Hafragrjón, Rísgrjón, Sagogrjón, Bankabygg, Maís, Hænsabygg, Kartöflumjöl og ýmsar smávörur til matar. — Purkaðir og niðursoðnir Ávextir, Rúsínur, Sveskjur, Caco, Súkkulaði, The og m. m. fl. Sann- griamt vem, — Altaf best að kaupa MATVÖRUR í versl. Brattahlíð. Brot úr bréfi í ársbyrjun 1925. ». . . Af því, sem hér er sagt, sést, að félagsskapurinn er all-víðtækur, og svo fjölmennur er hann, að innan U. M. F. í. eru um 3500 félagsmenn. Ef þetta er borið saman við nágranna- þjóðina, Norðmenn, sein telur um 60 þúsundir ungmennafélaga, — en Nor- egur er fósturland þessarar hreyfingar, verður útkoman sú, að félögin eru hlutfallslega fjölmennari hér en þar. Fó er ungmennafélags-hreyfingin norska fullra 40 ára, en hin íslenzka tæpra 20 ára. Norska hreyfingin hefir ennfremur haft miklu betri aðstöðu, þar eð norska ríkið og ýmsir mætir menn hafa rétt henni vinarhönd og stutt hana með ráðum og dáð, bæði í verklegum og fjárhagslegum efnum. Nú er ungmenna- sambandið norska stutt ríflega af ríkis- sjóði til ýmiskonar starfsemi. En ung- mennafélagshreyfinginj íslenzka hefir að- eins notið sárlítils styrks frá löggjafar- valdinu. Og sé þess ennfremur gætt, að í félagsskap þessum er að mestu ungt og óreynt fólk, sem á lítið af fjármunum og minna af lífsreynslu, og hefir aldrei haft ráð á því, fjármun- anna ■ vegna, að eiga óskift lið eins manns, til þess að vinna fyrir áhuga- mál sín, samræma störfin og koma þeim í skipulegt horf, má það næstum undarlegt heita, hve félagsskapur þessi er víðtækur og fjölmennur og hefir komið miklu til leiðar. Skal hér getið með örfáum orðum eigna og hins hag- nýta starfs félagsskaparins: 1. Félögin eiga land um 300 þúsund fermetra. Nota þau land þetta til skógræktar, matjurtaræktunar og grasræktar. 2. Þau eiga 30 fundahús, sem oft eru notuð til ýmsrar starfsemi fyrir sveitir og hreppsfélög á félagssvæðinu, svo sem við skólahald og almenna mann- fundi. 3. t*au eiga 12 fullgerða og velgirta leikvelli. 4. Þau eiga 25 sundlaugar. Hafa þau orðið að verja allmiklu fé, til þess að gera laugar þessar nothæfar. 5. 1 bókasöfnum félaganna eru um 4500 bindi. Hér er þó ótalið alt það starf, sem félögin hafa lagt fram, bæði beint og óbeint, við t. d. sjúkrasamlög (U. M. F. Akureyrar eitt hefir gefið Heilsu- hælissjóði Norðurlands 10 þúsund krónur), til þess að styðja fátæka og heilsubilaða menn, vegagerðir. En mest mun þó kveða að því fé og þeirri Taða, 30—40 hestar eru til sölu. Upplýsingar gefur. Jósef Jónsson, ökumaður. vinnu, sem ungmennafélögin hafa afl- að lýðskóla- og unglingaskólastarfsem- inni í Iandinu. Pað, sem hér hefir verið talið, mega þó aðeins heita hjáverk ungmennafé- laganna. Aðalverk þeirra er fólgið í því að vinna að andlegu uppeldi æskulýðs- ins, eða búa menn undir það starf, sem þeir eiga að vinna fyrir þjóð sína á þroskaárum æfinnar. Gera þau það með málfundum sínum, námskeiðum, fyrirlestrar-starfsemi, handrituðum blöð- um einstakra félaga, og þó einkanlega með riti sínu Skinfaxa. t*að markmið félaganna að vinna fyrir íslenzkt þjóðerni, íslenzka tungu og íslenzka heimaiðju. Pví eru félög þessi nauðsynlegur allsherjarskóli, bæði í þorpum en þó einkum í strjálbygð- um sveitum. Vegna þessa óháða alls- herjarskóla gefst æskulýð landsins færi á því að beina starfskröftum sínum í rétta átt og koma í veg fyrir, að efni- Iegir æskumenn lendi í óreglu og auðnuleysi. Erfiðir starfstímar félaganna hafa sannað, að félögin eru vaxin upp af þjóðarþörf. Það er því heilög skylda allra þeirra, sem óska þess, að íslenzka þjóðin verði þróttmikil, sjálfstæð og starfsöm, að styðja ungmennafélög.« Adalfundur U. Mr F.^A. var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Fór þar fram stjórnarkosning meðal annars og skipa nú stjórn féiagsins: Jakob fulltrúi Frímannsson, formaður, Svan- björn bankaritari Frímannsson, ritari og Lorsteinn verksmiðjustjóri Davíðsson meðstjórnandi. — Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi stjórnarinnar að féhirðir er nú kjörinn utan stjórnar og var til þess starfa valinn Agnar verzl- unarmaður Guðlaugsson. Kristján Karlsson lét nýlega af for- mensku U. M. F. Akureyrar, eftir að hafa verið formaður þess í 6 ár og átt sæti í stjórninni í 8 ár samfleytt. Hann hefir jafnan verið óveill og ótrauður starfsmaður félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.