Dagur - 11.02.1926, Síða 1

Dagur - 11.02.1926, Síða 1
DAGUR ketnur ú( á^hverjnmjflmtn- degl. KoBtar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Inn- helmtuna annast, Árnl Jóhannason i Kaupfél. Eyf, Af’g r e i ðs la n er hjá Jónl J>. I>ór, Norðurgðtu 3. Talslml 112. Uppsðgn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. IX. ár. Akureyri, 11. febrúar 1026. 6, blaðt Hjartans þakkir flyt egf, fyrir mina hönd og fjölskyldunnar, öllum, fjœr og nær, sem vottuðu hluttekningu sfna við fráfall og útför mannsins míns, Sigurðar Jónssonar alpingismanns, og sæmdu minníngu hans með fjölda samúðarskeyta og hluttöku i kveðjuathöininni. Yztafelli 8. febr. 1926. Kristbjörg Marteinsdóttír. Síldveiðin. I. Síðan snurpunótaveiðin hófst fyrir Norðurlandi skömmu eftir síðastliðin aldamót, er síldveiðin orðin einn veru- legur þáttur í atvinnulífi landsmanna. En hún er jafnframt sú atvinnugrein, sem hefir frá upphafi verið háð mest- um misfellum og óvissu. I þeirri grein hafa verið til skiftis uppgrip og stór- skaðar. Meðfædd áhættufýst og stór- gróðavonir hafa lokkað nýja og nýja menn, til þess að hætta þar öllu sínu í stað þeirra, sem gefist hafa upp eftir að hafa tapað aleigu sinni. At- vinnuvegurinn hefir veitt mikla atvinnu landsfólkinu og oft dregið mikinn auð á land. Samt er nú svo háttað, eftir að útgerðarmenn hafa í tvo áratugi leitað allra bragða, sem þeim hafa í hug komið, að þessi atvinnugrein liggur sokkin í skuldir og nálega farlama. Ýmsum mönnum hefir fyrr og síðar á þessu árabili þótt bregða til óvissu og ófarnaðarlíkinda um þennan at- vinnuveg. Árið 1916 ritaði Böðvar. Bjarkan (þá Jónsson) lögmaður mjög rökstudda grein um málið. Var hún gefin út í bókaformi og nefndist „Nýir vegir“. Verður hér að nokkru stuðst við það rit. Eru þar færð haldgóð rök að því, að atvinnuvegur þessi þoli ekki að vera rekinn á óskipulags- bundin hátt. Hefir reynslan mjög hnigið í þá átt, sem þar er sagt fyrir. Árið 1923 hélt Björn Líndal alþm. fyrir- lestur hér í bænum um þetta mál. Hneig hann í sömu átt. Hafði B. L. þá verið um skeið erlendis og kynst af eigin áþreifingu annmörkum þeim, er ávoru síldarsölunni. Hafði sú fræðsla, er hann þannig hlaut, orkað þeim stórkostlegu sinnaskiftum hans, að hann þóttist engin bjargráð sjá atvinnuvegi þessum til handa önnur en samvinnu. Frá útgerðarmönnum sjálium hafa og heyrst raddir í sömu átt. Þannig ritaði Otto Tulinius grein í Verzlunar- tíðindin, þar sem ráðið var til gagn- gerðra endurbóta á aðferðum við sölu og veiði síldarinnar. Meginviðleitni útgerðarmanna sjálfra hefir þó verið á þá leið, að krefjast af þingi og stjórn löggjafarákvæða er léttu gjöldum af atvinnuveginum og bættu aðstöðu hans f samkepni við erlendan atvinnurekstur af sama tæi. En þrátt fyrir alla þessa viðleitni,. ráðagerðir og tillögur situr að mestu yið orðin tóm. Atvinnuvegurinn er orðinn mjög langsamlega aðþrengdnr og þeir menn, er fyrir honum hafa staðið þreyttir af langvarandi skulda- stríði og margháttuðum örðugleikum. Pað mun því ekki geta talist að bera í bakka fullan lækinn, þó málið sé enn tekið til nokkurrar íhugunar. Úr Skinnastaðarprestakalli. — Nokkrir drættir, — . i. Það er að verða alviðurkend atað- reynd, að áhrif hinnar kristnu trúar á hugarfar og breytni hinnar fslenzku þjóðar fari stöðugt minkandi, og þær raddir gerast nú œargar og all háver- ar, er deila á þjóðkirkjuna eða starfs- lið hennar og kenna þvf um þeisa hnignun trúarinnar. Augljóst virðist að ádeila þessi sje á sterknm rökum bygð, þar sem f stað hionar þverrandi kristnu trúar kemur trúleysi en ekki önnur trúarbrögð, er af henni beri að verð- leikum. Vera má að efnisbyggja vorra tfma sé eitt af þeim báskalegustu öflum, sem unnið hafa á móti kristinni trú. Þd hefir sú bugarfarsstefna eigi fsrt þjóðunum neinn þann boðskap, er komið geti f stað fagnaðarboðskapa Jesú Kriats. Svo virðist einnig aem hin vaxandi menning hafi kslt hina kriatnu trú, þó lftt skiljanlegt sé. Grundvöllur kristinnsr trúar er vissulega svo traust- ur, að hann þolir hina vaxandi birtu sannrar mentunar. Leikmönnum verður, að snúa máli sfnu til hinnar andlegu atéttar og spyrja: >Hverjar eru or- aakir trúarhnignunarinnar ?« Hafið þér eigi kostgæft að vinna bug á eyðing- aröflnnum, eða færa yður f nyt til hsgnaðar fyrir hina kristnu trú, þann atyrk, er mentun og Iffsreynsla þjóð- anna hefir gefið yður kost áf Eða hefir hin almenna hnignun f þessum efnum dregið úr árvekni og sljófgað ábyrgðartilfinningu yðar, svo að þér sátuð hlutlausir meðao hin miklu skemdarverk voru unnin innan þeirra hjarða er þér voruð settir yfir ? — Eða hafa máske einhverjir af yður tekið þátt f þeimí Svörin við þessum spurningum verða á ýmsa lund. Verður ei f þetta sinn gerð tilraun til að svara þeim alment. Hver einstaklingur svarar þar fyrir sig og sinn kirkjusöfnuð. Hér fer á eftir lýsing á trúarlffi og presti f einu prestakalli þessa lands. Ástæðurnar fyrir þvf, að lýsing þessi er bér birt, munu sfðar koma f Ijós. II. Sfðastliðið sumar voru 40 ár liðin frá þvl séra Halldór Bjarnarson varð hið fyrra sinn þjónandi preitur Prest- hólipi estakalls; var það sumarið 1885. Hélt hann þvf embstti til 30. marz 1900, er honum var vikið frá vegna þjófnaðarmáln, er hann var viðriðinn. Hafði hann þá ei verið látinn þjóna embstti sfðastliðin rúm 3 ár. Árið 1901 3. sept, fékk hann aftur veit- ingu fyrir hinu sama kalli. í þvf embætti hefir hann setið fram á þenn- an dag. Var embættiiveiting þeisi frá öllum hliðum lftt skiljanleg. Séra H. var einn umsækjandi, og átti þá söfn- uðurinn rétt á að kjósa hann eða kjósa hann frá. Kirkjustjórnin efndi til kjörfundar að Presthólum f þessu tilefni 21. júnf 1901, Þar var séra H. frákosinn með 18 atkvæðum gegn 1, og þess óskað að nágrannaprestur þjónaði sem undanfarið. En með at- kvæðasmölun eftir fundinn og fyrir til- beina 13 utanþjóðkirkjumanna er tald- ir voru með, tókst þáverandi biskupi að finna 21 aál f prestakallinu, er hylla vildu séra H. Veitti þá lands- höfðingi sera H. embsttið eftir til- lögu biskups, þrátt fyrir fjölda forms- og lagagalla á kosningunni, er biskupi voru kunnir. Árið 1911 lézt séra Þór- leifur Jónsson prestur f Skinnastaða- preitakalli. Var þar þá prestlaust f eitt ár, en árið 1913 er séra Halldóri Presthólaklerki veitt þetta kall til við- bótar og þessi tvö prestaköll aamein- uð f eitt. Við þessa veitingu gekk hin háttvirta kirkjustjórn það framar f einræði sfnu eða oibeldi, að engin prestskosning f nokkurri mynd fór fram, heldur veitti kirkjustjórnin séra H. embættið þrátt fyrir almenna óá- nægju hlutaðeigandi safnaða. Er að sjá, sem hér hafi þótt ástsða til að setja þann þjón yfir meira, er trúr hafði reynst yfir Htlu. Séra Halldór befir setið f þessu embætti sfðan og þjónað þvf að nafni til, að þvi undanskyldu að tvö ár frá fardögum 1922 til fardaga 1924 hafði hann aðstoðarprest. III. Kröfur þær, er gera ber til prest- anna eru miklar og margvfslegar. Hin fyrsta og sjálfsagðasta krafa er sú, að þeir boði sfna trú bæði f orði og breytni, léu fyrirmynd sinna sóknar- bsrna, þ. e. beri af öðrum f trú og lfferni. Sá er finnur köllun til að ger- ast leiðtogi annara f andlegum efnum, verður lfka að finna til ábyrgðar á þvf hlutverki, er hann velur sér. Fylli prestur ei þessi aðal- skilyrði, nær starf hans eigi tilgangi. Ef ferill séra H. sem prests og þjóðfélagiborgara er borinn saman við þessar kröfur, kemur fram hjársn mynd. Ókunnugum mundi sennilega fyrst koma til hugar, að sú missögn hefði slæðst inn f frásögnina, að séra H. væri valinn til að vinna að eyði- leggingu, en ekki til eflingar kristinni trú, þvf þannig bæri verkin honum vitni, en þvf miður er hér ekki um þá misiögn að ræða. Séra H. og samlff hans eg safnaða hans, var hér á árunum, fyrir og um aldamót, eitt af umræðuefnum islenzkra blaða. Þó munu blöðin þá fæst hafa upplýst málin og sum snúist til varn- ar séra H. með missögnum og blekk- ingum. En árið 1903 kom út bækl- ingur undir nafninu >Kirkjustjórn vor«, ftarlega staðfest lýsing á málaferlum prests og sóknarbarna hans til þess tfma. Þar sem bæklingur þessi mun f fárra manna höndum, skal hér f stuttu máli birt sýnishorn af efni hans. Á fyrsta prestsskaparári sfnu, höffiar séra H. sakamál gegn 3 bændum, sóknar- mönnum sfnum, fyrir rán á vogrekí. Þvf máli tapar hann algerlega bæði fyrir héraðsdómi og landsyfirdómi. Þá er ei getifi málaferla um nokkur ár, en árið 1894 höfðar hann mál gegn nágranna sfnum Þórarni Benjamfns- syni, út a( viðskiftareikningi frá Þ, B,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.