Dagur - 17.11.1926, Page 3
50. Ibl.
DAOUR
101
t
Jónas Gunnlaugsson,
dbrm. frá Prastarhóli.
Hann andaðist áheimili sínu hér
í bænum 13. þ. m. íhárri elli, hart-
nær 91 árs gamali. Jónas var ern
og hress til efstu daga og bar
ellina vel. Hann var fyrrum ráðs-
maður Péturs amtmanns Hafsteins
á Möðruvöllum en síðan lengi bóndi
á Prastarhóli. Jónas var vinsæll
maður og hinn mesti heiðursmaður
í hvívetna.
og unglinga. Böm læra samfeld kvæði.
En er þroskinn færist yfir, taka þáu
að velja úr. Pá skína þeim einstakar
ljóðperlur gegnum bylgjukvik háttanna.
Nokkrar meinlegar prentvillur hafa
slæðst inn í þetta hefti og er það
mjög á móti vilja þeirra, er settu
saman bókina, því að þeir eru vand-
virkir menn báðir og Benedikt skóla-
stjóri er þektur að frábærri kunnáttu
á íslenzkri tungu og smekk á mæltu
máli og rituðu. Prentvillurnar verða
síðar leiðréttar hér í blaðinu. ,
Saga, missirisritið, sem Porst. Þ.
Porsteinsson skáld gefur út í Winni-
peg er nýkoinið. Er það fyrri bók II.
árgangs. Höfundarnir, sem ieggja til
þessa heftis, eru meðal annara Stephan
G. Stephansson, Jóh. M. Bjarnason,
Kr. N. Júlíus (Káinn), Steinn Dofri,
Aðalst. Kristjánsson, Guttormur J.
Guttormsson, Þorskabítur, Jóhs. P.
Pálsson og svo útgefandinn sjálfur.
Veigamestu kaflar ritsins er ágætis-
kvæði Stephans G. Stephanssonar:
>;Erfðir«, um síðasta skilnað ^sdísar
og Grettis og löng ritgerð eftir Þ. Þ.
Þ. sem nefnist »Spjall«. Er það djarf-
leg sókn fyrir hönd íslenzkrar tungu
og þjóðernis gegn ofureflinu vestan
hafs. Fer höfundurinn víða yfir og er
vígfimur og höggviss og grein hans
ágæt. Saga er fjölbreytt og læsilegt
rit. Enda mun hún þegar hafa náð
mikilli útbreiðslu og vinsældum. Ættu
íslendingar að auka kaup sín á ritinu,
því að það mun flytja margt af því,
sem bezt verður ritað á íslenzka tungu
í ljóði og í lausu máli vestan megin
hafs,
Hamingjuleiöin heitir nýútkomið
rit eftir O. Swett Warden en í íslenzkri
þýðingu eftir Arna Olafsson. Bók
þessi fjallar um skapgerðarlist og er
andleg líffræði. Er hún tilraun að
kenna mönnum að efla sig og bæta,
sérstaklega að þroska viljalífið og færa
sér í nyt til þroskunar og orkubóta
ónotuð öfl sálarlífsins, eigi á neinn
dulrænan hátt heldur með hollum
lifnaðarháttum og hugsunarreglum.
Bókin er að efni nýstárleg íslendingum.
Hún er hlýlega og fjörlega rituð og
vel þýdd. Prentsmiðjan Acta gaf út.
Kóngsdóttirin fagra heitir æfintýri,
eftir Bjarna M. Jónsson, sem prentsm.
Acta hefir nýlega gefið út. Útgáfan er
prýðileg og auðguð mörgum vel gerð-
um myndum, sem munu vera eftir
Tryggva Magnússon. Æfintýrið sjálft
við hæfi barna, taumlaust hugmydaflug,
málið létt og gott og undirtónninn
göfgandi.
Niðursuðudósirnar
eru komnar aftur. — Mjög handhægar til
rjúpnaniðursuðu.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Inrftín Rrvfi 1 Glæsibæjarhreppi, fæst tiljkaups |ogj|ábúðar í
tJUt UTií LJí y 11 næstu fardögum. Semja ber við undirritaðann.
Bryta 4. október 1926.
Þorlákur Thorarensen.
F r é 11 í r.
Fjórtán dagar hjá afa heitir rit
nýútkomið í prentsm. Acta. Er það
hreinlætis og heilsufræði barna, rituð á
frumlegan hátt af Arna Árnasyni hér-
aðslækni í Dölum. Efnið er sögulegt
og greinir frá heimsókn systkinanna
Sigga og Ásu, tveggja kaupstaðarbarna,
til afa þeirra, sem bjó í sveitinni. Þar
dvöldu þau fjórtán daga og lærðu
hreinlætis og heilbrigðisreglur á hverj-
um degi. Kennarinn er afi, sem segir
þeim sögur og fræðir þau um þessi
efni. Kverið er myndum prýtt en
pappír og ytri svipur bókarinnar er
ekki góður.
S í m s k e y t i.
Rvík 10. nóv.
Brúarfoss (kæliskipið) hleypur af
stokkum 1. des. og á aðverðafull-
gerður 1. marz. Júlíus Júliníusson
verður skipstjórinn, en Pétur Björns-
son tekur við Lagarfossi.
Útflutningur vara í október nam
7,179,000 kr. AIls á árinu 31,381,491
gullkrónur, móti 43,375,000 síðastl.
ár.
Símað er frá Washington, að við
nýgengnar kosningar í Bandarikjun-
um hafi Republicans fengið 48, De-
mokrats 47 og flokkur verkamanna
og bænda 1 fulltrúa í Senatinu. En
í Fulltrúadeildinni er áætlað, að Re-
publicans fái 231 af 435.
Rvík 16. nóv.
Símað er frá Khöfn, að vegna
sundurþykkju milli stjórnarflokksins
og gerbótaflokksins, sem hefir stutt
stjórnina, útaf fyrirhuguðum kreppu-
tímaráðstöfunum, verði rofið þing og
gengið til kosninga 2. desember.
Símað er frá Stokkhólmi, að Bern-
hard Shaw hafi verið veitt bókmenta-
verðlaun Nóbels.
Símað er frá London að fulltrúa-
fundur námumanna hafi fallist á
héraðasamninga, lengri vinnutíma
og kauplækkun. Baldwin hefir lofað
námumönnum, að í slaðinn fyrir
landssamninga muni hann flytja
tillögu um gerðardóm í deilumálum,
sem rísa af samningum héraða.
Námueigendur 'ýsa yfir, að tillögur
Baldwins séu gerðar að þeim for
spurðum og séu því ekki bindandi
fyrir sig. Námumenn greiða atkvæði
um sáttatillögur Baldwins nú í vik-
unni. Fulltrúar þeirra ráða þeim til
að samþykkja þær. Baldwin kveðst
muni vinna að lögleiðing gerðar-
dómsins, hvað sem námueigendur
segi.
Miðnœturgesturinn heitir fyrirtaks-
góð kvikmynd, sem sýnd er á Nýja-
Bio um þessar mundir. Dagur gerir
lítið að því að hvetja menn til bio-
göngu, en að þessu sinni telur hann
það rétt og hverjum manni ávinning
að því, að sjá þessa mynd. Sú ný-
breytni er, að solo er sungin í sam-
bandi við myndina.
Jónas Rafnar læknir tók sér far,
ásamt frú sinni, til Rvíkur með Novu
síðast. Mun hann koma aftur með ís-
landi og fara með því til útlanda, til
framhaldsnáms um meðferð berklaveikra
manna á heilsuhælum. Steingrímur
læknir Matthíasson tekur daglega á
á móti sjúktingum í húsi J ónasar Rafn-
ars kl. 5 — 7 e. h.
Simabilanir afarmiklar hafa orðið
í undanfarinni ótíð. Haía valdið þar
um mestu ísingar, er hlaðast á þræð-
ina, svo að hann mistognar en kúlur
brotna og jafnvel staurar, þegar hvess-
ir á símann þannig til reika. Fellur þá
síminn stundum niður á stórum svæð-
um. Samkvæmt upplýsingum símastjór-
ans hér, hafa bilanirnar orðið þessar
helztar austan Akureyrar: A Vaðla-
heiði féll síminn niður á 40 staurum
á sunnud. Áður hafði hann fallið
niður á 70 staurum milli Ljósavatns
og Skjálfandafljóts og 2 staurar brotn-
að. Á Fljótsheiði brotnuðu 7 staurar
og féll síminn niður á 13 km. löngu
svæði. Á Fjarðarheiði brotnuðu 4
staurar. Vestan Akureyrar brotnuðu
4 staurar á Heljardalsheiði en 8 staur-
ar í Vöðlunum austan Sauðárkróks.
Féll síminn niður víðar, t. d. á Kol-
ugafjalli og Holtavörðuheiði. Hefir
verið símasambandslaust að kalla má
um viku tíma, en hefir lagast nokkuð
síðustu daga.
Otiðin. Sífeldar krapahríðar og stór-
rigningar hafa gengið undanfarið og
þykja vera eindæma mikið úrfelli hér
á Norðurlandi. Gerist mikill húsaleki
og stórskemdir á heyjum, eldsneyti og
matvælum. í gær birti í lofti.
Snjóflóð munu hafa fallið víða
undanfarna úríellistíð, en fréttir eru
óglöggar og alls engar víða af land-
inu vegna símabilana. í Svarfaðardal
fórst í snjóflóði tnaður að nafni Dag-
bjartur Þorsteinsson. Var hann á
rjúpnaveiðum í Háagerðisfjalli. Á Skeri
á Látraströnd féll mikið snjóflóð og
tók af fjárhús með nálega öllu fé
bóndans þar, Steingríms Hallgrímsson-
ar, ásamt tilsvarandi heyforða. Svo
hagar til á Skeri, að norðan við bæ-
inn er gil, nefnt Ausugil. Þar hafa oft
fallið snjóflóð, en þó bægst frá bæn-
um vegna landslags. En á síðastliðnu
sumri hálffyltist gilið við skriðuhlaup
I Smektybuxur |í
(§> karlm. og'ungl., allar stærðir, (<§>
m fástí m
jU Brauns Verslun. j|J
0 PálllSigurgeirsson. 0
Kiukkur og Ör
fáið þið hvergi meö betra verði,
en hjá,
Fr. Þorgrímssyni,
íiá því í dag og til jóla.
A^enter ansættes mot höi
Provision for Salg av Obl. & Ge-
vinstbevis. Skriv straks efter vore
Agenturbetingelser. —
Bankirfirman LUNDBERG 8c Co.
STOCKHOLM C.
Ofnrör og hné
nýkomin.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Óhætt er að fullyrða, að hvað
gæði snertir, tekur
Pette
sukkulaði
fram öilum öðrum tegundum,
sem seldar eru hér á landi.
Pette-sukkuhdi
er einnig vafalaust Ódýrast
eftir gæðum.
Fæst altaf i
Kaupfélagi Eyfirðinga.
og féll þessvegna kvísl úr snjóflóðinu
heim undir bæinn og tók af áður-
greint hús. í húsinu voru um 60 fjár
og náðust 7 kindur Iifandi.