Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 96 5^ l X. ár. Akureyri 6. janúar 1927. 1. blað. Vinum okkar öllum sendum við hjartans þakkir fyrir kær- leiksríka hluttekningu og samúð, við burtköllun okkar elskuíegu dóttur Asgerðar. Möðruvöllum 23. des. 1926. Guðrún Jónasdóttir. Valdemar Pálsson. Á r a m ó t. Degi þykir hlýda að halda upp- teknum hætti um að birta stutt yfirlit um nýliðið ár. Tíðarfar. Vetur var frá nýjári snjóléttur og eigi veðurharður. Pó nýttust beitjarðir eigi vel sökum áfrera. Vorið var hlýtt og nokkuð votviörasamt. F*ó urðu leysingar eigi bráðar og spratt jörð jafnhraðan og snjóa leysti. Framganga búfjár varð hin bezta, því að tíð var hagstæð og gróðri fór vei að stofni enda gekk fé þriílegt undan vetri, því heyfengur manna var mikill og góður eftir ágætissumarið 1925, einkurn um Norður- og Austurland. Orasspretta varð hin mesta og enn meiri en sumarið 1925 og þótti sæta eindæmum. En heyskapartíð varð mjög óhagstæð um norður- og austursveitir. Litlu eftir sólstöður hófust votviðri og héldust þau með litlum hvíldum til ársloka. Hey- þurkar voru strjálir og ótryggir og velktust hey manna mjög. Heyfengur varð að öllu rýrari fyrir þessa sök en ella myndi. Varð hann sumstaðar mikill að vöxtum en nýting misjöfn. Snemma í ágúst gerði ofsaveður af norðri með svo miklu úrfelli að alveg þótti dæmalaust, eigi sízt í Eyjafirði. Æstust vötn ákaflega en skriður hlupu úr fjöllum. Urðu miklir skaðar á túnum manna og engjum og svó heyjum. Urðu sumstaðar sand- og aurflæðar þar sem áður var engi. Skaðar af vatna- vöxtum urðu mestir í Eyjafirði framan Akureyrar, en skriður gerðu víða skaða mikla. Haustið varð ákaflega úrfellasamt og vetur gekk snemma í garð, með frosti og fjúki. Rak snjó niður fyrir veturnætur og að liðnum veturnóttum gerði allhörð frost. En í nóvember gerði frost- leysur og ákaflegar úrkomur. Hélzt tíðarfar þannig óstöðugt og hryðju- samt alt til sólhvarfa, en þá gerði miklar hlákur og Ieysti snjó mjög- úr lágsveitum. Sunnanlands og vestan var vetur til nýjárs ósnjóa- samur og veðurmildur. Slysfarir. Eins og jafnan urðu talsverðir mannskaðar á sjó. Var það stærsta slys ársins, er norska flutningaskipið Balholm braut i af- spyrnuveðri úti fyrir Mýrum. Fórust þar 17 Norðmenn og5 íslendingar. Fengu tógarar þung áföll í sama veðri og björguðust með naumind- um sumir. Heilsufar. Engar stórsóttir gengu á árinu. Mislingar voru viðvarandi framan af árinu einkum norðan lands. Taksótt gerði talsvert vart við sig sunnan lands og norðan og allþung kvefsótt eða influenza gekk hér norðan lands einkum í Pingeyjar- sýslu. Lézt af völdum hennar margt af öldruðu fólki þar í sýsiu. Tauga- ve/Arfs-faraldur gaus upp á ísafirði og á Sauðárkróki. Barst veikin í sóttmengaðri mjólk á báðum stöð- um. Varð faraldur þessi svæsinn einkum á Sauðárkróki undir ára- mótin. Seint á árinu barst kighóstinn til landsins og var undir árslokin orðinn mikið útbreiddur í Blönduós- héraði og kominn í Skagafjörð. Aflabrögð. Porskafli var á árinu neðan við meðallag og sömuleiðis síldveiðiafli í snurpunætur. En rek- netaafli var venju meiri og á Aust fjörðum var mikil síldveiði innfjarða. Var það millisíld og verðmeiri miklu en hafsíldin. Var því veiðiár austan lands betra en í meðallagi. Verzlun var mjög óhagstæð á árinu. Erlendar vörur lækkuðu að vísu nokkuð í verði, en tóku þó sumar að hækka síðari hluta ársins. Kjöt lækkaði mikið í verði frá því sem var síðastliðið ár. Fiskverðið var óviðunanlega lágt, en tók að hækka nokkuð undir áramótin. Hóf- ust þá sölusamtök útgerðarmanna í Reykjavík. Oera ýmsir sér vonir um, að þau séu vænlegt byrjunarspor til skipulegri sölu sjávarafla. En flestir hyggja, aó samkepnislýóur landsins sé ekki nægilega skipulags- hæfur, til þess að leysa málið með samtökum og muni einkasala ríkisins ein duga. Síldarútvegsmenn breyttu i engu háttum sínum um veiði og sölu. Hvorttveggja var skipulags- laust. Verðhorfur voru eigi óvæn- legar á vertíðinni, en talið er að sildarsalar hafi nú, sem oftast áður, spent bogann um of. Eigi getur blaðið um það dæmt. En hitt er víst, að aldrei hefir ófarnaður síld- arútvegsins verið meiri. Pjóðin galt á árinu mikið afhroð í láti merkra manna. Skulu þessir taldir: Sigurður Jónsson í Yztafelli fyrverandi ráðherra og landskjörinn þingmaður, Jón Magnússon forsæt- isráðherra, Kristján Jónsson dóm- stjóri hæstaréttar, Jón Pórarinsson fræðslumáiastjóri, alþingismennirnir Bjarni Jónsson frá Vogi og Eggert Pálsson prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Eigi þóttu rætast vonir þær, er menn gerðu sér um friðvænlegar afleiðingar af Locarno-samþyktunum, sem getið var í síðustu áramóta- grein. Pó hefir á árinu dregið til vinsamlegri skifta milli Frakka og Pjóðverja. Mun Bretum þykja slíkt í hófi bezt. I Suður-Evrópu stendur styr mikill af ofsa og yfirgangi Ítalíuharðstjórans, Mussolinis. Held- ur við stórillindum milli Frakka og ítala vegna synjunar Frakka, að framselja ítalska strokumenn, er flýja undan ofsóknum Facista. Merkasti viðburður ársins var hin mikla atvinnudeila í kolanámum Bretlands. Er sú deila að því leyti merk, að kjarni hennar liggur á sviði djúptækustu mála, sem um er deilt, atvinnuskipulags þjóðanna. Deilan leiddi eigi til úrlausnar á vanda málsins og er því hvarvetna spáð, að nýjar deilur muni rísa innan fárra ára. Árið 1926 var eigi sérlega við- burðaríkt innan lands. Pað var að öllu saman töldu laklegt ár um afkomu landsmanna sökum óhag- stæðrar verzlunar. Og horfur eru ekki vænlegar. Vetur settist snemma að bygðum landsmanna og virðist hafa öll efni, til þess að verða hínn harðasti. Pó munu heybirgðir manna vera yfirleitt miklar. En fyrir útgerð landsmanna horfir stórum óvæn- lega. Pótt telja megi að uggvænlega horfi um hag þjóðarinnar í sumum greinum, má á það líta, að tímar eru umskiftasamir og eiga í skauti sér bæði höpp og háska. í von um, að úr greiðist ýmsum vanda með úrræðum og aðstöðubreyting- um komandi tima heilsum við nýju ári. Að svo mæltu óskar Dagur öllum mönnum fjær og nær árs og friðar. Athugasemd. Það hefir dregist nokkuð lengi fyrir okkur, hr. ritstjóri, að taka til athugur,- ar »Andsvar« yðar, sem birtist í Degi 22. júlí s. 1. Það, sem einkum hefir vald- ið þessum drætti, eru annir okkar um heyskapartíman, en síðan hann leið, höfum við ekki viljað ónáða yður, fyr en kosningabardaginn yæri úti. Þér byrjið »Andsvar« yðar með afsökun á því, hve lengi þér dróguð að birta »Leiðréttingu« okkar. Enda þótt við getum eigi fallist á ástæður þær, sem þér færið fyrir drættinum, munum við ekki fást um orðinn hlut, en væntum þess nú, að þér birtið þessa athugasemd okkar refjalaust. Ekki viljið þér ganga inn á, að álykt- un yðar um tillögu okkar sé óljóst orð- uð, en verjið þó alllöngu máli til að skýra hana, og eftir allar skýringamar, verður eigi annað séð, en að þér viljið láta líta svo út, án þess þó, aðsegjaþað beinum orðum, að við með tilögunni vilj- um draga úr tryggingarstarfsemi fé- lagsins. Þetta teljum við Ijóð á ráði yð- ar, þar sem við tókum það skýrt fram, við framsöguna í áheym yðar og alls fulltrúaráðsins, að við ætluðumst til að á þessar vörutegundir kæmi allur nauð- synlegur og sjálfsagður kostnaður, þar með talið stofnsjóðsgjald, svo sem lög og reglur, sem þar um gilda, mæla fyrir. Aftur á móti viðurkennið þér hrein- lega, að hafa ekki farið rétt með tillög- una, og er það virðingarvert, en í stað- inn fyrir að afsaka þá ógætni yðar, leit- ist þér við að telja sjálfum yður og öðr- um trú um, að það skifti eklci verulegu máli, hafi ekki mikla þýðingu o. s. frv. Hvað sem skoðun yðar líður í þessu efni, þykjumst við eiga heimtingu á að satt sé sagt frá störfum okkar og rétt sé farið meö tillögur okkar og ummæli, enda treystum við ekki svo vel dóm- greind yðar, að við viljum selja yður sjálfdæmi í yðar eigin sök. Við lítum þannig á, að miklu geti skift, að skýra svo hlutdrægt frá framkominni tillögu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.