Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 2
2 DAGUB 1. tbl. Leikfélag Akureyrar. A ÚTLEIÐ, sjónleikur í þremur þáttum, 4 sýningum, eftir Sutton Vane, verður leikinn í S í Ð A S T A S I N N sunnudaginn 9. janúar kl 8. Aðgöngumiðar seldir í leikhúsinu sama dag. STJÓRNIN. að hún breytist bæði að formi og efni, eins og þér hafið hér gert, og síðar mun sýnt verða. Þá teljið þér, hr. ritstjóri, að leiðrétt- ing okkar beri vott um, að okkur bresti ljósan skilning á skipulagi K. E. og færið það til, að við blöndum saman jafn fjarskyldum efnum, sem verðlagi og ábyrgðar skipulagi þess. Við fáum ekki séð, að nokkur minsta ástæða sé til þessarar ásökunar yðar, því allir, sem nokkuð þekkja til verzlunar, munu okkur sammála um það að vöruverð við lánsverzlim hlýtur, meðal annnars, að miðast við það, hvenær varan er greidd og hvemig tryggingum á útlánum er fyrirkomið. — Þessvegna teljum við, að aðstaða Kaupfélags Eyfirðinga til vöru- verðlags hafi talsvert breytst við hinar róttæku skipulagsbreytingar, sem gerð- ar voru í félaginu 1922, þegar ábyrgðin af útlánum til félagsmanna var yfir- færð á deildimar; að félagsmenn hafi alment skilið þetta, sést bezt á því, að margar deildimar byrjuðu þegar á að safna sjóðum heima fyrir, til þess að taka við tapi því, sem þær kynnu að verða fyrir af viðskiftum deildarmanna. Ef þér við athugun eigi getið komið auga á skyldleikan milli þessara skipu- lagsatriða, virðist það ekki geta stafað af öðm en því, að yður bresti sjálfan skilning á þeim skipulagsatriðum þessa félagsskapar, sem fjárhagslega þýðingu hafa. Þá skal nú vikið að deiluatriðinu, sem er það, hvort tillaga sú, sem við kom- um fram með á síðasta aðalfundi K. E. og þér funduð köllun hjá yður til að gera að blaðamáli, brjóti í bága við grundvöll félagsins. Tillagan var þann- ig: »Að tekið skyldi til athugunar, hvort ekki mundi hagkvæmt, að félagið taki upp þá reglu, að láta félagsmenn fá matvöru með kostnaðarverði, gegn peningaborgun út í hönd.« Um tillöguna farast yður þannig orð (Dagur 21. apríl þ. á.): »Á síðasta aðalfundi kom fram til- laga frá endurskoðendum um, að félagið taki upp þann hátt, að selja kornvörur með kostnaðarverði, gegn peningaborg- un út í hönd. Var með því raunar lagt til, að horfið væri að hálfu leyti frá því, að reka félagið á þeim grundvelli, sem það var reist á fyrir 20 árum síðan, og sem hefir orkað vexti sjóðanra og gefið félaginu þann styrk, sem það hef- ir öðlast. En tillagan mætti svo megnri mótspymu, að hún var tekin aftur « Okkur finst þessi ummæli bygð á misskilningi eða athugunarleysi, og álit- um það sprottið af fljótfærni og kæru- leysi yðar, og sendum yður því »leíð- réttinguna« í von um, að þér mynduð átta yður á þessu, en »andsvar< yðar ber það með sér, að þér eigið erfitt með að skilja það, sem á milli ber, eða þá, að þér viljið ekki skilja það. Þá skal röksemdafærsla yðar um ágreininginn rakin sundur. Þér segið í andsvari yðar, að kjarni ágreiningsins sé það, hvað megi að réttu lagi kallast grundvöllur sá, sem félagið er rekið á, og hvort tillaga okkar miði til þess, að horfið yrði að meira eða minna lcyti frá því, að reka félagið á þeim grund- velli. Þér segið enn fremur, að fyrstu 20 árin hafi Kaupfélag Eyfirðinga ver- ið rekið á grundvelli kostnaðarverðs- álagningar, en árið 1906 hafi Hallgrím- ur Kristinsson innleitt hið svonefnda Rochdale skipulag í félagið og höfuð- stefna þess hafi þá verið, að selja allar vörur með gangverði. Þetta segið þér að sé ljóslega rakið í minningarriti fé- lagsins, er kom út 19. júní s. 1. Við höf- um eigi séð þetta merka rit ennþá og vitum því ekki, hversu saga félagsins er þar vandlega rakin, en sé hún ekki þar rakin með ljósari skilningi eða vandari heimildum en andsvar yðar gefur tilefni til að vænta, getum við ekki að órannsökuðu máli talið það óskeikult heimildarrit. En hvað sem þessu riti kann að líða, getum við geng- ið inn á það með yður, að kjarni ágrein- ingsins byggist á því, hver sé grund- völlur félagsins, og það líka, að 1906 hafi verið innleitt í félagið hið svo- nefnda Rochdaleskipulag og þá hafi sú regla verið tekin upp, sem aðalrcgla að selja vörur félagsins með gangverði. — En hvaða ályktanir dragið þér svo af þessu? Þær hljóða svo: »Höfuðályktanir mínar um ágrein- inginn verða þá þessar: 1. Verðsálagningaraðferð hvers fé- lags er sá starfsgrundvöllur, sem það er rekið á. 2. Kaupfélag Eyfirðinga hefir síðustu 20 árin verið rekið á grundvelli gang- verðsálagningar, og höfuðstefna þess er sú, að selja allar vörur með ágóða. 3. Tillaga, sem fer fram á það, að félagið taki að selja meginvörumagn sitt með kostnaðarverði, er tillaga um að raskað sé verulega þeim grundvelli, sem félagið var reist á, fyrir 20 árum síðan, og sem hefir orkað styrkleika þess og vexti sjóðanna.« Þessar höfuðályktanir yðar skulu nú athugaðar og hvert atriði þeirra útaf fyrir sig. 1. Að grundvöllur kaupfélaga sé álagningaraðferð sú, sem þau viðhafa, er ný kenning og næsta fáránleg; svo er hún fráleit, að við teljum eigi þörf á, að fara um hana mörgum orðum. Verð- lagsgrundvöllur kaupfélaga hér á landi er ekki nema einn, einn og sá sami í öllum kaupfélögum landsins, og sá grundvöllur er sjálf kaupfélagshugsjón- in, eins og hún birtist forystumönnum þessarar þjóðhollu hreyfingar hér á landi í öndverðu, að skapa þjóðinni réttlátt og heilbrigt viðskiftalíf. Hvaða aðferð félögin hlýta um verðlag er ein- ungis formsatriði, er fer eftir því, sem bezt þykir henta á hverjum stað og hverjum tíma. Jafnvel þó deila megi um það, hver aðferð sé handhægust í þessu efni, mun enginn ágreiningur um það að ekki verði rétt- látari og heilbrigðari verðlagsaðferð fundin en sú, að félagsmenn fái vörur sínar með þvi verði, sem þær raunveru- lega kosta. 2. Þó það sé réttilega tekið fram hjá yður, að Rochdale skipulag væri tekið upp í K. E. 1906 og þá tekin upp sú aðalregla að selja vörur félagsins með gangverði, þá er það ekki rétt hjá yður, að það hafi verið rekið á þeim grund- velli sl. 20 ár. Þér virðist alveg gleyma þeim stóra atburði, sem gerðist í Kaup- félagi Eyfirðinga 1922, er það sagði skilið við hinn útlenda grundvöll, sem kendur hefir verið við Rochdale, en hall- aði sér að hinu innlenda skipulagi, sem kent er við Þingeyinga. Þessi gleymska yðar er því undarlegri, þegar þess er gætt, að fáir voru brokkgengari í þessu skilnaðarmáli, eða harðari í garð þeirra fáu manna í félaginu, sem þá vildu halda félaginu áfram á þeim grundvelli, sem það var reist á 1906, heldur en einmitt þér, hr. ritstjóri? 3. Tillaga um að félagið taki að selja »meginvörumag-n« sitt með kostnaðar- verði, hefir engin komið frá okkur. Það eru því blekkingar frá yðar hendi að segja slíkt í þessu sambandi, því ekki viljum við að óreyndu ætla yður svo fávísan um verzlunarhætti K. E., að þér eftir að hafa fengið allaglega fjár- hæð til að kynna yður sögu þess og verzlunarhætti þau 40 ár, sem það hef- ir starfað, að þér vitið ekki, að korn- vöruverzlun félagsins er verulegur minni hluti af umsetningu þess, svo til- laga um að félagsmenn fái það af komvöru með kostnaðarverði, er þeir greiða í peningum við móttöku, nær alls ekki til megin vörumagns félagsins. Ályktanir okkar um ágreiningsefnið verða þá þessar: 1. Að grundvallarhugsjón Iíaupfélags Eyfirðinga í útlendri vöruverzlun sé sú, að útvega félagsmönnum góðar og ódýrar vörur. 2. Að Kaupfélag Eyfirðinga 1922, er það breytti grundvallarskipulagi sínu, yfirfærði ábyrgðina af vanskilum fé- lagsmanna af félaginu í deildirnar, heimilaði pöntunarstarfsemi o. s. frv., hafi þá opnað kostnaðarverðsaðferðinni leið hvenær sem henta þætti. 3. Að Kaupfélag Eyfirðinga hafi fylgt þeirri reglu undanfarandi ár, að selja ýmsar vörutegundir ágóðalaust og að sú verzlun hafi farið vaxandi á síð- ustu árum, og er það sönnun þess, að framkvæmdastjóri og stjórn félagsins sé okkur samdóma um það, að slíkt sé í samræmi við grundvöll, lög og anda fé- lagsins. 4. Að tillaga um, að selja félagsmönn- um matvöru gegn peningum ágóðalaust, sé brot á grundvelli félagsins eða starf- semi þess, er ekkert annað en misskiln- ingur. Þessu næst skal vikið að nokkrum at- riðum í »andsvari« yðar. Þér virðist ásaka okkur fyrir það, að geta þess, að félagið hafi selt á undan- förnum árum ýmsar vörur ágóðalaust, og' að víð höfum eigi fært önnur rök fyrir því, en þau að vísa yður í reikn- inga félagsins; að þetta sé ámælisvert fáum við ekki skilið, þar sem frá þessu er skýrt á hverjum aðalfundi og vitan- legt hverjum félagsmanni. Við höfum því ekkert að afsaka í þessu efni, en viljum nú benda yður á, að ef yður er mjög erfitt um skilning á reiknings- færslu, að spyrja einhvern af starfs- mönnum félagsins, sem þér trúið, hvort það sé ekki satt, sem endurskoðendur segja, að félagið hafi að undanförnu selt ýmsar vörutegundir ágóðalaust. Þá segið þér í »Andsvark yðar: »þess- ar ýmsu vörur, sem þér talið um, eru nú sem stendur innlendar vörur, og af er- lendum vörum að eins timbur og se- ment«. Ekki vitum við, hvað þessi stað- hæfing yðar á að þýða, því þótt hún væri sönn, sem ekki er nú, ósannar hún ekkert það, sem við höfum sagt í þessu efni, því það, sem við höfum sagt um starfsemi félagsins, nær eigi nema til síðustu áramóta. En — segið þér okk- ur, hr. ritstjóri: Hvaðan hafið þér þann vísdóm, að á yfirstandandi ári séu ekki seldar í Kaupfélegi Eyfirðinga nema tvær erlendar vörutegundir? Og segið okkur annað: Hver er stefnu- (prin- cips) -munur á því fyrir félagið að selja trjávið og sement ágóðalaust eða t. d. rúgmjöl og hveiti? Einu atriði sláið þér fram í »and- svari« yðar, sem þýðingu hefir, ef satt væri. Þér segið að reynsla sé fengin fyrir því, að þau félög, sem beita kostn- aðarverðsaðferðinni, eigi erfiðara með starfsemi sína og að auka sjóðina, en gangverðsfélögin, en ekki hafið þér svo mikið við, að finna þessum orðum yðar stað. Við teljum æskilegt að þér færðuð rök fjrrir þessari fullyrðingu yðar, t. d. hver hefði safnað þessari reynslu og hvar skýrslu um þá reynslu væri að finna. Við sjáum ekki í svipinn, að aðr- ir hafi haft aðstöðu til að safna slíkri reynslu, en Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Það ætti að hafa feng'ið nokkra reynslu í þessu efni, en ekki er okkur kunnugt um, að sambandið hafi gefið nokkra skýrslu snertandi þetta at- riði, en eftir því sem okkur hefir skil- ist, eiga gangverðsfélögin engu léttara með sína starfsemi en kostnaðarverðs- félögin nú á þessum síðustu og verstu tímum, og hagskýrsla sú, sem lá fyrir síðasta aðalfundi S. í. S. og sýndi sjóð- eignir félagsmanna í sambandinu bar það með sér, að Kaupfélag Svalbarðs- eyrar var hæst á blaði með sjóðeignir, samanborið við umsetnngu, og hefir þó það félag aldrei látið úti vörur með öðru verði en kostnaðarverði. Illa er yður við að viðurkenna, að við ineð þessari tillögu höfum verið að styðja stefnu H. Kristinssonar, en við- urkennið þó, að hans hugsjón hafi ver- ið að vinna bug á skuldaverzluninni. En þér segið: »Pöntun og kostnaðarverðs- afhending er hvorki óhjákvæmilegt né óbrigðult skilyrði fyrir því að hönd selji hendi«. Þetta er öldungis rétt hjá yður. En að selja gegn peningum út í hönd, eins og tillaga okkar fór fram á, er al- gerlega óbrigðult ráð til þess að hönd selji hendi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.