Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 06.01.1927, Blaðsíða 3
1. tbl. DAGUE 3 A-l i s t i n n. Ingimar Eydal og Jón Guðlaugsson. Skrifstofa Iistans verður opin í SKJ ALDBORG daglega kl. 4—7 síðdegis. NEÐRI H Æ Ð í nýhygðu steinhúsi er til sölu og laus til íbúðar á næsta vori. Húsið er á einum hagkvæmasta og faliegasta stað í Akureyrarbæ. Semja ber við undirritaðan. Gunnar Jónsson lögregluþjónn. Jörðin Hléskógar í Grýtubakkahreppi er til sölu og laus til ábúðar í fardögum 1927. Semja ber við undirritaðan fyrir 1. marz næstkomandi. Hléskógum 5. janúar 1927. Þorsteinn Vilhjálmsson. F r é 11 i r. Það má lesa það út úr skrifum yðar, að yður hafi þótt við helzt til örlátir á tillögur að þessu sinni, og getum við nú raunar vorkent yður það, en gæta verð- ið þér þess, að endurskoðendur hljóta altaf að gera sínar athugasemdir og til- lögur eftir því, sem þeir telja félaginu bezt henta, án þess að hirða um, hvort einhverjum félagsmanna líkar betur eða ver. Varðgjá, 4. des. 1926. Stefán Stefánsson. Bjarni Benediktsson. ATHS. Andsvar við þessari »Athugasemd« bíður næsta blaðs vegna þrengsla. Ritstj. Bæjarstjórnar- kosningarnar. Úr bæjarstjóm Akureyrar ganga nú um áramótin eftirtaldir fulltrúar: Hallgrímur Jónsson, Ingimar Eydal, Jakob Karlsson, og Kristján Árnason. Eiga kosningar á bæjarfulltrúum í stað þeirra að fara fram 20. þ. m. og verða þeir kjömir til 6 ára. Þegar þetta er skrifað mun vera full- ráðið um framboð þriggja lista. íhalds- menn munu bjóða fram lista, þar sem á eru Hallgrímur Davíðsson verzlunar- stjóri Höepfners verzlunar, Indriði Helgason kaupmaður og Kristbjörg Jónatansdóttir kennari, og sennilega einhver sá fjórði, en eigi veit blaðið, hver sá er. Jafnaðarmenn bjóða fram lista, þar sem á eru Steindór Guð- mundsson skólastjóri, Elízabet Eiríks- dóttir kenslukona, Svanlaugur Jónasson verkamaður og Jón Austfjörð smiður. Miðstéttir bæjarins og þar með taldir Framsóknarmenn bjóða fram lista þar sem á eru: Ingimar Eydal kennari, og Jón Guðlaugsson bæjargjaldkeri. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar stóðu að framboði Böðvars Bjarkan hin- ir sömu aðilar í bænum, sem nú standa að framboði Ingimars og' Jóns Guð- laugssonar. Sá listi hlaut um 230 at- kvæði og var það mikið fylgi, en þó ekki nægilegt, enda vpru þá kosnir aðeins 3 bæj arfulltrúar. Hinir tveir meginandstöðuflokkar í bænum hafa hvortveggja, við val manna á lista sína, gengið til yztu arma og stofnað til frekustu andstöðu, sem verða má. Hallgr. Davíðsson er að vísu mað- ur hversdagsgæfur og enginn áburðar- maður. Þó vita það allir menn í bænum, að hann hefir ráðið manna mest um vopnaburðinn Ihaldsmegin. 1 liði jafn- aðarmanna eru átök samskonar og ger- ast um heim allan, þar sem hreyfingin má sín einhvers. Annarsvegar hófsamir jafnaðai-menn, sem vilja koma til leiðar umbótunum eftir leiðum þingræðis og lýðstjómar. Hinsvegar byltingasinnar, sem vilja brjóta niður lýðstjóm og þingræði, en fá öll völd í hendur ein- stökum oddvitum undir því yfirskyni, að það séu öreigarnir, sem öllu ráði. Með öðrum orðum: »social-demokrats« gegn byltingasinnum. Þó þessi fyrirbæri hvortveggja séu hér í smáum stíl, munu þau hafa komið ljóst fram við þetta framboð og hefir svo farið að þessu sinni, að hinar fylstu öfgar hafa orðið sigursælar. Er því, eins og áður er tek- ið fram, stofnað til hinnar óvægileg- ustu togstreitu í bæjarmálum og til harðvítugra öfga með framboði íhalds- ins og Jafnaðarmanna. Hinir hófsamari borgarar í bænum, sem aðhyllast hvorugar hinna áðurtöldu öfga, en láta sér um það hugað, að leit- að verði fyrst og fremst réttra raka um hvert málefni bæjarins og án flokksof- stopa, vilja styðja til bæjarstjórnar réttsýna menn og hófsama. Mun öllum koma ásamt um að þeir Ingimar Eydal og Jón Guðlaugsson séu vel kjörnir full- trúar slíkrar stefnu. Ingimar Eydal hefir átt sæti í bæjarstjórn um 11 ára skeið. Beztu meðmæli hans eru þau, að hann hefir, við það starf, unnið sér það álit allra flokka í bænum, að vera einn meðal hinna nýtustu og hæfustu manna, sem hafa átt sæti í bæjarstjórn, hófsamur og réttsýnn um heill bæjar- ins. Jón Guðlaugsson er og, vegna starfs síns, gagnkunnugur hag og mál- efnum bæjarins og nýtur hins mesta trausts bæjarbúa. Að öllum frambjóðendunum ólöstuð- um mun enginn geta mælt með rökum á móti því, að þeir Ingimar Eydal og Jón Guðlaugsson séu áltlegustu bæjar- fulltrúaefnin, sem nú eru í kjöri. S í m s k e y t i. (Frá Fréttastofunni.) Bvík, 28. des. 1926. Símað er frá Khöfn: Látnir eru leik- arinn Jerndorff og Jakob Gunnlaugsson stórkaupmaður. Frá Osló er simað að Johan Castberg sé látinn. Símað er frá Stokkhólmi að Svíar hafi í huga að verja 100 millj. kr. til flotaaukningar á næsta áratug. Frá Berlín: Franskur herréttur dæmdi Þjóðverja til dauða. Olli það svo miklum æsingum í Bínarbygðum, að franska stjórnin náðaði Þjóðverjann. Símað er frá Washington að Coolidge hafi áformað að koma á ráðstefnu með- al þjóðanna um lækkun herkostnaðar. Bíkisþing Dana hefir samþykt lög um gullinnlausn seðla og hefir verzl- unarráðherrann lýst yfir, að um árs- tíma ætli hann að láta Þjóðbankann nota ómótað gull til tryggingar. Vatnsflóð og skriðuhlaup grandaði tvíbýlinu Steinum undir Eyjafjöllum. Fólk og mest af fénaði bjargaðist nauð- uglega. Hey sópaðist burtu. Hús og mannvirki eru þar meira og minna grafin í urð. Þeir, sem koma frá útlöndum, verða eftirleiðis að gefa drengskaparvottorð um, hvort þeir hafi dvalið síðast í hér- aði, þar sem gekk gin- og klaufnasýki, og ef svo reynist, mega þeir ekki fara upp í sveit um sex vikna tíma. Gullfoss var síðustu ferð til Khafnar 4 sólarhringa og 13 stundir. Tafðist þó 4 stundir í Vestmannaeyjum. Bvík, 4. jan. 1927. Bóm: Þýzk-ítalskur gerðardómssam- ningur hefir verið undirskrifaður. Lundúnablöð segja að Mussolini hafi boðið Stresemann bandalag gegn Frökk- um, en hann hafi hafnað því vegna fransk-þýzkrar sáttastefnu. Frakk- landsblöð viðurkenna að gerðardóms- samningurinn sé Frakklandi óskað- legur. Búist er við að bráðlega hefjist þráð- laus viðtöl milli Englands annarsvegar og Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku hinsvegar. Washington: Gengin eru í gildi lög um endurgjaldslaust eignarnám á olíu- lindum útlendinga í Mexico. Ólíklegt er talið að Bandaríkin sætti sig við lögin. Tekjuhalli Englands var um áramót- in % milljónum sterlingspunda meiri en í fyrra. Nýir skattar óhjákvæmilegir. Sigurður Benediktsson, Köldukinn, hefir fengið bronze-pening og 800 kr. úr Camegiesjóði að verðlaunum fyrir að bjarga barni og móður þess, er voru að berast á flughálku niður í árgljúfur. — á gamalárskvöld brann einlyft timbur- hús Geirs Thorsteinssonar við Skóla- vörðustíg. Fólk bjargaðist nauðuglega. Eldurinn kviknaði í jólatré. LeiOrétting. í ritgerðinni Ferö til Tindastöls (sjá síðasta tbl. Dags), 3. bls., 3. dlk., 3. mg., 4. línu, f. fjögur Ies þrjú, og í næstu línu, sömu mg., f. 1924 les 1923. — Styrkurinn, sem alþingi hefir leyft að greiða mér um síðustu níu ár, til steinaran»sókna, var, í lok ársins 1926, orðinn (2 x 600 + 3 X 1200 -|- 4 x 800) kr. = 8000 krónur, eða sem svarar tæpum 900 kr. á ári, til jafnaðar. Alþingiskostnaður hefir síðan 1919, verið 200 til 250 þúsundir kr. á ári, að meðaltali um 5000 kr. á hvern þjóðarfulltrúa, á ári. 4/i 1927. F. B. A. Vermihús hefir Ólafur Jónsson fram- kvæmdastj. Bf. Nl. sett upp í gróðrar- stöð félagsins á síðastliðnu hausti. Skarta nú hjá Ólafi útsprungnir tuli- panar í blá-skammdeg'inu. Húsið er hit- að frá miðstöð í íbúðai'húsinu. Dánardægur. Fyrir nokkru síðan and- aðist Jóhann Möller verzlunar- stjóri á Sauðárkróki. Varð hann bráð- kvaddur frá konu og 11 börnum, flest- um í ómegð. Þann 21. f. m. andaðist hér í bænum Ki'istín Jóels- d ó 11 i r ekkja Sumarliða pósts, atgerf- iskona. Þá eru nýlega látnir hér í bæn- um Oddgeir Jónsson Stefánsson- ar smiðs, vel látinn piltur, og G í s 1 i Þorláksson stjúpfaðir Steingríms Hansens, þess er fórst á skipinu Bal- holm. Hefir ekkjan þannig orðið að sjá á bak syni sínum í blóma lífsins og eig- inmanni sínum nú um þessi jól. Kíghóstinn. Því miður hafa reynst sannar fregnirnar um, að vágestur þessi hefir borist til landsins öndverð- lega á þessum vetri. Hefir hann náð sér niði'i í Beykjavík, Blönduóshéraði og er kominn alt í Skagafjörð. Takist ekki að befta för veikinnar nú um miðsvetrar- leytið, mun það tæplega síðar takast. Veldur hirðuleysi manna oftlega mis- tökum í sjúkdómsvömum. Mun þó marga reka minni til þess að kíghóstinn er ægilegur barnasjúkdómur, og er ekk- ert til sparandi að verjast honum, þar sem ung börn eru fyrir. Taugaveikin á Sauðárkróki. Síðustu fregnir herma, að alls munu um 40 manns hafa lagst í taugaveikinni á Sauðárkrók og annarsstaðar í Skaga- firði. Hafa látist úr veikinni: Margrét óskarsdóttir Kjartansstaðakoti, Sigurð- ur Guðmundsson verkamaður á Sauðár- krók, Eannveig- Þorvaldsdóttir verkam. á Sauðárkróki og Skarphéðinn Valde- marsson unglingspiltur á Skr. »Á útleið«. Leikfélagið tilkynnir á öðrum stað í blaðinu, að leikurinn verði sýndur í síðasta sinn á sunnudagskvöld- ið kemur. Leikurinn mun hafa verið lakar sóttur hér en annarstaðar, þar sem til hefir spurst. Ber það vott um skort á lífsalvöru bæjarbúa. Aðalfundur »Útgáfufélags Dags« er auglýstur á öðrum stað í blaðinu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.