Dagur - 19.01.1927, Side 2

Dagur - 19.01.1927, Side 2
10 DAGUK 3. tbl. dæmis hörð samkepni, verðfall og þess háttar. Skírskotun yðar til álits fram- kvæmdastjóra og stjómar félagsins mun slá í bakseglin fyrir yður. Eg hefi ríka ástæðu til að ætla, að þessir aðilar séu yður gersamlega ósammála um þetta atriði. Og eg hygg að þér munuð síðar, einnig við leiðréttingar úr þeim áttum, komast að þeirri dapurlegu raun, að skortur yðar á lítillæti, til þess að vilja fræðast um þessi og önnur efni samvinnumála af viðtali við fróðari menn og lestri fræðandi rita hafi va’.dið því, að þér rennið slík gönuskeið, sem raun er á orðin. Þér segið að Kf. Eyf. hafi á síðustu árum horfið meira en áður að þeirri stefnu, að selja vörur án ágóða. Eg full- yrði að þetta er rangt. Til þess að bregða ljósi yfir þetta atriði, verður að hverfa lítið eitt til baka í sögu félags- ins. Árið 1917 eða 1918 var tekið að selja steinolíu og sykur ágóðalaust í fé- laginu. Ástæðan var sú, að Landsverzl- un hafði með höndum einkasölu þessara vörutegunda og afskamtaði álagning- una. Þótti eigi taka því að hafa þær vörur ágóðaskyldar. Þegar vörur tóku að falla eftir heimsstyrjöldina, gerðist örðugt að halda uppi vöruverði sökum verðfallsins og harðnandi samkepni. Vörur voru þá alloft seldar undir sann- virði og yfirleitt með svo lítilli álagn- ingu, að eigi þótti ástæða til, að dreifa þeim ágóða yfir allar erlendar vöruteg- undir, sem félagið verzlaði með. En að breyttum ástæðwm hefir félagið jafn- hraðan horfið aftur að grundvallarreglu sinni, að selja allar vörur með gang- verði og með ágóða. Félagið hefir því á síðustu árum fækkað þeim vörutegund- um, er það hefir selt án ágóða. Stað- hæfing yðar er því algerlega ósönn. Eg geri ráð fyrir, að þér munuð í framhaldandi umræðum reyna að bjarg- ast frá rökþroti með skírskotun til þeirrar staðreyndar, að félagið hefir nú á allra síðustu árum tekið upp verzl- un með stóra vörupósta og beitt þar kostnaðarverðsaðferðinni. Þér spyrjið hvaðan eg hafi það »að á yfirstand- andi ári séu ekki seldar í Kaupfélagi Eyfirðinga, nema tvær erlendar vöru tegundir?«* Eg skal játa að í fyrra »Andsvari« mínu var talað aðeins um byggingarefni (timbur og sement). En það var ekki tæmandi. Eru og taldar til byggingarefnis járn- og pappavörur. Og auk byggingarefna hefir félagið tek- ið að verzla með salt og kol, og hefir beitt þar hinum sömu aðferðum. Skal nú, yður til skilningsauka, einnlg litið yfir þessar greinir í starfsemi félags- ins. Fyrir árið 1919 var öll verzlun með byggingarefni hér á Akureyri í höndum kaupmanna. Á fundi félagsstjórnarinn- ar 22. febrúar það ár, kom mönnum á- samt um, að héraðsbúar ættu við óvið- unanleg kjör að búa í þessari verzlunar- grein. Samkvæmt upplýsingum, er fyrir lágu, taldi framkvæmdastjóri félagsins sennilegt, að unt myndi vera að útvega félagsmönnum trjávið fyrir alt að * Hér munu hafa, er þér genguð frá handriti yðar, fallið úr orðin: »án ágóða«. Til verksparnaðar leyfi eg mér að leiðrétta þetta nú þegar. En þér seg- ið til, ef rangt er til getið. J, Þ, þriðjungi lægra verð en það tíðkaðist hér í bænum.* Það ár var síðan reist liið stóra vörugeymsluhús félagsins austan Hafnarstrætis og jafnframt tek- in upp hörð samkepni við þá, er ráku verzlun með byggingaefni hér á staðn- um. Sú samkepni fór harnandi eftir því sem stundir liðu fram og er enduð með því, að félagið hefir tekið í sínar hend- ur meginhlutan af þessari verzlunar- grein fyrir þetta hérað. Hér hefir því hörð samkepni valdið því, að félagið hefir selt byggingavörur án ágóða.. Og sama málí gegnir um kol og salt. Verzl- un félagsins með þessar vörutegundir má teljast á tilraunaskeiði og mun fé- lagið jafnskjótt og það hefir komið henni í fast horf, hverfa að meginreglu sinni um gangverðsálagningu, líka að því er snertir þessar vörutegundir. Þér teljið að eg hafi ásakað yður fyr- ir að greina frá því, að félagið hafi selt vörur án ágóða. Þetta mun vera bygt á misskilningi. Eg taldi ummæli yðar um þetta atriði bera vott um ámælisverðan skort á athugun endurskoðenda. Þessi athugunarskortur hefir nú komið enn berar í ljós. Þér hafið ekki gert yður minsta far um að kynna yður þær á- stæður, sem hafa valdið og valda enn af- brigðum félagsins frá gangverðsálagn- ingu og vaðið síðan í villu um, hver sé höfuðregla félagsins í þessu efni. Þá leggið þér fyrir mig þá spurningu, hver sé stefnu (princips) munur á því fyrir félagið, að selja trjávið og sement ágóðalaust eða t. d. rúgmél og hveiti? Á þessu væri vitanlega engin munur. En eg veit ekki hversvegna þér spyrjið mig slíkrar spurningar. Eg hefi ekki haldið því fram, að það væri samkvæmt stefnu félagsins í verzlunarrekstri, að selja trjávið og sement án ágóða. Þvert á móti hefi eg talið og tel enn að það sé ekki í samræmi við meginreglu og starfsgrundvöll félagsins, heldur sé það afbrigði frá meginreglu, orsakað af sér- stökum ástæðum. Þá kem eg að merkilegu atriði í »At- hugasemd« yðar, hr. endurskoðendur. Eg taldi í fyrra »Andsvari« mínu, að reynslan hefði sýnt, að félög þau, er beita kostnaðarverðsaðferðinni ættu erf- iðari aðstöðu, til þess að færa út starf- semi sína og efla sjóðina, heldur en gangverðsfélögin. Þér óskið eftir að eg færi rök fyrir þessu og bendi á, hvar slíka reynslu sé að finna. Þér takið og fram, að um þetta séuð þér mér ósam- mála og bendið á Kaupfélag Svalbarðs- eyrar, máli yðar til stuðnings. Eg skal þá fyrst færa hin almennu rök um þetta efni, sem ættu að liggja í augum uppi hverjum manni, sem um þessi mál vill hugsa. Það segir sig sjálft, að þau félög, sem leggja stund á að halda verðlagi sínu svcf lágu, sem fram- ast má verða, hafa minna afgangsfé til ráðstöfunar um hver áramót, umfram tilskilin gjöld í sjóði. En handbært fé er vitanlega skilyrði fyrir útfærslu fé- lagsstarfsemi, mikilli aukningu ýmissa sjóða o. s. frv. Auk þess er slíkt hand- bært fé meginvörn gegn áföllum, or- sökuðum af verðfalli eða öðrum slíkum óhöppum í verzlunarrekstri. Það virðist * Sbr. Minningarrit félagsins, bls. 28—29. því ekki þurfa skarpskygni til að sjá, að félög, sem hafa talsvert afgangsfé til ráðstöfunar um áramót eigi hægra um vik en hin, sem • selja ágóðalaust, sem hafa ekkert slíkt fé sökum hins lága verðlags og eiga ef til vill fult í fangi með að verjast reksturshalla. Samt fáið þér ekki greint svo augljósan hlut, hr. endurskoðendur. Þér skírskotið til heimildar, sem þér hafið ekki séð og dragið út af henni einhliða og grunnfærnislega ályktun, þar sem þér talið um Kaupfélag Sval- barðseyrar og teljið að sjóðeignir þess félags hafi verið mestar »samanborið við umsetningu«. En þér látið ógetið um staðreyndir, sem máli skifta. Efalaust mun Kaupfélagi Svalbarðseyrar hafa verið vel stjómað. En þess ber og að gæta, að það er annað elzta félag lands- ins og að það hefir aldrei haft með höndum hinar áhættumeiri greinir verzlunarreksturs. Rök yðar um þetta, eins og fleira, eru því frambærileg fyrir þá eina, sem ekkert hugsa. Þá kemur að því að verða við tilmæl- um yðar um, að leiðbeina yður og benda yður á, hvar »þessa reynslu« er að finna. Þér kveðist ekki sjá, að aðrir hafi haft aðstöðu til að safna slíkri reynslu en Samb. ísl. Samvinnufélaga. En eigi þarf svo langt að sækja. Verð eg' þá enn að hvetja yður til þess að kynna yður sögu yðar eigin félags í minningarriti þess. »Reynsla« þessi hef- ir hvergi komið berar í ljós, en í yðar eigin félagi. Það verður ekki til þess að auka hróður félagsins, að endurskoðend- ur þess skuli vera, ekki einungis ger- samlega ófróðir og skilningsvana um sögu félagsins, heldur einnig of þótta- fullir til þess að geta fræðst. Eg mun þó, ef til vill árangurslaust, rekja fyrir yður helztu sögulega drætti úr æfi fé- lagsins þá, sem hér að lúta. Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað ár- ið 1886 af nokkrum bændum úr hreppun- um inn af botni fjarðarins. Það var í upphafi samtök um útflutning sauða en jafnframt hóf það pöntunarstarfsemi. Félagið hlaut talsvert mikla útbreiðslu í héraðinu. Það beitti hinni ströngustu kostnaðarverðsálagningu en safnaði þó í varasjóð. Félaginu óx aldrei verulega bolmagn á þessu skeiði. Eftir tólf ára baráttu eignaðist það loks skýli yfir vörur sínar, en þá komst varasjóðurinn jafnframt í skuld; þ. e. varasjóðurinn gekk til byggingarinnar og það sem auk þess var tekið að láni, var talið varasjóði til skuldar. Eg skal leyfamér að taka hér upp nokkrar línur úr minn- ingarriti félagsins, bls. 10, þar sem að þessu er vikið. »Hin stranga regla um álagningu lægsta kostnaðarverðs, auk varasjóðs- gjalds, veldur því, að félagið nær aldrei neinu bolmagni né hefir teljandi fjár- ráð. Eftir 20 ára baráttu á það fasteign og áhöld, sem til samans nemur kr. 2731.67 og auk þess nokkrar krónur í varasjóði. Af þessum sökum skorti fé- lagið getu og áræði þegar á bjátaði. Örðugleikamir reistu skorður hvarvetna á leiðum úfærslu og slógu nýmælum niður í þögn. Viðskifti félagsins fóru því rýrnandi og hag þess hnignandi eft- ir því sem á leið. Horfði því til fullra félagsslita, áður langt liði, um þær mundir er Hallgrímur Kristinsson tók málefni þess í sínar hendur og hóf upp merkið að nýju með eldmóði foringjans, Hefst þá gagnger breyting á starfs- háttum félagsins og skipulagi.« Þannig vegnaði Kaupfélagi Eyfirð- inga meðan það var rekið á grundvelli kostnaðarverðsálagningar. Það eignað- ist aldrei neitt, sem teljandi sé og gat á engan veg fært út starfsemi sína. En um leið og tekið var að reka félagð á gangverðsgrundvelli, opnast leiðir til úrræða og útfærslu. Eg geri ráð fyrir að yður sé kunnugt um að félagið tók þá þegar miklum vexti. Byggingarnar spruttu upp, sjóðir tóku að vaxa, starf- semin jókst og færðist til fleiri greina og félagið er orðið, undir rekstri gang- verðsálagningar, eitt hið stærsta og efldasta samvinnufélag landsins. Þessar staðreyndir hafa verið rétt við nefið á yður, hr. endurskoðendur, öll þau ár, sem þér hafið fengist við að rýna í starfsemi félagsins og skipulag. Samt spyrjið þér: Hvar er slíka reynslu að finna? Má eg spyrja: Hvar mjmdi slíka endurskoðendur vera að finna? Eg mun í IV. kafla víkja að ummæl- um yðar um sjálfa tillöguna. í III. kaflanum mun eg stofna til kenslu- stundar fyrir yður um skipulagsmálefni samvinnufélaga og um skipulagsbreyt- inuguna 1922 sérstaklega. Eg tel að önnur atriði í »Athugasemd« yðar séu nú svo rækiega molduð, að þau muni ekki vakna aftur til lífsins, jafnvel þótt þér gerið tilraun, að vekja þau upp. Það hefir komið í ljós að þér kunnið eingin skil aðalatriða og aulcaatriða. Ekki getið þér heldur gert greinarmun markmiðs og starfsaðferðar. Þegar tal- að er um starfgrundvöll félagsins segið þér að hann sé hugsjónin sjálf. Þegar félagið víkur um stundarsakir og af sérstökum tímabundnum ástæðum frá þeirri meginreglu að selja allar vöru- tegundir með ágóða, þá ályktið þér at- hugunarlaust að slíkt sé meginregla. — Þannig ber þessi samsetningur yðar vott um, ekki einungis botnlausa van- þekkingu yðar á starfsháttum og skipu- lagi félagsins, sem þér starfið fyrir, heldur mjög áberandi kunnáttuleysi yð- ar að hlíta einföldustu hugsunarreglum og fara með almenn rök. (Meira). Jónas Þorbergsson. Kosningahryna. i. Umræður »lslendings« og »Verka- mannsins um bæjarstjórnarkosningarn- ar sýna, til hvers er stofnað með að- förum þeirra öfgaflokka, sem standa að B- og C-listunum: Steyttir hnefar, hrópyrði, æsingar og upplost og tilgrip örþrifavopna á báðar hliðar. Úrslit kosninganna á morgun munu sýna, að hve miklu leyti bæjarbúar eru háðir æs- ingum á báða þessa bóga, íhaldsins og Kommúnistanna. II. Hið mikla hatur milli íhaldsins og Kommúnistanna styðst að sumu leyti við vafasamar ástæður. Yztu armar beggja þeirra flokka fallast í faðma á öfgamótum. Hvorirtveggja trúa á of- beldi. Peningamennirnir vilja koma á ríkisher til þess að lemja vinnulýðinn til hlýðni í þjónustu auðsöfnunar. Þeir,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.