Dagur - 27.01.1927, Side 4
16
DAGUB
4. tbl.
Jörð til sölu.
Hálflenda jarðarinnar LAMBANESREYKIR í Fljótum (Holtshreppi,
Skagafjarðarsýslu), er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. — Oott og
nýlegt timburhús er á hálflendunni og nægileg peningshús. Tún og
engjar eru hvortveggi greiðfær og mjög grösug. Töðufall ca. 300 hestar.
Útheyskapur ca. 1200 hestar. Ágæta silungsveiði hefir jörðin í Miklavatni.
Ennfremur er laug við túnið vel fallin til upphitunar húsa.
Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður eiganda jarðarinnar
Alfons Jónsson, lögfrœðingur
Siglufirði.
B A Ð L Y F.
Eins og að undanförnu útvegum vér beintfrá verksmiðjunum
McDougalls
Coopers
Barratts
Hreins
baðlyf
með beztu kjörum sem hægt er að bjóða.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Leikhúsið,
Spanskflugan,
gamanleikur í 3 þáttum.
Margir vitrir menn mæla svo, að góð-
ur og hressandi hlátur lengi lífið og ef
svo er, skal þeim það ráðlagt, sem lang-
iífir vilja verða, að bregða sér í leik-
húsið og sjá »Spanskfluguna«, hið nýja
leikrit, sem Leikfélagið sýndi fyrsta
sinn á sunnudagskvöldið var. Það eru
engar ýkjur, að langt mun vera síðan
að með jafnmiklum sanni hefir mátt
segja um leikhúsið sem að þessu sinni:
»Gleði var í höll«. Leikrit þetta er svo
sem ekki veigamikið, síður en svo, en
samtölin eru stórhnittin og smellin, og
gáskamiklum atburðum og hlægilegum
misskilningi komið sérstaklega vel fyrir.
Efni leiksins verður ekki þrætt hér. Að-
eins skal getið um nokkur hlutverkin.
Klinke sinnepsverksmiðjueiganda leikur
Jóhann Þ. Kröyer, er það stærsta hlut-
verkið. Er Kröyer mjög spaugilegur
víðasthvar og segir margar setningar á-
gætlega, gerfið gott. Konu hans, Emmu,
ærið umsvifamikinn kvenskörung, leikur
frú Svava Jónsdóttir einkarvel og eðli-
lega. Gísli Magnússon léikur Burwig
þingmann; er karl sá »þéttur á velli og
þéttur í lund« og hagar orðum sínum
ætíð svo sem hann sé staddur í þing-
salnum; er frammistaða Gísla mjög
sæmileg. Dóttur Burwigs leikur frú
Þóra Havsteen mjög vel, svo sem vænta
mátti. Wimmer mág Emmu leikur Mar-
inó Sigurðsson; er hann nýliði á leik-
sviði hér; hlutverkið er mjög spaugi-
legt, og gerir leikandinn því ágæt skil,
svo hin mesta ánægja er að. Ungfrú Jó-
hanna Jóhannsdóttir lék unga og lag-
lega heimasætu og var hvorttveggja, og
Steinþór Guðmundsson lék »Assyríu-
fræðinginn« svo vel, að tæplega verður
á betra kosið.
Þá eru ennþá nokkur hlutverk ótalin,
og í stuttu máli er ekki anxiað hægt að
Jörðin Hlíð
í Svarfaðardai, er laus til ábúðar í
n. k. fardögum. Leigumáli mjög
lágur. Sala getur komið til mála.
Semja ber við undirritaðan fyrir 15.
marz n. k.
Hofi 31. des. 1926.
G. Jónsson.
Arsmann
vantar á heimili i Bárðardal frá 14.
maí n. k. Upplýsingar gefa Páli
Jónsson bóndi á Stóruvöllum og
ritstj. blaðsins.
Fjármark
mitt er: Stýft biti a. h.; stúfrifað
biti a. v.
Höskuldur Geirfinnsson,
Núpum Aðaldal.
Svört tík, með hvíta bringu, hvít
á löppum og með týru í skotti tapaðist á
Akureyri fyrir síðustu jól. Nafn hennar
er: Týra. Finnandi greiði fyrir skepn-
unni til Þorsteins Steinþórssonar, Búð-
arnesi, eða Þorsteins Þorsteinssonar í
Kaupfél. Eyfirðinga.
segja, en að sum af þeim voru mjög
sæmilega af hendi leyst og ekkert illa.
Vil eg svo enda þessar línur með því
að láta í ijósi að eg trúi ekki öðni, en
»Spanskflugan« eigi oft eftir að fylla
leikhúsið hlæjandi áhorfendxxm.
X.
— Nýlega er látinn hér í bænum Ólafur
Runólfsson, gamall maður, vel látinn.
Hann var tengdur Karli Nikulássyni
konsúl og til heimilis hjá honxxm.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
T eikningar
að húsum geta menn fengið gerðar hjá mér undirrituðum og
verður mig að hitta á Hótel Oddeyri:
A mánudögum kl. 1—6 e. m. og
á þriðjudögum — 10 f. m —2 e. m.
alt til byrjunar marzmánaðar.
Halldór Halldórsson
frá Garðsvík.
Jörðin Yfri-Hóll
í Olæsibæjarhreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum.
Upplýsingar um jörðina, söluverð og söluskilmála gefa:
Agúst [ónasson bóndi Sílastöðum og
Vilhjálmur Pór, kaupfélagsstj. Akureyri.
Jörðin YTRI-TUNGA
á Tjörnesi getur, að þrem fjórðu hlutum, fengist á leigu frá næstu far-
dögum. Pessum hlutum jarðarinnar tilheyrir m. a.: Nýtt íbúðarhús úr
timbri, 4 — 5 kýrfóðra tún slétt og í góðri rækt, allmikið útengi, víðáttu-
mikið beitland, fjörubeit, reki, svarðar- og mókola-tekja, og aðstaða tij
útræðis. — Sá, sem tekur jörðina á leigu, getur átt kost á að fá keypta
nokkra áhöfn á staðnum
Lysthafendur snúi sér til undirritaðs eiganda jarðarinnar.
Ytri-Tungu 12. janúar 1937.
Björn Helgason.
Prjónavélar.
Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia,
prjónavélarnar frá Dresdner Stríckmaschinenfabrik eru öllum prjóna-
vélum sterkari og endingabetri. Siðustu gerðirnar eru með viðauka
og öllum nýtisku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00*
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, bosta kr. 460,00.
Hringprjónavélar, 84 nálar, með ðllu tilheyrandi kosta kr. 127,00
Allar stærðlr og gerðir fáalnegar, nálar og aðrir varahlutir út-
vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst
til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Peir, sem hugsa sér að panta hjá oss
GRASFRÆ
Og
tilbúinn abui ð
til næsta árs, eru hérmeð vinsamlega beðnir að
senda pantanir sínar hið allra fyrsta.
Samb. ísL samviníjuféi.