Dagur - 12.05.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. Af g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 12. maí 1927. 20. tbl. „Kjötsalan“. I. Þegar að kosningum dregur’ færist aukinn sorpblaðsbragur á »íslending«. Rógur og illmælgi um dauða merkismenn, tínt upp úr er- lendum sorpblöumi, fyllir nú öðru hvoru dálka hans. Þá er og farið á hnotskóg eftir mönnum, sem eru til með að leigja sig til sorpritun- ar fyrir smánarborgun. Ritmenska þessara hugsjónalausu svarta- brauðsneytenda íhaldsins fyrir hverjar kosningar er svartasti bletturinn, sem fallið hefir á stjórnmála- og blaðamenskusögu landsins. íslendingur 6. þ. m. hefir langt sig eftir botnfalli íslenzkrar blaða- mensku. Er þar tekin upp úr »Stormi« 6. apríl síðastl. grein um Kjötsölu Sambandsins. Jafnvel þó »Stormur« hafi þá kynlegu sér- stöðu meðal íslenzkra blaða að vera aldrei virtur svars, þykir hlýða að gera undantekningn, úr því að annað blað gerist svo vesælt að lepja upp greinar hans. í nefndri grein er haldið fram eftirfarandi atriðum um kjötsöl- una síðastl. ár: 1. Að kaupmenn landsins hafi selt nær alt sitt kjöt í mánuðunum september, október og nóvember og náð þannig hinu hæsta verði sem fáanlegt var fyrir síðasta árs framleiðslu. 2. Að Sambandið, sem seldi þá mikinn hluta af sínu kjöti »mundi vafalaust engu síður en kaupmenn, hafa getað selt það alt. En í stað þess dró það að sér hendina og beið með söluna,« segir í greininni. 3. Að kjötið seljist nú um 40% lægra verði, en bændur hefðu get- að fengið fyrir það á síðastliðnu hausti, »ef þeir hefðu selt lcaup- mönnum það,* eða Samjbandinu tekist jafnvel salan og kaupmönn- um.«. Mikið af ófarnaði íslendinga í kaupsýslu síðustu árin, hefir átt rót sína að rekja til áhættugirni þeirrar og takmarkalausrar gróða- hyggju, sem hefir mótað viðskifta- líf allra þjóða. Árið 1919, þegar síldin steig í nálega 100 kr. tunn- an, spentu síldarkaupmenn bog- ann enn, unz markaðinum var of- boðið og hann brast. Féll síðan verð síldarinnar stöðugt unz hún varð einskisvirði og var mikill hluti aflans fluttur aftur út í haf- ið. Árið 1920 sprengdi »Fiskihring- urinn« svonefndi markað fyrir ís- lenzkan saltfisk og tapaði nálega 2 milljónum kr. Og á þessum og næstu árum var það, sem einstökum kaupmönnum voru gefnar milljónir af fé bank- anna, eða að réttu lagi af fé þjóð- arinnar, sem þeir höfðu sólundað í glæpsamlegu áhættubraski. Jafnvel Sláturfélag Suðurlands steytti á þessu skeri og lenti með mikinn hluta kjöts síns í verðfalli, sem talið var að það hefði getað .komist hjá. Samjbandið eitt stóðst áhættu- freistingar öfgaársins 1919 og seldi alt kjöt sitt fyrir gott verð. Og af því að Sambandið er um- boðsverzlun, sem selur vöruna á kostnað og ábyrgð framleiðend- anna, en skilar öllu verðinu að frá- dregnum ómakslaunum, er það eigi háð áhættugirninni, er freist- ar »framtaksmannanna«, semi hirða ágóðann, ef brask þeirra lánast, en fá skuldirnar gefnar upp ef það mistekst. Af þessmn á- stæðum hefir Sambandinu jafnan hepngst vel afurðasalan og að til- tölu betur en oðrum. En nú dregur »Stormur« upp mynd af kaupmönnunum^ sem standi álengdar, eins og hljóðir bjargvættir, sem bændur séu svo misvitrir að fela ekki alla forsjá um sölu landbúnaðarafurðanna! II. Á aðalfundi Samjbandsins, sem stendur yfir um þessar mundir, mun framkvæmdastjóri útflutn- ingsdeildar, Jón Árnason, gefa ít- arlega skýrslu um kjötsöluna og birta síðan útdrátt úr henni. Mun bændum þá gefast á að líta, hversu þessi málgögn »bjargvættanna« eru sannleikselskandi og sam- vizkusöm, þegar sjálfsbjargar- stofnun bænda á hlut að máli. Skulu hér tekin fram nokkur at- riði til bráðabirgðar. Staðhæfing sorpblaðanna um, að Samlbandið hefði getað selt meira kjöt en það seldi, hvað þá alt kjöt sitt, í mánuðunum sept., okt. og nóvember er ómenguð lýgi. Bréf framikvæmdastj. útflutnings- deildar til Sambandsfélaganna, dags. 16. sept., 20. okt. og 30. nóv., sýna glögglega, að honum var ljóst, að horfurnar voru óvænleg- ar og að Samjbandið gerði alt, sem því vár framast unt, til þess að selja alt kjötið fyrir það verð, sem þá var fáanlegt. Hafði það í októ- ber selt um helming af öllu kjötinu og flutti út kjöt fram yfir það, sem selt var, til þess að hafa það á reiðum höndum. Ástæðurnar fyr- ir sölutregðunni voru margháttað- ar. En meginástæðan var sú, að norskir kjötkaupmenn biðu tjón á kjötsölunni undanfarin ár en mest það næstsíðasta, einkum á kjöti af rosknu fé. Þeir voru því óvenju- lega varkárir, sérstaklega um kaup á því kjöti. Þar við bættist að óveður hamlaði útflutningi af norðurhöfnum síðastliðið haust til baga fyrir greiða sölu kjötsins. Þegar þetta er ritað, er alt dilkakjöt Sambandsins selt, en af rosknu kjöti eru óseldar um 2— 300 tunnur. Verðið á því kjöti er vitanlega lágt, en þó mun það alt seljast. Um heildarútkomuna og lokaverð kjötsins mun mega segja, að það verði upp og ofan nálægt því, sem Jón Árnason gerði ráð fyrir í bréfi sínu 16. sept. síðastl. Allar ástæður þessa máls sýna að Sambandinu voru vel ljósar þær ástæður, er hlutu að valda verðfalli á kjötinu þegar liði á sölutímann. Ef það hefði því, þegar svo stóð á, dregið að sér hendina og frestað sölunni, eins og féndablöð sam- vinnufélaganna halda fram, hlaut það að vilja mleð vísvitandi ráði gera leik til þess, að verð á fram- leiðsluvöru bænda yrði lægra en kostur var á. Sjá allir, hversu vit- urlegt væri að gera ráð fyrir slíku og mun engin trúa því, jafnvel ekki þær skammarlegu svarta- brauðsætur íhaldsins, sem spinna upp og lepja hver eftir annari rakalaus ósannindi og illmælgi um samvinnufélög bænda, í Öðru lagi fullyrðir »Stormur« og fslendingur smjattar á þeirri fullyrðingu, að kaupmenn hefðu selt alt sitt kjöt á hausti op, fyrir hæsta verð. Þetta er einnig til- hæfulaus uppspuni. Kjöt kaup- manna hefir víða legið óselt fram á vordaga og mun ekki enn selt að Jarðarför mannsins míns, séra Arna Jóhannessonar, Orenivík, fer fram að Grenivík, laugardaginn 21. þ. m. og hefst kl. 12 á h.d. Grenivík 10/s 1927. Valgerður Karólina Guðmundsdóttir. fullu. íslendingur hefði getað afl- að sér upplýsinga í þessa átt, ef hann hefði kynt sér kjötsölu nokk- urra kaupmannaverzlana. Viil Dagur að fengnum upplýsingum benda honum á Höepfnersverzlan- ir, verzlun Kr. Gíslasonar, Sauð- árkróki, Einars Thorsteinssonar og Magnúsar Stefánssonar, Blönduósi, Riisverzlun, Styklíis- hólmi, Verzlun Halldórs Jónsson- ar, Vík, Verzlanir Júlíusar Guð- mundssonar á Austfjörðum. III. Ekki hafa kaupmenn og spor- rakkar þeirra efnt til árása og of- sókna á hendur samvinnufélögum landsins, síðan þeir gerðu út liðið út af skuldamálum Rauðasandsfé- lagsins. Nú þykjast þeir fá nýtt tilefni, þar sem kjötsalan er. Hér hefir verið sýnt fram á, að tilefn- ið er ekkert. Mun það og ger sjást af skýrslu Sambandsins á sínum tíma. Brjóstheilir eru þeir menn og frábærlega vankunnandi um verzl- unarsögu landsins, sem telja það illa farið, að bændur selji elcki kaupmönnum, alt sitt kjöt. Jafn- vel þótt gengnir séu til moldar flestir þeir vottar, sem höfðu eigin kynni af vörumeðferð og verzlun- arháttum kaupmanna, áður en samvinnufélögin risu á legg, geym- ast enn lengi órækar, sögulegar heimildir um alla þá svívirðingu og fjártjón, er þeir ollu landsbúum með hirðuleysi sínu um hag al- mennings og sómla landsins en tæk- markalausri fjárgræðgi. Kaup- mennirnir veltu kjötinu í saur nið- ur á blóðvöllum landsins í hverri sláturtíð og þótti varan úr höndurn þeirra ekki manna matur. Prettir þeirra, vörusvik og þrællyndisleg mismjunun á viðskiftamönnunum, eftir stöðu þeirra og efnahag, ork- aði stórkostlegri siðferðislegri hnignun í fari landsbúa. Sam- vinnufélög landsins hafa með fort * Leturbreytingin mín. Ritslj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.