Dagur - 19.05.1927, Side 2

Dagur - 19.05.1927, Side 2
80 DAOUR 21. tbl .kjark í mig og meðstjórnendur mína á aðalfundi síðast, og skal lagt út í bardagann á ný. Þó eg vildi draga saman seglin um stund, var það ekki meining mín að svæfa félagsskapinn að fullu heldur bíða byrjar. Því þó margir kynnu að ganga úr skaftinu, vissi eg um nokkra félagsmenn örugga til fylgdar, sem aldrei vilja láta Rauða Kross deild vora deyja. Og eg veit það vist, að fyr eða síðar eflist Rauði Krossinn á Akureyri og í öll- um sveitum þessa lands, eins og hann óðfluga eflist annarstaðar um heim. Því jafnvel meðal hundheið- inna þjóða hafa Rauða Kross félög verið flestum öðrum félögum vísari til að ná útbreiðslu og afla sér vin- sælda. Stgr. Matth. -----0------ Frá Alþingi. Stjórnarskrárbreyting og þingrof. Eftir langvinnar stympingar og hrakn- inga milli deilda, er loks samþykt frum- varp til breytinga á stjórnskipunarlög- um ríkisins. Breytingarnar eru í því fólgnar, að þing skal haldið annaðhvort ár, að kjörtímabil landskjörinna þing- manna sé jafnt og kjördæmakosinna, 4 ár og skulu þeir kosnir allir í einu. Kjöraldri til landskjörs var breytt úr 35 í 30 ár. Samkvæmt þessu fer fram þingrof og verður gengið til nýrra kosn- inga áður 2 mánuðir eru uðnir frá þingrofi. Meðferð þingsins á þessu máli er því til vanvirðu. Að vísu hefir nú gengið fram sú tillaga, er menn hafa lengi vænst að myndi leiða til sparnaðar, þar sem er þinghald annað hvox-t ár. En hvorttveggja er, að hér er verið að skerða aðstöðu almennings til íhlutunar um stjóm landsins, ef þetta spamaðai'- ráð nýttist og á hinn bóginn munu flest- ir trúlitlir á að þinghald sparist og telja að betur hefði sæmt að leita sparn- aðarráða í breyttu og bættu skipulagi. þingsins og vinnubrögðum að öðru leyti. Með breytingu þeirri sem orðin er á landskjörinu, er fallinn niður hinn upp- haflegi tilgangur með skipun þess. Að vísu var sá tilgangur leifar frá þeim tímum, sem þingræðið átti undir högg að sækja og varð að toga hönk við aðal og yfii'stéttir í löndunum. Við reynslu hefir komið í ljós, að landskjörnir menn hafa ekki getað orðið nein önnur teg- und af mönnum en þingmenn eru yfir- leitt. Sízt var þess að vænta að þangað veldust aðsjálir menn og íhaldssamir, sem mun þó hafa verið von þeirra, er höfðu mikla trú á þessu skipulagi. Flokkarnir skipa foringjum sínum tryggustu og' veglegustu sæti á þing- bekkjum; enda er svo komið, að for- ingjar beggja umbótaflokka í landinu eiga sæti í Efri deild. Sú skipun að fella niður umboð landskjörinna þingmanna allra í einu myndi gera kaupstaðabúum fært að neyta aðstöðumunar gagnvart þeim, er í sveitum búa. Við síðasta landskjör vóg Reykjavík salt í kjörsókn móti öllu svæðinu frá Hrútafjarðará og til Lóns- heiðar að bæjum og þorpum meðtöldum. Úrslit þeirra kosninga eru kunn. Átti þó svo að heita að jafnaðax-menn gengi til kosninga með Framsókn. Munu þess- ir refar einkum til þess skornir að hlut- ur Framsóknar berist fyrir borð við landskjör. Kjöraldur til landskjörs var upphaf- lega miðaður við þá tilætlun að lands- kjÖrið yrði einskonar úrval gætnari og lífsreyndari manna og þar fram eftir götunum. Nú þegar slíkur sundurdrátt- ur reynist ógerlegur, er .ástæðulaust að hafa kjöraldur til landskjörs hærri en til almennra kosninga. Samt tókst ekki þinginu að þoka honum nema á hálfa leið, úr 35 í 30 ár. Landsbanlcafrumvarpið er orðið að lögum. Neðri deild gerði út af við flest- ar skemdartillögur íhaldsins í Ed. og var frumv. síðan samþykt breytinga- lítið í Ed. aftur. Er þá loks bundinn endi á það mikla átakamál í þinginu. Kosningar ýmsra starfsmanna fóru fram í þinginu í fyi’radag. í stað Jör- undar Brynjólfssonar kaus Framsókn Pétur Þórðarson/ til þess að endurskoða landsreikningana. Af hálfu íhaldsins var kosinn Þórarinn á Hjaltabakka. f milliþinganefnd í landbúnaðarmálum voni kosnir Jörundur Bx-ynjólfsson, Þórarinn og Árni Jónsson. í bankaráð íslandsbanka var kosinn í stað Bjama frá Vogi, Magnús Kristjánsson og þótti íhaldinu mistakast þar heldur en ekki, því að það mun hafa ætlað starfið ein- hverjum sinna manna. í bankaráð landsbankans vora, samkvæmt nýsett- um lögum, kosnir Jónas Jónsson og Jón Árnason af hálfu Framsóknar en Jóh. Jóh. og Magnús Jónsson af hálfu íhaldsins. Varamenn eru af hálfu Framsóknar Bjarni Ásgeirsson á Reykj- um og Methúsalem Stefánsson búnað- armálastjóri. — í lögjafnaðarnefndina var kosinn í stað Bjarna frá Vogi Einar Arnórsson. Auk þess var, sam- kvæmt ósk frá sambandsþjóðinni bætt einum manni í nefndina. Var til þess kjörinn af Fi’amsókn Jón Baldvinsson, til þess að allir stjórnmálaflokkafnir ættu fulltrúa í nefndinni. o við kappi'eiðar. Stjómarskipunai’laga- breytingu var vísað til einnar umi’æðu í Nd. í gær. Samþykt var breytingartil- laga um að Alþing 1928 mætti setja fjárlög fyrir árin 1929 og 1930, ef frumvarpið öðlaðist gildi meðan á þingi stæði. Hvalveiðafrumvarpið var felt. Sjávarútvegsnefnd flytur þingsályktun um lánsstofnun handa sjávarútvegin- um. Þingslit sennilega á fimtudag. Enski - togarinn sem Óðinn tók, fékk 12.500 kr. sekt. ------o------ F r é 11 i r. i Leirvörur §• N ÝKOMNAR: §|® Diskar, djúpir og grunnir, sósuskálar^ skálasett sex stykki á kr. 4.20, steikarföt !§• og smáföt, litlir diskar, þvottastell frá kr. 7.50, kartöfluföt, tarínur, smáfötog fl. H® Kaupfél. Eyfirðinga. •m S íms key ti. Rvík 16. maí. Tilboð hefir komið frá Lufthansa um reynsluflugferðir hér á landi næsta sumar um þriggja mánaða skeið með einni 7 farþega vél. Eru í'áðgerðar 3 ferðir vikulega með póst og farþega milli Reykjavíkur og Alcureyrar og Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Er sennilegt að tilboðið verði rætt í þing- inu. Afgreidd eru lög um iandamerki, varðskip ríkisins, vamir gegn berkla- veiki. Páll Sveinsson mentaskólakenn- ari verður frambjóðandi af hálfu íhaldsins í Austur-^kaptafellssýslu en Einar Arnórsson og Valdemar í Ölves- holti í Ámessýslu. London: Lögreglan gerði húsrann- sókn hjá í’ússnesku verzlunarfélagi í Arcos. Óvíst af hvaða orsökum. Rússar eru reiðir og er talið líklegt, að stjóm- málasambandi verði slitið en óliklegt að til styrjaldar leiði. Khöfn.: Prófessor Vilhelm Tomsen er látinn. Innfluttar vörur í apríl fyrir 3,691,319 kr.; þar af til Rvíkur fyrir 1,341,509 kr. í fjallinu norðan Önundarfjarðar hefir fundist þykt leirlag, sem inniheld- ur 32—50% aluminium. Eftir því sem Mbl. skýrir frá, hefir Kristján Torfa- son sent til Glasgow sýnishorn af leirn- um. Hefir félag þar pantað 500 tons til reynslu. Torfason hyggur að það muni borga sig að senda leirinn til Skotlands óunninn til vinslu þar. Efri deild hefir samþykt áskoran til stjðmarinnar um, að nota lántökuheimild til áframhalds- byggingar Landsspítala. Frumvarp um forkaupsrétt kaupstaða á liafnarmann- virkjum var vísað til stjórnarinnar. Frumv. um hvíldartíma háseta á botn- vörpungum felt. 41 fulltrúi sitja nú aðalfund Sambands- ins. Jóhannes Jósefsson og fjölskylda komu með íslandinu í nótt. íþróttamenn og vinir halda þeim samsæti í Iðnó i kvöld. Þau halda áfram norður með ís- landinu. Fimleikaflokkar íþróttafélags Rvíkur fá ágætustu dóma í Noregi. Landsbankafrumvarp afgreitt sem lög. Heimavistir við Mentaskólann feldar. Samþyktir hafa verið landsreikningar fyrir árið 1925 og fjáraukalög fyrir ár- ið 1925. Afgreidd hafa vei*ið lög um breytingar á skemtanaskattslögum og og heimildarlög um veðmálastarfsemi — Heilsuhæli Norðurlands báx'ust á þriðjudaginn 410 kr. úr Akrahrepp í Slcagafirði. Þar af hafði Jóhann bóndi Sigux'ðsson á Úlfsstöðum safnað 240 kr. í syðri hluta hreppsins, en 170 kr. voru fi'á Kvenfélagi Akrahrepps. Vottast heilar þakkir fyrir sendingarnar. — Theódóra Þói'ðardóttir húsfreyjan á Kambsmýrum, sem getið var um í síð- asta blaði, las upp í Akureyrar Bíó á föstudagskvöldið var, ‘erindi og kvæði, sem hún kveðst hafa ritað ósjálfrátt. Var þar húsfyllir áheyrenda. Frú Theó- dóra misti mann sinn, Egil Olgeirsson, í sjóinn fyrir fjórum árum síðan. Fyr- ir rúrnu ári síðan hófst samband það, er hún telur sig hafa við þá, sem flutt- ir eru af jörðunni. Síðan stendur hún, að því er henni virðist, í nánu vitundar- sambandi við mann sinn og fleiri menn framliðna. Höfundar hins ritaða máls, bundins og óbundins, er hún kveðst hafa ritað ósjálfrátt, teljast véra sumir mei'kustu rithöfundar og skáld, sem uppi hafa verið í landinu. Stjórnendurair teljast vera séra Páll Sigurðsson frá Gaulverjabæ og Þor- steinn Erlingsson skáld. Um erindi þau og kvæði, er hún las upp, er það fljótast að segja, að fáum munu þykja vera líkur til, að það sé alt runnið úr hennar eigin vitund. Var sumt svo gott, að af ber flestu því, er menn eiga kost á að heyra um samskonar efni. Yfirleitt má segja að fólk hafi ekki þózt fara ónýtisferð á fund Teódóru. — Bernharð Stefánsson alþingis- maður varð að hvei’fa skyndilega heim af þingi vegna þess að kona hans veiktist hættulega. Síðustu fréttir af henni hermdu nokkrar batavonir. — Frú Lára ólafsdóttii’, sem hefir verið erlendis nú um þriggja missira skeið, til þess að leita sér heilsubótar, kom heim með Goðafossi síðast. Hefir hún fengið mikla heilsubót. — »Island« kemur í dag. Eins og hermt er í skeytum, er Jóhannes Jósefs- son íþróttamaður meðal farþega, ásamt fjölskyldu sinni. Ennfremur eru meðal farþega Einar Árnason alþm., fulltrúar af Sambandsfundi Davíð Jónsson hreppstj. á Kroppi, Ingimar Eydal kennari, Ingimar Hallgrímsson bóndi á Litlaholti og Vilhjálmur Þór fram- kvæmdastjóri Kf. Eyf. Ennfremur er með skipinu Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi. — Kaþólskir menn eru að láta reisa kirkju mikla á háhæð Landakotstúns- jns í Reykjavík, gegnt sjúkrahúsinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.