Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innheimtuna annast Jónas
Sveinsson hóksali, Eyrar-
iandsveg 3 (Sigurhæðir).
aaur
A f g r e i ð s Ian
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími, 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
X, ár.
Akureyri, 27. maí 1927.
22. tbl.
Þ i n g r o f.
Kosningar 9. júlf.
Vegna breytinga þeirra, sem
þingið gerði a stjórnskipunarlög-
um ríkisins, hefir verið rofið þing
og verður gengið til kosninga í öll-
um kjördæmum landsins 9. júli
næstkomandi.
Enn eru litlar fregnir af framboð-
um og verða þær jafnhraðan birtar
í sérstökum dálki í blaðinu.
Flokkar landsins þeir, er nú
ganga til kosninga, eru hinir sömu
og við síðustu almennar kosningar,
árið 1923. Þó má geta þeirrar breyt-
ingar, að menn þeir, sem þá reyndu
að halda á lofti nafni Sjálfstæðis-
flokksins gamla, hafa nú gefist upp
við það, en leitast við að skreyta sig
fjöðrum frjálslyndrar stefnu. En að
flestra manna áliti er þetta van-
burða fóstur og líklegt til að kafna
í fæðingu, vegna þess að þeir, er
fyrir beitast, eru pólitískir æfintýra-
menn, sem hika ekki við að daðra
við gerandstæðar skoðanir þeim, er
frjálslyndir flokkar tileinka sér og
ganga jafnvel í bein og óbein sam-
bönd við íhaldsmenn, sem að eðli-
legum lögum hljóta a’ð vera þeim
andstæðastir í skoðunum.
Nú, áður gengið er til kosninga,
liafa tveir af þeirn mönnum, sem
töldust til sjálfstæðisbroisins, gengið
formlega í Framsóknarflokkinn. Eru
það þeir Benedikt Sveinsson þing-
maður N.-Þingeyinga og Magnús
Torfason 1. þingm. Árnesinga. Þá
var og kosinn við aukakosningu í
Dölum Framsóknarflokksmaðurinn
Jón Guðnason prestur, í stað sjálf-
stæðisinannsins Bjarna Jónssonar
frá Vogi, sem andaðist á síðastl.
ári. Fjórði sjálfstæðisinaðurinn Sig-
urður Eggerz, sjálfur höfuðpaurinn,
féll, í annað skifti á árinu. Er
þá eftir Jakob Möller einn. En í
Framsóknarflokknum eru 18 menn,
þegar gengið er til kosninga.
Aðstaða fhaldsflokksins á þingi
hefir talsvert lakast síðan um síð-
ustu kosningar. Liggur það einkum
í því að þeir hafa tapað stuðningi
þeirra sjálfstæðismanna, sem horfið
hafa af þingi. í stað Bjarna er kos-
inn Jón Guðnason; í stað Sig. Egg-
erz er kosinn Jón Baldvinsson
landskjörinn en Héðinn Valdémars-
son aftur í sæti Jóns.
Jafnaðarmenn hafa komið manni
á þing síðan um síðustu kosningar
og eru nú fulltrúar þeirra tveir á
þingi.
Þannig er aðstaða flokkanna,
þegar gengið er til kosninga.
íhaldsflokkurinn, sein hefir farið
með völdin síðasta kjörtímabil,
stendur nú höllum fæti gagnvart
kjósendum. Samkvæmt kosninga-
gumi fjármálaráðherrans síðast,
ætlaði flokkurinn að hefja þjóðina
upp úr fjármálaófarnaði síðustu og
verstu tíma. Flokkurinn hefir efnt
það á þá lund, að koma nokkrum af
skuldum ríkissjóðs yfir á bak ein-
staklinganna og atvinnufyrirtækj-
anna í landinu. Það sem fjárhagur-
inn hefir rézt við hið ytra, þegar lit-
ið er á ríkisskuldirnar, hefir honum
hnignað hið innra, þegar litið er á
hag borgaranna og svo bankanna.
Á þessu tímabili hefir því grundr
völlurinn undir atvinnufyrirtækjum
landsmanna, velmegun borgaranna
og sönnu sjálfstæði þjóðarinnar
veikst til svo stórra muna, að hon-
um heldur við niðurbroti.
Það er atvinnustjórn íhaldsmann-
anna, lífsregla samkepninnar, starfs-
aðferðir fjárhyggjumannanna, sem
hafa steypt þjóðinni í sýnu méiri ó-
farnað en dæmi eru til.
Og nú bjóða þeir, blessaðir, upp á
sömu handleiðslu! og fara í liðsbón
til kjósenda. Hvernig skyldi þeim
lánast að blekkja menn og íleka til
fylgis við sig?
Svarið bíður þangað til 9. júlí.
-----0-----
Framboðin.
Austur-Skaftafellssýsla:
Af hálfu Framsóknar:
Þorleifur Jónsson alþm.
Af hálfu íhaldsins:
Páll Sveinsson Mentaskólakennari.
Borgarfjarðarsýsla:
Af hálfu Framsóknar:
Björn Þórðarson hæstaréttarritari.
Af hálfu íhaldsins:
Pétur Ottesen alþm.
Strandasýsla:
Af hálfu Framsóknar:
Tryggvi Þórhallssan alþm.
Af hálfu fhaldsins:
Björn Magnússon símastjóri.
Jóhantíes Jósefsson.
Eftir að hafa um 19 ára skeið
stundað iþróttir í Evrópu og í Ame-
ríku og eftir að hafa unnið sér
heimsfrægð, er Jóhannes horfinn
heim til ættjarðarinnar ásamt frú
sinni, Karólinu Guðmundsdóttur
sýslumanns og tveimur dætrum
þeirra hjóna, Heklu og Sögu.
Jóhannes hóf íþróttaför sína er-
lendis með flokk íslenskra glímu-
manna.. Sýndi hann þannig og víð-
frægði þessa þjóðaríþrótt fslend-
inga. Síðar setti hann saman kerfi
nokkurt varna og bragða og nefndi
sjálfsvörn. Var það bygt á íslenskri
glímu, en til þess fallið að verjast
árásum og atlögum vopnaðra eða
vopnlausra ofbeldismanna. Enn síð-
ar setti hann saman leiksýningu,
reista á þessari íþrótt. Er leikurinn
þáttur úr frumbyggjalífi hvítra
manna í Ameríku og viðureign
þeirra við hina herskáu og grinnnu
Indíána, þar sem Jóhannes verst
árásum og vopnum nokkurra manna.
Hefir Jóhannes verið mjög eftirsótt-
ur í heimi leikhúsanna og getið sér
heimsfrægð, eins og áður er tekið
fram.
En samtímis því, að stunda í-
þróttir sínar, hefir Jóhannes, lagt
mikla stund á að kynna ísland og !
íslenzka menningu á ferðuni sínnm
og borið hróður þjóðar sinnar hvar-
vetna, sem hann hefir lagt leið sína.
Hann hefir fylgst vel með því, sem
gerst hefir heirna, veitt athygli og
samhug hverju því er hann mátti og
sem horfði til sóma og nytsemdar
landi hans og þjóð. Loks hefir liann
flutt mörg erindi um ísland, ís-
lenska menningu og sögu og hefir
þeim erindum verið víðvarpað Hið
síðasta flutti hann í New-York um
Alþingishátíðina 1930.
Jóhannes Jósefsson er fyrst og
fremst íslendingur. íslendingseðlið
er í fari hans og meðvitund, þrótt-
ug og hrein ímynd drengskapar og
afreka. Þetta hefir fengið honum
stórsigranna. En það hefir gert
meira það hefir gefið ho.num lífs-
mið og ætlunarverk. Hann er kom-
inn heim jafnþróttugur og heitur
Ungmennafélaganna. Og hann
kominn með nýjar fyrirætlanir um
stórvirki í landinu.
Veri hann og fjölskylda hans vel-
komin heim.
Jarðarför litla drengsins okkar, Páls,
sem andaðist 20. þ. m. fer fram þriðju-
daginn 31v maí og hefst á heimili
okkar kl. 11 f. h.
Hvammi 24. maí 1927.
Guðný Pálsdóttir.
Halldór Guðlaugsson.
Maður nokkur, sem mun hafa tekið
að sér fyrir litla borgun, að skrifa
þjóðmálablekkingai' í íslending', lætur í
grein í 14. tbl. þ. á. ummælt meðal ann-
ars á þessa leið:
»--------. Ef athugaður ei' útflutn-
ing'ur landsins á árunum 1920—25 sést,
að útfluttar landbúnaðarafurðir nema
eigi meira en 6/7 hluta af verðmæti
alls útflutnings og virðist mismunur
þessi stöðugt fara vaxandi. Það er því
auðsætt að allar framfarir og afkoma
okkar byggist nú aðallega á sjávarút-
veginum og að skattar og tollar ríkis-
sjóðs koma mestmegnis þaðan eöa í
svipuðu hlutfalli, þannig að þessi at-
vinnuvegur stendur undir alt að öb
hlutum alls þjóðarbúskaparins.*-------«
Því er að vísu svo háttað, að alment
mun þykja litlu skifta, hvort samtíningi
þessa manns úr öðrum blöðum og ó-
merkilegu skrifum, er svarað eða ekki.
En staðhæfing þessi er látin fara án at-
■%
hugasemda af blaðsins hálfu; enda er
hún margendurtekin þjóðmálablekking'
llialdsblaðanna. Þykir Degi því rétt að
fara Um hana nokkrum orðum.
Sú gífurlega staðhæfing, sem hér
ræðir um, er í tvennu lagi:
1. Að skattar og tollar ríkissjóðs
komi að 6h hlutum frá sjávarútvegin-
um.
2. Að sjávwrútvegurinn standi undir
6h hlutum alls þjóðarbúskaparins.
Verður hér fyrst athugaður hinn fyrri
liður.
Samkvæmt landsreikningi fyrir árið
1924, voru tekjui' ríkissjóðs samtals á
12. milljón króna. Skal hér gerð tilraun
að sundurliða tekjubálkinn og gera
grein fyrir hlutfallinu milli opinberra
er • gjalda þeirra, sem hvíla á sjávarútvegi
annarsvegar og landbúnaði hinsvegar:
I. Eigna- og tekjuskattur var 841
* Leturbreytingin mín. Ritstj.