Dagur - 13.10.1927, Side 3

Dagur - 13.10.1927, Side 3
43. tbl. DAGUR 163 0 0 0 0 í§) (© 0 0 0 m 0 0 ©. Nýkomið hjá Ryel: Silkikjólar frá kr. 6.90 hvít léreft frá 0.60 metr, afp., gardínur hv. og misl. frá 6.90 fagið, herra axlabönd frá 1 00 parið, mjög falleg dívanteppi frá 14.00, röndóttar karlm. buxur 9 75, rúmstæði 22.00, grammofónar frá 10 50, kaffiflöskur 1.65, nýmóðins strástólar frá 18.00, flibbar frá 0.40, ágætar vetrarkvenbuxur 2-75, barnabuxur frá 1,25, fyrirtaks sængurveratau 1.00 m.t. smekksvuntur frá 2.85, afar fallegir dömunáttkjólar frá 4.90, hv. kven- skyrtur á 3.25, ágset tvíbreið madressuboldang á 2.60 met. fallegt hv. gardinutau á 1.00 met. nýmóðins alullar golftreyjur á 7.50, drg. peysur frá 3.00, nýmóðins karlm. pullovers á 6.25, afar stórt úrval af altvíbreiðum kápu og ulstertauum frá 6.90, met., fatatau altvíbreið frá 6.00, met. bindi frá 0.75, ferðakoffort frá 6 75, karlm. skinnhúfur á 6.90, loðskinnshúfur á 25.00, stóra ullartrefla á 1.50, morgunkjóla á 3.50. BALDUIN RYEL. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 skapgerðarinnar, hinni eiginlegu tamningu. Það þarf andlega herzlu til þess, að verða máttugur maður. Vér þurfum að eignast eitthvað af skÆrleik og hörku demantsins í skapgerð vora og sál. Það var mikið af þeirri skínandi hörku í skapgerð Jesú Krists. En skær- lefkur og harka demantsins kem- ur af því, að öllum ögnum hans hefir verið raðað innbyrðis eftir órjúfandi lögmáli. Slík harka verður ekki sköpuð nema við fastatök og þrýsting. Og oss þyk- ir þrýstingur óþægilegur, fasta- tökin lýjandi. Vér kjósum' heldur að láta skeika að sköpuðu uim mót- un skapgerðar vorrar. Herzlan er í því fólgin að beita árvekni vorri og orku sleitulaust til þess, að knýja sjálfa oss til samræmis og hlýðni við þær niðurstöður, sem sjálfskönnunin hefir leitt oss til. Á hverjum einasta degi mun meðfædd tregða kveðja oss til drottinsvika og undansláttar við hinn mikla tilgang. Á hverjum einasta degi munu óþjálar hvatir kveina og mögla undan því, að verða að hneygjast til stuðnings við hann. Alt þetta verðum vér að sigra. Og sigurinn er vís, ef ekki þrýtur elju sjálfra vor. Og vilji vor, sem í fyrstunni verður að stjórna öllum hinum uppreisnar- sömu starfsdeildum persónu vorr- ar með hlífðarleysi og óbilgirni harðstjórans, mun að lokum verða hinn brosandi leiðtogi, sem þær auðsýna samræma, fagnandi þjón- ustu. Og þá kem eg loks að síðasta at- riðinu. Það er einbeiting, einbeit- ing allra hæfileika vorra að því, sem er allsherjar mark vort og mið. Eg held að vér leggjuni ekki nógu mikla áherzlu á einbeitingu í lífi voru, og enn fremur, að því máli hafi ekki verið sint til nauð- synlegrar hlýtar í uppeldisaðferð- um vorum. Það er einhver eirðar- laus, flögrandi léttúð yfir andleg- um vinnubrögðum margra af oss, og” eitthvert ráðvilt þolleysi í at- höfnum vorum. Það er mælt, að oss íslendingum gangi flestum miður að hlýða, og það er nokkuð hæft í því. En er það ekki af því, að í uppeldismálum vorum hefir oflítil áherzla verið lögð á einbeit- ingu allra hæfileika barnsins? Hæfileikar barnsins. og gáfur eru villigróður. Ef hér er ekki goldið varhuga við, rceður tilviljunin ein hvað úr möguleikum þess verður. En tilviljunin er blind og slysför- ul. Skapferli barnsins er ekki tamið til hlýðni við stjórn annara, og það lætur heldur ekki að stjórn þess eigin vilja, er fram í sækir. Einbeiting hæfileikanna er fólg- in í þeim trúnaði við mark sitt og mið, sem sleppir öllum hjámiðum, hversu rnikla sjálfsafneitun sem það kann að kosta, þeim trúnaði, sem leyfir sér aldrei að leggja neitt til hliðar af mætti sjálfs sín eða getu, til þess að leika sér með í öðrum tilgangi, þeirri mann- rænu og hörku, sem kastar ser allri til hvers þess er vinna skal. Þér þekkið öll úr eðlisfræðinni, það lögmál, að lýsandi hlutur sendir geisla í allar áttir. Ef brennigleiú er haldið við skini slíks hlutar, þá brýtur það alla þá geisla, er á því lenda, og verpur þeim öllum í einn depil. Þar kem- ur fram mynd af hlutnum. Nú er alt framleiðsli, öll sköpun í því fólgin, að leiða fram mynd þess, er fyrir huganum vakir, á þeim svæðurn er skynfæri manna ná yfir. Og þér getið aldrei skapað neitt, ekki einu sinni breytt því sem er í betra horf, nema þér megnið að sigrast á tregðu og al- deyfu efnisins. En til þess þurfið þér að safna öllum orkugeislum yðar, öllu viti yðar og vilja, allri kunnandi yðar og mætti, og varpa því í einn depil, eins og lýsandi geislastaf. Þá er þess mjög að vænta, að myndin komi fram. Þetta er það, sem átt er við með einbeitingu. Og nú fer yður að skiljast, hvað eg meina með orðunum máttugur maður. Það er maður, sem teflir orku sinni fram gegn tregðu og aldeyfu efnisins, og sigrar. Það er ekki þetta, sem liggur í orðum Jesú frá Nazaret, um manninn, sem segir við Móberja- tréð: »Ríf þig upp með rótum«. Ein- mitt þetta, er leyndardómur þess, að umbreyta og skapa á þeim svæðum, er skynfæri vor ná að greina. Þeir, sem eitthvað hafa um uppeld- ismál fjallað, virða mér til vorkunnar þótt ekki vinnist tími til að fara nánari orðum um þessi mál í stuttu erindi. — Eg hefi bent yður á fjögur meginat- riði í sjálfsuppeldi þess, er verða vill máttugur maður. Eg get heilsað yður frá æskulýð annara landa, og borið yður þau orð, að einnig þar er æskan að leggja í þennan bratta. Og það, sem knýr hana á hina erfiðu leið, og einnig ætti að geta lyft yður, er sú vissa, að á næstu árum verði tilhögun alls mannlífs lögð í glóandi deiglu og brædd upp og brend. Og þá kemur sá dagur, að vér þurfum máttugra manna, engu síður en þeir »Einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð blunda áranna kröfur við heiði og strönd«. Land vort og þjóð, kirkja vor og menning hrópa á máttuga menn. Á þeirri leið, sem nú hefir verið lýst, munuð þér á sýnum tíma rekja harðspora þeirra, sem kallinu gegna. Og sjálfir eigið þér að læra að nema kallið, svo sem kallað væri til yðar. Þér eigið að búa yður undir, að verða hugsjón þessarar þjóðar og heyrn, samvizka hennar og armleggur. Eg óska yður til heilla og gengis með það hlutverk. Eg óska yður þess, að þér verðið máttugir menn, menn, sem tefla andlegum mætti sínum fram gegn. tregðu og aldeyfu efnis og umhverfis, og sigra. ------o------ Oróðrarrannsóknir eftir Ingimar óskarsson. (Framh.). Á Eskifirði er töluvert um blómaiækt, og virtust bæjarbúar þeir, sem eg hitti að máli hafa vel viðunandi áhuga í þeim efnum. Þar sá eg ræktaða sækvönn (haloscias scoticum) í garði ein- um; en því miður gat eigandinn ekki fiætt mig um það, hvaðan plantan væri komin, hélt helzt að hún hefði verið tekin í nágrenni kauptúnsins, ásamt öðrum teg- unduim, sem í garðinn voru flutt- ar. Sé svo, sem eg efast stórlega um, þá væri tegundin ný fyrir Austurland. Á Norðurlandi þekk- ist sæhvönnin ekki heldur; en í öðrum landshlutum vex hún á all- mörgum stöðum framan í sjávar- bökkum og í varpeyjum. Frá Eskifirði krókaði eg mig út með firðinum. Annan sprettinn var eg niður við sjóinn, hinn sprettinn uppi í miðjum hlíðum. Hér er landið með líðandi halla á breiðu belti með firði fram, en of- an til eru hlíðarnar brattar, og gróðrarfeldurinn víða gisinn. Víða eru laglegar brekkur og gróðrarhvilftir miðhlíðis og tók eg mér þar allgóða slæpu við og við, því veður var hlýtt og gott sem endranær og ýmislegt fáséð að skoða. í hlíðinni milli Sigmund- arhúsa og Sellátra óx jarðar- berjalyng; sömuleiðis mikið af mjög fágætri starartegund carex pilutifera, er þetta þriðji hérlend- ur fundarstaður hennar. Lyng- gróður er hér hverfandi lítill og birkið horfið svo að segja fyrir fult og alt. Nýjar vörur! ■ Karlm. fatnaðir. ■ Ungl. og drg. fatnaðir. S Kvenkápur. ; Oolftreyjur. ■ S Peysur karlm. og drg. | Pullovers karlm. og drg. S Taubuxur frá 9.00 kr. | Khakiskyrtur frá kr. 5.75. Vattteppi frá kr. 20.00. í Rúmteppi hv. frá 4.85. | Rúmteppi misl. frá 3.00. ■ Rekkjuvoðir hv. frá 3.25. I Sængurveraefni margar teg. ; Sængurdúkar ágætir. I Dúnléreft. Fiðurléreft. ■ Höriéreft — Dowlas. j Norsk vaðmál frá 6.75 mt. | Kvensvuntur frá kr. 1.75. ! Regnhlífar frá 7.50. | Ferðatöskur frá 5.50. f Hálstau. Húfur. Hattar. ■ Trefiar. Sokkar. ! Vasaklútar. Axlabönd. ■ Kasketter drg. 2.75. S Sportbuxur frá kr. 13.00 ; og ótal margt fleira, sem of ; langt yrði upp að telja. s I Braun býður beztar vörur j fyrir lægst verð. Brauns Verzlun. s Pdll Sigurgeirsson. Á Helgustöðum dvaldi eg í tvo daga. Þetta eru þær Helgustaðir, sem löngu eru orðnir landfleygir (og meira en það), vegna silfur- bergsins, er fundist hefir kipp- korn í austur frá bænum; í Helgu- staðafjalli segja bækurnar, en eg segi í Helgustaðahlíð, því náman er í lítt brattri hlíð, kippkorn frá firðinum, og langt til fjalla. Mér datt í hug Kínverjinn í sögunni »Eiríkur Hansson«, þegar eg kom fram á námubarm- inn. En sú voðagryfja, ó, ó! Nú er búið að grafa göng úr námunni og fram í gegnum hlíðina og eru að því mikil þægindi og minni hætta við námugröftinn, því ó- hemju stórir bingir af úrgangs- bergi hefir safnast fyrir, um- hverfis námuopið. í sumar var ekkert fengist við námugröftinn, sem líklega stafar af því, að meira hefir aflast af silfurberg- inu að undanförnu en markaður- inn getur tekið á móti. Bezta teg- und silfurbergs er sprungulaus og tær sem gler; Gerði eg mér far um að finna þannig mola um- hverfis námuna, þar sem haugar liggja alf hálf-gegnsæju berginu en að því var ekki auðhlaupið. Hafði Helgi Hermann, námufræð-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.