Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum finitu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). 3 iiauv A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsími 112. Uppsögn, bundin við árn- greiðslumanns fyrir 1. d»s. mót, só komin til «f- X. ár. Akureyri, 4. Nóvember 1927. 46. tbl. Mentaskóli á Norðuriandi. Dóms- og kenslumálaráðherra Jónas Jónsson færir Gagnfræðaskólanum d Akureyri heimild til að halda uppi lœrdómsdeild og útskrifa stúdenta. Laugardaginn 29. Okt. s. 1. kl. 9 að niorgni, kom dóms- og kenslumálaráðherra Jónas Jóns- son upp í Gagnfræðaskóla og las þar upp — að viðstöddum nem- endum öllum og kennurum skól- ans — eftirfarandi bréf: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Reykjavík, 25. október 1927. Á fundi 22. okt. s. 1. hefir ráðu- neytið ákveðið, að Gagnfræðaskól- inn á Akureyri skuli hér eftir hafa heimild til að halda. uppi lærdómsdeild eftir sömu reglum og gilda um lærdómsdeild menta- skólans, samkvæmt reglugerð frá 1908, með tveim minni háttar breytingum viðvíkjandi aldurs- takmarki og sumarleyfi. Skal þessi deild hafa rétt til að út- skrifa stúdenta og fari próf þeirra, þar til öðruvísi verður á- kveðið með lögum, að öllu fram eftir ákvæðum gildandi prófreglu- gerða máladeildar mentaskólans, enda veiti allan sama rétt. Áður en kemur að prófi næsta vor, mun ráðuneytið gefa út reglugerð handa Gagnfræðaskól- anum, vegna þessara áðurnefndu breytinga á lengd og starfsháttum skólans. Jónas Jónsson. Sigfús M. Johnsen. Til skólameistarans á Akureyri. Að loknum upplestri bréfsins, skýrði ráðherra frá því, að þess- ar ráðstafanir væru ekki gerðar séi’staklega vegna skólans hér, eða af því að hann væri gamall nemandi hans og að sér hefði ver- iö hlýtt til hans á námsárum sín- um — heldur væri þetta skref stigið sökum heillar alls landsins. Hefði það löngum verið skoðun sín, að hollara væri að hafa skól- ana tvo, heldur en láta alla nema í Reykjavík. Væri það hugsun sín, að upp úr Gagnfræðaskólanum risi tveir skólar, annar ■ Möðru- vallaskólinn gamli og hinn al- mennur mentaskóli. Væri hugsun sín sú, að norðlenzki mentaskól- inn kendi alls ekki sömu greinir, sem kendar væri í mentaskólanum syðra. Vel gæti komið til mála að auka latínukenslu fyrir sunnan, en auka aftur nýja málakenslu hér. Skyldi þessi norðlenzki skóli sniðin eftir innlendri reynslu og beztu útlendum fyrirmyndum. Væri það nú hið niæsta, er gera þyrfti fyrir þenna skóla, að semja handa honum reglugerð. Þangað til sú reglugerð væri samin og samþykt, gilti hér sama reglu- gerð sem í mentaskóla Reykjavík- ur. Þá er ráðherra hafði lokið máli sínu, gall við dýnjandi lófaklapp. Þá tók skólameistari til máls. Kynti hann nemendum fyrst dómsmálaráðherra. Hann væri fæddur og alin upp á smábýli einu hér skamt frá Akureyri — í hinu forna ríki Þorgeirs Ljósvetninga- goða — og skamt frá óðalsjörð hans. Fyrstu menningarspor hans hefðu verið ferð í þenna skóla, og hér hefði hann lokið burtfarar- prófi með ágætiseinkunn. En hon- um hefði ekki nægt mentun sú, er hann fékk í Gagnfræðaskólanum. Hann hefði farið suður í lönd. Fyrst sótt lýðháskólann í Askov og síðan stundað nám í Berlín og Oxford og enn síðar farið til Frakklands til námsiðkana. Hann hefði kynt sér skólamál erlendis — og verið mörg ár kennari Kennaraskólans. Þá er hann kom úr utanför sinni, hefði hann gerst ritstjóri ungmennablaðs Skinfaxa, sem ekkert fékst við stjórnmál. í blaðið hefði hann ritað margar á- gætar greinir um margvísleg menningar- og þjóðernismál, sem nemöndum væri gagnlegt að lesa, enda væri hann fæddur rithöfund- ur. Síðan hefði hann smáfœrt út kvíarnar, orðið skólastjóri Sam- vinnuskólans, leiðtogi Framsókn- arflokksins, landkjörinn þingmað- ur og nú væri hann orðinn ráð- herra. Að vetrarlagi hefði hann ekki komið í skólann síðan hann var nemandi hans, fyrr en nú, er hann væri æðsti maður hans. — Þá mintist skólameistari á, að það væri merkilegt, að norðlenzk- ur stúdentaskóli væri endurreist- ur í sama mánuði og Hólaskóli hefði verið niður lagður. En það gerðist með konungsbréfi 2. okt. 1802. Hefði þá þessi norðlenzki skóli legið í dái 125 ár og 28 daga. Margir merkustu menn Norður- lands hefðu mjög barist móti því, að Norðlendingar væru skólanum sviftir. Meðal þeirra hefði verið amtmaðurinn á Möðruvöllum, Stefán Þórarinsson, stórmerkur maður, er hefði viljað flytja hann til Akureyrar, þangað sem hann væri nú kominn. Enn mætti nefna merkan Skagfirðing, ólaf ólafs- son, lektor í Túnsbergi í Noregi, er hefði gert sér ferð á hendur til Kaupmannahafnar til að vinna fyrir skólann og hefði boðist til að gefa honum söfn sín. En alt hefði kornið fyrir ekki. — Ef and- ar þessara látnu merkismanma og margra annara merkra, látinna Norðlendinga vissu, hvað hér gerðist í dag, myndu þeir blessa dómsmálaráðherra fyrir skjótan og djarfmannlegan úrskurð hans og skjótar ráðstafanir í þessu máli. Það myndu allir játa, að hér væri sigur unninn, og væri það að vísu rétt. En eftir væri að fram- fylgja sigrinum — og slíkt væri enn erfiðara en að vinna þenna sigur. Og því aðeins yrði þessi skólastofnun sigur, að hún í fram- tíð landsins yrði þjóðarsigur, þ. e. að hún yrði frömuður þroska og dáða með þjóð vorri. Slíkt hefði altaf verið trú sín, og því hefði hann beitt sér fyrir þetta mál. Loftslag hér í skólanum væri að sumu leyti betra en í sumum öðr- um skólum. Þetta gæti hann sagt án þess að grobba nokkuð af sjálfum sér, því að þetta loftslag væri að öllu leyti erfðir frá fyr- irrennurum hans, Jóni Hjaltalín og Stefáni Stefánssyni, sem, bæri að öllu þakkirnar og virðingin fyrir það. Væri það ódaúðlegur hróður Hjaltalíns í menningar- sögu þessarar þjóðar, að hann hefði skapað nýtt skólaloftslag her á landi — og miklu heilnæm- ara en þá hefði tíðkast í nokkrum skóla hérlendis. Annars tæki hann algerlega undir orð dómsmálaráð- herra um, að ætlunin væri ekki að sníða reglugerð hins nýja skóla eftir mentaskólanum syðra, held- væri hitt hugsunin — og hefði alt af verið — að leita hér nýrra leiða í uppeldi og mentun íslenzkra embættismanna. Að lokum vék skólameistari máli sínu að dómsmálaráðherra Kvaðst hann þakka honum hið bezta þessa höfðinglegu gjöf. Hann kvaðst nýlega Jiafa litið í gamlar prófritgerðir — og hefði þar rekist á íslenzka ritgerð dómsmálaráðherra. Hefði hann þar skýrt orðið braut, hver væri upphafleg merking þess, að það væri vegur eða geilar, er gerðar væri í gegnum skóga. Þetta væri eins og tákn þess, er síðar átti fram að koma um hann sjálfan. Það væri trú flokksmanna hans og vina, að hann væri að eðlisfari brautryðjandi, slíkt hlyti greind- ir menn að játa, hversu sem þá annars greindi á um stjórnmála- baráttu hans. Bréfið, sem hann hefði lesið hér upp og afhent sér, væri eitt dæmi þess. Þar hefði hann rutt braut eða lagt veg, sem eigi hefði áður til verið. Sá vegur væri lagður milli Akureyrarskóla og Háskóla íslands — og annara háskóla hins mentaða heims. Að lyktum var hrópað ferfalt húrra fyrir dómsmálaráðherra og síðan fyrir mentaskóla Norður- lands. — Þá vai* nemendum sýnt málverk afar dýrt, er dómsmála- ráðherra færði skólanum að gjöf, mynd af Baulu eftir Ásgrím Jóns- son málara, er eitt sinn var í ráði að gefa konungi vorum, en hoi’fið frá. Er mynd þessi, að sögn, dýr- asta málverkið, er hengt hefir verið í íslenzkan sal, sem er ríkis- eign. Skólameistari hefir fengið ýms samfagnaðar og heillaskeyti í til- efni af þessum merkisatburði. Meðal annara það sem hér fer á eftir, frá 17 háskólastúdentum í Reykjavík: »Vér undirritaðir óskum hinum nýja Mentaskóla Norðurlands allra heilla. Ólafur Einarsson, Gísli Guð- mundsson, Guðmundur Karl Pét- ursson, Kristján Hannesson, Þor- móður Sigurðsson, Friðrik Magn- ússon, Einar Sturlaugsson, Helgi Konráðsson, Arngrímur Björns-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.