Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 4
178
DAGUR
46. tbl.
dauðinn, er eitt mesta mein mann-
lífsins.
Við höfum, líkt og aðrar þjóðii*,
sett lög um varnir gegn þessu
mikla meini. Og varnirnar valda
þegar afar miklum tilkostnaði.
Árin 1925 og ’26 urðu útgjöldin
úr ríkissjóði rúm hálf miljón kr.
á ári. Mönnum ofbýður þetta,
sem vonlegt er. Og menn spyrja:
Hver er árangurinn? Eg svará:
eftir 10—20 ár fer árangurinn að
koma í ljós — mikill og glæsileg-
ur, að eg vona.
Við verðum að fara með berkla-
veikina eins og hvern annan næm-
an sjúkdóm, hjálpa þeim til heilsu
sem unt er að hjálpa, hjúkra
þeim, sem ekki verður við hjálp-
að, varna því að sjúklingarnir
smiti frá sér -— og muna vel að
börnunum er lang hættast við
smitun. Þegar ný kynslóð vex
upp, sem vernduð hefir verið fyr-
ir berklum í bernsku, þá er sigur-
inn unninn.
Til að hjálpa og hjúkra brjóst-
veikum, þurfum við heilsuhæli og
hressingarhæli.
Nú sögðu menn: »Vífilstaðir
verða að nægja«. En reynslan
kvað nei við; þar búa ávalt um
150 sjúklingar, og þar eru jafnan
40—50 á biðskrá.
Stöðugt verða brjóstveikir
hjálparþurfa menn að hýrast í
heimahúsum, eða þá í almennum
sjúkrahúsum, sem ekki eru hent-
ug fyrir þá.
Þetta sáu Norðlendingar manna
bezt, af því að þeir fundu sárast
til berklavandræðanna.
Því var það, að norðlenzkar
konur hófust handa 1918, tóku að
safna fé til að koma upp Jieilsu-
hæli norðanlands.
Formaður heilsuhælisstjórnar-
innar hefir lýst öllum gangi þess
mikla máls. Allir þakka konunum
alúðlega upptökin og alt þeirra
mikla starf. Það geri eg líka, eins
og aðrir. —
Þær ágætu konur líta nú hróð-
ugum augum til mín, vitandi að
þær eiga mér ekkert að þakka. Eg
trúði því sem sé aldrei, að þeim
myndi takast að safna nógu fé til
að reisa vandað heilsuhæli. Eg
réð þeim að láta sér nægja, að
koma upp berklaheimili handa 25
—30 sjúklingum, rétt hjá Akur-
eyri í líkingu við þesskonar stofn-
anir (Tuberkulosehjem) í Noregi,
sem vel hafa gefist þar í landi. En
það vildu þær ekki heyra og eng-
inn hér norðanlands. — Árið 1924
__ eftir 6 ár —• var komin sú
kyrð yfir þetta mál, að eg lét mér
þau orð um munn fara, að vel
gæti beðið 30 ár, áður nóg fé
fengist til að reisa fullkomið hæli
yfir 50 sjúklinga. En alt hefir
farið á annan veg en þá leit út
fyrir. — Litlu síðar tók þetta mál
algerðum stakkaskiftum. — Eg á
við stofnun Heilsuhælisfélags
Norðurlands 22. Febr. 1925. Og
eg verð hér að minnast með þakk-
læti þess manns, sem mestan og
beztan þáttin-n átti í þeim félags-
stofnun og því heillaráði, að fá
beztu menn úr öllum flokkum til
að ganga fram fyrir fylkingu í
þessari orustu við berklaveikina.
Maðurinn var Jónas ritstjóri Þor-
bergsson.
Annars tek eg undir öll þakkar-
orð dómsmálaráðherra þeim til
handa, sem mest og bezt hafa
unnið að þessú þrekvirki.
Eg sagði því nýja félagi strax,
að til þess að reisa vandað 50
sjúklinga hæli, þyrfti /2 miljón.
Það kom þeim á óvart. En þeir
trúðu mér og húsameistara ríkis-
ins og létu engan * bilbug á sér
finna. Eg býst ekki við að lifa aft-
ur nokkurt þjóðheillatilþrif á’
borð við þetta Grettistak ykkar
Norðlendinga.
Forfeður okkar tóku að nema
landið 874. Og einn frægasti land-
námsmaðurinn, Helgi magri,
reisti bú hér í Kristnési um 890.
Eftir 1000 ár tókum vér að
nema landið á ný. 1874 hófst ný
landnámsöld.
Og þetta nýja Kristnes er í
mínum augum mesta furðuverkið,
sem hingað til hefir verið unnið á
þessari nýju landnámsöld. Það er
glæsilegur vottur þess, að alt
tekst, sem allir vilja, ef viljinn er
nógu sterkur og þrautseigur.
Við megum aldrei gleyma því,
að þetta land hefir ekki eins og
önnur lönd, alið margskonar þjóð-
ir, hverja af annari. Við erum
frumgetin þjóð, og einkabarn
fósturjarðar vorrar.
Þess getum við minst í dag með
fullum heiðri, þegar því er að
heilsa, að fáar þúsundir manna í
fátæka landinu, hafa hér fórnað
fjórðungi milj'ónar af frjálsum
vilja, sér og allri þjóðinni til
l)j argar og blessunar.
Eg ætla ekki að lýsa þessu nýja
Kristnesi, sem ríkið hefir eignast
í dag. Þið fáið öll að sjá húsið og
allan þess útbúnað.
En eg ætla að segja ykkur
þetta: Kristneshælið er svo vand-
að og vel gert í alla staði, að það
er á borð við allra vönduðustu
heilsuhæli í öðrum löndum, hvort
heldur stór eða smá. Það er
líka fyrsta heilsuhæli í 'heimi, sem''
yljað er með jarðhita.
Hælið er ætlað 50 sjúklingum,
en getur vel rúmað 60 eða fleiri,
ef í raun rekur.
Það er einnig von og vilji allra,
sem að því standa, að það verði ó-
dýrara í rekstri en nokkurt annað
sjúkrahús á landi hér.
Góðir hálsar, konur pg karlar!
Berklaveikin er þjóðarböl, sveita-
böl, heimilisböl, hvers manns böl,
enginn er óhultur. Eg veit það
upp á hár, að margir af ykkur,
sem orð mín heyrið, gangið með
berkla, hafið smitast í bernsku og
gangið með leynda berkla, sem
geta brotist út, þegar minst varir.
Eg veit það hlýtur að liggja fyrir
ýmsum af ykkur að leita hælis,
og hjálpar hér í Kristnesi, —
Munið mig þá um þetta: Verið
góðir sjúklingar, góð börn á heim-
ilinu, hlýðin og auðsveip. Og
munið það vel, þið sem batann fá-
ið, að þið þurfið í rauninni um-
fram alt, að venjast léttri vinnu,
áður en þið hverfið héðan aftur
út á erfiðar brautir lífsins. Þjóð-
félagið mun veita þeim öllum ó-
keypis vist, sem þess þurfa. En
gleymið því ekki, að það er höfuð-
skylda hvers manns; að bjarga
sér, verða ekki öðrum til byrði,
nema í nauðir reki. Þessvegna má
það ekki spyrjast, að sjúklingur á
heirsuhæli fari að heimta kawp,
þó hann vinni eitthvað í þarfir
hælisins og sjálfum sér til holl-
ustu. — Hafið þetta vel í huga.
Að svo mæltu lýsi eg yfir því,
að þetta Kristneshæli er í dag
vígt og helgað því starfi, að
hjúkra og hjálpa brjóstveiku
fóki..
Hamingja og farsæld fylgi því
að settu jnai'ki* til sigurs á berkla-
veikinni!
Þá var sungið lagið: »ó, Guð
vors lands!«
Næst flutti húsameistari, Guðjón
Samúelsson, þessa ræðu:
Háttvirtu áheyrendur!
Þið munið öll, að þjóðskáldið
okkar kæra, segir í hinu ágæta
kvæði sínu »Norðurland«, »þú
fjórðungur, sem fyltir landið
hálft, í fyrri tíð — þú bjarta
Norðurland«.
Mér detta þessi orð skáldsins
sérstalclega í hug í dag, við þetta
hátíðlega tækifæri, því í dag fyllir
Norðurland, landið hálft, eins og í
fyrri tíð, því enginn landsfjórð-
ungur hefir lyft því Grettistaki,
sem Norðlendingafjórðungur hef-
ir nú gert, með því að reisa
»Heilsuhæli Norðurlands«. Það
leggur bjai'ma um alt landið af
þessu framtaki þeirra, og hvert
íslenzkt hjarta, landshornanna á
milli, mun slá í dag af fögnuði yf-
ir þessu mikla framfaraspori er
nú er stigið.
Norðurland lýsir yfir landið í
dag, og þjóðarhjartað fagnar því,
að óeigingjörn fórnfýsi, djúpur
skilningur á kjörum hinna bág-
stöddu og eindrægni hafa leitt
þetta mikla velferðarmál Norð-
lendinga til farsælla lykta.
Fyrir rúmum 1000 árum, nam
Helgi magri hér land, og tók sér
bólfestu einmitt á þeim sama stað
í þessari blómlegu sveit, sem
Heilsuhælið er nú reist á. Hann
leit fjalladýrðina í fjarska, og
lifði undir þessum dýrlega himni,
þar sem hin tindrandi norðurljós,
ímynd þeirra hugsjóna, er leiftra
og braga, unz þau falla í faðma,
hátt uppi í himinhvolfinu. En vér
vitum af sögunni, að andstæð öfl
hafa á liðnum öldum verið hér að
starfi, og tvístrað mörgum fögr-
um hugsjónum þjóðar vorrar.
Enn lítum vér sama fjallahring-
inn, og enn braga norðurljósin á
bláhvolfinu, en nú ríkir í dag
sameiginlegur andi eindrægni og
friðar, og allir hafa sameinast í
hinni fögru hugsjón, bardaganum
við hinn mikla óvin lífsins »hvíta
d.auðann«.
Mér er minnistæður dagur einn
fyrir nokkrum árum, er hinn látni
þáverandi forsætisráðherra, Jón
Magnússon, gerði mér boð, og bað
mig samstundis að koma niður í
Stjórnarráð. Hann skýrði mér frá
því, að Ragnar ólafsson konsúil,
formaður Heilsuhælisfélags Norð-
urlands, hefði farið þess á leit,
að eg kæmi norður með næsta
skipi, til þess, í samráði við
nefndina, að velja stað fyrir
»Heilsuhæli Norðurlands«. Eg
skal fúslega játa það, að eg hafði
ekki mikla trú á því, að heilsuhæl-
ið yrði reist í náinni framtíð, þó
fjársöfnun í þessu skyni hafi þá
verið hafin fyrir nokkru. En eg
vildi óska þess, að sem flestir ís-
Jendingar mættu finna þá hrifn-
ingu meðal þjóðarinnar, sem eg
varð var við, þá fáu daga sem eg
dvaldi þá á Akureyri. Sú bjarg-
fasta trú, hafði læst sig inn í hug
hvers manns, sem eg talaði við, að
hælið yrði komið upp innan fárra
ára. Það var eins og ósýnilegur
þráður tilfinninga og sameining-
ar, hefði náð tökum á öllum mönn-
um; og þá varð mér ljóst, að þjóð
vor gæti stigið mörg framfara-
sporin, ef vér færum að dæmi
Norðlendinga, og stæðum samein-
aðir í baráttunni fyrir velferðar-
málum þjóðarinnar. Þegar eg fór
frá Akureyri, eftir fárra daga
dvöl, fann eg, að vakning Norð-
lendinga í þessu mikla velferðar-
máli, hafði einnig gagntekið mig.
Lausn þessa mikla máls, ætti að
vera lýsandi diemi fyrir þjóðina á
ókomnum tímum.
Að síðustu vildi eg óska þess,
að geislar hinnar vermandi sólar,
sem er hinn mikli læknir þeirra
meina, sem þetta hæli á að ráða
bót á, megi lækna alla þá sjúkl-
inga, sem á þessu hæli munu
dvelja, en einnig, að afreksverk
þetta, sem nú er til lykta leitt,
verði að geislum, sem leggja um
alla' þjóðina, svo allir íslendingar
megi segja með skáldinu: »Að
heima vex á hjarta lífsins rót, það
helgUyf, er skapar siða bót«.
Bið eg svo alla að minnast fjórð-
tmgsins, sem fyllir landið hálft.
Heill sé Norðurlandi.
Sungið: »Það laugast svölum
úthafsöldum .
Að ræðunum loknum las Ragn-
ar ólafsson tvö símskeyti. Annað
frá Kvennaskólanum á Blönduósi,
en hitt frá Félági íslenzkra hjúkr-
unarkvenna, voru það árnaðar-
óskir véfena Heilsuhælisins. —
Ennfremur lýsti hann yfir því,
að samkomugestum yrði veitt
kaffi í borðstofum hælisins. Var
þá vígsluathöfninni slitið. En
söngfl. söng enn nokkur lög.
Samkomugestir eyddu því sem
eftir var dagsins við kaffidrykkju