Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 3
46. tbl.
DAGUR
177
félög og einstaklinga þeirra, sem
ókleyft er að telja upp að þessu
sinni. En eins og áður var getið,
eru »S. N. K.« og »U. M. F. A.«
þar allra efst á blaði. Nefndirnar
innan vébanda þeirra hafa lagt
fram mesta vinnu, og má af
nefndarmönnum sérstaklega
nefna, Kritsbjörgu Jónatansdótt-
ur, Kristján Karlsson og Vilhjálm
Þór, séVn til loka málsins hafa eytt
mjög miklum tíma og vinnu í
þarfir þess.
Af einstökum mönnum, sem
unnið hafa að því, að koma hug-
myndinni um bygging hælisins í
framkvæmd, ber mér fyrst og
fremst að nefna Guðmund Björn-
son landlækni. Hann var á fyrstu
stigum málsins fremur andstæð-
ingur þess; en þegar hann sá að
ekki var vonlaust um, að hælið
yrði bygt, gerðist hann þegar
hinn öruggasti stuðningsmaður
málsins. Hann tók svo til orða í
blaðagrein um þessa skoðana-
breytingu sína í málinu, að eg
hefi ekki séð sannleikanum bonð
hispurslausar vitni. Síðan hefir
landlæknir fylgt málinu fram á
öllum sviðmn, með þeirri festu og
dugnaði, sem flestir fslendingar
vita, að honum er eðlilegt að
beita, þegar hann ætlar sér að
koma einhverju í framkvæmd.
Þá ber að þakka fyrv. alþingis-
manni bæjarins, Birni Líndal,
fyrir góða framkomu sína í þessu
máli, og var hann eindreginn
stuðningsmaður þess frá byrjun.
Af alþingismönnum hefir þó
enginn verið eindregnari stuðn-
ingsmaður málsins frá upphafi,
en núverandi dómsmálaráðherra.
Hann> hefir ávalt verið boðiun og
búinn til þess að Vinna í þarfir
þess. Og mun öllum ljóst, hve
mikill styrkur því hefir verið að
fylgi hans, jafn áhrifamikils
þjóðmálamanns og hann er. Og eg
vil leyfa mér að segja hér, að af
öllum alþingismönnum, sem um
þessa hælisbyggingu hafa fjallað,
á Alþingi, er enginn framar að
því kominn, en 1. landkjörinn
þingmaður, Jónas Jónsson, að
veita hælinu móttöku fyrir ríkis-
ins hönd. — Þá hefir húsameist-
ari ríkisins, Guðjón Samúeisson,
unnið af miklum áhuga að öllu,
sem lýtur að því, að koma þessari
byggingu upp. Verið með í ráðum
um smátt og stórt, og ávalt látið
sér mjög ant um, að sem bezt yrði
ráðið fram úr hverju atriði, er
vafasamt þótti, og leitað var til
hans um. Hann gerði frum'.eikn-
ing að húsinu, og hefir, frá því
byrjað var á byggingunni, haft
alla yfirumsjón með henni, þó að
oft hafi hanrí langa tínja verið
fjarstaddur, sem kunnugt er. Fyr-
ir alla sína miklu vinnu og fyrir-
höfn í þarfir hælisins, tekur hann
ekki borgun. — Geir Zoega, vega-
málastjóri, Árni Pálsson verk-
fræðingur og Guðm. Hlíðdal síma-
verkfræðingur, hafa allir unnið
án' endurgjalds, eitt og annað í
þarfir hælisins, sem þeirra var
leitað um.
Enn er að geta byggingarmeist-
aranna, Jóns Guðmundssonar og
Einars Jóhannssonar, sem tóku
að sér byggingu hælisins fyrir á-
kvæðisverð, er þeir svo hafa leyst
af hendi með samvizkusemi og á-
valt verið fúsir til samkomulags,
hafi eitthvað komið fyrir, sem á-
greiningi hefir valdið. — öllum
þessum mönnum þakka eg fyrir
starfsemi þeirra í þarfir hælisins.
Og egþakka sömuleiðis öllum þeim
iðnaðar- og verkamönnum, sem
hafa unnið að byggingu hælisins
eða jarðraski, einu eða öðru, í
þarfir þess, ýmist fyrir ákvæðis-
verð eða,gegn dagkaupi; þakka
þeim, fyrir vinnu þeirra og vel
unnið starf. — í nafni Heilsuhæl-
isfélags Norðurlands þakka eg og
innilega öllum þeim, ungum og
öldnum, háum og lágum, nær og
fjær, sem á einhvern hátt, í orði
eða verki, hafa lag*t heilsuhælis-
byggrngunni lið sitt.............
Það afl, sem öllu stýrir, annist
um að hér líði öllum vel. Með
þeirri ósk afhendi eg, vegna
Heilsuhælisfélags Norðurlands,
þessa byggingu í hendur ríkis-
stjórnarinnar, hinu íslenzka ríki
til eignar og umráða. —
Þá var sungið: »Þú álfu vorrar
yngsta land«.
Ræða dómsmálaráðherra Jónasar
Jónssonar.
(Ágrip).
Atvikin hafa hagað því svo, að
það hefir fallið í minn hlut, að
taka, fyrir hönd landsstjórnarinn-
ar, á móti þessari miklu byggingu
frá Eyfirðingum sérstaklega og
svo öllum Norðlendingum. —
Þetta hús, sem hér stendur, ber
glöggan vott um alveg einstakt á-
tak frá Eyfirðingum og Akureyr-
arbúum. —
Fyrir nálega öld síðan, fór ung-
ur maður héðan úr Eyjafirði suð-
ur á land og orkti þar kvæði, sem
er alveg einstakt í sinni röð, að
snild, fegurð og innileik. Það er
kvæðið » Gunnarshólmi«. Kvæðið
er orkt í sumarfegurð íslands, í
einu fegursta héraðinu, þegar hin
glæsilegasta hetja fornaldarinnar
er að kveðja sveitina sína og
æskustöðvar, á örlagastund æf-
innar. Skáldið lætur alt vera á
hástigi, þessvegna hefir kvæðið
náð svo næmum tökum á helztu
samtíðarmönnum skáldsins og
síðari tíma íslendingum yfirleitt.
— »Nú má eg hætta að yrkja«,
sagði bezta skáldið, sem þá var
uppi hér á landi, Bjarni Thorar-
ensen, þegar hann hafði lesið
þetta kvæði.
Myndin, sem kvæðið málar, á
að vissu leyti skylt við það kvæði,
sem Eyfirðingar hafa nú orkt.
Það kvæði ber fagran vott um
samstilta orku og samúð þeirra
aðila, sem að því hafa unnið. —
Það átak, sem birtist í þessari
sýnilegu mynd kvíeðisins —
heilsuhælinu — fór fram á há-
stigi tilfinninga og sálareinkunna
þeirra einstaklinga, er hana hafa
gert.
Á þessum stað, var fyrsta heim-
ilið stofnað í þessu héraði, og hér
blasir við ein> fegursta náttúru-út-
sýn þess. Hér er ennfremur bund-
ið í þetta nútíðarkvæði, alt það,
sem íslenzkt vit og orka gat lagt
fram. Jarðhitinn er slagæð heilsu-
hælisins eins og ættjarðarástin í
kvæði skáldsins. Hér virðast öll
þau öfl, sem að þessari stofnun
hnigu, hafa verið á hástigi —
þessvegna finst okkur öllum svo
mikið til um þetta stórvirki. Við
undrumst hvað Eyfirðingar sam-
einaðir hafa getað til leiðar kom-
ið, að vísu með nokkurri aðstoð
annarra Norðlendinga. Það er
erfiðara að fá fjöldann til að
yrkja slíkt kvæði, heldur en það
er skáldinu að skapa listaverk
sitt.
Eitt kvæði orkt á stórri stund
geymir frægð höfundarins eða
kynslóðarinnar um ókomnar ald-
ir.
Góðskáld af Austurlandi, sem
eigi verður neitt þjóðkunnara þó
það sé nafngreint, orkti aðeins
eitt verulega gott kvæði, sem
geymir minningu þess. .Höfundur-
inn var að koma frá útlöndum,
hann hafði nýlega mist unnustu
sína; kvæðið yrkir hann við heim-
komuna, þegar söknuður hans,
samúð' og ættjarðarást eru á há-
stigi, falla saman í einn farveg.
Jónas Hallgrímsson gat gert
sitt mikla kvæði af því að nátt-
úrufegurðin, fornaldarminning
um horfna hetju og sorg hans yf-
ir hörfnungarástandi samtíðarinn-
ar — samstiltu st’rengina í sál
hans, á hástig.
Sorgin og samúðin hafa leitt
fólkið til þess átaks, sem við
þökkum hér í dag. — Fjöldinn á
um sárt að binda, ekki sízt í þessu
héraði, vegna »hvíta dauða«.
Menn vona að sárindin iiverfi,
sjúkdómurinn þverri — sorgin og
vonin hafa borið verkið uppi.
Mikið er hér að ge c-:; þetta er
vissulega það mesta, sem gera
mátti á stuttum tíma, en meira er
þó ógert. Með þessu verki er veiið
að bjarga barninu upp úr brunn-
inum. En eftirer aðbyrgja brunn-
inn. Og það er efni í annað
kvæði fyrir framtíðina. Mest er
um það vert, að breyta svo venj-
um, uppeldisháttum, húsakynnum
og siðnæmi fólksins, að sjúkdóms-
hættan verði burt numin. Það er
eitt hið stærsta óorkta kvæði, sem
okkar bíður framundan.
Og þetta kvæði Eyfirðinga og
Norðlendinga ætti að hafa önnur
áhrif á okkur, en »Guntiarshólmi«
á Bj. Thorarensen, við megum
ekki hætta og leggja árar í bát,
heldur halda áfram stærri skref-
um í sömu átt. Við eigum að gera
heimdlin á þessu landi hlý og
björt til þess að hvorki berklasótt-
kveikjan, eða önnur skaðvæn öfl
fyrir hinn vaxandi kynstofn, eigi
þar griðland. Það kostar þjóðina
að vísu margföld átök við það sem
hér hefir unnist; en þetta er
fyrsti áfanginn á þeirri leið og
mestu varðar að stefnan sé rétt.
Það er mikill heiður fyrir mig,
að taka við þessari gjöf af Norð-
lendingum, fyrir hönd íslenzku
þjóðarinnar. Eg veit að það er
vandfarið með hana. En það er
mér trygging þess að vel fari um
gjöfina, að stjórn Heilsuhælisins
verður hér áfram fyrir norðan og
þessvegna nýtur hælið framvegis
sömu stjórnkænskunnar og verið
hefir.
Formaður Heilsuhælisfélagsins
•flutti okkur gestunum þakkir fyr-
ir stuðning okkar til þessa máls.
Starf mitt og okkar á Alþingi hef-
ir verið ákaflega létt. Oft kostar
það mikla fyrirhöfn og harða bar-
áttu að koma ágætum málum á
rekspöl. En hér reyndist það sem
málshátturinn segir að »án er ills
gengis, nema að heiman hafi«. Og
hvers vegna? Því er fljótsvarað:
Samstaða allra aðila hér nyrðra í
málinu, samstilling þeirra krafta,
sem oft eru andstæðir, afvopnaði
hér fyrirfram alla mótspyrnu og
meting um fjárútvegun o. fl. í
þarfir málsins. Þennan hlýja hug-
blæ, sem málinu fylgdi úr þessu
héraði, finn eg sérstaka ástæðu til
að þakka í dag. Hann hefir reynst
þessu máli beiti byr, og þessvegna
hefir verið svo létt og skemtilegt
fyrir okkur, sem fjær stóðum, að
vinna með. — Einn af þeim mönn-
um, sem stóð með þeim fremstu í
fylking þessa máls hér í hérað-
inu, Jónas Þorbergsson, fyrver-
andi ritstjóri Dags, er nýlega
fluttur burtu. Hann hefir beðið
mig að flytja samkomunni kveðju
sína, samkvæmt svohljóðandi sím-
skeyti:
»Samfagna hjartanlega vígslugestum
Kristneshælis. Hamingjan gefi Norður-
landi ávalt stór málefni og sterka, ó-
síngjarna hugsjónamenn.
Jónas Þorbergssom.
Þessi orð bera skýran vott um
hug allra þeirra, sem stutt hafa
þessa storu hugsjón og sterklegu
byggingu. Hún er óvenjulega
traust og fallegt kvæði.
En eg óska og vona, að okkur
sem nú lifum, og eftirkomendun-
um, endist auðna til að yrkja
stærra kvæði og byrgja þannig ó-
gæfubrunninn fyrir alda og ó-
borna.
f nafni alþjóðar þakka eg öllum
þeim, hér á Norðurlandi og víðar,
sem stutt hafa þetta stórvirki.
Þjóðin tekur á móti því með
lotningu og þökkum.
Sungið: »Fanna skautar faldi
háum«.
Landlœknir, G. Bjðrnson, mœlti á
þessa leið:
Heiðraða samkoma,
konur og karlar!
Allir vita, að berklaveikin, hvíti