Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1927, Blaðsíða 5
46. tbl. DAGUR 179 0 0 m m m m m 0 tsi) (i 0 0 I vetrarkuldanum: Vetrarfrakkar hlýir, vetrarhúfur, kvenkápur, ungl. og telpu kápur, ágætt og ódýrt káputau í stærstu úrvali, vetrar herra- og dömunærföt, ullartreflar afar ódýrir, ullar-undirkjólar, golftreyjur fyrir fullorðna og börn, herra skinnvesti með og án erma, sokkar allskonar, peysur, herra-prjónavesti, ullarvetl- ingar alfóðraðir, príma leðurhanzkar fyrir dömur og hena, dömu-hlífðarstígvél á 10.75, ullargarn í 30 litum. BALDUIN RYEL. (&1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 og notuðu jafnframt rækilega tækifærið til þess að skoða hælið. Luku þar allir lofsorði á og fóru heim glaðii' og hrifnir af minn- ingu dagsins. — Lýsing á Heilsu- hælinu birtist síðar-í blaðinu. ------o----- / Kristnesi 1. Nóv. 1927. Glæst er sýn af Sólarfjalli* — sumar glaður morgun skín. — Breiður faðmur blárra hlíða býður gestum heim til sín. Hátíðlega á höfði bera hnjúkar allir drífhvít lm. Burt var lagt frá blóðgum strönd- um, byi'ðing stefnt á ókunn höf. Hikað éí né horft til baka hugarþrot ei olli töf. Famsókn var í formanns ráði. Farsæld drottins — vöggugjöf. Sér nú vítt af Sólarfjalli sá er marki hefm' náð. Meiri dýrð en augað eygir alarei var í hug ’ans spáð. Hér beið akur — hann var fræið helgri guðs úr mundu sáð. Er nú fullur aldatugur yfir runninn sporin hans. Ennþá bera endurminjar æfintýra- og hetju-glans. Því skal bær hans rísa úr rústum rausnar stærstur norðanlands. Miklist þjóð af mætum stofnum muna þarf ’ún hlutverk sín. Framsækin og fús til starfa fótviss þar sem gatan dvín. Röðull frelsis ár og aldir yfir henni bjartur skín. * !! Helgi magri var hinn fyrsta vetur á Hámundarstöðum fyrir innan Svarfaðardal. Um vorið ,gekk hann upp á »Sólarfjall« og' litaðist um og rnun hafa litist fegurra fram til hér- aðsins. Eftir það sigldi hann inn í fjarðarbotninn og reisti bæ sinn í ICristnesi og bjó þar síðan. ------o------ >Óðinn« kom hingað í morgun. F r é í t i r. Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri og frú hans fóru skjóta ferð til Reykjavík- ur um síðustu helg’i. »Esja« kom hér í /yrradag og fór aftur um miðjan dag i gær austur um land. »Goðafoss« kom frá útlöndum, aust- an um land um hádeg'i í gær. _ Hafði verið 24 tíma frá Húsavík, og legið á Grímseyjarsundi í fyrrinótt vegna dimmviðris. Margt farþega var með skipinu frá Húsavík; sumir á leið til Reykjavíkur, meðal þeirra séra Jón Arason, til þess að leita sér lækninga við bólgu á hálsi. Hingað komu meðal annara Sigurður Rjarklind kaupfélags- stjóri, Páll Sigurðsson simastj. og Sig- urjón Friðjónsson á Laugum með konu sína, sem fer á Kristneshæli til dvalar. Goðafoss fer héðan til Rvíkur á Laug- ai'dagsmorgun. Foraðsveður hefir verið síðustu 3 daga hér á Norður- og Austurlandi. Fyrst norðaustan krapahríð og rigning með hvassviðri, en svo fór aftur að hríða og herða frostið. Mun því orðið mjög ilt til jarðar. Framsóknarfélag Akureyrai' hafði um- ræðufund i Samkomuhúsinu á Mánu- dag'skveldið 31. f. m. — Fundinn sóttu og nokkrir bændur úr nágrenninu og var hann allfjölmennur. Ráðherra Jón- as. Jónsson flutti erindi á fundinum, sag'ði helztu stjórnmálafréttir og nýj- ungar í þjóðmálunum, og talaði í tæpar 2 stundir. Þótti fundarmönnum kenna þar margra grasa, enda bar ýmislegt nýstárlegt á góma. Gestir í bænum hafa verið þessa viku ráðherra Jónas Jónsson, landlæknir Guðmundur Björnson, húsameistari Guðjón Samúelsson og' verkfræðinguf Guðmundur Hlíðdal. Fara þeir suður með varðskipinu »Óðni«, nú í vikulokin. Á suðurleið koma þeii' á Kolkuós (og þaðan til Hóla) svo og Isafjörð og Patreksfjörð. Heiðurssamsæti var dómsmálaráð- herra Jónasi Jónssyni haldið á Hótel Gullfoss, Laugardaginn 29. f. m. af nokkrum flokksmönnum hans. Voru þar saman komin um 60 manns. Veizlan hófst kl. 7. s. d. og stóð til kl. 3 um nóttina. Jón Stefánsson stjórnaði samsætinu og' bauð heiðursgestinn vel- itÁí Vetrarhúfur. 16 teg. af karlmanna og drg. vetrarhúfum er úr að velja. Verð frá Kr. 3.00 til Kr. 37.00. Brauns Verzluij. Páll Slgurgeirsson. kominn í hóp vina og samherja. Yfir borðum fóru fram fjörug' ræðuhöld. Skólameistari Sigurður Guðmundsson flufti aðalræðuna fyrir minni heiðurs- gestsins, en ráðherrann þakkaði með langri ræðu, Brynleifur Tobiasson mint- ist hinna ráðherranna, Tryggva Þór- hallssonar og Magnúsar Kristjánssonar, en heiðursgesturinn þakkaði fyrir þeirra hönd. Þorsteinn M. Jónsson mælti fyrir minni Framsóknarflokksins, en Ingimar Eydal fyrir minni íslands. Að því loknu hófust frjáls ræðuhöld og var mælt fyrir ýmsum minnum, voru heiðursgestinum enn fluttar ræður og kvæði.Skemtu menn sér hið bezta, og munu þeir lengi minnast þessara á- nægjulegu stunda með heiðursgestinum. Kirkjan. Messað verður í Akureyrar- kirkju á Laugardagskvöldið kl. 8%. Á Sunnudaginn fellur messa niður, vegna prestskosningar. Skemtinefnd Gagnfræðaskólans hélt fjölmenna samkomu í skólanum, Sunnu- daginn 30. f. m., til þess að fagna dóms- og kenslumálaráðherra Jónasi Jónssyni og flytja honum þakkir fyrir þau rétt- indi og gjafir, sem hann færði skólan- um og getið er um á öðrum stað í blað- inu. Þangað var og boðið ýmsum borg- urum úr bænum, sem sérstaklega höfðu stutt með áhuga kröfur Norðlendinga um mentaskóla á Akureyri, og gestum þcim úr Reykjavík, er nú dvelja hér í bænum. — Um 200 manns sátu við kaffisamdrykkju og ræðuhöld í leik- fimishúsi skólans frá kl. 9 s. d. til 2 um nóttina. Verður þess nánar getið síðar. Dómsmálaráðherra hefir nýleg'a skip- að svo fyrir, að á ríkissjóðsskipinu »Esju«, megi ekki flytja drukkna menn; á skipstjóri að setja slíka menn á land á næstu höfn, sem komið er á, eftir að vart verður drykkjuskapar þeirra. Erindi flutti ráðherra Jónas Jónsson í Samkomuhúsi bæjarins Sunnud. 30 f. m. kl. 4 s. d., fyrir troðfullu húsi. Fjall- aði erindið um lilutverk Akureyrar í viöreisn fslahds. Benti hann á ýmsar minjar og skilyrði þess að Akureyri hefði verið og' ætti líka framvegis að vera annar höfuðstaður landsins. Nefndi hann stefnur og nýjungar, sem hér hefðu þróast, og síðar orðið mikils ráðandi í landinu. Talaði ráðherrann hátt á annan klt. og var bezti rómur Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá kl: 10-6. öuðr. Funch-Rasmussen. Karlm.föt blá og mislit, sérlega ódýr, Vetrarstórtreyjur, þykkar og hlýjar á kr. 24,00 nýkomið í Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Ljósmynd af gömlu Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal óskast send með póstkröfu til Aage Jamiche Österbrogade 36 Köbenhavn„ helst þrjú eintök; t. d, Amatör myndir. gerður að máli hans. Verður síðar skýrt nánar frá þessu erindi hér í blaðinu. Ágóða af fyrirlestrinum á að verja til kaupa á nýtízku íþróttatækjum handa Gagnfræðaskólanum. -------O------- Réttaröryggi. Jón Þorláksson hefir orð fyrir íhald- inu í Verði og telur að réttaröryg'gi muni ekkert verða í landinu undir stjórn hins nýja dómsmálaráðherra, af því að hann sé ekki lögfræðingur. Reyndin mun sýna hvort Jón verður sannspár að þessu. En það er strax farið að biydda á þverrun annars öryggis síðan hinn nýi dómsmálaráðherra kom til sögunnar. Þegar þjónarnir á kaffihúsum höf- uðstaðarins eru beðnir af þurfandi gestum að sýna þeim samskonar lipurð í veitingum og áður, hvísla þeir flótta- lega: »Vi tör ikke for Jonas«. Og fleiri eru ekki örug'gir fyrir rétt- vísinni. Atkvæðaþjófum líst ekki á blikuna. Gjaldkerar og' tollheimtumenn eru þessa dagana dauðhræddir við að stela úr sjálfs síns hendi. De tör ikke for Jonas. (»Skutull«).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.