Dagur - 24.11.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1927, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Koetar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Innheimtuna annast Jónat Sveineson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhssöir). A f g r e i ðs 1 an er hjá Jóm Þ. Þ6r, Norðurgötu S. Talafmi 111. Uppsögn, bundin vifl ára- mót, sé komin tdl af- greiöslumanns fyrir 1. dee. X. ár. Akureyri, 24. Nóvember 1927. 49. tbl. Okkar hjartkæri elginmaður og sonur cand. phil. Bryn- jólfur Árnason, er dáinn frá okkur. Akureyri 14. Nóvember 1927. Valborg1 Árnason Lilja Ólafsdóttir. Jarðarförin er ákveðin þannig: Priðjudaginn 6. Desember n. k. hefst húskveðja kl. 1 e h. frá heimili hins látna, Hafnarstræti 35. Að húskveðju lokinni verður kistan borin í kirkju. Næsta dag, kl. 10 árdegis, verður hinn látni fluttur að Saurbæ og jarðsunginn þar. Straumhvörf. ii. Æðruorð íhaldsmanna, eftir ó- sigur þeirra við síðustu kosning- ar, bera vott um, að þeim hefir þá fyrst orðið ljóst, hvað flokkur þeirra á litlar rætur í þjóðlífinu. Þá sáu þeir, að kosningasigur þeirra, 1923 og landskjörið 1926, voru skyndisigrar, unnir með augnabliks slagorðum, fölskum flokksnöfnum og brögðum. — Hagsmunasamtök kaupmanna- stéttarinnar eru stei’kustu taugar flokksins; að öðru leyti er flokk- urinn skipaður ósamstæðum lausaliðum úr eldri flokkum, sem áður voru andstæðir, en eru nú á ýmsan hátt tengdir eða háðir verzlunarstéttinni. Áhugamál flokksins er það eitt, að viðhalda og efla þjóðfélagsaðstöðu stéttar- innar og atvinnuskilyrði; en eng- ar frambærilegar hugsjónir, né almenn velferðarmál. Sjálfur læzt hann berjast fyrir fjárhagsviðreisn ríkisins og vel- ferðarmálum bændastéttarinnar. Nú varð það bert í kosningarbar- áttunni, að íhaldsmenn höfðu, á síðasta kjörtímabili, brugðist þessuim yfirborðs-ákvörðunum sínum, að því er snerti fjárhags- viðreisnina; og þau mál, sem horfðu bændastéttinni til hags- bóta voru flutt eftir frumkvæði frá Framsóknarflokksmönnum og fyrir undirbúning þeirra (Rækt- unarsjóðurinn, kæliskipið o. fl.). Þegar þessar lánuðu fjaðrir voru foknar af flokknum, hafði hann engin ný mál fram að bera. Þetta fundu flestir hinna yngri og óháðari kjósenda í landinu; og þá voru örlög flokksins ráðin. Rit- stjórar íhaldsins höfðu ekkert nýtilegt fram að bera frá sjálfum sér, eða fyrir flokksins hönd; en skipuðu sér altaf í varnarstöðu. Þeir biðu altaf eftir því, sem Framsóknarblöðin segðu næst og sátu svo sveittir við það vikuna á eftir að hártoga það og sverta. Þetta voru ekki sigurvænleg vinnubrögð. — Að leikslokum lýstu þeir því yfir(sbr. »Vörður«) að Framsóknarblöðin hefði unnið kosningarnar. Svona voru þau orðin stór í augum þeirra. Fram- sóknarblöðin tvö unnu að vísu meira en allur sá blaðaurmull, sem á móti stóð, til samans; en hitt skifti þó mestu máli, að á bak við Framsóknarblöðin, stóðu heil- ir menn með sínar eigin hugsjónir og tillögur til alþjóðarheilla; menn, sem báru vopn sín sjálfir, og svöruðu fyllilega til ábyrgðar á höggum sínum og lögum. Þeir börðust fyrir stefnmwdum fjöl- mennustu stéttarinnar í landinu — bændanna — sem einnig eru menningarverkefni hinna frjáls- lyndari borgara í bæjunum. Að baki sér höfðu þeir heilsteypta fylkingu, sem hafði fóstrað þessi stefnumál og fest trú á þeim — fylkingu, sem skildi vel, hvað for- ingjarnir sögðu og gerðu og vissi í hvaða tilgangi þeir unnu. — Kjósendur íhaldsflokksins og skrifarar hans, stóðu fæstir í líf- rænu sambandi við foringja sína, þeir vo't'u aðeins þjónar, og unnu eins og mislyndir þjónar. — Það var einmitt þessi mis- munur á grundvelli flokksmál- anna, og hugarfari kjósenda í hvorum flokki fyrir sig, sem strawmhvörfunum olli. Sigur Framsóknarflokksins var engin tilviljunogþví síður unninn á nokkrum dögum fyrir kosning- arnar. Flokkurnn hafði ekki safn- að sér kosningaliði með skrum- auglýsingum eða sviknum merkj- um og nöfnum; hann hefir ávalt sýnt sinn rétta lit. Síðan flokkurinn var stofnaður, fyrir rúmum áratug síðan, hefir hann stöðugt vaxið eðlilegum og jöfnum skrefum, en hægt og síg- andi; og viðbótin hefir að lang- mestu leyti komið að neðan, úr fylkingu yngri kynslóðarinnar — einkum í sveitunum, — jafnóðum og hún hefir öðlast kosningarrétt- inn. Framsóknarflokkurinn er stofn- aður og studdur af sterkri þjóð- lífshreyfingu, sem hefir að mark- miði ræktun landsins, byggincj sveitanna og efling þjóðlegrar al- þýðurmenningar. — Þessi hreyfing hefir verið að búa um sig og þroskast í síðastliðin 20 ár, sem pólitísk aflstöð. Hún er reist á tveimur sterkum stofnum — samvinnufélagsskapn- um og ungmennafélagsskapnum — þannig, að þeir menn, sem hafa alist upp, eða starfað í þess- um félagsskap frá æskuárum, þeir hafa á fullorðinsárunum hlotið að skipa sér í Framsóknarflokkinn. Aðalstarfssvið þessa tvennskonar félagsskapar hefir, eins og kunn- ugt er, verið í sveitunum. En í þeim kaupstöðum, þar sem þessi félagsskapur hefir orðið víðtæk- astur og skotið dýpst rótum, hefir Framsóknarflokkurinn einnig hlotið mest fylgi. — Flestir nú- verandi forvígismenn Framsókn- arflokksins hafa áður verið for- göngumenn í þessum félögum, eða áhrifaríkir stuðningsmenn þeirra um langt skeið. Tveir af núver- andi ráðherrum flokksins, Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson, hafa lengst af verið ritstjórar að málgögnum ungmennafélaga og samvinnumanna — »Skinfaxa«, »Samvinnunnar« og »Tímans«. — Þeir áttu báðir mikinn þátt í stjórn ungmennafélaganna um langt skeið, og hafa mest unnið að fræðslumálum samvinnumanna síðasta áratuginn. — Þessvegna vita flestir samflokksmenn þeirra hvernig þeir muni starfa í stjórn landsins, vita að þeir muni starfa samkvæmt grundvallarstefnum áðurnefndra félaga, en ekki í eig- in hagsmuna skyni, eða fyrir til- verurétti fámennrar stéttar í landinu á kostnað hinna. Þeir vita að núverandi stjórn muni reynast »Filisteum« þjóðfé- lagsins »Þrándur í Götu«. Rógur og óvitahjal ritara í- haldsf lokksins um' núverandi landsstjórn, hverfur því áhrifa- laust meðal bænda, eins og slitrótt hríðarfjúk í auða vök. Fúkyrða- vaðall þeirra mun seint valda straumhvörfum í íslenzkum þjóð- málum! Þessvegna mun fáum koma á óvart, þó að hinir stefnu- lausu ritþjónar við aðalmálgögn I- haldsflokksins, leggi frá sér pennana, einn góðan veðurdag, leiðir á eigin orðbragði, með glottandi lítilsvirðingu lesenda sinna að vegarnesti í ókunn lönd. ---o—— Fagnaðarsamkoma. í 46. tölubl. var getið um »am- komu þá, er Gagnfræðaskólinn hélt, til þess að fagna fengnum réttind- um og votta ráðherra Jónasi Jóns- syni virðingu sína og þökk, fyrir röggsemi hans í mentaskólamáli Norðurlands', síðan sókn þess máls var hafin. Voru þar fluttar margar ræður og minst margskonar atburða i sögu Gagnfræðaskólans, frá því að hann hóf starf sitt á Möðruvöllum. Eldri og yngri gagnfræðingar mint- ust endurminninga sinna frá skóla- árunum, og elztur þeirra var Páli J. Árdal skáld. Skólameistari hóf fyrstur máls; bauð hann gestina velkomna, og beindi síðan máli sínu til ráðherr- ans. Pakkaði hann fyrir hinn nýja Mentaskóla Norðurlands. Rakti tlokkuð sögu þess máls og mintist sérstaklega þeirra manna, sem fyr og síðar hefði unnið að því, að þoka málinu að því langþráða marki, sem nú væri náð. — Að lokum bað hann samkomuna að votta frum- herjum skólans þökk og virðingu — þeim Arnljóti Ólafssyni, Jóni A. Hjaltalín og Stefáni Stefánssyni. Ráðherra Jónas Jónsson flutti langa ræðu og skýrði frá skoðunum sínum og áformum um hlutverk beggja Mentaskólanna í landinu. Taldi hann að alt of margir Iegðu markmiðslaust út á langskólabraut- ina og fráhverfðist vinnuna. Peir sem búnir væru að eyða mörgum árum á skólabekkjum, yrðu ver hæfir til erfiðis á eftir. Reynt myndi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.