Dagur


Dagur - 03.12.1927, Qupperneq 1

Dagur - 03.12.1927, Qupperneq 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). A f g r eiðslan er hjé Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsími 111. Uppsögn, bundin við éra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dac. X. ár. Akureyri, 3. Desember 1927. 50. tbl. Sparnaðarhjal Ihaldsblaðanna. Síðustu mánuðina hefir frem- ur hvimleiður faraldur geisað meðal íhaldsblaðanna. Sá kvilli er að vísu gamall og landlægur í þeim herbúðum, en gerir mis- jafnlega vart við sig eins og kvef- pestin. Þegar ihaldsblöðin hafa öll orðið samtaka um það, að berja sparnaðarbumbuna, hefir það jafnan þótt bera vott um, að hið pólitíska heilsufar flokksins væri í lakara lagi. íhaldsflokkurinn hefir aldrei fylgt með áhuga eða alvöru verulegum. sparnaði í rekstri þjóðarbúsins, fækkun embætta o. s. frv. og’ því síður rækt eftirlit með embættisrekstri opinberra starfsmanna þau ár, sem stjórn hans sat að völdum. Sparnaðarjarmur flokksins er þessvegna máttlaust gjálfur, sem aðeins er ætlað að kitla eyru almennings; og fhaldsblöðin grípa til þess í vandræðum, þegar þeim eru engin önnur vopn tiltæk í stjórmnálabaráttunni. En það skýlir ekki lengur nekt þeirra. — Síðan núverandi stjórn tók við völdum, hafa íhaldsblöðin ver- ið samtaka um að æpa að öllum gerðum hennar og ákvörðunum, brígslyrði um að þeim fylgdi auk- in útgjöld úr ríkissjóði, án rök- stuðnings í flestum tilfellum og án þess að meta gerðir hennar að nokkru. Stjórnin, og þeir sein henni fylgja, mega vera ánægðir meðan íhaldsblöðin finna alt ilt að gerðum hennar, því að þá stefnir hún áreiðanlega í rétta átt. Um allar þær ákvarðanir stjórnarinnar, sem taldar verða hér á eftir, hafa íhaldsblöðin æpt sömu staðleysurnar. 1. SIdpun sparnaöarnefndarinn- ar töldu blöðin óverjandi, af því að það þurfti að borga nefndar- mönnunum fyrir störf sín úr rík- issjóði. Það mátti með engu mlóti athuga og gera tillögur um hvar spara mætti í rekstri þjóðarbús- ins til langframa, ef sú rannsókn væri kostuð af ríkissjóði! 2. Um rannsóknardómarann í Hnífsdalsmlálinu sögðu blöðin, að hann hefði há daglaun úr ríks- sjóði; þessvegna, meðal annars, þótti þeim. hin ítarlega rannsókn þess máls óforsvaranleg! 3. Um rannsókn á embættis- rekstri sýslumannsins í Barða- strandasýslu segja blöðin, að þar hafi »stjórin sóað og eytt alveg að óþörfu«, með því að senda þang- að málaflm. til rannsóknar! 4. Um sendiför Bjarna alþm. Ásgeirssonar til útlanda, til að undirbúa og fá betri kjör um kaup á útlendmn áburði fyrir landið, segja blöðin, »að það virð- ist ekki bera vott um sparnaðar- hug hjá stjórninni eða Búnaðar- félaginu, að vera að kaupa mann til slíkrar ferðar, semi ekki er í þjónustu ríkisins eða Bfj. ísl.!« Nú er Bjarni einn í stjórn Bfj. ísl., svo að það virðist ekki mikil fjarstæða, þó að Bfj. og landsstj. sendi hann í þessum tilgangi. 5. Loks bætir »fslendingur« úr allri þessari speki, með því að skýra frá því í mjög samvizku- samlega og frumlega rituðum leiðara!! að dómsmálaráðherrann hafi nýlega stofnað 5 embætti »í algerðu heimildarleysi þingsins«; og »ísl.« bætir því við, að senni- lega séu laun hinna nýu tollgæzlu- manna ekki undir 4000 kr.,' og auk þess megi gera ráð fyrir 2000 kr. í ferðakostnað handa hverjum þeirra á ári, og þá muni lyfseðla »inspektörs«-embættið ekki síður liátt launað. — En hverjar eru heimildir blaðsins? Þetta eru ó- sannindi. Laun nýju tollgæzlum. ei u mun lægri, en laun annara toll- þjóna, sem íhaldsstj. hefir skipað. Ekki er venja að taka ritstj. fsl. alvarlega, og jafnvel ekki þó hann skrifi leiðara sína nálega orðrétt eftir »Verði«. f þetta sinn vill nú svo til, að upphaf og endir leiðar- ans umj J. J. dómsmálaráðherra, Estrup og Mussolini, hefir áður komið í »Verði« fyrir nokkrum vikum síðan!! — Allir hugsandi menn' vita, að þessi »ísl.«-leiðari er endileysa. Störf nýju tollþjón- anna og lyfseðlaeftirlitið eru eng- in föst embætti, heldur er hér að- eins um tilraun að ræða. Ríkisstj. ei- skylt að rækja hin venjulegu fi’amkvæmdastörf á þann hátt, sem hún telur nauðsynlegt, hvort lieldur framkvæmd toll-laga eða bannlaga, þannig að þau nái til- gangi sínum, og þá heyrir það vit- anlega undir dómsmálaráðh. að lögunum sé framfylgt. Kynlegt er að heyra »ísl.« blaði'a um að »engin nauðsyn« sé né »knýjandi ástæður«, til að skerpa tollgæzl- una. Allir óhlutdrægir menn munu þó sam-mála um, að ríkis- sjóður verði árlega af ógrynni fjár, vegna slælegrar tollheimtu. Nei, það er ekki af umhyggju fyrir hag ríkissjóðs, sem fhalds- blöðin æpa svo mjög út af gerð- um stjórnarinnar. Hitt mun held- ur, að ýmsir virðulegir borgarar, sem hagnast fyrir slœlega toll- laga- og banngæzlu eða kemur illa að fram fari rannsókn á opin- berum embættisrekstri og fækkun embætta og að ríkið taki verzlun á tilbúnum áburði og öðrum nauð- synjum úr klóm einokunarhringa — munu að mfeira eða minna leyti vera húsbændur íhaldsblaðanna. Það er annars kátbroslegt, að »ísl.« skuli ekki taka með fögnuði á móti þessum nýju mönnum, sem hann kallar »rík'islögreglu!« »fsl.« segir að forsætisráðh. hafi bætt tveimur nýjum mönnum í stjórnardeild sína. Sannleikurinn er sá, að þessir menn voru báðir ráðnir til starfa í stjórnarráðinu af fyrverandi stjórn, þó að þeir fengju eigi formlega útnefningu fyrri en eftir stjórnarskiftin. -----0----- Á viðavangi. Ragnar ólafsson skýrir frá því, í svargrein til Jónasar Þorbergssonar í »íslend- ingi« 25. f. m., að rafveitunefnd Akureyrar hafi ekki ætlast til þess að neinum innanbæjannanni væri borgað fyrir söfnun fjár til rafveitu bæjarins árið 1920. Á- lyktun sú, er rafveitunefndin gerði um þetta, og bæjarstjórn síðan samþykti, ber þetta á engan hátt með sér. — í byrjun árs 1921 var Jónasi Þorbergssyni greitt 1% af fé því, er hann hafði út- vegað. f sambandi við umsögn R. ó. vaknar þá eðlilega sú spurning: Greiddi bæjarstjórinn upphæð þessa, og aðrar fleiri, í heimildar- leysi? »Dagur« sneri sér því, í samráði við Jónas Þorbergsson til bæjarstjórans og bað um upp- lýsingar. Svar hans birtist hér í blaðinu, og geta menn 'af því ráð- ið, hversu sannsögull R. ó. reyn- ist í þessu atriði. Bæjarstjórinn lét þess einnig' getið, í viðtali við »Dag«, að í áskorunarbréfum, sem hann — Jón Sveinsson — gaf út fyrir Akureyrarbæ, og send voru til allra málsmetandi manna í sveitum' og kaupstöðum hér á landi, sumarið 1920, og þar með einnig innan Akureyrarbæjar, hafi verið ákveðið að allir þeir, sem söfnuðu fé til rafveitunnar, fengju greidd þau ómakslaun, sem ályktun bæjarstjórnarinnar getur um, og var það á þann hátt skuldbundið. Enda kom þá fyrst skriður á fjársöfnunina, og báru áskorunarbréfin hinn bezta á- rangur. Biæjarstjórinn telur að Jónas Þorbergsson hafi veitt sér mesta aðstoð við tilhögun útburð- arbréfanna og átt þannig mjkinn óbeinan þátt í því hversu vel tókst með fjársöfnunina yfirleitt. —■ í öðru lagi gefur R. ó. það ó- tvírætt í skyn í svargrein sinni, að J. Þ. skrökvi því, að upphæð sú er honum var greidd, hafi að Myndamótun (»Módellering«) kenni eg í Desember og Janúar. Har. Björnsson. nokkrum hluta gengið til þess að innkalla fé það, er hann hafði safnað, og fer fram á að fá sann- anir fyrir því. »Degi« er það kunnugt að J. Þ. hefir þessar sannanir í höndum, og mun R. ó. fá að verða var við þær, í mála- rekstri þeim, er nú er hafinn milli hans og J. Þ. — En til þess að gera Ragnari fljótari úrlausn, hefir J. Þ. fengið vottorð frá bæj- arstjóranum hér, og birtast’ þau nú hér á eftir. Geta lesendur »Dags« þá séð, hvað getsakir R. ó. eru á sterkum rökum bygðar! Y firlýsing. Samkvæmt áskorun frá hr. rit- stjóra Jónasi Þorbergssyni vottast að rafveitunefnd Akureyrar gjörði aldrei ályktun um, að greiðsla á óm'akslaunum fyrir að safna fé til rafveitu Akureyrar næði aðeins til fjársöfnunar- manna, sem búsettir væru utan- bæjar, enda fengu fleiri bæjarbú- ar en hr. Jónas Þorbergsson ó- makslaun fyrir fjársöfnun sína. Ennfremur vottast að allmikill hluti þeirra ómakslauna, kr. 550 sem hr. Jónasi Þorbergssyni voru greidd, gekk til þess að greiða kostnað við fleiri ferðir til að ná samkomUlagi við hr. Magnús Sig- urðsson á Grund um framlög fjár- ins. Bæjarstjórinn á Akureyri 2. Des. 1927. Jón Sveinsson. »StafJcarl« nokkur hefir párað lofgerða- pistil um Ragnar ólafsson í 50. tbl. »íslendings«. Sýnir hann veikan vilja en enga getu til þess að styðja hann í viðskiftunum við Jónas Þorbergsson. Enda þótt ó- mögulegt sé að fá nokkurn þráð eða heila hugsun út úr ritgerð þessari, verður að hnekkja einni slúðursögu, sem þar er á borð borin, að öðru leyti sér »Dagur« ekki ástæðu til að hreyfa við sorpinu. — »Stafkarl« segir að Jónas Þorbergsson hafi eitt sinn boðið sig fram' til sveitarstjórnar í Mývatnssveit »og vaðið kröpin um bygðina sárfættur af þeim erli«; þetta er tilhæfulaus upp- spuni. J. Þ. gerði aldrei tilraun til að komast í sveitarstjórn þar, hafði engan hug á því sjálfur, og var þar aldrei í kjöri við sv.stj. kosningar; enda var hann aðeins tæp þrjú ár búsettur í Mývatns- sveit,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.