Dagur - 08.12.1927, Side 3
51, tbl.
• DA6UB
199
0
0
0
0
0
©.
0
0
0
0
Hvar gerast beztn jólakanpin ?
Allir, sem fyrir jóliu ætla að kaupa smekklegar, og um leið
hentugar jólagjafir, munu með því að líta inn í Ryels verzlun
brátt sannfærast um, hvar fást góðar og gagnlegar jólagjafir
fyrir lægsl verð. Úrvalið, sem Ryel hefir á boðstólnum nú
fyrir hátíðar,-fyrirfinst hvergi utan höfuðstaðarins, og verðið
er afar lágt, þrátt fyrir hækkandi verð utanlands.
Sérhver sparnaðarmaður kaupir bezt hjá
BALDUIN RYEL.
0
0
0
0
0-
0
0
0
0
0
0
0
R itf r egn.
»Iðunn« 3. hefti XI. árg. Þetta hefti
ev fjölbreytt að efni. Hefst það á
kvæði: »Uppreisnarmaður«, eftir Carl
Snoilsky, sem Magnús Ásgeirsson hefir
þýtt., Kvæðið er snjalt. Myndin skýr af
efnilegasta skólapiltinum, sem hafði ein-
urð til að andmæla latínu-meistaranum,
en var síðan rekinn úr skóla, af því að
hann vildi ekki auðmýkja sig, og gerð-
ist kolamaður í verksmiðju. — Hann
átti eigi kost frekari lærdóms heldur
auðnuleysis og fékfc' að reyna: »að lær-
dömur og líf fer hvort sinn veginn«.
Þá kemur langt erindi eftir síra
Tryggva Kva/ran; »tvær konur«. Leggur
hann út af Parisade kongsdóttur í
»Þúsund og einni nótt« og sögunni af
kcnu Lots í ritningunni; lætur hann þá
fyrnefndu tákna viðreisnaröfl þjóðlífs-
ins, en sorinn og spillingin í þjóðfélag-
inu telur hann að geri einstaklingana að
saltstólpum eins og konu Lots — enda
séu þær myndir til viðvörunar. — Fyrri
hluti þessa erindis er of langdreginn, en
í síðari hlutanum er brugðið skýru ljósi
yfir þjóðlífið: Um eirðarleysi og gæfu-
leit yngri kynslóðarinnar, segir höf.:
»Þjóðin er að verða að flöktandi smá-
fygli, sem leitar þangað sem ætið er.
Slíkt smáfygli á enga átthaga, p enga
ættjörð, engar hugsjónir; það á
yfirleitt ekki neitt og er ekki neitt
nema gargið og ólætin«. Lífinu í
verstöðvunum líkir hann við »gargandi
smáfygli yfir síldartorfu«; gullvonin og
ætið sé lífshugsjónin; og kjóar og skegl-
ur hrifsi þar bráðina af smáfyglinu. —
Vöxtur útvegsins á kostnað landbúnað-
arins sé að verða þjóðarböl. Sveitirnar
tæmist að æsku; þær séu að verða gam-
almennahæli. — Þó þorir höf. ekki fylli-
lega að hverfa að því ráði, sem getur
valdið straumhvörfum; að minka fjár-
magnið til útgerðarinnar en veita því til
viðreinsnar landbúnaðinum; og er það
veikasti kaflinn í erindi hans. — Á hinn
bóginn bendir hann réttilega á, að reisa
þurfi mentastofnanir sem víðast í sveit-
unum, er leggi meiri áherzlu á að glæða
hugsjónalíf, framkvæmdaþrek og átt-
hagatrygð æskunnar, fremur en að
troða í unglinginn sem mestum fróð-
leik.
Minnist hann reynslu sinnar í Menta-
skólanum. Þar hafi skólalífið ekki auk-
ið mentaþrána heldur dregið úr henni.
Efast hann um að Mentaskólinn hafi
orðið nókkrum manni menningarskóli,
og sumum hafi hann orðið hið gagn-
stæða — Uppeldistakmarkið hafi verið
mentun en ekki menning. Fræðsla en
ekki þ/óskun. Vanrækt hafi verið að ala
upp lifandi menn.
Hann telur að markmiðið eigi að vera
alþýðuskólar í héruðunum, og er þar
sammála Þingeyingum — »þar sem að-
aláherzlan væri lögð á að kenna þann
vísdóm, að lánið býr í mönnum sjálfum,
en ekki yst við sjóndeildarhringinn í fé-
t
lagsskap við glóandi golþorska og silf-
urhreistraða síld.« — í skólunum á að
innræta unglingunum, að meira er um
vert að gera lítinn blett að ræktaðri
blómajörð, heldur en vinna að því að
landið verði alþjóðleg veiðistöð — þar
sem allskonar oddborgaraháttur dafnar
í skjóli íslenzks eftirhermuskapar.
»Dagur« leyfir sér að benda höf. á,
að það verður að þora að framfygja
þessum góðu áformum á þjóðmálasvið-
inu, þoi’a að verja veltufé þjóðarinnar í
ræktun landsins og byggingu sveitabýla
og til stofnunar og reksturs alþýðuskóla
í sveitum. Horfir nú beinast við, að
fylgja Framsóknarflokknum fast að
þessum stefnumálum hans, sem höf.
hefir mælt svo vel með í þessu »Iðun-
ar«-erindi sínu.
Einai' Þorkelsson segir átakanlega
smásögu sem heitir »Vængbrotna lóan«.
Þórólfur Sigurðsson lýsir »Öskju í
Dyngjufjöllum«, eftir síðasta eldgosið
þar í Júní 1926, ferðamannaleiðum
þangað og umhverfinu. Fylgja grein-
inni fimm myndir úr Öskju.
Einan' H. Kvaran svarar enn Sigurði
Nordal. Þessi ritdeila þeirra er nú far-
in að snúast meira um aukaatriði held-
ur en lífsskoðanir. Beita þeir ritleikni
sinni nú orðið einkum til þess, að snúa
sig út úr ýmsu af því, sem þeir höfðu
áður sagt og leita aftur höggstaðar
hvor á öðrum.
Hulda birtir gott kvæði, sem nefnist
»Ingólfur fagri«.
Þá er ennfremur í heftinu þýdd smá-
saga »Mannsbarn« eftir Henrik Allari
í mjög óvenjulegu foi-mi; er það ófögur
lýsing á uppeldi, kjörum og örlögum
stórborgaskrílsins erlendis. Þ (bergur)
Þ(órðarson) og H. H. þýddu úr esper-
antó.
Ásgeir Magnússon ritar nokkrar smá-
greinir: »Rúm og tími«, og er það ýmis-
konar fróðleikur um rannsóknir í him-
ingeimnum.
Síðast í heftinu eru stökur eftir Jó-
liann Sveinsson.
---------0-------
Frú Lizzie Þórarinsson frá Halldors-
stöðum í Laxárdal, söng fyrir troðfullu
húsi í Akureyrar Bíó þ. 24. f. m. og
þótti takast mjög vel. Söngur hennar er
látlaus og blátt áfram eins og öll sönn
list. Söng hún nokkur af beztu lögum
íslendinga og nokkur útlend smálög,
flest hreinar perlur. Hr. Vigfús Sigur-
geirsson lék undir á slaghörpu.
Símskeyti.
Rvík 7. Des.
Innflutningsbann það, sem stjórn-
in auglýsti nýlega vegna Oin- og
klaufnaveikinnar í Danmörku og
Svíþjóð, nær einnig fyrst um sinn,
til Hollands, Belgfu, Pýzkalands,
Sviss, Frakklands og Tjekkoslovakiu.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar
er nú til umræðu. Útsvarsupphæðin
er 263 þús- kr., eða 20%, hærri en
síðastl. ár. Borgarstjóri gerir ráð
fyrir að útsvarsálögur verði fult
svo þungar næsta ár. Þriðjungur
af tekjum bæjarins fer til fátækra-
framfæris.
Ráð þjóðabandalagsins heldur nú
fund í Genf.
Litvinov fulltrúi Rússa og Briand
hafa átt tal saman um öryggissamn-
ing milli Rússa og Frakka; og
ennfremur hafa Litvinov og Cham-
berlain rætt um sættir milli Rússa
og Breta, endurnýjuð viðskifti og
öryggissamning.
Briand hefir tekist á hendur að
reyna að jafna deiluna milli Póllands
og Lithauen.
------o------
F r é 11 i r.
Leiðrétting: 1 síðasta bl., þar sem get-
ið var um lát 'Hermanns á Varðgjá, var
eigi rétt skýrt frá tveimur atriðum.
Kona hans, Margrét, var Kristjánsdótt-
ir frá Sigríðarstöðum í Ljósavatns-
skarði, og bjuggu þau hjónin lengst af
á Syðri-Varðgjá.
»Fálkinn« — íslenzki kaffibætirinn,
sem auglýstur hefir verið hér í blaðinu,
þykir gefast mjög vel. Hann hefir mik-
ið verið reyndur hér í bænum og um-
hverfinu, og þykir sérstaklega drjúgur
og’ þéttur í sér. Er hann á borð við,
beztu tegundir af erlendum kaffibæti,
en þó ódýrari. Af því að hér er um ís-
lenzka iðnaðarvöru að ræða, hljóta
*
menn að grípa fyrsta tækifæri til þess
að kaupa hann og reyna. Hann fæst í
matvöruverzlunum hér í bænum.
Galdra-Loftur verður leikinn næst-
komandi Laugardags- og Sunnudags-
kvöld, og hefst kl. 814 s. d.
Sigurður Sigurðsson járnsmiður varð
bráðkvaddur þ. *6. þ. m. á heimili frú
Vilhelmínu dóttur sinnar hér í bænum.
Hann var 73 úra gamall og hafði búið
hér á Akureyri í 49 ár og altaf starfað
að járnsmíði. Rak hann sérstakt járn-
smíðaverkstæði þangað til 1916. Sig-
urður var f. á Hæringsstöðum í Svarf-
aðardal. Hann var giftur Soffíu Þor-
valdsdóttur frá Krossum, og lifir hún
mann sinn ásamt þremur börnum þeirra
hjóna. Eru 2 þeirra búsett hér í bæn-
úm, Þorvaldur og Vilhelmína.
Tunglmyrkvi sást héðan í kvöld kl. 5
—6 og virtist tunglið nálega almyrkvað
um stund.
»Dr. Alexandrine« kom hingað 4. þ.
m. og fór aftur að kveldi sama dag’s,
austur um til útlanda. Adam Poulsen
leikari var með skipinu og las hann upp
leikritið »Sérhver« í Samkomuhúsinu kl.
4 á Sunnud. var, við góða aðsókn.
Séra Friðrik Rafnar kom um síðustu
helgi, 'til að taka við brauðinu hér.
Hann býr á Ráðhússtíg 4.
Vinum og vandamönnum tilkynn-
ist hérmeð, að Sigurður Sigurðsson
járnsmiður andaðist að heimili sínu
Þriðjudaginn 6. þ. m. Jarðarförin er
ákveðin Föstudaginn 16. þ. m. og
hefst með húskveðju frá heimili hins
látna í Hafnarstræti 92. (Gud-
mannshúsi) kl. 1 e. h.
Ekkja og börn.
GBEP
á allskonar hluti s. s. frakkaskildi, signet,
dyraskylti, minnispeninga, brjóstnælur o.
sfr. Hlutir þessir jafnan fyrirliggjandi.
Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla.
Jón Guðmann.
Barnaskór
í miklu úrvali alveg nýjar teg.
úr lakkskinni og chevro, einlitir
og tvilitir, fallegir og ódýrir.
Hvantibergsbrœður
Skóverzlun.
GOLFTREYJUR
úr alull, eru góð jólagjöf, fæst hjá
Jóni Guðmann.
Ódýrt!
Smekksvuntur kven frá kr. 1.75.
Morgunkjólar — — — 3.25.
Kvenkjölar úr ull og Crepe de
Cine með gjafverði.
Kvennœrfðt tricotine, góð falleg
ódýr.
Náttkjólar úr lérefti og flónpli.
Kvenskyrtur, iérefts og bómullar.
Kvenbuxur, þykkar, misl. frá
kr. 2.65.
Dívanteppi, frá kr. 10.00.
Rekkjuvoðir, dökkleitar frá kr.
2 00.
Regnhlífar, mjög smekklegar
frá kr. 7.50.
Khakiskyrtur, grænröndóttar,
frá kr. 5.75.
Taubuxur, röndóttar frá kr. 9.00.
Reiðjakkar, waterpr.-24.00
— og m. fl. —
Ath 10 tii 20°/o afsláttur af
vetrarfrökkum til jóla.
Brauns Verslun.
Páll Sigurgeirsson.
Jólaavexti
skuluð þið ekki kaupa, fyr en þið
hafið athugað verð og gæði hjá
Jóni Guðmann.
Til jólanna
fæst margt ódýrt, sem að undanförnu
hjá Jóni Suðmann.
Deilunni við Einar Jónasson sýslu-
mann á Patreksfirði lauk þannig, að
sýslum. hætti allri mótspyrnu og ósk-
aði að mega skila af sér embættmu í
næði. Ástæður fyrir afsetningunni
kváðu vera margar og miklar, og munu
nánari fregnir af því væntanl. bráðlega.
%