Dagur - 16.03.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 16.03.1928, Blaðsíða 2
48 DAGUR 12. tbl. SKÓFATNAÐUR NÝKOMINN: Karlmannastigvél frá kr. 15.50. Do. vatnsleður. Karlmannaskór. Fótboltaskór. GÚMMÍ SKÓF ATN AÐUR: Allar tegundir fyrirliggjandi af hinum marg viðurkendu »Godrich« skófatnaði. — Verðið mun lægra en á íakari skófatnaði annarstaðar KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Ada Blackjack • •• • ••• • • • • • • • • • • • • • • •- • Það er fátítt að miklar sögur fari af Eskimóum; þó þeir vinni einhver hreystiverk, sem menn af öðrum þjóð- flokki mundu verða nafnkunnir fyrir þá er því ekki haldið svo mjög á lofti, samt er óhætt að fullyrða, að margir Eskimóar eru þolnir og öruggir til hættulegra ferða, bæði á sjó og landi. Nýlega hefir Eskimóakona, Ada Elackjack að nafni, unnið afreksverk, sem fáar konur hefðu afkastað. Ada Blackjack er fædd laust fyrir síðustu aldamót, sennilega 1898. Heimili hennar á uppvaxtarárunum var Kodiak í Alaska. Þar kyntist hún aðeins hinni lakari hlið lífsins, svo sem fátækt og öðrum þeim harðrétti, sem samfara er lífi Eskimóa þar nyrðra. Þó varð hún fyrir því láni, að fá um stutt tímabil að ganga í skóla í Nome — í Alaska — sem kristniboðsfélag hefir stofnað, — en þó tími sá væri mjög skammur, þá lærði hún lestur, skrift og matreiðslu, sömuleiðis að sauma. Meðal Eskimóa er það siður, að stúlk- ur giftast ungar, svo var það einnig með konu þá, er hér segir frá. Hún giftist, er hún var sextán ára. Black- jack — maður sá er hún giftist — stundaði veiðar og sleðaferðalög. Með honum eignaðist Ada þrjú börn, en tvö þeirra dóu mjög ung. Blackjack fór illa með konu sína, og eftir að börnin dóu, skildi Ada við hann. Hún tók son sinn með sér, Benn- ett að nafni, og hafði ofan af fyrir sér og honum með því að taka að sér ýmis- konar sauma. Heimili þeirra var þá í borgnni Nome í Alaska. Eins og kunnugt er, var Vilhjálmur Stefánsson í hinum mikla norðurleið- angri sínum árið 1914. Þá misti hann flaggs'kip sitt »The Karluk«. Það brotn- aði í ísnum við svonefnda Wrangel- eyju. Meðal manna þeirra er af kom- ust, voru: Frederick W. Maurer, frá New-Phlladelphia í Ohio og Lorne E. Knight frá Mc Minniville í Orgeon. Maurer varð allkunnur maður í þeirri för, því hann hafðist við á Wrangel- eyju í sjö mánuði, áður en honum varð bjargað þaðan af King og Wing. Árið 1921 var sendur nýr leiðangur norður til Wrangel-eyjar.Tilgaiigur far- arinnar var sá, að slá eignarhaldi á Wrangels-eyju í nafni brezka ríkisins, en mennirnir til fararinnar voru valdir eftir uppástungu Vilhjálms Stefánsson- ar og urðu þessir fyrir valinu: Alan Grawford, ungur Canada-maður, Milton Galle, frá New-Braunfels í Texas og hinir fyrnefndu: Maurer og Knight. Allir þessir menn komu til Nome í Alaska, í Júlí 1921. Þá sáu þeir að ekki var tiltækilegt að leggja norður í höf, án þess að hafa saumakonu með, er gæti sniðið og saumað allskonar klæðn- að úr skinni, er ómissandi er í norður- hafs leiðangrum. Til þess starfs réðist Ada Blackjack. Það sem sérstaklega mælti með henni, var fyrst og fremst leikni hennar við skinnklæðasaum, og ei-nnig yfirburðir hennar í að tala og rita enska tungu. Son sinn — Bennett — sendi hún til móður sinnar í Kodiak, en sigldi seinni hluta sumars með leið- angursskipinu, Silfrinhöddu — Silver Wave. — Þá var Ada Blackjack 23 ára gömul. Grawford hinn Canadíski hafði aðallega látið stjórnast af brezkri föðurlandsást, en Galle hinn Ameríski réðst til fararinnar af æfintýralöngun eða útþrá. Seinnihluta dags í Ágústmánuði 1914, skreið Silfrinhadda inn í gegnum ísinn, útifyrir Rodgers Harbor, og skaut á land hinum fjórum leiðangursmönnum og konunni, er átti að vérða hvort- tveggja,-- saumakona og matreiðslukona þeirra. Rodgers Harbor (Harbor: höfn) er á Wrangel-eyju, 110 enskar mílur norð- ur af Síberíu, í íshafinu. Eftir að vistum leiðangursmanna hafði verið skotið á land, reistu þeir brezka fánann á stöng og- veifuðu síð- ustu kveðjum til Silfrinhöddu. Engan þessara fjögra manna hefir þá grunað, að Eskimóa-konan yrði eina persónan af þessum fimm, er auðnast mundi að stíga aftur fæti í mannheima. Ákveðið var að senda skip til Wrang- el-eyjar næsta ár, en það komst aldrei alla leið vegna ísa. Þannig liðu tvö ár og umheimurinn hafði engar sögur af leiðangrinum á Wrangels-ey. Þá var það að ungur Skoti, Harald Noice að nafni, var sendur til að bjarga mönnunum og konunni á Wrangels-ey. Skip það er Noice stýrði var mótorskip og hét Donaldson. Hann komst alla leið til Wrangel-eyjar og sá undireins land- tjöld þau, er hinir fjórir menn höfðu reist, er þeir tóku sér þar bólstað, en menn komu engir til að fagna honum. Er hann var á land komin, kom Ada Blackjack ein til móts við hann, hún kom hlaupandi og gerði ýmist að gráta eða hlægja. Hún spurði fyrst eftir Grawford, Maurer og Galle. — Hún vildi vita ef Noice hefði orðið þeirra var. Noice kvaðst ekki hafa til þeirra spurt. Sagði Ada þá að fyrir átta mánuðum, hefðu þessir þrír menn lagt af stað út á ísinn og ætlað að freista þess að ná Síberíu- ströndum. Engum þeijrra hafði orðið afturkvæmt. Einhversstaðar á ísbreið- unni eru lík þessara þriggja ungu manna að velkjast fyrir vindi og straumi.------ Þegar Noice hafði skoðað tjöldin og það, sem þeim tilheyrði, sá hann, að svo var að matarbirgðum sorfið, að ekki mundi Ada lengi hafa getað bjarg- ast á því, er þar var til. í stærsta tjaldinu, hvíldi lík Knights. Það lá í svefnpoka — húðfati — af dýraskinnum. í því húðfati hafði Knight andast fyrir sex mánuðum síð- an. Þegar þeir af félögum hans, er lögðu á ísana til Síberíu, skildu við hann, var hann orðinn alvarlega veikur af skyr- bjúg. Ada hafði stundað hann af mestu alúð, en hana skorti flest það er hafa þurfti til lækninga og hann dó. Eftir dauða hans var henni ekki hægt að fá sig til að hylja lík hans, og lét það því hvíla í tjaldinu. Ada hafði aldrei lært að nota byssu, áður en hún kom til Wrangel-eyjar, en þegar hún var orðin ein eftir með Knight, gerði hún sína fyrstu tilraun í þá átt. Hún setti upp mark að tjalda- baki, og æfði sig unz hún var viss að hitta hvað er henni sýndist. Að því búnu fór hún á bjarndýraveiðar og afl- aði nýrrar fæðu handa hinum sjúka manni. Næst gerði hún tilraunir með dýra- boga. Hún lagði þá eins og tíðkast með- al veiðimanna, og veiddi refi og fleiri^ smádýr. Hún hjó vakir í ísinn og veiddi fisk, en þrótt fyrir alla baráttu hennar fyrir lífi hvíta mannsins, fór því stöð- ugt hnignandi. 1 dagbók þeirri er Knight skrifaði, eftir burtför hinna fjögra félaga sinna, bej- hann Eskimóa-konunni söguna á- gæta vel. Eftir dauða Knights ritaði Ada dag- bókina — það er sú eina dagbók, er menn vita til að rituð hafi verið af Eskimóa. Viku áður Knight dó, hefst dagbók konunnar. Hún' skrifar: »Gjört 14. Mal-z 1923«. Framhald bókarinnar hljóðar þannig: »Fyrstu tóuna veiddi eg- 21. Febrúar, aðra 3. Marz, þriðju þann 4., fjórðu þann 5. og 13. Marz veiddi eg þrjár hvítar tóur, það eru sjö. 14. Marz var eg með höfuðverk all- an daginn. Tók aspirin, það virtist ekki koma að gagni. — — Ó, eg gleymdi! Þann 13. lagði eg átta nýjar gildrur, þann 15. vitjaði eg um allar gildrurn- ar, en fann ekki svo mikið sem slóð, svo saumaði eg nýja sóla undir skóna mína og þvoði diska og ýms ílát. Var betri af höfuðverknum. Bjart veður allan daginn«. 24. Apríl skrifar hún: »Sunnudagur! Fór ekki út í dag. Eg þvoði hár mitt og las í biblíunni og hugsaði um fólk, sem gengið getur í kirkju kvölds og morguns. — Þegar eg skrifa þetta, er klukkan 11 e. m. Nú ætla eg að fá mér 1 bolla af te«. 22. Júní — daginn áður en Knight dó — Bkrifaði Ada þetta: »Knight er • • • • • • injög sjúkur. Hann lítur út eins og hann sé kominn að dauða«. 23. »Flyt í annað tjald í dag, þvæ diskana og tíni í eldinn« og litlu síðar: »Enginn megnar að hjálpa, nema Guð«. Noice greftraði Knight á Wrangel- eyju, en flutti frú Blackjack til Nome í Alaska. Þá var hún allslaus og átti engan að. Þá tók Vilhjálmur Stefáns- son hana að sér og sá henni fyrir fari fram og aftur um Bandaríkin. Gerði Vilhjálmur þetta í þeim tilgangi, að frehiur fyrntist yfir hörmungar þær, er hún hafði liðið á Wrangel-eyju. 1924 fór hana þó að langa aftur á Norðurhjara heimsins, og þá kom Vil- hjálmur á ný henni til hjálpar. Hann hafði að öllu leyti kostað dvöl hennar í Bandaríkjunum og nú lagði hann fram þaó er hún þarfnaðist til að komast til Nome í Alaska. Síðan hefir Ada Black- juck verið mjög heilsuveil og ekkert getað unnið. Við að lesa þennan þátt úr æfisögu þessarar þrautseigu Eskimóa-konu, get- ur naumast hjá því farið, að menn dá- ist að hugrekki hennar og mannkostum og' sömuleiðis minnast menn mjög fornra norrænna orða er svo hljóða: »Röm er sú taug er rekka dregur, föö- uitúna til«. Það má skilja það á Amerískum blöðum og tímaritum, að þeim finst að almenningi og stjórnarvöldum hafa farist nirfilslega við frú Blackjack. En auðfundið að þeim þykir Vil- hjálmi hafa farist höfðinglega. Er gott til þess að vita, að Vilhjálm- ur hefir ætíð svarið sig í ætt eins hins göfugasta kynstofns, er norðurlönd hafa alið, bæði um frábæra karlmensku og maimúð. F. H. B. --------0------- Úr Fljótum. Þegar minst hefir verið á Fljót í Skagafj arðarsýslu bæði í nálægum og fjarlægum stöðum, nú á síðari tímmn, hefir það oft verið til hins verra. Það hefir oft verið talað um þau þannig, að þá sveit bygðu aðeins vesa- lingar, fátækir og menningarlausir bjálfar, þar sem hver vildi puða út af fyrir sig. Hafi einhvern einstakling eða heim- ili hent eitthvað, sem miður mátti fara, hefir verið gerður úlfaldi úr mýflugu og öll sveitin látin gjalda þess og mjóg oft að lítt eða órannsökuðu máli. Sjer- staklega hefir það verið Holtshreppur, sem he'fir orðið fyrir barðinu á hinu ranga almenningsáliti. Hann (hreppur- inn) hefir átt að vera aumasta sveit lar.dsins, sem ekki ætti sér viðreisnar von. — SVo hefir kveðið ramt að þess- um öfgafulla orðasveim, að bændur úr öðrum sveitum hafa alls ekki viljað „fyrir nokkurn mun flytja þangað, þó þeir væru ráðalausir með jarðnæði, en vissu þar af ágætum jörðum, sem standa ónotaðar. Svona og þessu líkt hefir álit megin- þorra þeirra manna verið, sem rætt hafa um Holtshrepp, og þeirra manna þó verst, sem minst hafa þekt til. Það er ekki ætlun mín að 'skrifa neina lof- grein um Holtshrepp, en mig langar til að sýna ástandið þar, eins og það er í raun og veru, ef ske kynni að menn bygðu dóma sína á meiri sanngirni og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.