Dagur - 16.03.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 16.03.1928, Blaðsíða 3
12,;tbl. / DAQUR 49 nánari athugun en hingað til hefir ver- ið gert. Eins og kunnugt er, er Holtshrepp- ur yzti hreppurinn í Skagafjarðarsýslu. Skerst sem stór dalur inn í hinn mikla fjallgarð, sem gengur frarn milli Eyja- fjarðar og Skagafjarðar. Þar er því vetrarríki allmikið, en landkostir sér- lega góðir. Einlembingsdilkar skerast þar vanalega nú orðið með 20—25 kg. kjöts; enda leggja bændur þar mjög milda áherzlu á að bæta fjárkyn sitt. Mjög er þar sumarfagurt; engjar rennisléttar og grösugar. Fjöllin vaxin grasi og lyngi upp á efstu brúnir að heita má, en vötnin spegilslétt og blikandi hið neðra. Ekki eru bændur þar alment efnaðir, en þeir hafa flestir snotur bú, eiga samkvæmt síðustu skattskrá frá 3—22 þúsund skuldfrítt; flestir eru þeir sjálfseignar- hændur. Fyrir nokkru fann eg g'jaldkera hreppsins að máli, og spurði hann um fjárhagsástæður hreppsins, kvað hann þær mega heita góðar, skuldir væru litlar og þarfir mundu minka að minsta kosti um Y5 eða máske meir á þessu ári. Tvö ungmennafélög eru starfandi í hreppnum, annað í Stíflu en hitt í Nið- ur-Fljótunum. Þau eru nýlega búin að halda aðal- fund sinn fyrir árið 1927 og jeg var svo lánssamur að fá tækifæri til að sitja á fundi hjá báðum félögunum, og get eg ekki látið hjá líða, að minnast þeirra nokkuð nánar. Ungmennafélagið »Von« í Stíflu hélt aðalfund sinn 8. Janúar. Þar voru 60 boðsgestir við- staddir — það hefir verið vani þessara félaga undanfarin ár, að bjóða vinum og kunningjum að sitja aðalfundi sína — Fundurinn var hinn ánægjulegasti, var þar gefið yfirlit yfir starfsemi fé- lagsins á liðna árinu fjárhag þess og framtíðarhugsjónir. Að afloknum fundi var sest að drykkju, var drukkið bæði kaífi og súkkulaði. Til skemtunar voru ræðuhöld og dans. Félagið er nú 10 ára. Það hefir jafn- an haft fáum meðlimum á að skipa. Vorið 1926 byrjaði það á að koma sér upp heimili. Það er bygt úr steinsteypu. Nokkur hluti þess er notaður fyrir barnaskóla handa börnum úr Stíflunni. Áætlað er að húsið muni koma upp á ca. 6000 kr., þegar það er fullgert. Peninga til þessarar byggingar hefir félagið fengið að mestu leyti fyrir hey, sem það hefir heyjað að sumrinu og selt aftur að vetrinum. Bændur í Stíflu hjálpuðu félaginu líka nokkuð með fjárframlögum og vinnu. Ennfremur hefir félagið lagt út c. 500 krónur til vegagerðar í hreppnum. Hitt félagið, »Ungmennafélag Holts- hrepps«, hélt aðalfund sinn 22. Janúar síðastl. Boðsgestir voru 80.' Fundurinn fór að öllu leyti fram eins og hjá hinu félaginu og veitingar á sama hátt, kaffi og súkkulaði. Þar var til skemtunar meðal annars: Ræðu- höld, upplestur, söngur og dans. Var skémtunin að öllu hin prýðilegasta og til stórsóma fyrir félagið. Félagið er nú 9 ára, stofnað 1919. 1926 byrjaði það á að reisa sér heimili. Það stendur á mjög fögrum stað nálægt Miklavatni. Það er bygt úr steinsteypu og mun rerða hið prýðilegasta þegar það er fullgert. Áætlað er að það muni koma upp á 6—7000 kr. Það er ætlun félagsins að hflsið verði einnig í framtíðinni barnaskólahús fyr- ir Niður-Fljótin. Sundkenslu hefir fé- lagið látið starfrækja síðan það var stofnað. Margar prýðilegar skemtanir hafa félögin haft nú á síðari árum. Eina sameiginlega samkomu hafa félögin á hverju sumri. Er þar margt til skemt- unar, svo sem knattspyrna, hlaup, stökk og' sund. Er þá alt á ferð og flugi í héraðinu því samkomur þessar eru sér- lega vel sóttar. Mætti til dæmis taka, að á síðastliðnu sumri voru saman kom- in rúm þrjú hundruð manns í húsi ung- mc-nnafélags Holtshrepps, að horfa á í- þróttir sem þar voru framdar. Méðal annara sem héldu þar ræður voru þeir Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi og Kristinn Stefánsson guðfræðisnemi. Eg vona nú að hafa brugðið upp svo slcýru ljósi yfir efnahag, mentun og menningu Holtshrepps, að menn sjái að ástandið er alt annað en menn hafa heyrt talað um. Eða hvernig ættu tvö ungmpnnafélög að þrífast í sveit, sem elcki hefir nema 34 búendur, ef þeir væru ófélagslyndir og menningarsnauð- ir, og hvernig ættu tvö fátæk félög að hafa bygt sér 2 liús, sem bæði til sam- ans munu kosta uppkomin 13—14000 krónur, ef menn væru ekki duglegir og framtakssamir? Og það merkilegasta er að félögin skulda sama og ekkert þrátt fyrir allan þennan kostnað. 25. Jan. 1928. Hannes Hannesson. -------O-------- G j a1d s kr á fyrir nokkur algengustu læknisstörf. 71. Aðgerð á liðhlaupi og fyrstu um- búðir: a) kjálkaliður kr. 1.00. b) axlar- liður kr. 2.00. c) augnakarlar kr. 4.00. d) ölnbogaliður, hnjáliður, öklaliður eða úlfliður kr. 3.00. e) fingurliður, tá- liður kr. 1.00. 72. Ef liðhlaup er gamalt, er gjaldið tvöfalt á við það, sem til er tekið í 71. lið. 73. Hinar meiri sköpulagsaðgerðir: gert augnalok, nef, vör eða gómur; gert við margbrotið skarð í vör kr. 10.00. 74. Gert við einfait skarð í vör kr. 6.00. 75. Að stífa af tungunni eða tunguna af kr. 8.00. 76. Að opna barkakýlið eða barkann kr. 8.00. 77. Að skera stykki úr barkakýlinu kr. 15.00. 78. Að opna kokið eða vælindið kr. 15.00. 79. ' Að skera til graftar í lungna- sekknum kr. 8.00. 80. Að opna þarfagang þvaggang eða leggang, ef luktir eru að utan kr. 3.00. 81. Að opna, ef lukt er inni fyrir í þarfagangi, þvaggangi, laggangi eða legopi kr. 7.00. 82. Aðgerð á innýflum í kviðarholi, skorin út æxli, sullir skornir úr kviðar- holi eða brjóstholi kr. 20.00. 83. Að ýta inn hræranlegu kviðsliti eða þarfagangssigi kr. 2.00. 84. Að þrýsta kviðsliti úr sjálfheldu kr. 6.00. 85. Aðgerð á sjálfheldu kviðsliti, gerður þarfagangur, eða lokað skökk- um þarfagangi (anus præternat) kr. 15.00. 86. Aðgerð á þarfagangsfistli, eða þarfagangssigi, eða gylliniæð kr. 6.00. 87. Tekinn út þarfagangurinn kr. 15.00. 88. Tekið þvag af manni kr. 2.00. 89. Tekið þvag af konu kr. 1.00. 90. Ef aðgerðir þær, er um getur í 88. og 89. lið, eru iðkaðar um langan tíma, þá er fult gjald í fyrsta skifti en hálft úr því. / 91. Skorin »phimosis« eða »paraphi- mosis« kr. 3.00. 92. Löguð »paraphimosis« án skurð- ar kr. 1.00. 93. Þvaggangsskurður kr. 6.00. 94. Aðgerð á þvaggangsfistli kr. 6.00. 95. Að taka »penis« af kr. 6.00. 96. Að spegla blöðruna, það eitt kr. 5.00. 97. Að skola blöðruna, það eitt kr. 1.00. 98. Að skera.til steins, eða mylja stein (í einni eða fleiri lotum) kr. 20.00. 99. Aðgerð á æðahaulvi (varicocoele) kr. 5.00. 100. Að vefja heftiplástri um eista kr. 1,00. 101. Að skera í vatnshaul kr. 6.00. 102. Að taka úr annað eða bæði eistu kr. 8.00. 103. Blóðgjöf (transfusio) kr. 8.00. 104. Skift umbúðum eftir hinar 7 meiri aðgerðir, þar sem þörf er á fullri sóttkveikjuvarúð kr. 2.00. 105. Sama eftir hinar minni aðgerð- ir kr. 1.00. 106. Ef oft er skift umbúðum eftir sömu aðgerð, þá er fult gjald fyrir 3 fyrstu skiftin, en hálft úr því. -------O-------- Á vidavangi. Bæjarstjóra-kosningunni á Akureyri hefir verið frestað. Þess var áður getið hér í blaðinu, að kosningin færi fram 6. þ. m., samkvæmt ákvörðun bæjarstjórn- ar. Hafði hún auglýst að kosning- in færi fram samkvæmt lögum nr. 65, 14. Nóv. 1917, þar sem ákveð- ið er að bæjarstjórnin skuli kjósa bæjarstjórann, og voru umsækj- endur tveir — Jón Sveinsson og Jón Steingrímsson. — En örfáum dögum áður en kosning skyldi fram fara, kemur upp ágreining- ur meðal lögfræðinga hér í bæn- um» eftir hvaða lögum ætti að kjósa bæjarstjórann. Lögfræðing- ur utan bæjarstjórnar benti á að um þessa kosningu yrði að fara eftir lögum nr. 48, 1926, sem gengu í gildi um síðastliðið nýjár, og þar væri ætlast til að kaup- staðarborgararnir yfirleitt kysu bæjarstjórann með venjulegri kosningaaðferð, en ekki bæjar- stjórnin. Eftir mikið stapp ákvað kjörstjórnin að leita fyrir fram úrskurðar frá Atvinnumálaráðu- neytinú, um eftir hvaða lögum ætti að kjósa hæjarstjórann, áður en bæjarstjórnin legði dóm á það eða ákvæði um það í annað sinn. Ráðuneytið varð við þeirri ósk og úrskurðaði, að bæjarstjórann ætti að kjósa samkvæmt nýrri lögunum, af ölluml borgurum bæj- arins. Bæ j arstj órnarf ulltrúarnir og bæjafstjórinn voru því heldur t Kristján Jónsson. Kristján Jónsson óðalsbóndi að Glæsibæ við Eyjafjörð létst að heimili sínu Laugardaginn 10. Marz s. 1. Hann var tæpra 70 ára, fæddur 12. Apríl 1858. — Krist- ján sál. var merkur maður á marga lund. Hann var skarp- greindur, gleðimaður og kappsam- ur fram á síðustu ár flestum mönnum framar, þeirra sem við erfið lífskjör eiga að búa. Hann var ör í lund og hreinskilinn og orðlagður dugnaðarmaður, að hverju sem hann gekk. Framsæk- inn var hann og áhugasamur um félagsmiál, og lét sveitar- og hér- aðsmál mikið til sín taka. Hann var um skeið sýslunefndarmaður fyrir Glæsibæjarhrepp. Ábúðar- jörð sína hefir hann stórbætt, bygt þar öll hús, og vandað til. Sjálfur var hann hagur. Kristján var kvæntur- Guðrúnu Oddsdóttur frá Dagverðareyri. Hún létst fyrir rúmum tveim ár- um. Þau hjónin eignuðust 9 börn og eru 6 þeira á lífi. Kristján var hinn mesti styrkt- armaður bindindismálsins. Söng- maður var hann góður og héít rödd sinni til hins síðasta. Sjúkdóms þess, er varð bana- mein hans, kendi hann fyrst á síðastliðnu vori. niðurlútir á bæjarstjórnarfundin- um á Þriðjudaginn, þegar það kom í Ijós að stofnað hafði verið til kosningarinnar af misskilningi og að kjörrétturinn var fallinn úr greipum þeirra! — En þeir girtu sig aftur í^nýja brók, og ákváðu að auglýsa bæjarstjórastarfið á nýjan leik og undirbúa aðra kosn- ingu samkvæmt nýju lögunum, sem að líkindum fer þó eigi fram fyr en í Maí n. k. -----o---- Simskeyti. Rvík. 10. Marz. útför sjómannanna, sem fórust af »Forsetanum, er hin fjölmenn- asta, sem verið hefir hér á landi, sennilega 8—10 þúsund manns. Stjórnin hefir afhent 5000 kr. til úthlutunar meðal bágstaddra ættingja þeirra sem druknuðu. Tveir menn duttu út af vélbátn- um »Braga« við Vestmannaeyjar í gær og druknuðu; hétu þeir Sig- urður Böðvarsson og Guðjón Jónsson, báðir úr Mýrdalnum. —• Fundur var haldinn í Reykjavík í gærkveldi um síldarmlálin. Voru þar mættir 151 útgerðarmenn, eða umboðsmenn fyrir 151 síldveiða- skip og 21 síldarsöltunarmenn. Eftir miklar umræður var samþ. svohljóðandi tillaga frá óskari Halldórssyni: a) Fundurinn mót- mælir ríkiseinkasölu á síld í hvaða mynd sem er, meðan útgerðar- menn hafa ekki aðgang að full- komnum síldai*verksmiðjum. b) Ennfremlur skorar fundur-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.