Dagur - 16.03.1928, Blaðsíða 4
50
DAGUR
12. tW.
Málningarvörur
allskonar, eru nýkomnar.
Tómas Björnsson.
inn Alþingi að stofna sKkar verk-
smiðjur hið bráðasta.
a-liður var samþyktur með 89 : ‘
87 atkv., en b-liður í einu hljóði.
Rvík. 12. Marz.
Haraldur Níelsson prófessor
lézt í gærkvöldi eftir uppskurð við
gallsteinum, á sjúkrahúsinu í
Hafnarfirði.
Útflutt í Jan.-Febr. 5,698,400
gullkr. Aflinn /3 24,808 þurr
skpd. Fiskbirgðir 34,497 skpd.
Rvík 13. Marz.
Letigarðsfrumvarpið afgreitt
sem lög, með þeirri breytingu að
í stað Letigarðs nefnist stofnunin
Vinnuhæli.
Atkvæðagreiðsla við 3. umræðu
fjárlaganna í Neðri-deild fer
sennilega fram í kvöld.
Rvík 15. Marz.
Smávöruverð í Rvík var 1%
lægra í Febrúarbyrjun en í byrj-
un Janúar og 3% lægra en í Októ-
ber 1927.
Þriðja umræða fjárlaganna
stendur enn yfir í Neðri-deild.
London: Stjórnin hefir lagt
fyrir þingið frumvarp um jafnan
kosningarrétt karla og kvenna.
Fregnir birtar.í brezkum blöð-
um, herma að Hedjaz konungur í
Arabíu styðji Wahabita í stríði
gegn Transjordaníu; 'Viú eru þó
þessar fregnir taldar vafasamar.
Los Angeles: Flóðgarður hefir
eyðilagst í Santa-Claradal; flóð-
bylgjan hefir sópað burt nokkrum
smábæjum; 100 lík eru fundin,
en sennilega hafa langt um fleiri
farist.
Til
fermi ngar.
Hvergi meira úrval af fallegum
fermingarkjólum og kápum. —
Hattar, slæður og fl. væntanlegt
með næstu skipum.
Valg. & Halld. Vigfúsd.
iid til byggingar rafmagnsstöðvár
á Flateyri; alt að 70 þús kr. láns-
heimild til byggingar niðursuðu-
verksmiðju Sláturfélags Suður-
lands og 50 þús. kr. lánsheimild
til að koma upp sjóveitu til fisk-
verkunar í Vestmannaeyjum.
Loks var ríkisstjórninni heimilað
að ganga í ábyrgð fyrir lánum til
félagsmanna í Samvinnufélagi fs-
firðinga til kaupa á fiskiskipum
samtals alt að 320 þús. kr., enda
nemi lánin eigi meiru en % af
kaupverði skipanna og séu trygð
með fyrsta veðrétti í skipunum,
sjálfskuldarábyrgð eigenda og á-
byrgð ísafjarðarkaupstaðar.
----o----
Fréttir.
Byggingarfulltrúi var ráðinn fyrir
Akureyrarbæ á síðasta bæj arstjómar-
fundi. Kosinn var Halldór Halldórsson
byggingafræðingur frá Garðsvík með
£ atkv.; Sigtryggur Jónsson fékk 4 at-
kvæði. Halldór hefir lokið prófi í húsa-
gerðarlist í Þýzkalandi.
Síra Jón Arason á Húsavík andaðist
14. þ. m.
UPPBOÐ.
Ár 1928, Laiigardaginn 17. Mars kl. 1 e. h., verður opinbert
uppboð haldið á afgreiðslustofu útbús íslandsbanka á Akureyri
og þar seld 14 forgangshlutabréf í fiskiveiðahlutafélaginu Kári
í Viðey, er Islandsbanki hefir að handveði frá þrotabúi firmans
Verslun Snorra Jónssonar á Akureyri. Ennfremur verða þar seld
ef viðunandi boð fæst, eftirtalin hlutabréf, eign sama þrotabús:
Hlutabréf í Eimskipafélagi Islands, að nafnverði 2900 kr., hluta-
bréf í Sjóvátryggingarfélagi Islands, að nafnverði 2500 kr., hluta-
bréf í fiskveiðafélaginu Kári, að nafnverði 25000 kr., og hluta-
bréf í hlutafélaginu Pór, Reykjavík, að nafnverði 3000 kr.
Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn á Akureyri 8. Mars 1928.
STBINGRÍMUR JÓNSSON.
Brent og maldð kafji framléiðum við úr beztu vöru og með nákvæm-
ustu aðferðum. Hver er sá, sem neitar því, að rétt sé — að öðru jöfnu
— að styðja það, sem íslenzkt er?
Kaffibrensla Reykjavíkur.
Prjóna vélar.
Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað, að »B R I T T A N N I A«-
prjónavélarnar frá Dresdener Strickmaschinenfabrik eru öllum prjóna-
véhirn sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka og
öllum nýtisku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425.00
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460.00
Hringprjónavélar, 84 nálar, með ölln tilheyrandi kosta kr. 127.00
Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir útvegaðir
með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sam-
bandskaupfélaganna. í heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Rvík 15. Marz.
Frumvarp um kynbætur naut-
gripa afgreitt sem lög frá Al-
þingi. Frumvarp um heimild fyrir
ríkisstjórnina til að innheimta
tekjur og gjöld með 25% gengis-
viðauka er samþykt. Breytingar-
tiliaga kom frá Jóni Baldvinssyni
um að gengisviðaukinn væri ekki
látinn ná til kaffi og sykurs, en
af þeim vörutegundum nemur
gengisviðaukinn 200 þús. kr. 3ju
umræðu fjárlaganna er nú lokið
í Neðri-deild. Helztu breytingar-
tillögur, sem samþyktar hafa ver-
ið, eru þessar: 200 þús. kr. til
brúargerða í stað 100 þús. 60 þús.
kr. nýr liður, til að reisa nýja
vita. 300 þús. kr., í stað 150 þús.,
til nýrra símalagninga. 200 þús.
kr. til landnámssjóðs. 10 þús. kr.
til Sláturfél. Suðurlands, til að
reisa niðursuðuverksmiðju. 20
þús. kr. til innflutnings sauð-
nauta. 3000 kr. til Bókasafns á
ísafirði, og á Hagalín að verða
bókavörður. 25 þús. kr. lánsheim-
Söngskemtun, undir stjórn Ben. Elf-
ar, fór fram í Samkomuhúsinu á
Sunnudaginn var. Á skemtiskrá voru
einsöngvar, tvísöngvar og kórsöngur.
Ýmsir lítt þektir söngkraftar voru þar
meðal annars á ferð. Aðsókn var hin
bezta og skemtu áheyrendur sér ágæta-
vel.
»Novai« kom hingað frá Rvík á Mið-
vikudagskvöldið og fór aftur austur um
eftir fárra ldst. viðdvöl.
Alþýðufyrirlestur flutti Steingrímur
Matthíasson héraðslæknir í Samkomu-
húsinu á Sunnudaginn var. Sagði hann
þar frá utanför sinni nú í vetur.
Nýlátin er húsfreyja Ingibjörg Sig-
urðardóttir, kona Guðmundar Halldórs-
sonar verkamanns hér í bæ.
»Lagarfoss« kom í morgun vestan af
Húnaflóa. Fer á morgun austur um, til
útlanda.
Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson.
Fermingarskór
fyrir stúlkur og drengi. Mikið
úrval nýkomið.
Hvannbergsbrœður
Skóverzlun.
RÖÐUGLBR
fyrirliggjandi í heilum kistum
og skorið.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Sparið peninga, kaupið
Nobels
skorna
neftóbak.
Vindiliinn
Jón
Sigurðsson
ber af öðrum vindlum.
ÚTBOÐ.
Tilboð óskast í að byggja hús-
mæðraskóla á Laugum í Ping-
eyjarsýslu. Uppdrættir ‘og nán-
ari upplýsingar gefur Einar
Jóhannsson, Akureyri,
Helga Krisijánsdóttir,
Laugum,
Prentsmiðja Odds Björnsscmar.