Dagur


Dagur - 23.03.1928, Qupperneq 1

Dagur - 23.03.1928, Qupperneq 1
D AGUR, kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. d»s. • • . ár. t -•-•-•■ • • XI • • •• ••« Akureyri, 23. Marz 1928. 13. tbl. ' • •-■• -• • •-• • • •-••••-•••• • • • • • -• • • •-•-• < ►-•-•• •--•- Rekstrarlána- frumvarpid. Áður hefir verið um það getið hér í blaðinu. Telja íhaldsblöðin að það sé eitt hið merkasta mál, sem fliítt hafi verið á Alþingi! Ber það vott um andlega fátækt í herbúðum íhaldsins, enda á það erfitt með að halda fram kostum' frumvarpsins, og sýna með rök- um, að það fullnægi þeim tilgangi sem ætlað er »að losa bændur úr skuldaklafa verzlananna«! Helzta fyndnin, sem »Vörður« hefir flutt, fyrir munn nýja ritstj. Árna frá Múla, er sú setning, að öll merkustu málin, sem Alþingi hafi nú með höndum, séu flutt af íhaldsmönnum! Það væri gaman ef að »Vörður« vildi benda á öll þessi merku mál. En af því að bú- ast má við, að hann smokri því fram af sér, eða láti nægja að benda á þetta eina frumv., máli sínu til stuðnings, eins og hann hefir gert, þá er rétt að athuga það nánar. Meðan að Jón Þorláksson var yfirmaður bankanna, bólaði ekk- ert á því að honumj hugkvæmdist, að bæta úr rekstrarlánaþörf bænda og smiærri útgerðarmanna. En nú virðist áhugi hans í þessu efni hafa blossað upp fyrirvara- laust! Þessi einkennilegu sinna- skifti og þau ákvæði í rekstrar- lánafrumvarpinu, sem J. Þorl. hefir áður talið varhugaverð, vekja grun um, að með þessu máli sé íhaldið að sýnast og beita á' öngulinn fyrir bændur. Því hefir tekist að búa þannig um frum- varpið, að það nær ekki settum tilgangi -og er í sumum atriðum óframkvæmanlegt. En það skifti íhaldið ekki miklu máli, úr því að stjórn andstöðuflokksins var ætl- að að framkvæma lögin. Þegar rekstrarlánafrumv. Tr. Þórh., um búnaðarlánadeild við Landsbankann, var til umræðu á Alþingi, lagðist Jón Þorl. fast á móti því, að þingið fyrirskipaði bankanum ákveðnar lánveitingar, og taldi óhæfilegt að þingið tæki þannig fram fyrir hendur banka- stjórnarinnar. Þessvegna beittust flestir íhaldsmenn þá á móti frv., enda þótt um fasteignaveðlán væri að ræða. — En í rekstarlánafrum- varpi frá þessum fhaldsmönnum nú, er lagt fyrir Landsbankann, að verja 5 milj. kr. af erlendu lánsfé, árlega til útlána innan- lands í áhættu atvinnurekstur, að- eins gegn sjálfskuldarábyrgðar- skírteinum eða samábyrgð lántak- enda. Sparisjóðir eiga að útbýta miklu af lánsfénu og taka gildar ábyrgðartryggingarnar; þannig að bankinn sjálfur hefir þar lítið um að segja, þó hann beri aðalá- byrgðina út á við. — Það sýnist augljóst mál, að J. Þorl. og flokks- rnenn hans eru hér í beinni mót- sögn við ástæður sýnar gegn Bún- aðarlánadeildinni. Og íhaldsmenn sýnast ekkert ragir við það nú, að skipa Landsbankanum og spari- sjóðunum út á hina hálu braut á- hættulánanna, án þess að gera kröfur um föst veð eða eigna- tryggingar! Hvað segja bændur um heilindi íhalds-foringjanna og fyrirhyggju í þessum efnum? Von er að »Vörður« telji þetta mferk- asta ffumvarp þingsins! En hverjir mundu helzt nota þessi lán? Og á hvern hátt ráða þau bót á »skuldaverzlunarbölinu« í fljótu bragði? Þeir bændur, sem geta borgað viðskiftalán sín og reksturskostn- að búa sinna í lok hvers árs, hafa vafalaust möguleika til að fá slík lán hjá lánsstofnunum eða góðum viðskiftavinum; án þess að lög séu um það sett. Þetta frumlvarp er þeim þessvegna engin nauðsyn. En mikill meiri hluti bænda hefir brýna þörf fyrir lánsfé til þess að vinna að jarðrækt og húsabót- um, kaupa vélar og vinnusparandi áhöld við landbúnað, eða báta og veiðarfæri, og létta að meira eða minna leyti af þeim skuldum, sem á búum þeirra hvíla, með ódýrari lánum, til þess að þær íþyngi ekki búrekstrinum árlega. — Rekstrar- lánafrumvar'p fhaldsm. bætir ekk- ert úr þessu. Því að rekstrarlánin eiga bændur að borga upp í topp fyrir miðjan Desember ár hvert, og til þessara hluta, sem taldir voru, þurfa þeir lengri og ódýrari lán. Þrátt fyrir þetta má búast við, að það yrði mikil eftirspurn, eftir rekstrarlánunum. Altaf er nóg af mönnum, einkum í kaupstöðum og þorpum og í grend við þap, sem fást til að spekúlera með bráða- byrgðalánum; kaupa eða leigja skip og báta til fiskjar eða síldar- útvegs eða til þess að ráðast í hey- skap og verzla svo með hey. Það virðist horfa beinast við fyrir slíkumi mönnum, sem engum föst- um viðskiftum eru bundnir, hafa litlu að tapa og skortir atvinnu, að ganga saman í þessi lántökufé- lög og fá rekstarlán út á sjálf- skuldarábyrgð félagsins. En vit- anlega yrði greiðsluskilmálar lán- anna þeim óhagstæðir eins og öðr- um. Eins og rekstrarlánin eru hugsuð, freista þau mest þeirra manna, sem eru djarfastir til á- hættufyrirtækja, og sjást mánst fyrir um að varast fjártöp og só- un og ýmiskonar spilamensku í atvinnurekstri. Um lána- og skuldaverzlunar- bölið er það að segja, að það háir ekkert þeim bændum,, sem geta greitt skuldir sínar við hver árs- lok. Fyrir skuldamqnnunum greiða rekstrarlánin aðeins um nokkra mánuði, og alls ekkert þann tíma árs, sem þeir hefðu frekast þörf fyrir lánin, þ. e. yfir áramótin. — Rekstrarlán þessi geta ekki valdið skjótum breyt- ingum á skuldaverzlun bænda, nema á einn hátt. Þann, að um leið og skuldamennirnir fá rekstr- arlánin í hendur, hlaupi þeir frá fyrverandi lánardrotnum sínum — kaupmönnum eða kaupfélögum — láti skuldina ógreidda, en r.oti peningana til vörukaupa hjá nýj- um viðskiftavini! Sennilegt er að skuldaeigendur létu slíkt ekki líð- ast. _ Og að rekstrarlán skulda- mannanna gengju til afborgunar á verzlunarskuld þeirra að minsta kosti í bili; en yrðu svo ekki end- urgreidd aftur á þeim tíma, sem ixkstrarlánafrumv. ákveður, fyrir miðjan Des. ár hvert. Þetta rekstrarlánakerfi hefir engin áhrif á »skuldaverzlunar- rekstur« bænda, ef lánardrotnar þeirra gæta skyldu sinnar. Bænd- ur verða bundnir við skuldir sínar eftir sem áður og þurfa að greiða af þeim sömu vexti; og kaupmenn og kaupfélög hljóta að halda þeim að því. En hins mega bændur ekki dylj- ast, að í frumvarpinu felst óbeio árás á verzlunarsamtök þeirra. Það er alkunnugt, að aðalflutn- ingsmenn frumvarpsins, J. Þorl. og B. Kr., hata hina skipulags- bundnu samvinnuverzlun bænda og »sameiginlegu ábyrgðina«, af því að þeir skilja, að hún knýr menn til þess að standa saman um áhugamál sín. Þeir berja sér ekki á brjóst út af sameiginlegu á- byrgð samvinnufélaganna, af því að þeir finni svo sárt til þess, að hún skaði bændur! Þeir mundu varla amast við henni, ef að hún trygði þeim sjálfum! hagsmuni eða viðskifti. Frumv. þeirra hefir á tvennan hátt pólitíska þýðingu, eins og áður er getið, er því ætlað Pökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Kristjáns Jónssonar, Oiæsibæ. Börn og tengdabörn. Það tilkynnist ættingjum og vin- um, að konan Rannveig Sigríður Jónsdóttir andaðist að Dagverðar- eyri 19. þ. m. Jarðarförin er ákveðin Fimtudaginn 29. Marz n. k. og hefst kl. 12 á hádegi með húskveðju á heimili hinnar látnu. Eiginmaður og börn. að vinna handa íhaldinu hið tap- aða fylgi bænda, og í öðru lagi er því ætlað að leiða bjargálnabænd- ur smátt og smátt frá samvinnu- félögunum með viðskifti sín. Þeg- ar bændur fá rekstrarlánin í árs- byrjun til vörukaupa sinna, er búist við að kaupmenn stikli á tánum og bjóði þeim vörur sínar fyrir peningana, ef til vill fyrir aðeins kostnaðarverð þeirra eða jafnvel minna. Hugsanlegt er, að þeir kynnu að slæða einn og einn bónda með tylliboðum sínum, og auka þannig umsetninguna. Hitt er engu síður óhugsandi, að kaup- menn fengju þessa bændur líka til þess að selja sér innlendu vöruna að haustinu, gegn loforði um að greiða fyrir þá reksturslánin fyr- ir 15. Des. Bóndi, sem fær vöruna með góðu verði að vorinu, er lík- legur til þess að lofa kaupmannin- um aftur viðskiftum að haustinu. En ekki er ómögulegt að kaup- menn kynnu þá að rétta hlut sinn á kaupum innlendu vörunnar, ef þeir hefðu þóst græða lítið á sölu erlendu vörunnar, og svo hefðu þeir peningana í veltu slxrni meiri hluta ársins. — Rekstrarlánin gæfu kaupmönnum miklu frjáls- ara svifrúm til þess að spekúlera og ginna viðskiftamenn t. d. frá samvinnufélögunum. Kaupmanna- og milliliðastéttirnar mundu auk- ast að másjöfnu liði og vanspilun og fjáreyðsla fara vaxandi. — B. Kr. og J. Þ. hafa gengið þannig frá þessu frumvarpi sínu, að það má líkja því við botnvörpu fyrir Íhaldskaupmenn og spekúlanta. f þetta sinn verður eigi rætt um þau atriði frumv., sem fjalla um tryggingar reksturslánanna; en þar er mjög ógætilega og bama- lega um hnútana búið. — Það miá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.