Dagur - 23.03.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 23.03.1928, Blaðsíða 3
13. tbl. DAOUR 53 FUNDUR verður haldinn í Framsóknarfél. Akureyrar Fimtud. 29. þ. ml. í bæjarstjórnarsalnum kl. 8 y2 s. d. Fundarefni: 1. Þingfréttir, 2. Brynleifur Tobiasson flytur er- indi og verða umræður á eftir. Stjómin. t Séra Jón Arason. í síðasta blaði var stuttlega skýrt frá láti þessa merka manns. Sjúkdómsins (krabbameins) er leiddi hann til bana, kendi hann síðastliðið haust; en gegndi þó embættisstörfum sínum til hins síðasta. Séra Jón var fæddur 19. Okt. 1868 í Runkahúsum á Reykjanesi; foreldrar hans voru Ari Jochumsson — bróðir Matt- híasar skálds — og kona hans Katrín Jónsdóttir. Jón útskrifað- ist úr Latínuskólanum 1885 með I. eink.; og af prestaskólanum 1887, einnig með I. eink. Árið 1888 var honum veittur Þórodds- staður í Köldukinn; en Húsavík- urprestakall fékk hann 21. Marz 1891, og þjónaði hann því til dauðadags. Séra Jón var vinsæll prestur og góður ræðumaður. Kennara- hæfileika hafði hann ágæta var mjög góður málamaður og stærð- fræðingur; enda kendi hann að jafnaði heima hjá sér á vetrum, bjó unga menn undir langskóla- nám o. s. frv. Ennfremur kendi hann oft við unglingaskólann í Húsavík. Hann var jafnan frem- ur fáskiftin um opinber mál, en skyldurækinn í sínu embætti og vandaður í háttum sínum. — Kvæntur var hann Guðríði ólafs- dóttur frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi; lifir hún mann sinn ásamt 6 börnum þeirra hjóna og eru þau: ólafur læknir í Reykja- vík, Rútur skósmiður í Rvík, Kristinn kaupmaður í Húsavík, Ari héraðslæknir í Hróarstungu- héraði, Karitas og Katrín báðar í Húsavík. útför séra Jóns fór fram í gær í Húsavík að viðstöddu fjölmenni. Húskveðju flutti Benedikt Björns- son skólastjóri. En í kirkjunni flutti prófastur Ásmundur Gísla- son útfararræðu. Þar var sungið kvæði eftir Huldu (frú Unni B. Bjarklind) og Júlíus Havsteen sýslumaður flutti nokkur kveðju- orð. Kirkjan var prýðilega skreytt tjöldum, blómum og Ijósum, og var athöfnin öll sú viðhafnar- mesta, sem verið hefir á Húsavík, við slík tækifæri. — Öll börn hins látna voru viðstödd útförina, að undanskildum Ara lækni, sem var nýfarinn aftur austur til héraðs síns, en hafði verið hjá föður sín- um' síðustu lífsstundir hans. ------o----- Aðalfundur Samb ísl. samvinnu- félaga er ákveðinn 12. Júní í Rvík. Æiintýri á gönguför verður leikið næst- komandi Laugardag úg Sunnudag kl. S. Simskeyti. Rvík 19. Marz. Róðrarbátur úr Vogum fórst á heimleið úr róðri á Laugardaginn. Sex menn druknuðu. Báturinn hafði hjálparvél; hefir sennilega fest sig á dufii og hvolft; bylur var og vont í sjó. Enskur togari sigldi á færeyskan kútter í Eyrarbakkabugt, og sökk hann á fáum mínútum. Mannbjörg varð. Genf: Afvopnunarfundur stendur yfir; ræðir hann um afvopnunar- tillögur Rússa. ísafirði: Póstafgreiðslumaðurinn í Bolungarvík hefir verið kærður fyrir vanrækslu við að líma verðtoilsfrí- merki á póstböglasendingar og fylgibréf. Sýslumaður setti réttarhöld og úrskurðaði að póstafgreiðslu- maðurinn skyldi settur í gæzluvarð- hald. Fréttaritari Fb. á ísafirði segir, að álitið sé að óvildarhugur hafi ráðið um upptök málsins. Sig. Eggerz flytur þá breytingu við hegningarlöggjöfina, að dauða- refsing skuli úr lögum numin, en í staðinn komi tyftunarhúsvinna æfilangt. Rvík 21. Marz. Mentamálaráð, þinglýsing skjala og aflýsing, alt afgreitt sem lög frá Alþingi. Washington: Bandaríkjastjórn sendir 2000 sjóliðsmenn til Nicara- gua, til þess að gæía kosninga þeirra, er þar fara í hönd. ísafirði: Póstafgreiðslumanninum i Bolungarvik hefir verið slept úr gæzluvarðhaldinu; sakir taldar litlar eða engar. Frumv. um ríkisrekstur á útvarpi afgreitt sem lög; ennfremur frumv. um sundhöll i Reykjavík. Rvík 22. Marz. Þegar Esja kom til Reykjavík- ur úr síðustu hringferð, kom í ljós að brotin höfðu verið innsigli tveggja póstpoka frá Blönduósi og Sauðárkróki. úr Blönduóspok- anum var stolið verðpóstinum ca. 4000 kr. í peningum og úr Sauð- árkrókspóstinum var stolið al- mennum bréfum, en verðpóstinum ekki hreyft. Frá Húsavík: Pemberton tog- ari frá Hull strandaði morguninn 20. þ. m. við Kílsnes á Melrakka- sléttu; mannbjörg varð. Rvík. 23. Marz. Konungur vor og drotning hafa sent hingað 1200 kr. gjöf til forn- rítaútgáfunnar og tjáð sig fús til þess, að verða verndarar fyrir- tækisins. í gærkveldi kom hingað færeysk skúta »Acorn« með lík 6 háset- anna og þrjá hættulega særða. Skútan var 20. miarz á Selvogs- banka, er sjór gekk yfir skipið og kviknaði í karbit-dunk. Varð sprengingin í lúkarnum og hann allur í eldhafi. 10 menn aðrir voru á skipinu, en þeir sem í eldinum lentu og tókst að slökkva eftir % stundar. herbergi til leigu á »Sigur- hæðunu, A I þ i n g i. Þingsályktunartillaga kom fram í sameinuðu þingi í fyrradag, frá 5 íhaldsmönnum, með Jóni Þor- lákssyni í broddi fylkingar, þess efnis, að Alþingi álykti að víta dómsmálaráðherra fyrir aðgerðir hans í varðskipamálinu. Er brosað að þessu tiltæki Jóns Þorláksson- ar og vita menn ekki enn, hvað hann ætlar að græða á því, Neðri-deild afgreiddi fjárlögin með 660 þús. kr. tekjuhalla. Tekjuaukafrumvörpin voru þá það á veg komin, að sýnilegt þótti að fram myndu ganga; þótti því rétt að auka gjöldin til verklegra framkvæmda og til Landnáms- sjóðs. Fjárlögin eru nú í nefnd í Efri-deild og er ætlun meiri hluta deildarinnar að skila fjárlögunum tek j uhallal ausum. Breytingartill. beggja nefndar- hluta, við frumvarp um dragnóta- yveiðar, eru á þá leið, að leyfa megi veiði í landhelgi yfir haustmán- uðina, nema á þeim stöðum, þar sem veiðin er bönnuð með sérstök- um samþyktum. * Afgreidd lög: Um undanþágu Eimskipafélags íslands frá skatt- greiðslu og lög um heimild fyrir hreppstjóra til þess að fram- kvæma lögtak. -----o----- Ranghverfar fréttir. Ritstjóri »ísl.« er of mikið smá- menni til að leiðrétta missagnir sínar. En honum er kunnugt að stjórnmálafréttir frá honum sjálf- um eru eigi teknar trúanlegar al- ment; þessvegna þykir honum vissara að flytja þingfréttir frá ónefndum »fréttaritara í Reykja- vík«. Og þegar slíkar þingfréttir eru samansoðinn blekkingavaðall og uppspuni, þá telur »Dagur« ó- svífni af »ísl.« að flytja þær und- ir slíku yfirskini. — ^ Það er al- kunnugt að Gunnl. Tryggvi hefir allar þingfréttir sínar frá rit- stjórum Morgunblaðsins; en hann veigrar sér þá líka við að feðra þær rétt, af því að »Morgunbl« er alræmt fyrir hlutdrægni og rang- hermi um þingmál í vetur. — Vesalmenskan er á háu stigi þeg- ar ritstjórar íhaldsblaðanna telja sér ekki orðið fært að gangast við fréttaburði sínum! Heimildafrumvörp stjómarinn- ar. Stjórnin bað um 100 þús kr. fjárheimild til þess að reisa fangahús eða vinnuhæli fyrir fanga og nú er það orðið að lög- um. »ísl.« taldi að hér væri um að ræða 3—400 þús kr., og hann heldur áfram að lemja höfðinu við þessi ósannindi, og slúðrar um yfirlýsingar frá dómsmálaráðh. í ræðu. — En dómsmálaráðh. tók það skýrt fram í umræðum um þetta mál, að þessi fjárheimild yrði ekki notuð, nemja að fært þætti að gera við Eyrarbakkaspít- alann í þessu augnamiði, fyrir svipaða upphæð og heimildin til- tekur. t heimildarfnmvarpi stj. um að reisa hús fyrir opinberar skrif- Héraðslæknirinn ætlar fyrst um sinn að hafa viðtalstíma daglega fyrir sjúklinga kl. 1—2 í Brekkugötu 7A. niðri, en heima Spítalaveg 9 kl. 5—6 e. h. stofur í Rvík er engin tiltekin fjárupphæð; þó að »ísl.« hafi þær tölur á hraðbergi. Annars mun stj. gera ráð fyrir lántöku til þeirrar byggingar, þegar til kem- ur. Það er hinsvegar upplýst að ríkissjóði muni árlega sparast fé svo að skiftir mörgum tugum þús- unda í húsaleigu, þegar þessi bygging verður reist. Svo að það er næsta ósvífin blekking af »ísl.« a$ telja þessa ráðstöfun til fjár- bruðlunar«. Nýja strandferöaskipiö var eitt missagnamál »ísl.« (en ekki »strandvarnarskipið« eins og rit- stj. misritar í síðasta blaði sínu!) Taldi hann að skipið ætti að kosta 700—800 þús. kr., og reynir nú að hengja hatt sinn á, að minnihl. samgöngumálanefndar áætli það 600—700 þús. kr., svo að þess- vegna séu nú ósannindin ekki mikil! en þess er að gæta, að nefndin gerir ráð fyrir fullkomn- ara skipi, en stjórnarfrumvarpið ræðir um því að stjórnin ætlaðist ekki til að kostnaðurinn færi yfir 4—500 þús. kr., eins og »Dagur« hefir sagt. Ritstj. »ísl.« fer í öll- um atriðum í gegnum sjálfan sig. »ísl.« hafði sagt að landbúnaðar- málin og tekjuaukafrumvörpin gengju treglega í þinginu; nú er hann farinn að skýra frá samþykt þeirra; það er sárast fyrir hann að þurfa að snoppunga sjálfan sig fyrir skröksögur sínar. Miklar gáfur þykist Gunnl. Tr. sýna með því að þrjóskast við að játa ósannindi sín um skiftingu bæjarfógeta- og lögreglustjóra- embættanna í Rvík. íhaldinu þyk- ir sárt að ríkissjóður skuli spara 60—80 þús. kr. á þeirri ráðstöfun. Rímæfingar eftir Benedikt Einarsson. Vetrarkoma. Fölnar hárið Fjörgynjar, fellur snjár á merkur. Ýfir báru út á mar armur Kára sterkur. Morgun. Fram til stranda flest er hljótt, faðmar landið særinn. Sól að vanda sigrar nótt; sunnan andar blærinn. Vorið. Hrím af tindum hverfur burt, hlýjum vindi borið. Elfur, lind og unga jurt örmum bindur vorið. Haustkvöld. Sig þá flytur sól að mar, sendir glit um voga, brosa litir bifrastar: blys á vitum loga. Vetur. Hnjúkar frjósa, hlíð og fell; himinljósa glætur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.