Dagur - 23.03.1928, Page 2

Dagur - 23.03.1928, Page 2
52 DAGUR 13. tbl. ÍLínuverK tjargað og ótjargað, allar tegundir. ||2 Önglar og taumar fyrir mótorbáta p@ og árabáta. H!2 Grenslist um verð áður en þér íestið P*® kaup annarstaðar. 3* KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. ífwSíwBrw • •-• • •-•-• -• • • -• •-•-•-•-•-•-•-••-• Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. segja að í frumvarpi þessu felist viðurkenning frá íhaldsflokknum á því, að bændur skorti reksturs- fé; en þess hefir varla orðið vart áður úr þeirri átt. Þetta er nálega hið eina, sem telja má frumvarp- inu til gildis; en annars hafa kröf- ur og tillögur um aukið reksturs- fé handa bændum verið dagskrár- mál Framsóknarflokksins svo ár- um skiftir; enda verður um þau mál búið á hagkvæmari og tryggi- legri hátt, en gert er r þessu í- haldsfrumvarpi, því að úrlausnar- ákvæði þess eru bæði ómerkileg og skaðleg. Áform B. Kr. eru þar útbúin eins og gildrur fyrir bændur, þó að honum kunni sjálfum að mis- líka gyllingarnar, t. d. samá- byrgðin; en undarlegt er, að Árni frá Múla skuli vera svo hreykinn af að taka þessi fósturbörn karls- ins að sér til umsjár og framfær- is. Hann mætti þó muna viðskifti B. Kr. og hinna eldri samvinnu- frömuða og bændaforingja hé/ á landi. Þá stóðu þeir á verði um hagsnruni og samtök bænda gegn kaupmannavaldinu; en nú heldur Á. J. »Vörð« um áhugamál B. Kr. og stéttarbræðra hans. —:—o----- 100 ára Ibsensminning. Hinn 20. þ. m., á Þriðjudaginn var, voru hundrað ár liðin frá fæðingu norska stórskáldsins Hen- riks Ibsens. í tilefni þess flutti Davíð skáld Stefánsson fyrirlestur í Samkomuhúsinu; var það gert að tilhlutun Stúdentafélagsins. Rakti ræðumaður nokkuð æfiatriði Ibsens, en lýsti þó einkum andlegum af- rekum þessa skáldajötuns, eins og þau koma fram í leikritum hans. Húsfyllir var og sátu áheyrendur hugfangnir undir ræðunni, sem stóð yfir nokkuð á annan tima. --------o------- Kirkjan. Messað á Sunnudaginn í Lögmannshlíð kl. 12 á h, d. „Æjintýri á gönguföF. Að þessum tíma hefir Leikfélag Ak. sýnt alvöruþrungna leiki í-vetur. Nú hefir það brugðið út frá þessari venju og hefir á boðstólum verulega skemtilegan gamanleik. Er það »Æíintýri á gönguför«. »Æfintýrið« er gamall og góður kunningi, og hefir sá leikur áður reynst einkar vinsæll og svo mun enn reynast. Leikurinn var sýndur í fyrsta sinn á Laugardaginn var, og verður ekki annað sagt en að tækist vel að öllu samaniögðu og á vissum svið- um ágætlega. Útbúnaður allur er í bezta lagi og leikendur mjög vel valdir vegna söngsins. Jóhann Þ. Kröyer sýnir assesor Svale; er hann sýndur í öðru gerfi en áður hefir tíðkast og öllu skringilegri; er karlinn hinn spaugi- legasti og mjög vel leikinn. Dóttur hans og frænku, Láru og Jóhönnu, leika þær ungfrúrnar Anna Flóvents- dóttir og Dagrún Halldórsdóttir, og ferst báðum laglega. — Vermund skógfrœðing ieikur Zophónías Árna- son, og er leikur hans góður og söngrödd hefir hann ágæta. — Kranz he'raðsdómara leikur Jóhannes Jónas- son. Nokkuð skortir á að þessi nautheimski vindhani sé sýndur eins eðlilega og vera ber, enda er hlutverkið örðugt að ýmsu leyti, að vísu tekst J.J. vel að sýna heimsk- una og einbættishrokann, en þessi hlægilega, smásmuglega sjálfsánægja í heimskunni kemúr ekki nógu skýrt íljós; fyrir vikið verður hann ekki eins »komiskur« og skyldi. Ennfremur sýnir J. J. Pétur bónda og ferst það sæmilega; þó ekur hann sér óþarflega mikið. - Frú Kranz leikur frú Guðrún Jóhannesdóttir; er hún kunn leik- kona hér í bæ frá fyrri tið og gat sér þá góðan orðstír og er síst að sjá í þessum leik að henni hafi farið aftur. — Herlöv stúdent, ærsla- belginn niikla, sýnirSigurður Hlíðar; tekst honum ágætlega að sýna fjörið og græskulausan gáskann, en málrómurinn er nokkuð hvell og óskýr. — Hinn stúdentinn Éibekk, leikur Agúst Kvaran. Þenna draum- lynda gáfu- og gæðamann leikur A K. af mikilli list. - Gísli Magn- ússón fer með hlutverk Skrifta-Hans og tekst honum það prýðilega. Ágúst Kvaran var leiðbeinandi við undirbúning leiksins, og hefir hann að kunnugra manna sögn leyst það starf af hendi með ná- kvæmni og af alúð. Það er góð og saklaus skemtun að horfa á »Æfintýrið«. ------o------ Um víða veröld. Hundrað ára minning Ibsens. Hinn 20. þ. m. voru 100 ár liðin síðan Henrik Ibsen fæddist — skáldkonungur Norðmanna. — Heimiurinn dáðist að honum, Norðmenn -höfðu eignast stór- skáld á alþjóðamælikvarða. Ef til vill mesta skáld samtíðarinnar. Það hefir komið í Ijós síðan hann dó, að hann var meira skáld, en samtíðarmenn hans álitu. Hann var ekki vel látinn né elskaður af þjóð sinni, enda voru ádeilurit hans sum nöpur og oft misskilin. En núlifandi kynslóð Norðmanna metur Ibsen líklega mest af norskum skáldum; og er mjög vel vandað til hátíðahaldanna, sem háð eru í helztu bæjum Noregs þessa dagana. Leiksýningar í sambandi við af- miælið hófust 14. þ. m. í Osló og áttu að standa til 20. s. m.; þar átti að sýna 8 af helztu leikritum skáldsins. En 22.—23. þ. m. átti að hafa 2 leiksýningar í Bergen. í Osló eru auk þessa haldnir fyr- irlestrar um Ibsen, og sýningar hafðar á handritum hans og ýms- um munum'. Norska stjórnin, rit- höfundafélag Norðmanna, lista- mannafélagið og borgarstjórnir í Osló og Bergen halda veizlur í sambandi við minningarhátíðina. Auk opinberra fulltrúa frá öll- um ríkjum Evrópu og flestum ríkjum Ameríku, hefir flestum þeim mönnuifi, serrv orðstír hafa getið sér við rannsóknir á skáld- verkum Ibsens, verið boðið á há- tíðina. Blaðamannafél. fslands og Leikfél. Reykjavíkur var boðið að senda fulltrúa þangað, og fóru þeir utan samkvæmt vali félag- anna: Þorsteinn Gíslason ritstj. og Indriði Einarsson rithöfundur. Forsetakosningar í Bandaríkjun- um. eiga fram að fara á þessu ári. Fjöldi Republikana hefir viljað að Coolidge yrði enn í kjöri. Hef- ir um það verið deilt, því sumir telja að hann hafi verið forseti tvö kjörtímabil; var hann kjörinn varaforseti 1920, og tók sætið við fráfall Hardings. En það er göm- ul, rótgróin venja, að engin má gegna forsetastörfum nema tvö kjörtímabil. — Hinsvegar hefir Coolidge sjálfur lýst því yfir, að hann gefi ekki kost á sér; og öld- ungadeild þjóðþingsins í Banda- ríkjunum hefir nýskeð samþykt ályktun andvíga því, að nokkur forseti gegni embætti þrjú tíma- bil; má því telja víst að Coolidge komi ekki til greina, þó það sé á- hugamiál fjölda manna vestra. Herbert Hoover verzlunarmála- ráðherra Bandaríkjanna hefir fallist á að verða í kjöri við kosn- ingu forsetaefnis Republikana. Hann er einn mikilhæfasti stjórn- málamaður Bandaríkjanna, og hefir gegnt ábyrgðarmiklum störfum, við hin stærstu skipu- lagsmálefni. Hann annaðist yfir- stjórn matvælaúthlutunar á með- al bágstaddra ófriðarþjóða í lok heimsstyrjaldarinnar, á friðar- fundinum í París 1919 var hann skipaður yfirmaður Amerísku hjálparstarfseminnar í Evrópu; og umsjón hafði hann með allri hjálpar- og endurreisnarstarfsemi eftir að Missisippiflóðin geisuðu í fyrra um Suður-ríkin. Hoover er verkfræðingur, og fæddur 1874, í ríkinu Iowa. Þráólaust talsímasamband magnast óðum!. Má nú tala frá Bandaríkjunum og Canada til Englands og einnig til Brussels og Andwerpen í Belgíu; er ráð- gert að setja upp þráðlausar tal- stöðvar í flestum stórborgum Norðurálfunnar. Verður þá Eng- land einskonar skiftistöð milli Norðurálfu - og Vesturheims. Einnig er ráðgert að fjölga til mikilla muna þráðlausum tal- stöðvum um alla Norður-Ame- ríku. Brezki stjómmálamaöurinn Her- bert Henry Asquith, lést 15. f. m. Hann var fæddur 1852. Lögmaður varð hann 1876 og víðkunnur fyrir málafærslu- starfsemi sína. Á þing var hann kosin 1886. Hann var innanríkis- ráðherra 1892 í fjórða ráðuneyti Gladstones, og gegndi því til 1895. Ráðherra varð hann aftur 1905; og þegar Campell Bannermann lést 1908, varð Asquith forsætis- ráðherra og gegndi því til árs- lcka 1916. Hann var aðal-leiðtogi frjálslynda flokksins (liberala) 1905—1914, er flokkurinn fór með völdin í landinu. Átti hann manna mest þátt í þeim miklu umbótum, sem þá voru á ýmsum sviðum í Englandi, og þótti vin- veittur verkalýðnum. Á stríðsár- unum þótti sumum flokksmönnum hans, að hann skorta einbeitni og kjark og fylktu sér þá um Lloyd George, þáverandi fjármálaráð- herra, er bolaði Asquith frá stjórnarformenskunni 1916. En flestir ákveðnustu flokksmennim- ir héldu þó trygð við Asquith. Hann féll að vísu við Desember- kosningarnar 1918, en komst aft- ur að við aukakosningar í Febrú- ar 1920; gerðist þá aftur aðalleið- togi flokksins síðustu árin og stýrði honum með meiri festu og vinsældum en L. G. — í fyrra tók Lloyd George við flokksstjórninni. Firðsýni (television) hefir hepnast nýlega, samkvæmt tilraunum á milli London og New York. Þeir, er töluðu saman yfir Atlantshafið, gátu greint andlits- drætti hvor annars. Tilraunirnar voru gerðar með aðférð hins skotska uppfyndingasnillings Baird, og undir forystu hans. Er rannsóknum og endurbótum hald- ið áfram af miklu kappi beggja megin hafsins og talið að bráð- lega verði komið á firðsýnissam- bandi, er borgi sig, á milli Bret- lands og Ameríku.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.