Dagur - 23.03.1928, Síða 4

Dagur - 23.03.1928, Síða 4
I 54 DAÖUR 13. tbL * Hjálparstöð fyrir berkla- veika og hjúkrunarstöð fyrir Akureyrarbæ. Stjóm Rauða Kross deildarinnar hér í bænum hefir beitt sér fyrir því, að reyna að koma á fót hjálparstöð eða hjúkrunarstöð fyrir bæinn, í líkingu við Hjálparstöð Líknar í Reykjavík. Hefir stjómin í því skyni sótt um fjárstyrk til Aiþingis og sömuleiðis til bæjarstjómar kaupstaðarins. Hjúkrunarstöðvar af því tagi, sem hér ræðir um, hafa á síðustu tveim áratugum rutt sér til rúms í öilum menningarlöndum, ekki sízt á Englandi og á Norðurlöndum. Af öllum þeim mörgu nytsömu heilbrigðisráðstöfunum, sem eg í vetur kyntist á Englandi, bæði í Lundúnum og úti um sveitir þar í landi, leizt mér einna bezt á hjúkrunarstöðvarnar (Tuberculosis Dispensaries, School Treatment Centers, Child Welfare and Matemity Centres), sem óðum eru að komast upp í öllum bæjum stærri og minni og úti um sveitir. Hjúkrunarstöðvarnar miða til þess, að útbreiða meðal alþýðu þekkingu á sjúkdómum og þó einkum rúðum til þess að koma i veg fyrir þá eða leita lœkningar i tœka tíð. Stöðvar þessar eru ýmist kostaðar algerlega af opinberu fé (ríkissjóði einum eða rfkissjóði og bæja- eða sveitasjóðum í sanieiningu) eða af frjálsum styrk borgaranna og einstakra félaga. Lítt efnuðu fólki eru þar látnar í té ókeypis leiðbeiningar af lækni og hjúkrunarkonum um háttalag og með- ferð sjúklinga, og þegar efni stöðvarinnar leyfa er þeim veitt ódýr eða ókeypis hjúkrunarhjálp í heimahúsum, lánuð hjúkrunargögn, lánaður eða gefinn rúmfatnaður og annar fatnaður og séð fyrir ódýrum og hollum matvælum. Lærð hjúkrunarkona sér um stöðina (2 herbergi á hentugum stað í bænum) fram við ós á fáguð svell festa rós um nætur.. Morgunsigling. Syndir gnoðin, svalur blær sogar boðaföllin, morgunroði meðan skær málar goð á fjöllin. Mótbyr lífsins. Vonir fenna, vaknar þrá. Vinslit kenna árin. Hjörtu brenna, hlýrum á höfug renna tárin. Útþrá. Fjörið eyðist; anda minn útþrá seyðir gjarna gegnum heiðan himininn hátt á leiðum stjarna. Fjólan. Þroskuð hóli háum á hress við gjólu slagi dansar fjólan fagurblá fram að sólarlagi. Sumarnótt. Dags við flótta skrautið skín skýin hljótt um vefur. Fyrir óttu sólarsýn sumarnóttin gefur. • • • i Undirritaður hefir nú sem stendur margar tegundir af málara- pappír. Einnig pappír til þess að líma á hurðarúður og glugga (í staðinn fyrir matt gler). Ennfremur allar algengar málaravörur. Jón Þór. Rar mætir læknir til viðtals á vissum tímum, þar eru geymd hjálpartæki félagsins og þangað geta þeir snúið sér, er óska aðstoðar hjúkrunarkonu á heimilum sínum. Þegar stöðin efnast, eru fleiri hjúkrunarkonur í þjónustu hennar og njá jafnvel senda hjúkrunar- konur út um sveitir ef þarf. Eins og áður er getið eru margar tegundir hjúkrunarstöðva í stórbæjum — hjálparstöðvar sem eingöngu eru fyrir berklaveika, skólahjúkrunarstöðvar fyrir alþýðuskólabörn, hjálparstöðvar fyrir mæður og ungbörn o. fl. — í smærri bæjum hefir sama stöðin mörg verkefni að leysa. Þannig hefir það líka orðið í Reykjavík, Hjálparstöð Líknar leiðbeinir ekki einungis berkla- sjúklingum, heldur veita hjúkrunarkonur þaðan allskonar sjúklingum hjálp úti um bæinn. Og þetta er hugmyndin að geti einnig orðið hér. Við Jónas læknir Rafnar höfum lofað aðstoð okkar við stöð þessa á vissum tímum vikunnar. Og svo er ætlast til, að sú hjúkrunarkona, sem ráðin verði við stöðina, geti bæði veitt aðstoð á heimilum úti um bæinn, litið eftir fátækum heimilum til að leita að hvar hjálpar sé þörf og verið hjúkr- unarkona við barnaskólann þ e komið þangað á vissum tímum til að aðgæta þrifnað og heilsufar barnanna, vigta þau og í ráðum við foreldrana sjá um að þeim verði veitt læknishjálp og önnur hjálp er þarf. — Rað er að vísu nú töluverð framför orðin frá því sem áður var, að Iæknir skoðar öll skólabörnin á haustin, en margfalt meira virði er þó, að börnum þeim, sem veil eru fundin, sé vandlega fylgt á hverri viku og ráð í tíma tekin til að varðveita heilsu þeirra. í barnaskóla Reykjavíkur hefir hjúkr- unarkona síarfað daglega í nokkur undanfarin ár í samráði við skólalækni og tannlækni og hefir það reynst ágætlega. Eg er ekki í vafa um að sama muni Akureyrarbúum reynast. Að endingu skal eg geta þess, að áhugi minn á að stuðla að því að hjúkrunarstöð hér í bænum komist á fót er meðfram til orðinn fyrir það, að eg þekki íslenzka hjúkrunarkonu, sem lært hefir á Englandi í 4 undanfarin ár sérstaklega til þess að starfa sem bæjarhjúkrunarkona (Health visitor). Og eg veit að hún væri fús á að taka þessa stöðu að sér hjá okkur ef vér gætum bpðið henni það. Og eg veit hinsvegar, að ef hún ekki fær slíka stöðu hér á landi, mun hún ílengjast á Englandi eða í Ameríku, því henni býðst nóg að starfa, þar þareð hún hefir leyst próf sín af hendi með ágæt- um vitnisburði og talar ensku sérlega vel Eg get fullyrt að bænum væri giftusamlegt að prófa þjónustu þessarar stúlku og vil eg skora á góða menn og konur bæjarins, að ljá því máli fylgi sitt. Áhættan væri í öllu falli ekki mikil að leggja í þann kostnað a. m. k eitt ár fyrst um sinn. Akureyri 20. Marz 1928. Steingrimur Maiihíasson. Uppboðsauglýsing. Ár 1928, Laugardaginn 31. Marz, vprða á opinberu uppboði seldar hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst, útistandandi skuldir, tilheyrandi þrotabúi verzlunar Snorra Jónssonar, Akureyri. Uppboðið fer fram á skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri og hefst kl. l'/2 síðdegis. Uppboðsskilmálar birtir á staðnum. Bæjarfógetinn á Akureyri. Brent og maláð kafji framléiðum við úr beztu vöru og með nákvæm- ustu aðferðum. Hver er sá, sem neitar því, að rétt sé — að öðru jöfnu — að styðja það, sem íslenzkt er? Kaffibrensla Reykjavíkur. Fleur d e P a r is og Fleur de L uxe smávindlarnir eru mest R E Y K T I R. Mjalfavélar Alfa-Laval mjaltavélar eru B—E—Z— T—A—R. XATOL Samb. ísl. Samvinnufél. Verð kn 0,75stk hin dásamlega Tatol-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan og bjartan litarhátt. EINKASALAR: I. Brynjólfsson & Kvaran Reykið Capstan Navy Cut Medium Reyktóbak (pressað). Pilsner Sezt. — Ódýrast. ínnlent. Van Houtens Suðusúkkulaði er það bezta sem til landsins flyst. Ailar vandlátar húsmæður kaupa það. Ritstjóri: Þórólfur Sigurösson. Prentsmiðja Odds Björnsaonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.