Dagur - 11.05.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhánns- ' son í Kupfélagi Eyfirð- inga. er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XI. ár. -• • •- Akureyri, 11. Maí 1928. •-•••-•••••••-•-•-• • 21. tbl: • ••••••••••• • • • • ••• • • • • • ♦ • Bæjarstjóra- kosningin. Við bæjarstjórakjör það, sem fram á að fara hér á Akureyri 16. þ. m., verða stærstu stjórnmála- flokkarnir hér í bænum í andstöðu hvor við annan. Annar frambjóð- andinn Jón Steingrímsson er jafn- aðarmaður' og opinberlega studdur af verklýðsfélögunum í bænum. Hinn frambjóðandinn, Jón Sveins- son, telur sig fulltrúa allra flokka. Að líkindum hefir hann einhuga fylgi frjálslynda flokksins á Akur- eyri! En aðaltraust sitt mun hann hafa á íhaldsflokknum í bænum. Ýmsir íhaldsmenn munu þó eigi vera sem ánægðastir með liann, og að líkindum hefðu þeir boðið fram annan mann, ef þeir hefðu ekki hugsað sér að Jón Sv. kynnj frem- ur að hljóta atkvæðastuðning úr öðrum flokkum, og hafa þannig meiri líkur til þess að ná kosningu. Þessvegna er nú talað um það á- kaflega sakleysislega manna í milli að bæjarstjórakosning eigi ekki að vera pólitísk! Og Jón Sveinsson þykist svo sérstaklega hæfur til að gæta velferðar allra bæjarbúa. Þess- um hræsnishjúp flokksleysingjans er nú beitt gegn flokkaskiftingunni, sem talið er að leiði til úlfúðar í bæjarmálum. í kosningum sem snerta kristni og kirkjumál þykir þessi hjúpur eiga einkar vel við; en það er furðuleg fjarstæða, að nokk- ur maður skuli halda því fram að pólitíkin komi ekkert nærri bæjar- málum. Þeir sem halda þegsu fram trúa því vitanlega ekki sjálfir, en ætla þeim sem fávísari eru að gleypa við því, enda er það vitan- legt, að sá sem telur sig flokksleys- ingja er jafnan dulbúinn fulltrúi á- kveðins flokks þegar á reynir. Við þessar bæjarstjórakosningar er Jón Sv. aðallega verkfæri íhaldsmanna, eins og hann hefir verið síðustu missirin; og meðal annars hlýtur það að hafa veruleg áhrif á afstöðu sanivinnumanna hér í bænum við þessar kosningar. Um Ieið og Dagur gerir grein fyr- ir þátt-töku samvinnunianna í þess- um kosningum, þykir hlýða að minnast með örfáum orðum á bæj- arstjóraefnin. Sá er þetta ritar hef- ir haft kynni af þeim báðum í mörg ár. Jón Steingrímsson er alinn upp á Húsavík og tileinkaði sér þar þeg- ar í æsku samvinnuhugsjónir og er- lendar jafnaðarkenningar, einkum j' samvistum við Benedikt á Auðn- um. Á skólaárum sínum í Rvík mun hann einkum hafa samrýmst jafn- aðarstefnunni, eins og hún birtist þar í baráttunni við ofurefli íhalds- ins. Hér á Akureyri hefir hann lítið gefið sig að opinberum máliim en verið óskiftur við sitt starf. Þjóð- málaskoðunum sínum fylgir hann á- kveðið þannig að hann er jafnaðar- maður en ekki kommúnisti. Hann hefir og tekið nokkurn þátt í kaup- félagsstarfsemi hér í bænum, sem félagsmaður í Kaupfélagi Eyfirð- inga, að því leyti er hann einnig góður samvinnumaður. Hann hefir því haldið fast við skoðanir sínar frá upphafi. Hófsemdarmaður er hann og hlyntur bindindismálum, enda verið bindindismaður sjálfur um margra ára skeið, drjúgur til starfa og hreinn og ákveðinn í við- skiftum. Þegar Jón Sveinsson kom í skóla, var hann ötull og kappsamur til náms og annara starfa; þá fylgdi hann landvarnar- og sjálfstæðis- mönnum að málum og það gerði hann jafnan meðan þeir höfðu nokkur stjórnmálasambönd. Þegar hann koni hér fyrst til Akureyrar var hann studdur til starfs af hin- um framsæknari mönnum í bænum; og meðan það hélzt, virtist svo sem hans innri maður nyti sín betur til framkvæmda. En svo virðist sem skólavistin og ef til vill skortur á hófsemi, . hafi lamað mjög starfs- hvöt lians og skerpu. Einhver hulin öfl virðast hafa sveigt hann á síðT ari árum til samræmis við meiri- hlutann í • bæjarstjórninni og til þegnskapar við íhaldsstefnuna í bænum. Það er eins og sjálfstæðis- maðurinn hafi visnað í þeim faðin- lögum, og kraftarnir dofnað. Jón Sveinsson er nú heimilislaus í póli- tík, en íhaldsmenn reyna að tileinka sér hann hér í bænum. Ýmsir samvinnumenn í bænum hafa þegar gerst meðmælendur Jóns Steingrímssonar. Þeim þykir hann líklegri til að starfa meira í sani- ræmi við samvinnustefnuna í bæj- armálum. Samvinnu- og jafnaðar- menn eru sanunála um að vinna á skipulagsbundinn hátt að hinum stærri, félagslegu verkefnum; og í sumum greinum eru þeir sammála um aðferðirnar, t. d. um verzlunar- rekstur innanlands; en um skipu- lag atvinnureksturs hlýta þeir hvor sinni aðferð; þó hafa ýmsir jafnað- armenn hér* á landi einnig aðhýlst samvinnuformið á því sviði, svo sem kunnugt er- orðið á fsafirði. Samvinnumenn eiga miklu sjaldn- ar samleið með íhaldsmönnum i bæjarmálum; þessvegna geta þeir ekki borið traust til þess bæjar- stjóra, sem sérstaklega er studdur af þeim, því fremur sem hann hefir reynst slakur fyrir hönd bæjarins, og ósamþykkur samvinnumönnum í stærri málum. Enda þótt samvinnu- og Fram- sóknarinenn hér í bænum eigi þess ekki kost að fylgja fulltrúa úr sín- um flokki við þessar kosningar, sem í hönd fara, þá er pólitísk nauðsyn fyrir þá að standa saman og fylgjast fast að málum. Að sækja ekki kosningar er sama og að bregðast sínum eigin málstað. — Þegar það liggur nú ljóst fyrir að íhaldsmenn gera beinlínis ráð fyrir að flokkarnir ryðlist og atkvæðin dreifist hjá Framsóknarmönnum og verkamönnum og þegar bæjarstjór- inn lætur þess getið á opinberum fundi að hann hafi töluverðan hóp af þeim með sér, sem vitanlega er yfirlæti, þá væri það ófyrirgefanlegt að veita þeim slíkan óvinafagnað. Þeir sem gína við þeirri flugu að bæjarmálin séu ekki pólitísk, og ó- virða þessvegna sín eigin flokks- 'samtök, þeir eru alveg eins líklegir til þess að láta »Laugaskarð« standa opið og óvarið fyrir andstæðingun- um, þegar kosningar fara fram um landsmálin. — Samvinnumenn þéssa bæjar munu því snúa bökum saman við þessar kosningar eins og þeir hafa áður gert, til þess að varðveita sinn innri þrótt — siðgæði samtaka og samvinnu. -----o---- 3olsa-„grýlan“. Eitt af því, sem íhaldsblöðin hafa mest liamrað á í vetur, eru völd og álnif jafnaðarmannaflokksins á Al- þingi. Þau hafa sagt að jafnaðar- menn réðu þar öllu og hefði Fram- sóknarflokkinn og ríkisstjórnina í hendi sinni, til þess að fylgja sínum málum og kröfum. Að þinginu loknu virðist þessi jarmur blaðanna hljóm- laust rugl, sem fáir leggja eyrun við. Það er nú komið í ljós að Al- þingi afgreiddi þrjú mál, sem jafn- aðarmönnum var sérstaklega ant um, og þessum málum hefir Fram- sóknarflokkurinn áður veitt fylgi sitt; hann hefir því eigi bundist neinu sérstöku tjóðurbandi á þessu þingi; enda eru þessi mál í fullu samræmi við almennar sanngirnis- kröfur: 1 .Skifting Gullbringu- og Kjósar- sýslu í tvö kjördæmi, hefir verið flutt oft áður á Alþingi og Fram- sókn hefir ávalt verið því máli fylgj- andi, bæði vegna afstöðu Hafnar- fjarðarkaupstaðar, sem er annar fjölmennasti kaupstaður á landinu, og einnig vegna þess að bændur í Gullbringu- og Kjósarsýslu fá betri pólitíska aðstöðu, þegar Hafnar- fjörður er fráskilin sveitunum. 2. Togaravökulögin. Þegar hvíld- artími hásetanna á togurunum var upphaflega ákveðinn 6 st. á sólar- hring, kom Framsóknarflokkurinn þeim lögum gegnum þingið; að færa nú hvíldartímann upp í 8 st. á sól- arhring, er því beint áframhald af því, sem á undan var gengið, og réttmætt af því að reynslan hefir sýnt að þesSi löggjöf hefir orðið bæði hásetum og útgerðarmönnum að góðu einu. 3. Rikisábyrgð á útvegi Samvinnu- félags ísfirðinga. Það er ekki nýtt í sögunni, að Alþingi hafi styrkt sjávarútveginn með ríkisábyrgð; nægir því til sönnunar að nefna rík- isábyrgð þá, sem Alþingi 1922 veitti ýmsum togarafélögum til reksturs; að nokkru leyti má telja þessa á- byrgð fyrir ísfirðinga hliðstæða þvi máli, og hafði Alþingi því áður gef- ið fordæmið. En Framsóknarflokkn- um hlaut að vera miklu ljúfara að veita þessa ábyrgð nú, af því að um er að ræða atvinnurekstur á ísafirði, sem reistur er á samvinnugrundvelli, og er mikil ástæða til að hlynna að því að sjávarútvegurinn verði með tímanum rekinn í því horfi hér á landi. Auk þess lá þetta mál þannig fyrir þinginu, að atvinnumöguleikar ísafjarðarkaupstaðar voru mjög tæpir, ef ríkið hefði neitað þeim um þessa bakábyrgð. Málið er þjóð- þrifa og bjargráðamál, frá hvaða hlið sem á það er litið. Enginn bóndi lætur blekkjast af þeirri rógburðarfirru íhaldsins, að þessi þrjú mál hafi stimplað síðasta Alþingi rauðum Bolsevikablæ! eða að jafnaðarmennirnir hafi leitt Framsókn í tjóðurbandi! ------o----- Prestskosningin á Möðruvöllum fór þannig að Sigurður Stefánsson kandi- dat hlaut 138 atkv., séra Guðbrandur Björnsson 103, séra Páll Þorleifsson 53 og séra Stanley Melax 13; kosningin er því ólögmæt, þar eð enginn umsæk- enda hefir hlotið helming greiddra at- kvæða. --------0------- t >

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.