Dagur - 11.05.1928, Síða 3
21. tbl. DAGUE • 83
2>orð- 2)íoanteppi ¥1°f
Brauns
verzlun.
Páll Sigurgeirsson.
U P P B O Ð.
Föstudaginn 25. Maí n. k. verður að forfallalausu opinbert
uppboð sett og haldið við húsin í Strandgötu 49 (áður samein-
uðu verzlanir) og þar selt hæstbjóðendum ýmiskonar innan-
stokksmunir, svo sem: Sængurfatnaður, rúmstæði, hálmdýnur,
dívanteppi, gólfteppi, borð, þvottaborð, vaskastell, servantfötur,
buffet o. fl. — Ennfremur nokkuð af búðarvarningi, svo sem:
Rafofnar, myndatökuvélar, damask matardúkar, morgunkjólar,
kvensvuntur hvítar, vinnubuxur drengja, nokkrir blikkkassar með
kaffibrauði o. m. m. fl. — Uppboðið hefst kl. 1 e. m. og verða
uppboðsskilmálar auglýstir ástaðnum. Langur gjaldfrestur.
Akureyri 11. Maí 1928.
Valgerður og Halldóra Vigfúsdœtur.
þeir hefðu átt gamanleik í blöðunum
her um árið, þá myndi hann nú veita
honum fullkomið kjörfylgi gegn J. Sv.
enda stæði alt óbreytt sem þeim hefði
á milli farið.
Auk þeirra, sem taldir hafa verið,
töluðu: Lárus Thorarensen, Halldór
Friðjónsson, F. B. Arngrímsson og
’Brynleifur Tobiassori. Brynl. talaði til
skýringar á einu atriði, er snerti skóla-
nefndina.
Fundurinn mun litlu hafa breytt um
kjörfylgi frambjóðendanna. Ýmsir f-
haldsmenn gerðu endurteknar tilraunir
til að hafa áhrif á »Stemningu« fundar-
ins með lófaklappi, en það hafði ekkert
að segja. Virtist mestur hluti fundar-
manna veita meiri athyg'li rökræðum,
stefnufestu og framkomu ræðumanna;
enda vegur það mest í endurminning-
unni þegar frá líður, og gera skal upp
á milli bæjarstjóraefnanna við kjör-
bcrðið.
-------0-------
Á viðavangi.
Riístj. »lsl.«
talar með heilögum íjálgleik af
hjartans insta grunni, um að sektar-
fé fyrir vínsmyglun skuli eiga að
renna í »Menningarsjóðinn«, og
þykir það ekki bera vott uin »sið-
gæðisgöfgk!
Það er vitanlega ábyrgðarhluti
fyrir löggjafarvaldið að stuðla að
því, aö hinar lakari hvatir einstak-
linga skuli eiga að rækta hinn bezta
gróður í þjóðlífinu! En ritstj. hefir
víst aldrei haft neitt við það að at-
hú£a þó að t.d. tóbaksneyzla manna
hafi lengi verið notuð til tekna fyrir
ríkissjóð, til ýmsra þarflegra hluta
í þjóðfélaginu. Ritstj. ísl. myndi
víst ekki verða neitt glaður yfir því,
ef sú breyting yrði á honum, að eitt-
hvað gott kynni að spretta upp af
þeim illgresisfræjum, sem íhalds-
menn hafa sáð í heilabú hans.
Stjórnvizka.
»íslendingur« var fyrir stuttu
síðan að fjargviðrast út af því, að
Framsóknarflokkurinn hefði felt
stjórnarskrárfrumvarpið á síðasta
þingi; og sagði að hann hefði óttast
»nýjar kosningar, sem orðið hefðu
að fara fram, ef stjórnarskrárbreyt-
ingin hefði verið endursamþykt«.
Það er stjórnspakur ritstjóri, sem
gefur slíkar upplýsingar! En í laumi
má nú hvísla því að honum, að
stjórnarskrársamþyktin gat ekki
valdið þingrofi í annað sinn, ef frv.
hefði verið samþykt óbreytt á síð-
asta þingi. Það eru góðar rúsínur,
sem »ísl.« gæðir lesendum sínum á!
-----------------o------
Barnaskólanum verður sagt upp í
Samkomuhúsinu á morgun kl. 2. Skóla-
bcrn, og önnur börn, sem gengu undir
próf, eiga að vitja einkunna sinna í
skólann kl. 1.
Sýning á handavinnu, teikningum og
skriflegum verkefnum verður opin í
skólahúsinu Sunnud. 13. þ. m., kl. V/2
-4%,
Urslit „Shelt-málsins
á Akureyri.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var
að fullu gengið frá byggingarleyfi til
Shell-fél., um að reisa olíugeyma á Odd-
eyrartanga. Fundargerðir bygginga-
nefndar og brunamálanefndar um það
mál voru lagðar fyrir fundinn, en eins
og áður er getið, var þar linlega frá
málinu gengið. — Jafnaðarmenn og
Ingimar Eydal höfðu nú undirbúið til-
lögur fyrir þenna fund með ýmsum rót-
tækari skilyrðum; og var Erlingur Frið-
jónsson framsögumaður að þeim á fund-
inum; flutti hann till., sem breytinga-
tiil. við áðurnefndar fundargerðir. 1
þessum breytingatill. var þess krafist,
að geymarnir skyldu reistir í 35 metra
fjarlægð frá öðrum byggingum og að
félaginu væri skylt að byggja 2ja mtr.
háan garð úr járnbentri steinsteypu
umhverfis olíulóðina og þar ofan á
bárujárn; þess var og krafist, að allur
útbúnaðui- oljustöðvarinnar væri í fullu
samræmi við kröfur Brunabótafél. ís-
lands; og að ef innlend eða erlénd
brunabótafélög kynnu að hækka bruna-
iðgjöld í bænum, vegna nálægðar olíu-
geymanna, þá væri Shell-félagið skuld-
bundið til að greiða slíka hækkun sjálft.
Breytingatill. voru allar samþyktar í
staðinn fyrir hliðstæð ákvæði í fundar-
gerðum nefndanna. — V,ar þannig að
lokum þolanlega gengið frá þessu máli
sökum harðfylgis jafnaðarmanna og
Ingimars, úr því að' svo ógæfusamlega
tókst í upphafi að félagið fékk bygg-
ingaleyfi á Tanganum.
-----o-----
Simskeyti.
Rvík 11. Maí.
Loftskip Nobiles flaug yfir Sví-
þjóð á leið til Spitzbergen 3. þ. m.
og lenti daginn eftir á Vadsö og
komst svo til Spitzbergen.
Aþenu: Ár og fljót hafa flætt yf-
ir bakka og valdið miklu tjóni í
Grikklandi; 2900 manns heimilis-
lausir.
Tokio: Kínversku og Japönsku
herliði hefir lent saman í Tsinan;
þann 5. þ.'m. héldu skærurnar á-
fram, og voru háðir götubardagar;
6. þ. m. voru 300 Japanar drepnir
í Tsinan, er suðurherinn rændi bæ-
inn á dögunum. Nú er skærum þess-
um lokið í bráð og hefir herlið Jap-
ana hindrað framrás þjóðernissinna
til Peking.
London: Þingmenn verkamanna-
flokksins hafa samþykt yfirlýsingu,
þar sem þeir tjá sig andvíga fram-
komu Breta gagnvart Egiptum.
Ber.lín: Miklir heiðaeldar geysa í
Hollandi.
Um 200 þús. Rúmenskir bændur
hafa skorað á stjórn Brataníu að
leggja niður völd; una bændur illa
skattaálögum hennar. Þann 7. þ. m.
iét stjórn Brataníu loka símanum til
annara landa.
Séra Jakob Kristinsson hefir ver-
ið settur skólastjóri á Eiðum.
Konungur íslands og Danmerkur
á fyrir höndum opinbera heimsókn
til Finnlands. Forsætisráðherra is-
lands verður með honum í þeirri
för.
Nýtt útvarpsfélag er nýstofnað í
Rvík og á það að ná yfir alt land;
formaður þess er Jakob Möller.
Dómsmálaráðuneytið hefir fyrir-
skipað rannsókn á athöfnum Shell-
félagsins hér á landi.
Þýzkur vísindamaður er að rann-
saka hina svonefndu Hvanneyrar-
veiki, og er vongóður um árangur-
inn.
Einmunatíð um alt land.
ísafirði: Mokafli er hér jafnt á
vélbáta sem róðrarbáta.
-----0------
Fr éttir.
Síra Jakob Kristinsson verður skóla-
stjóri á Eiðum í stað síra Ásmundar
Guðmundssonar. Mun mikils mega
vænta af starfsemi hans þar við skól-
ann.
Jón H. Þorbergsson bóndi á Bessa-
stöðum hefir nýskeð keypt Laxamýri í
Þingeyjai'sýslu, og er kaupverðið talið
90 þús. kr. Má vænta þess að Jón reki
mikinn búskap á Laxamýri. Hann hefir
lengi þráð að setjast að í átthögum
sínum í Suður-Þingeyjarsýslu.
Trúlofun sína hafa opinberað, ung-
frú Björg Sgurðardóttir frá Geirastöð-
um við Mývatn og' Árni Jóhannesson
vélstjóri frá Brunná.
Pétur Jónsson læknir er fluttur hing-
að til bæjarins, og verður hann aðstoð-
arlæknir Steingríms Matthíassonar.
Benedikt Elfar hafði sönkskemtun í
Grundarkirkju síðastl. Sunnudag eftir
messu. Sungu þar auk hans sjálfs, ung-
frúrnar Helga Jónsdóttir og Guðrún
Þorsteinsdóttir. Söngurinn hljómaði vel
í kirkjunni og veitti fjölda áheyrenda
hina beztu skemtun.
Knútur Rasmussen hinn danski Græn-
landsfari kemur hingað til bæjarins með
»Fyl)a« næsta Miðvikudag og ætlar að
halda hér fyrirlestur um Grænland það
kvöld. Næsta dag mun hann fara aftur
með skipinu.
Nú er
kominn, í afarfjölbreyttu úrvali,
sumarvarningur, og víst er það,
að hvergi utan höfuðstaðarins
hefir sést eins fjölbreytt og
fallegt úrval af nýmóðins vör-
um, það er
gaman að
geta sýnt viðskiftamönnum varn-
inginn, og bið eg þessvegna
alla, sem vilja sjá okkar afar-
fjölbreyttu vörubirgðir, að
líta inn
í búðina og athuga verð og
vörugæði, þið munið fljótt sann-
færast um, að ómakið að fara
til Ryels
er spor í rétta átt, því það er
peningasparnaður.
Baldvin Ryel.
Ljósmyndastofan í Gránufélagsgötu
21 hér í bæ hefir nýlega verið útbúin
eftir beztu föngum. Aðalljósmyndasal-
urinn er uppi á lofti, og er það vafa-
laust stærsti og bjartasti ljósmynda-
salurinn í bænum. Hann er hitaður með
miðstöðvarofni, og í sambandi við sal-
inn er sérstakt búningsherbergi, fyrir
þá sem vilja, láta mynda sig. Full á-
stæða er því til að vekja athygli fólks
á þessari góðu myndastofu.
Útgerðarmenn hafa kosið Ásgeir Pét-
ursson fyrir sína hönd í síldarútflutn-
ingsnefndina. Er hann væntanlegur
heim í næstu viku.
E. s. Goðafoss kom að sunnan að
kveldi 9. þ. m. Frá Reykjavík komu
Bernharð Stefánsson, frú hans og börn;
ennfremur Ari Guðmundsson og Baldur
Guðmundsson frá Þúfnavöllum.
Bæjarbruni. Bærinn Sandfellshagi í
Axarfirði brann fyrir stuttu til kaldra
kola; nýbygt hús óvátrygt. Litlu bjarg-
að af innanstokksmunum; mun hafa
kviknað frá reykháf. Bændurnir Vil-
hjálmur Benediktsson og Jón Sigurðs-
son hafa beðið stórtjón.