Dagur - 18.05.1928, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum föstu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kupfélagi Eyfirð-
inga.
•••••••••••
••••••••••
Af g reiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðm-götu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XI. ár.
Akureyri, 18. Maí 1928.
22. tbl.
Olíufélögin
í Reykjavík.
' Eins og kunnugt er af umræö-
unum í blöðunum, þá hafa tveir er-
lendir olíuhringir, reist olíugeyma
viö Reykjavík, og nú eru þeir aö
láta byggja smærri geymslustöðvar
víða um land við stærri hafnir. í
Reykjavík starfa tvö innlend sölu-
félög fyrir þessa hringa og hefir
mjög verið deilt um skipulags-
grundvöll þeirra og starfshætti. Það
er vitanlegt aö olíuhringarnir, sem
hér eiga hlut að máli hafa það sanr-
eiginlegt að vilja ná sem víðtækust-
um viðskiftum og tryggja eigenduni
sinum markað og peningavöld, þar
sem þeir fá að beita klóm sínum.
Frá því sjónarmiði er engin ástæöa
til þess að gera greinarmun á »Shell-
hringnum« og »Anglo-Persian Oil
Co.« En þá skiftir það mestu máli,
hvernig stjórnarvöldunr hér á landi
hefir tekist að setja olíuhringunum
hófleg takmörk fyrir viðskiftum sín-
um og mannvirkjum hér á landi.
Nú er um það deilt. Dómsmálaráð-
herra J. J. hefir vítt fyrverandi land-
stjórn fyrir athafnir hennar gagn-
vart »Shell«-félaginu, og skýrt frá
því að þar hafi verið farið á svig
við gildandi landslög. ihaldsblöðin
hafa reynt að klóra yfir það með
mótmælum og stóryrðum, og bent
á, að viðskiftin við »Anglo-Persian«,
væru engu síður hættuleg. í þessum
efnum hafa blöðin farið með fölsk
rök og ósannindi eins og þeim er
títt; og þau ósannindi hafa hvergi
verið jafn berlega og heimskulega
flutt eins og í 18. tbl. »ísl.« þ. á.
Brezka olíufélagið fékk leyfi hjá
Reykjavíkurbæ til þess að reisa ol-
íugeyma nærri Reykjavíkurhöfn, á
hentugasta stað, sem bænum er þó
enginn missir að né -stafar hætta af
því að geymarnir eru að miklu leyfi
einangraðir á klöppum, sem
skaga fram í sjóinn. Þeir rúma að-
eins helminginn af meðalársforða,
sem notaður hefir verið hér á landi.
Um byggingarleyfi þetta er þannig
búið fyrir forgöngu Magnúsar Krist-
jánssonar fjármáiaráðh., að Islend-
ingar geta fengið þessa olíugeyma
keypta með sannvirði, án nokkurra
skutdbindinga um verzlunarviðskifti
við hlutaðeigandi olíuhring, hvenær
sem landsmenn vilja iaka að sér ol-
iuverzlunina. Þetta er því auðveld-
ara af því að stærð og kostnaðar-
verði stöðvarinnar v^r stilt í hóf.
»01íuverzlun íslands h. f.« er
stofnuð af M. Kr. og Héðni Vald.,
eingöngu með íslenzku fjármagni.
Hlutafé félagsins er 50 þús. kr. og
er félagið stofnað í fullu samræmi
við hlutafélagalögin. Þetta félag á
að halda opinni leið til Jiess að auð-
veldara sé fyrir landið að hefja aft-
ur olíuverzlun, án þess að sæta ok-
urkjörum, til þess að slíta af þjóð-
inni fjötra erlendra olíuhringa, svo
fljótt, sem því verður við kornið’.
Þetta er niarkitiið »01íuv. íslands«,
og stofnun þess og skipulag er að
öllu íeyti í fullu samræmi við iands-
lög. Forgöngumenn félagsins höfðu
eigi sjálfir fjármagn tii að reisa ol-
íugeymana í bili; en bjuggu þannig
um, að landið ætti auðvelt með að
eignast þá hvenær sem hentugast
þætti. Félagið kemur hreinlega fram
og skýrir rétt frá afstöðu sinni gagn-
vart hinum enska olíuhring. — Les-
eridum blaðanna er nú orðið kunn-
ugt um skipulag »h.f.Shelláíslandi«.
Þar hafa örfáir Islendingar með að-
stoð fyrverandi stjórnar — einkum
Aáagnúsar Guðmundssonar — lán-
að öðrum stærsta olíuhringnum er-
lendis nöfn sín og íslenzk borgara-
réttindi til þess að reisa hér á landi
óhæfilega stórar olíugeymslustöðv-
ar; sem engar líkur eru til að geti
orðið íslenzk éign í náinni framtíð,
og eru auðsjáanlega miðaðar við
eitthvað annað og meira en olíu-.
tiotkun íslendinga einna.
Magnús Guðmundsson og félagar
hans hafa því veitt olíuhringnum
fullkomna aðstoð til þess að læsa
klóm sínum í islenzka jörð, án nokk-
urar fyrirhyggju um að þjóðin geti
gætt réttar síns og góðra viðskifta-
kjara gagnvart hringnum. Stefnur
og störf Magnúsar Kr. og Magnús-
ar Guðm. í þessum olíumálum eru
því algerlega gagnstæðar. Hinir
smáu olíugeymar brezka fél. stofna
ekki í hættu sjálfstæði þjóðarinnar
og rúma eigí olíuforða fyrir erlend
skip, en »Shell«-fél. getur geyrnt
birgðir fyrir erlendar flugvélar og
skip sem hefðu dvöl hér við land.
Sölufélag »Shell«-hrings.íRvík erað
vísu íslenzkt að formi. En það þýðir
ekkert fyrir »ísl.« og önnur íhalds-
blöð, að fleipra með þau ósannindi
að »mannvirki öll (við Skerjafjörð)
séu eign félagsins« í Rvík! Það,
hlýtur að vera eitthvað óhreint í
pokahorninu hjá þeim mönnum, sem
bera frani slíkt fals og telja fyrir-
tækið innlent. Hversvegna segja þeii
ekki satt? Af því að M. Guðm. og
félagar hans vilja dylja þjóðina þess
að þeir eru þjónar erlends auðvalds,
án þess að þeir hafi trygt rétt og
hagsmunaaðstöðu íslendinga gagn-
vart »Shell«-hringnum. Hversvegna
hafa þeir brotið hlutafélagalögin og
gefið ranga skýrslu um innborgun
hlutafjárins þegar hið svokallaða
»SheIl á íslandk lét skrásetja sig?
Dómsmálaráðuneytið hefi^ nú skip-
að opinbera rannsókn á stofnun og
skipulagsatriðum félagsins; til þess
að það verði alþjóð kunnugt. Þá
þýðir ekkert fyrir Ihaldsblöðin að
halda áfram skollaleiknum. Það er
Jregar þjóðkunnugt, að hlutafé
»Shell á ísl.« 250 þús. kr., er að
mestu erlent fé, og fleira mun koma
þar úr kafinu þegar rannsókn verð-
ur lokið.
Olíumálunum verður að Ijúka á
þann hátt, að ísl. ríkið eigi sjálft
olíugeyma þá, sem reistir eru hér á
landi við hæfi landsbúa og reki ol-
íuverzlunina sjálft. — Aðrar og
stærri olíustöðvar eiga ekki að líð-
ast hér á landi.
------o—-----
Vinarminning.
(Kvæði þetta var flutt við jarðarför
Sig'. Theodórs Kristjánssonar á Hall-
dórsstöðum í Kinn, sem fór fram h. 23.
Apríl s. 1.).
Þegar vorgyðjan sæla svífur
úr suðrænni geislahöll,
með hlæjandi svip, og söngva
þá er sumar um dal og fjöll.
Ei sól yfir bygðum blikar
og bræðir klaka og ís,
þá flýtum við okkur á fætur
tii að fagna þér sumardís.
Nú er sumar á leið yfir.iandið,
með lokkandi söngva-hljóm,
en kóngur hins kalda vetrar
kom með sinn stranga dóm.
Því enginn hans mikla anda
'né afli á móti rís.
Og færri’ eru nú í flokki
til að fagna þér sumardís.
Yfir harmandi vorsins vinum
biosir viknandi himinsól
og vorgyðjan sorgar-söngvá
syngur um dal og hól.
Á hádegi æskunnar heiðu
slær húmi á glaðan dag
þvi eirrn er nú fluttur frá okkur,
sem efldi vort bræðralag.
Þú hugþekki vinur ert horfinn
— Jiitt hjarta var sól og blær —
og hljóðnaður söngvanna heimur,
sem hörpuna sló í gær.
Við tónanna helgu hljóma
var hugur þinn bundinn æ
Konsert
heldur
Áskell Snorrason
næstkomandi Sunnudag kl. 5 siðd.
í AKUREYRAR-BÍÓ.
Vigfús Sigurgeirsson aðstoðar.
Mest íslenzk lög, sum áður ó-
þekt hér.
Nánar auglýst á götunum.
og hrifningu Ijúflings-Iaga
þú leiddir í margan bæ.
í skammdegis næðingunr nöprum, .
í norðursins ramma slag,
þú vermdir með vorsins lögum
vetrarins kalda dag.
Er sólgeislinn lék sér í lokkum
hins ljómandi skýjabands,
þú stiltir strengina þína
við straumelfur fósturlands.
Sem geisli er blikar á bárum,
sem blómið er skreytir lund,
var trúin er bjó þér í barmi
og brosti mót komandi stund.
Hver drotning þá öðlast ungur
hann aldrei er viilugjarn,
luin vermir og lýsir og leiðir
til ljóssins hvert jarðar barn.
0
Frá hlýjum og saknandi hjörtum
berst hljóðlega rödd sem spyr:
Hví fékstu’ ekki vinur að vera
hjá vorinu og æskunni kyr? —
Við setjumst hjá eldinum alda,
sem eilífan skapaði mátt
og sorgin þá verður að vini
og vorblæ á ýmsan hátt.
Því dýrasta gulli þú deildir:
varst drengur í orði og raun,
sá gylfi, sem gefur og tekur
mun greiða þér verkalaun.
Eg sé þig í gullnu sæti
við seyðandi hörpuslátt,
þú brosir til bræðra og systra
á bak við fjallið hátt.
Nú er sumarið komið að sunnan
og sól yfir fjöllin ber.
Og vordísin vængjunum blakar
og þig vefur að hjarta sér.
Þó féllirðu snemrna að foldu
og fljótt kæmi sólarlag,
er minning > þín bundin við blæinn
og bjartan og heiðríkan dag.
Baldur.
-------o-------
Sigurður Stefánsson kandidat, sem
hlaut flest atkvæði við kosninguna í
Möðruvallaprestakalli hefir fengið veit-
ingu fyr-ir brauðinu.
I