Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 1
\ \ DAOUR kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- *on í Kupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XI. ár. Akureyii, 1. Júní 1928. 24. tbl. »•# •-# • • • -•-#-#-# # # #■#■# » »-»-< B r ey tt i r__b ú h ætt i r Aukin rœkíun og framleiðsla. ii. Afstaóa Þingeyinga. i 20 ár hafa búnaðarhættir verið nijög fábreyttir í Þingeyjarsýslu. Eftir að sláturhús kaupfélaganna voru reist, og saltketsverkunin bætt, varð dilkaketið aðalinnleggsvara bænda. Fráfærur féllu úr sögunni og mjólkurframleiðslan í sveitunum hefir tæplega verið nóg handa heim- ilunum. Þessvegna urðu heimilin að kaupa nleira en áður af erlendum neytsluvörum, kaffi, sykri og hveiti. Á fjárkreppuárunuin, þegar þessar vörur voru sein dýrastar, en saltket- ið fallið í verði, þá söfnuðust skuld- ir í viðskiftareikningum bænda. Vinnan var þá tiltölulega miklu dýr- ari en innlegssvörurnar. Afurðir bú- anna, ull og ket, hrukku ekki til að borga erlendu vöruúttektina og vinna til reksturs búurium var keypt í skuld. Bændur hefir skort fé og vinnukraft til þess að rækta jörðina og þeir sem ráðist hafa í að reisa hús á jörðum sínum síðastliðin 15 ár hafa flestir safnað bygginga- skuldum. Það eru því augljósar or- sakir að skuldasöfnun bænda á síð- ari árum, og gengispólitík íhalds- flokksins herti mjög á þeiin. — Bún- aðarhættir haldast enn óbreyttir; þungi skuldanna hefir bæst við framfærslu heimilanna. Og fram- leiðsla þeirra er víða of lítil til þess að hamla á móti. Kostnaður við ket- framleiðsluna hefir aukist; og ann- aðhvort er að sauðféð gefur ekki tilsvarandi afurðir, eða að söluverð ketsins er of lágt í hlutfalli við fram- leiðslukostnaðinn. Ýmislegt bendir til þess, að ketframleiðslan ein, þó að hún væri aukin, sé ekki nægileg til þess að lyfta landbúnaðinum í Þingeyjarsýslu eða greiða úr krögg- um bænda. í héraðinu verður lítið vart við nýjungar til breytinga á búnaðinum. Og aðstaðan er að því leyti örðug, að þar skortir góðar hafnir til þess að nýjum vörum verði komið á markað jafnóðum, svo að teljandi sé. Og enginn vafi er á því, að hér- aðinu er það mesta óhagræði, ef það kostar langa bið, að frystihús verði reist á Húsavík. Þrátt fyrir hafnleysur og náttúru- harðindi eru mikil ræktunarskilyrði í lágsveitum Þingeyjarsýslu og góð- ir landkostir í uppsveitum. Þess- vegna væri ófyrirgefanlegt af Þing- eyingum, að nota ekki þau skilyrði, sem kostur er á, samkvæmt nýrri Iandbúnaðarlöggjöf, til aukinnar ræktunar og fjölbreyttari fram- leiðslugreina í héraðinu. Það má öll- um vera ljóst, að búskapurinn verð- ui ekki réttur úr kútnum og krögg- unum, nema að afrakstur jaröanna verði aukinn og framleiðslan marg- földuð. Búnaðarfélögin og kaupfé- lögin í héraðinu verða að rísa úr rotinu, og finna nýjar leiðir. Það er ómannlegt að gefast upp við að bjarga sér, eða þora ekki að leita nýrra ráða, til þess að nota kosti héraðsins. Þó að sum kaupfélögin hafi brostið þrótt og skarpskygni til þess að ráða fram úr skuldamálum félagsmanna sinna á heppilegan hátt, þá ættu þau nú að beitast fyrir félagslegum athöfnum í sveitunum á líkan hátt og Kaupfélag Eyfirðinga hefir stofnað til. Ef að Kaupfélögin og búnaðarfélög hreppanna hefðu samtök um að styðja þá bændur, sem lítil peningaráð hafa, til að rækta jarðir sínar og auka fram- leiðsluna, þá gætu þeir flestir smám saman, á sjálfstæðan hátt, losnað úr skuldunum, án þess að yfirgefa bú- skapinn. í Aðaldal, Reykjadal og Út-Kinn eru skilyrði til ræktunar í stórum stíl, þannig að jarðyrkju- og hey- vinnuvélar kærnu þar að fullum not- um til vinnusparnaðar, hið sama má segja um Höfðahverfi og Axarfjörð. Þegar útlendur áburður hefir lækk- að í verði svo. sem vænta má, þá gerbreytist aðstaðan til ræktunar. í lagsveitum suðursýslunnar yrði að sjálfsögðu heppilegra, að stækka kúabúin en fækka sauðfénu fremur, eða að bústofnsaukinn verði naut- gripir. Þá yrði framleiðsluaukinn eirikum mjólkurafurðir. í uppsveitum verður sauðféð altaf aðalbústofninn, og á suinum stöðum mætti láta það gefa meiri arð i mjólkurafurðum með fráfærum, heldur en að ala upp dilka til frá- lags á haustin. Margt bendir til þess að ketfratnleiðslan sé of kostnaðar- söm og fábreytt, til þess að vera hin eina atvinnugrein héraðsbúa. En aukin mjólkurframleiðsla yrði vit- anlega að byggjast á því að stofnað yiði nýtizku mjólkurbú á hentugasta stað i héraðinu. Nú má gera ráð fyr- ir að frystihús verði reist á Húsavík áður langt líður og þá verður öll sauðfjárslátrun héraðsbúa að fara þar fram. Það er vitanlegt, að sam- kvæmt ítrustu kröfum um frágang á frystu keti, þá er ekki unt að Iáta síátrun fara fram fjarri frystihúsinu; enda þótt einhverjir hafi búist við því, að ketið mætti flytja með bíl- um frá sláturhúsi í frystihúsið. — í S.-Þingeyjarsýslu mundi því, að breyttum háttum, vera hentug að- staða fyrir mjólkurbú á Breiðumýri í Reykjadal. Þar er sláturhús Kaup- félags Þingeyinga mjög vel fallið, til þess að vera mjólkurvinusluskáli, og þyrfti litlar breytingar á því að gera. Þar er og dágóður útbúnaður í öðru liúsi fyrir gráðaostagerð, sein vel gæti komið til mála að hafa með þegar fyrirtækið væri rekið í stærri stil. Þar er fullkomin vatnsleiðsla og aðstaða fremur góð til rafstöðv- arbyggingar til að knýja mjólkur- vélarnar. Breiðamýri er miðpunktur héraðsins, og á sumrin rná með bíl- um flytja þangað mjólk úr flestum sveitum austan Ljósavatnsskarðs. Við Fljótsheiði og Mývatnsheiði væri mjög hentugt að hafa búsmala í seli á sumrin og láta bíla flytja mjólkina daglega til Breiðumýrar. Bílar fara nú bráðum að renna eftir Bárðardal og frá ýmsum bæjum í Mývatnssveit og sá akvegur liggur einnig yfir Mývatnsheiði. Úr Reykjadal og Aðaldal eru mjólkur-' flutningar auðveldir og úr Út-Kinn mætti að miklu leyti flytja á sama hátt. Mjólkurbúreksturinn er því hagkværnari, sem búin geta verið stærri og mjólkurflutningar svara tæplega kostnaði í víðlendum sveit- um öðruvísi en með bílum. A vetrum yrði varla flutt mjólk til Breiðumýrar úr fjarsveitum, en á þeim árstíma gæti borist að mjólk frá kúabúum í Aðaldal og Reykja- dal. Þegar bílfæri tekst af eru sleða- flutningar þægilegir eftir akbraut- inni engu síður en í Eyjafirði. Miklar líkur eru til þess, að mark- aður verði nokkuð viss fyrir mjólk • urafurðir frá þessum nýtízku búum. Þær yrði einkum smér og ostar og að einhverju leyti skyr. — Á Breiðu- mýri eru húsin til, en vélarnar þarf að kaupa og reisa þar aflstöð. Sam- kvæmt ákvörðun frá síðasta Alþingi, er lofað lánum úr Viðlagasjóði, er nema helmingi af stofnkostnaði injólkurbúa, og’ennfremur beinum styrk úr ríkissjóði, er nemur y4 stofnkostnaðarins — þannig að hlutaðeigandi félög og héruð þurfa aðeins að leggja fram y4 kostnaðar- ins í byrjun. — Það er full ástæða Minning. Jakob Karlsson og kona hans Kristín Sigurðardóttir urðu ný- skeð fyrir þeirri sáru sorg, að missa einkason sinn, er Sigurður hét, níu ára að aldri. Dauða hans bar mjög skyndilega að og gerir það harm allra, er hlut eiga að. máli, enn átakanlegri. Sigurður litli Jakobsson var einkar skýr og efnilegur drengur. í sambandi við lát hans, rifjast upp fornmæli er segir: „Peir, sem Guðirnir elska, deyja ungir“. Líklegt er að máltak þetta sé tilraun til skýringar á hinum snöggu og grátlegu atburðum, er gerast. Þegar ungir sveinar og | meyjar, er verið hafa hugljúfar | allra, er þektu, hverfa gegnum I dauðans dyr. Hvað var eðlilegra en að hugsa I sér, að guðirnir létu ekki þessa | ástvini og elskhuga sína reyna | vos og strit fullorðinsáranna, því síður elli. Mér hefir ætíð fundist máltæki þetta spaklega og göfugmannlega hugsað, og það hefir oft hvarflað í huga minn, síðan Sigurður litli dó, og þegar eg hefi gagn- spurt sjálfan mig um orsakirnar fyrir því, að þessum elskulega dreng var varpað í dauðans fang, þá hefi eg ekki fundið annað svar, er mér hafi verið betur að geði, og eg hefi látið mér það nægja. — — Því meðan jarð- lífið elur sálir, er guðirnir þrá að hafa í bustöðum sínum, er léttara að bera söknuðinn, þó hann sé mikill. F. H. Berg. til þess fyrir Þingeyinga að athuga þetta mál og aðra nýja möguleika til viðreisnar. Þeir hafa nýskeð rösklega brotið ísinn í alþýðu- fræðslumálunum; en um framfarir atvinnuveganna og búskaparins standa þeir höllum fæti. Líklegt er að vesturhluti sýslunn- ar, Höfðahverfi og Svalbarðsströnd, starfi einkum í sambandi við Akur- eyri, enda færa þeir viðskifti sín smámsaman til Kaupfélags Eyfirð- inga. En Kaupfél. Þing. verður ásaint búnaðarfélögunum að endur- reisa búskapinn og auka framleiðsl- una á sínu svæði. Skilyrði til rækt- unar meðfram akbrautinni í Reykja- dal eru eins góð og í Eyjafirði og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.