Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 4
96 DAGUR 24. tbd. Herfi Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rúlluherfi, Rúðólfsherfi og Ávinnsiuherfi. Brent og maiað Kaffi framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæmustu aðferðum. Styðjið það, sem íslenzkt-er. Fæst hjá Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri' Kaffibrensla Reykjavíkur. Pakkir. Anna Marja Arnadóttir Túnsbergi. Hinn 28. Jan. 1928 varð húsfreyja Anna Árnadóttir að Túnsbergi á Húsa- vík bráðkvödd að heimiíi sínu. Anna Ámadóttir var af ágætum ætt- um. Var föðurætt hennar runnin frá Árna »Eyjaf jarðarská!di« en móðir hennar var náskyld Jóni Sgurðssyni á Gautlöndum og þeim langfeðgum. Anna var fædd árið 1869 á Laugum, þar sem nú er skólinn. Sex ára gömul misti hún föður sinn. Dvaldi hún síðan viða með móður sinni í uppvexti, og þó ætíð á hinum beztu heimilum. Þegar hún varð fullorðin, fór hún austur á land. Mun fróðleiksþrá valdið hafa. Ár- in 1892—3 var hún á kvennaskólanum á Laugalandi; en 1903 giftist Anna eft- irlifandi manni sínum Karli Einarssyni. Bygðu þau þá í félagi við önnur ung hjón býlið Túnsberg í Húsavíkurþorpi. Anna var ágætum gáfum gædd, svo sem hún átti kyn til. Dul var hún í skapi svo að fáir þektu alla hennar hæfileika. Hefir sá, er þetta ritar, lesið bréf frá Önnu, sem svo eru snildarleg að hugsun og orðfæri, að þannig ritar enginn, nema sá, sem er skáld og rithöf- undur. Er það ekkert einstakt að slíkir gimsteinar listhæfni og snildar séu fólgnir meðal ísl. alþýðu. Anna í Túnsbergi tók eitt hið bezta próf sem tekið var á Laugalandi. En miklu fremur má þó segja að Anna hafi hlotið ágætiseinkunn í reynsluskóla lífs- ins. ' Heimilið er ríki konunnar. Og heimili sínu stjórnaði Anna með frábærri ást- úð, festu og hyggindum; svo að heimili Karls og Önnu á Túnsbergi var sann- kallað fyrirmyndarheimili um 25 ára skeið. Mörg heimili í íslenzku þorpunum hafa horfið svo frá íslenzkum þjóðsið- um, að þau likja meir eftir erlendum en innlendum háttum. Karl í Túnsbergi hefir jafnan bygt atvinnu sina jöfnum höndum á sjósókn og landbúnaði. Hann hefir staðið einna fremstur í flokki þeirra manna, er hafið hafa upp velgengni Húsavíkur með kvikfjárækt, jafnframt hinni öruggu sjósókn, varfærni og dugnaði. Konan hefir verið honum samhent, svo efnahagur búsins hefir vel blómg- ast. í 25 ár tókst henni að halda heim- ilinu með þeirri rausn og þjóðlegum sveitasiðum, sem hún hafði bezta þekt frá uppvexti sínum á völdum heimilum í sveit sinni, án þess þó að valda hneykslum gegn tískunni. — í stuttu máli: Heimiliö var svo þjóðlegt og að- Eg undirrituð hefi starfað sem ljósmóðir í Bárðdælahreppi rúma hálfa öld eða 55 ár. Á þeim tíma hafa m'ér verið haldin tvö samsæti og verið gefnir vandaðir hlutir, úr og stóll. Þá féllu í minn garð mörg ógleymanleg hlýju- og vinarorð. Nú mun ráðið, að á næsta ári verði bygð »húsmæðradeild< við Laugaskóla í Reykjadal, og hafa bárðdælskar kvenfélags- konur ákveðið, að búa þar eitt herbergi og láta það bera mitt nafn. Eigi veit eg til að nokkurri Ijósmóður hafi verið svo mikill sómi sýndur, og er það ekki fyrir minn tilverknað, heldur er það göfuglyndi og drengskapur Bárðdæl- ingá sem þarna birtist. Og sem eg þakka, en eg þakka eigi síður alla þá vinsemd og bróðurhug þann, sem fram við mig og mína hefir komið frá sveitungum mín- um fyr og síðar. Má og þessi framkoma þeirra vel verða öðrum til fyrirmyndar. 14. Apríl 1928. / Anna Kr. Sigurðardóttir Sandhaugum. Unga snemrnbœra kú, með góðri nyt vil eg selja. Sigurður Stefánsson, Stóradal. FJARMARK mitter: Tvíbitað fr. hægra, sýlt biti fr. vinstra. Brynjólfur Jónsson Munkaþverá. KANDTASKA tapaðist á Ieiðinni frá Mjólkurbúi K. E. A. að Hofi, merkt: »Jóhanna Friðriksdóttir Ak- ureyric. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila henni til Halldórs Halldórssonar söðlasmiðs, gógn fundarlaunum. Tóu-hvolpa kaupa undirriíaðir hdu verði. íngimundur Árnason. Páll Einarsson. laðandi, að hverjum góðum Islendingi hluut að líða þar vel og óska, að sem flest heimili í þorpunum yrðu því lík. Enda var þar jafnan gestkvæmt af sveitamönnum og nágrönnum. Þau Karl og Anna áttu þrjú börn. Eru dætur þeirra tvær nýlega giftar, Arnfríður hér heima og Hansína í Vest- urheimi. Þórhallur sonur þeirra er ó- giftur hjá föður sínum. Var þeim ástvinunum hinn þyngsti harmur kveðinn við óvæntan missi ást- ríkrar móður. Bóvdi Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. AÐALFUNDUR. Samkvæmt ósk formanns Verksmiðjufélagsins á Akureyri verður aðalfundi félagsins frestað um óákveðinn tíma. Hluthafar í Klæðaverksmiðjunni Oefjun fá þó arð af hlutafé sínu útborgaðan fyrir 1927, upp á væntanlegt samþykki næsta aðalfundar, og fer sú greiðsla fram á skrifstofu félagsins eins og að undanförnu og hefst eftir 30. júní n. k. Ársreikningar Verksmiðjufélagsins fyrir starfsárið 1927 liggja og þar frammi frá sama tíma hluthöfum til yfirlits og athugunar. Akureyri 29. Maí 1928. Jónas Pór. Fastar bílferðir verða farnar fyrst um .sinn sem hér segir með vörubíl. Frá Rauðalækjar- nesi Mánudaga og Laugardaga kl. 10 f. m. til [Akureyrar. Frá Akureyri sömu daga kl. 5 til Rauðalækjarness. Einnig verður farið aðra daga ef óskað er og flutningur fæst. Flutningsgjald lægra en áður hefir þekst. Sigurvin fónsson. Hrossasýning fyrir Öngulstaða-, Saurbæjar- og Hrafnagilshrepp, verður haldin á Reykárrétt Laugardaginn þann 9. Júní n. k. og byrjar kL 12 á hádegi. Peir, sem ætla að sýna gripi á sýningu þessari, verða að hafa tilkynt undirrituðum það ekki síðar en degi fyrir sýninguna. Verðlaun verða veitt fyrir beztu gripi, hryssur og stóðhesta. Kroppi 29. Maí 1928. Davíð fónsson. erkúles IIKVVÍNNIVKLAR: Sláttuvélar, Rakstrarvélar, Snúningsvélar. Sænskt efni — sænskt smíði. Útbúriar með nýtisku stangastilli og fullkomnum dragtœkjum. Samband isl samvinnufélaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.