Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1928, Blaðsíða 2
94 DAGUR 24. tbl. \ / • • • • • • » • • • • • • » »-» ■ •• • • • • ••••••••••••••• •• •• • Dánardœgur. g Byggingarvörur nýkomnar. Cement á kr. 6.50 pokinn úr húsi. Kalk. — Steypujárn 7, 10 og 20 m.m. Rúðugler. — Eldhúsvaskar, skólpleiðslu- rör, vatnsleiðslurör.' mi Kaupfél. Eyfirðinga. SI Myndastoían Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. tryggustu framtíðarskilyröi fyrir bændur, sem eru einyrkjar, eru þau að geta framfleytt búum sínum á ræktuðu landi. — í landlcosta- og útbeitarsveitunum verður að styðja bændur til þess að auka bústofn sinn og hafa meira upp úr sauðfénu. heldur en þeir gera nú, þegar inn- legg þeirra er lítið annað en síðbor- in lömb og misjafnlega þroskuð. Eigi er ósennilegt að það henti bet- ur fyrir enska ketmarkaðinn, að láta tvílembinga og hagalömb verða vet- urgömul og lóga þeim þá. Mætti því á sumum stöðum samrýma ket- framleiðslu fyrir brezka ketmarkað- inn fráfærum. Þegar um það er að ræða að breyta búnaðarháttunum, verður að samrýma það bezta úr eldri reynslu og aðferðum þeim nýjungum, sem álitlegastar þykja; og sérstaklega að atliaga hverskonar framleiðsuhættir eiga bezt við á hverjum stað. -----o---- Á víðávangi. Kapphlaup við Eimskipafélagið. »Mörg æfintýri gerast nreð þjóð vorri«, og verða þó tiltölulega fá lýðum Ijós. Nýlega var í Reykjavík óskað tilboða um flutning á 300 smálestum af járni frá Hamborg til Reykjavíkur fyrir hið nýja sænska frystihús, sem þar er verið að reisa. Skráð flutningsgjald Eimskipafé- lagsins mun vera 55 krónur fyrir sinálestina af þeirri vöru; hinn sænski forstöðumaður byggingar- innar taldi að við þvi yrði ekki litið, svo að Eimskipafélagið gerði kost á að flytja þetta fyrir' 45 krónur smá- lestina. Svíanum þótti það altof dýrt. Þá mun hafa komið fyrirspurn frá Hamborg um flutning á járninu og Eimskipafél. svarað því, að það tæki hann þá að sér fyrir 35 krónur smálestina. En þegar þeiqi kostum var líka hafnað, lét Svíinn þess get- ið, að boðið hefði verið af öðruin að flytja þetta fyrir 25 kr. smálestina og við það sæti; pimskipafélagið ætlaði þá enn að gefa kost á sama gjaldi, en kaupandi kvaðst jöfnu boði bundinn við það fyrra. Forstjóri Eimskipafél. mun þá hafa beðið hann að skila þeirri orð- sendingu til þessara keppenda, sem talið er að séu kjörnir forsvarsmenn Eimskipafél., að félagið skyldi flytja járnið fyrir 20 kr. smálestina, enda hefði það margar áætlunarferðir frá Hamborg, en ef þeir herrar vildu enn halda uppi samkepni við félag- iö, þá gæti svo farið að Eimskipafé- lagið gerði kost á flutningnum fyr- ir ekki neitt. Mun hann þá hafa boð- að félagsstjórnina á fund um málið. Málinu lauk á þann hátt, að keppi- nautarnir hættu niðurboðunum, en Eimskipafélagið varð að sætta sig við 20 kr. farmgjald fyrir smálest- ina. Þessir keppinautar fél. hafa' að líkindum hugsað sér að leigja farmsskip frá Hamborg, sem hafði rúm fyrir járnið auk þeirra eigin vörufarms; þeim nægir ekki að leigja sjálfir skip fyrir sínar eigin vörur, heldur bjóða þeir niður aðra flutninga fyrir Einrskipafélaginu með frekju og ofurkappi. — Þetta er hin föðurlega forsjá þeirra fyrir óskabarni þjóðfélagsins! Kaup- mannaumhyggjan er þeim sjálfum hollust að jafnaði. Sildareinkasalan. íorstöðunefnd einkasölunnar hef- ir kosiö Erling Friðjónsson fyrii formann og Steinþór Guðmundsson ritara nefndarinnar. Framkvæmda- stjórar eru ráðnir Einar Olgeirsson kennari, Ingvar Pálmason alþingis- maður og Pétur Ólafsson konsúll. Aðalskrifstofa einkasölunnar verðui á Akureyri og veitir Pétur ólafsson henni forstöðu; önnur skrifstofa verður á Siglufirði og mun Ingvar Páhnason dvelja þar til forsjár fyrst um sinn; en Einar Olgeirsson mun einkum dvelja erlendis við sölu síldarinnar. Hafa þeir Ingvar Guð- jónsson nýlega ferðast um Svíþjóð og láta vel yfir undirtektum síldar- kaupenda þar. Um miðjan þenna mánuð . höfðu útgerðarm. tilkynt einkasölustjórninni að þeir ætluðu að salta um 360 þús. tunnur síldar samanlagt í sumar. Eru þær áætl- anir vafalaust miklu hærri en ástæða er til að búast við. -------o-------- Stefán Kristjánsson skógarvörð- ur á Vöglum í Fnjóskadal, lést að heimili sínu 21. f. m., eftir langa og erfiða legu. Veiktist hann litlu eftir nýjár í vetur af meinsemd í höfði, sem þrýsti að heilanum, og var flutt- Ui á sjúkrahúsið á Akureyri, lá hann þar í þrjá inánuði þungt haldinn með köflum og varð eigi að gert; en tæpum mánuði áður en hann lézt vai hann fluttur heim aftur og beið þar dauðans. Stefán var rnjög* vel látinn og merkur maður og starfsmaður mik- ill. Hann gegndi margskonar trún- aðarstörfum fyrir sveit sína, og við fráfall hans er þar stórt skarð fyrir skildi. Skógræktargæzluna leysti hann af hendi með frábærri alúð og samvizkusemi eins og alt annað er hann hafði með höndum. Sýslunefndarmaður var hann fyr- ir Hálshrepp síðustu árin, hafði þar sveitarstjórnarstörf, deildarstjóra- starf í Kaupfélagi Svalbarðseyrar o. fl. Hann var mjög yfirlætislaus og skýr í hugsun, víðfróður og fastur í skoðunum, og vann sér óbifanlegt traust þeirra, er hann kyntist og við hann skiftu. Stefán var kvæntur nfaður en barnlaus, og hafði mist konuna fyr- ir nokkrum árurn. Hann var korninn á sextugs aidur. Sigfús Þór Jónson járnsmiður í Húsavík, lézt þar nýskeð úr krabba- meini; hafði hann þjáðst af því í 2 ár. Hann var um þrítugt, hinn bezti drengur og vel kyntur. Rvík 25. Maí. Aþenuborg: Stjornin í Grikklandi hefir staðfest verðfestingu þrjú hundruð sjötíu og fjmm drökmur jafngilda einu sterlingspundi. • London: Japanski blaðamaðurinn Araki hefir farið kringum hnöttinn á 33 dögum. Hafði hann ýmiskonar farartæki, flugvélar o. fl. Setti hann met með þesu ferðalagi sínu. Peking: Norðurherinn flytur frá öllum vígstöðvunum. Suðurherinn nálgast Tientsen. Vesturhluti Shang- tung-héraðs er algerlega hernuminn af Japönum. Tokio: Japanska herstjórnin hefir skipað svo fyrir, að her Japana í Kína skuli hætta öllum hernaðarað- gerðum, þar sem ástandið sé nú viöunandi en vænta iná íhlutunar þeirra, ef Suðurherinn ræðst inn í Mansjúríu, eins og útlit er fyrir. Rómaborg: ítalska þingið hefir samþykt ný kosningalög um breyt- ingar á skipun þingsins, en mót- spyrnan var óvenjulega mikil; töldu margir þingmenn að frumvarpið mundi svifta ítölsku þjóðina kjör- frelsi. Tokio: Blöðin í Japan aðvara stjórnina um, að ef herlið Japana hafi langvarandi dvöl í Shangtung, þá kunni það að vekja tortrygni í Bandaríkjunum; ráðleggja þau stjórninni að kalla herinn heim það- an. — Stjórnin í Japan hefir til- Jarðarför litla drengsins okkar, sem andaðist 30. Maí, hefst frá heimili okkar n. k. Miðvikudag (6. Júní) kl. 1 e. md. Hafnarstræti 37, Akureyri. » v Sigurjóna Jakobsdóttir. Þorsteinn M. Jónsson. Öllum þeim, sem auðsýndu mér hjálp og samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, Pálma Magnussonar, votta eg hérmeð innilegt þakklæti mitt og barnanna okkar og bið algóðan guð að launa þeim. Elin Indriðadóttir. kynt stjórnarvöldum í Kína, að Jap- anir séu staðráðnir í að hindra það, að Kínverska borgarstríöið berist til Mansjúríu. Rvík 26. Maí. París: Ýms bloð Frakka telja, að þýzku kosningarnar sé mikill sigur fyrir sáttastefnu Stresemanns, en önnur blöð haida því fram, að Frakkar verði að vera varkárir, því að Vinstriflokkurinn í Þýzkalandi vilji einnig breyta landamærunum. New York: 82 námumenn fórust við nánrusprengingu í Pennsyl- vaniu, og 115 mQnn inniluktir í námunni; lítil von um, að hægt verði að bjarga þeim. Detroit: Evrópuflugi Lindbergs er frestað til haustsins. Oslo: ítalski flugmaðurinn Nobile, lagði upp frá Svalbarða í pólflug 23. Maí. Flaug yfir pólinn næstu nótt. Berlín: Forstjóri Opelverksmiðj- anna fór reynsluferð í gær með rakettubifreið að viðstöddum ráð- herrúm, vísindamönnum og blaða- mönnum, og hepnaðist honum ferða- lagið vel; sagði hann bifreiðina byrjunarskref til áður umgetinna rakettuflugvéla; tilætlunin væri að senda fyrst rakettuvélar með dýr í þeim tilgangi að rannsaka áhrif hærri loftslaga á líffærin og síðan yrðu gerðar rakettuflugvélar handa mönnum. Álítur hann að rakettu- flugvél geti náð 30 km. hæð yfir jörð og farið í kring um hnöttinn á einum sólarhring. Rvík 31. Maí. Kingsbay 25/5.: Nobile dvaldi 2 stundir yfir pólnum, en lenti ekki; kastaði niður ítalíufána með páfa- krossi. Vestmannaeyjar: Þór tók enskan togara í landhelgi; fékk hann 12500 kr. sekt. Ennfremur hefir varðskipið tekið þýzkan togara. Berlín: Woldemaras hefir tekið sér einræði í Litauen og tilkynnir að Vilna sé höfuðborg landsins. London: Suðurherinn hefir næst- u m umkringt Peking. 2%. Ekkert radiosamband hefir verið við skip Nobile síðan kl. 9 í gærmorgun; afstaða skipsins ókunn; benzinforðinn þrýtur í kvöld. Berlín: Ríkisstjórnin ætlar að Símskeyti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.