Dagur - 19.07.1928, Page 3

Dagur - 19.07.1928, Page 3
31. tbl. DAGUS 123 Nýkomið í Ryels Verzlun stórt úrval af borðteppum, dívanteppum, púða- verum og Ijösadúkum. Silkinærföt allar stærðir í ótal tegundum. Stoppteppi, ullar- og bómullar- teppi.« Perluhálsfestar og arrabönd af ýmsum gerðum. Gríðarstórt úrval af enskum húfum og ótal margt fleira. Baldvin Ryel. Fr éttir. aö kaupfélagshreyfingunni, »átu- mein og niðurdrep« fyrir þjóðina? Hafi ofangreind gífuryrði um kaup- félögin verið sönn og réttmæt, þá verður ekki undan því komist að svara þeirri spurningu játandi. Hver dirfist að fellá þann dóm yfir þess- um þjóðkunnu ágætismönnum? Ef til viil Jón Björnsson, ritstjóri Norð- lings. Enginn annar J. B. hefir hér vakið upp þann draug, sem hann getur ekki karað og verður því hon- unr sjálfum e'inum að meini. Hað skal fúslega viðurkent, að séra Friðrik Bergmann var einn af gáfuðustu og mætustu mönnum þjóðar vorrar. En mestur var hann fyrir það, að hann þorði að skifta um skoðanir, þegar honum birtust ný sannindi. Eftir því sem aldur færðist yfir hann, varð hann æ víð- sýnni og frjálslyndari í trúmálum. Hann var inaður, sem altaf var að stækka. Hann heiinsótti ættland sitt mörgum árum síðar en áður er greint. Sá, er þetta ritar.kyntist hon- uin þá lítið eitt, en af þeirri við- kynningu er rík ástæða til að ætla, að hann hafi þá litið alt öðrum aug- um á kaupfélagshreyfinguna hér heima, en hann gerði fyrir aldamót- in, enda þá ólíku saman að jafna um ástæður félaganna. Mun hann í sinni fyrri för til íslands hafa verið heldur um of talhlýðinn við óvini kaupfélagsstefnunnar, sem ekki hafa sparað að ófrægja hana og af- skiæma í eyru hans. Það er því ekki ósennilegt, að síra Fr. Bergmann, þætti sér lítill greiði ger með því að vera að flagga með þessum nær 30 ára gamla sleggjudómi, ef hann mætti Norðl. augum líta, og mikið má það vera, ef hinir hygnari menn í kaupmannastéttinni kunna Jóni Björnssyni sérlegar þakkir fyrir frunrhlaup sitt í garð kaupfélag- anna. Leiðrétting. Landshornamaðurinn í »Norð- lingi« segist hafa »einn í höggi«, en átti að vera í vind-höggi. Hæg heimatökin. Ritstjóri »NorðIings« fór í »fúsk- ara«-leit í blaði sínu og leitaði langt yfir skamt. Ættu honum að vera hægust heimatökin. Hrædilegt vatnsfall. íslendingur segir, að 6 bæir, er framar standi en Fjósatunga, séu hínumegin Fnjóskár, og eígi þeir að »öllum jafnaði« hægra að sækja síma að Hálsi en Fjósatungu vegna Fnjóskár. Samkvæmt þessu er Fnjóská-ófær yfirferðar frammi í dalnum nær allan ársins hring. Mik- ill er sá tröllskapur árinnar! Það virðist ekki vanþörf á því að setja brú yfir þetta forað frammi í daln- um. Vegna þessara upplýsinga ísl., verður líklega næsta sporið það, að stjórnin gefur Ingólfi brú á ána! -------o------- Ólafur Ólafsson trúboði frá Kína sté í stólinn við messugjörð í Akureyrar- kirkju á Sunnudaginn og hélt fyrir- lestur í kirkjunni um kvöldið. Er mikið látið af mœlsku hans. Símskeyti. Rvik 14. Júlí. London: Frakkar, Þjóðverjar og Englendingar hafa komið sér sam- an um að fallast á ófriðarbanntil- lögur Kelloggs fyrirvaraiaust. Moskva: Mariano og Zappi höfðu veiiö algerlega matarlausir i 13 daga, áður en þeir fundust og hinn fyrnefndi auk þess kalinn á öðrum fæti. Sjuknevski hefir nauðlent; flugvélin skeindist; 4 Rússar eru með honum og hafa þeir radiotæki og matvæli í 14 daga, Báðu þeir »Krassin«, rússneska ísbrjó’tinn, aö bjarga ítölununr á undan sér. Rómaborg: Agenzia Stefani til- kynnir, að »Krassin« hafi bjargað Viglieri-flokknum í gærkveldi; er þetta samkvæmt skeyti á Föstudags- kvöldið. Skeyti í morgun hermir: Frétta- stofa Rússa skýrir frá því, að ioít- skipsflokkurinn sé fundinn austan við Viglieriflokkinn, og að »Kras- sin« sé að reyna að bjarga honum. Oslo: Norska fréttasofan til- kynnir, að »Krassin« hafi fundið týndu Alpahermennina og aö sænsk- ar flugvélaf hafi bjargað þeint. Rvík 18. Júlí. Síðustu fregnir frá Stokkhólmi segja, að Ekman yfirráðherra skýri frá því, að Svíastjórn hafi í huga að gera ráðstafanir til að stofna til opinberrar rannsóknar út af dauða Malmgrens. Blöðin búast við, að Sviastjórn setnji við stjórn Noregs um rnálið. Moskva: »Krassin« hefir bjargað Sjuknovski og félögum hans og ætl- ar nú til Adventbay til að afla sér kola, og fer því næst að leita að ioftskipsflokknum og Amundsen. París: Frakkastjórn hefir fallist á ófriðarbanntillögu Kelloggs. Berlín: Jánrbrautaárekstur varð nálægt Mtinchen; 10 hlutu bana og 13 meiddir. Winnipeg: Guðfræðideild Chi- cagoháskóla hefir útnefnt séra Rögnvald Péturssoh sem heiðurs- doktor. Síldarvíxlarnir rússnesku hafa nú allir verið greiddir, segir sendi- herraskeyti til forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefir komist að samningum um beint viðskiftasam- band milli hins stóra erlenda áburð- arhrings og einkasölu ríkisins á tilbúnum áburði; jafnframt er það fullráðið, að Sís hafi á hendi áburð- arverslunina fyrir hönd ríkisins. Mjólkurbúanefndin hefir skilað áliti sínu; leggur hún til að stofna 2 mjólkurbú eystra, annað í nágráini Ölfusár, en hitt á Reykjunr í ölfusi; hefir það orðið að samkomulagi með bænduin á Flóaáveitusvæðinu, og forsætisráðherra nú þegar látið byrja á framkvæindum við ölfusár- búið, og er lán veitt til þess með svipuðum kjörum og til áveitunnar. Hannes Jónsson er skipaður dýralæknir í stað Magnúsar heitins Einarssonar. --------o------- Maynús Kristjánsson ráðherra varð nýlega fyrir því áfalli, að hjólreiðmað- ur stýrði á hann á götu, svo aö hann féll harkalega og meiddist í andliti. Gerði hann þó lítið úr meiðslinu og gekk til vinnu sem áður eins og ekkert vau'i að, svo dögum skifti. Þar kom þó, að honum elnaði svo verkur, að hann varð að ná læknisfundi, og kom þá í ijós, að hann var kjálkabrotinn. Lá hann sárþjáður á eftir, en er þó sagð- ur í afturbata. Mælt er að Magnús hafi verið kraf- ir. sagna um það, hver hefði orðið vald- ur að slysinu, svo að hægt væri að koma hegningu yfir hann fyrir ógæti- lega reið, en hann kvað sér enga heilsu- bót mundi af því stafa að manninum væri hegnt og neitaði að segja til hans. Lýsir þetta manninum nokkuð. Sláttur var alment byrjaður hér um sveitir um og fyrir síðustu helgi. Gras- spretta er rýr bæði á túnum og eng'jum, en fer þó nokkuð fram síðan deigjur byrjuðu. t tiróður á fjöllum. Greinagóður mað- ur, Hjálmar bóndi .í Villingadal, hefir skýrt Degi frá því, að gróður á fjöll- unum fram af afrétti Eyjafjarðar sé með besta móti og óvenjulega mikill; segir hann að grasið liggi í legum fram hjá Laugafelli eins og best á túni. Er þetta því einkennilegra, þar sem gras- spretta í fremri hluta Eyjafjarðar og afréttum hans er sára aum, enda streymir féð af afréttunum fram á fjöllin í góða haglendið. Sennilegustu eða einu skýringuna á þessu telur Hjálmar þá, að norðannæðingarnir hafi ekki náð fram á fjöllin í vor, en þar hafi verið sunnanátt og skúrir. Hjálm- ar er allra manna kunnugastur á fjöll- unum á þessum slóðum og veðráttufari þar. Dánardxgur. Nýlega er látinn Snorri Jónsson hreppstjóri að Þverá í Laxár- dal, nær hálfáttræður að aldri. Snorri var greindur maður og fróður um marga hluti og hinn merkasti maður. Hann var bróðir hins þjóðkunna gáfu- manns Benedikts frá Auðnum. Þá er og' nýlega önduð á Húsavík Ifelga ísaksdóttir, kona Vilhjálms Guð- mundssonar og móðir Guðmundar Vil- hjálmssonar erindreka Sís og þeirra biæðra. * Nýlátin er að Skútum í Glerárþorpi Margrét Septíma Jónsdóttir, eiginkona. Halldórs Halldórssonar frá Skútum á Þelamörk, eftir langvarandi vanheilsu. Skij). fsland kom hingað að kvöldi þess 12. þ. m. með marga farþega; meðal þeirra var Sigurður Kristinsson forstjóri og frú hans, er dvelja hér fyr- iv norðan vikutíma. Skipið fór aftur á I augardaginn; meðal farþega til Rvík- ur var Jón Sveinsson bæjarstjóri; fór hann suður í fjármálaerindum fyrir bæinn. Lagarfoss kom að vestan á Föstu- dagsmorgunin. Með honum komu Geir Jón Jónsson bókhaldari og frú hans og Dagmar Dahlmann símamær. Gullfoss kom hingað á Föstudags- kvöldið með fjölda farþega úr Rvík, sem voru að skemta sér. Fór skipið aftur á Sunnudagskvöldið með skemti- ferðafólkið. »Oronico«, þýskt skemtiskip, kom hingað á Mánudagsmorguninn og fór aítur síðari hluta sama dags. Flugskipið Súlan kom hingað um há- dcgisíiilið sama dag, án þess menn ættu von á því. Með því komu þrír farþegar: Bolli Thoroddsen verkfræðingur, Bjarni Stefánsson skipstjóri og Þórður Guð- jehnsen frá Húsavík. Súlan flaug aftur eftir skamma viðdvöl. Prestastefnan á Hólum. Aðalmálið, sem fyrir prestastefnunni lá, var hand- bókarmálið. Var kosin þriggja manna nefnd í það, og skipuðu hana prófast- arnir Hálfdán Guðjónsson og Stefán Kristinsson og séra Friðrik J Rafnar. Skiluðu þeir nefndaráliti, en eigi varð málinu ráðið til lykta að þessu sinni. Séra Þorsteinn Briem flutti erindi um trúarlíf mannsins, prófessor Sig- urður Sivertsen um Norðurlandakirkj- urnar þrjár og einkenni þeirra, séra Gunnar Árnason um samband prests og safnaðar, ólafur Ólafsson kristniboði um kristniboð í Kína. Enn flutti séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur er- indi. í sambandi við prestastefnuna fór fvam biskupsvígsla Hálfdáns próf. Guð- Jónssonar. Við þá athöfn lýsti próf. Ásmundur Gíslason vígslu, en síra Friðrik Rafnar þjónaði fyrir altari. Er vígsluathöfn þessi talin hafa verið mjög hátíðleg. Talið er að 700—800 manns hafi verið viðstatt vígsluna. Trúlofun: Hermína Sigurgeirsdóttir og Björn Kristjánsson kaupm. frá Sauð- árkróki. Menn eru ’rieðnir að athuga, að 7. lína að neúan á 3. dálk 1. síðu á að vera noðsta lína dálksins af nokkru af upplaginu. Kjiupendur Dags eru ámintir um að gjalddagi blaðsins var fyrir 1. Júlí.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.