Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kupfélagi Eyfirð- inga. • •• •• • XI. ár. tttf t • -•-•-• •-• • •-•- Akureyri, 20. September 1928. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé fiomin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 41. tbl. ♦ •• • •-•-•-•- Öllum þeim, sem auðsýndu okkur hjálp og hluttekningu við fráfall og jarðarför Ingibjargar sál. Jónsdóttur, Uppsölum, sendum við beztu þakkir. Aðstandendur. - Ragnar Ólafsson ræðismaður var fæddur á Skagaströnd 25. nóvember 1871. Foreldrar hans, ólafur veitingamaður Jónsson og Valgerður Narfadóttir, bjuggu þar þá, en fluttust til Akureyrar 1883 og ráku þar »Hótel Odd- eyri« með miklum dugnaði bæði til dauðadags. Ættir þeirra eru úr Húnaþingi. Var ólafur orðlagður fyrir karlmensku, talinn vel tveggja manna maki að burðum, skapstór, einarður og traustur, bæði um brautargengi og andúð. — Ragnar ólst upp hjá foreldr- um sínum, fyrst á Skagaströnd og svo á Akureyri, og naut ekki ann- arar mentunar í æsku, en þá var títt um drengi, svo þeir yrðu fermdir. Hélt faðir hans honum fast til ýmiskonar vinnu, en bezta atlæti átti hann jafnan að fagna í foreldrahúsum. Sumarið 1888 fór Ragnar til Kaupmannahafnar. Hafði faðir hans komið honum þar fyrir á fjölmennu verkstæði til þess að læra skósmíði og átti námstíminn að vera 5 ár. Kaup átti hann ekki að fá, nema fæði, þjónustu og húsnæði allan tím- ann. Var aleiga Ragnars í litlu kofforti þegar hann fór utan, og svo koffortið sjálft, og átti hann það óskemt alla æfi síðan. Stund- aði hann nú skósmíði af kappi, en í hvíldartímum sínum vann hann ýmislegt fyrir starfsbræður sína, er lengra voru komnir í náminu en hann, sem þeir áttu að leysa af hendi en nentuekki. Vannhannsér þann veg inn nokkurt skotsilfur. Eftir fáar vikur hafði hann dreg- ið saman 10 krónur, fór með það fé í Landmandsbankann og lagði inn á sparisjóðsbók, eftir að hann hafði spurt bankaþjónana ræki- lega, á hvern hátt sparifé yrði bezt ávaxtað í bankanum. Sögðu þeir við hann í háði að hann kæmi líklega áður langt liði með meira. Hann kvaðst vona það yrði. Og eftir það leið aldrei mánuður, meðan hann var að læra, svo að hann kæmi ekki í bankann til þess að bæta við innstæðuféð. Um það leyti er námstími Ragn- ars var hálfnaður, var hann þess fullviss orðinn, að hann yrði ekki á réttri hillu í lífinu með því að stunda skósmíði og fór þess því á leit við meistarann, er hann lærði og vann hjá, að fá lausn. En þess var enginn kostur og mun mestu hafa valdið um það, að Ragnar leysti þá svipað starf af hendi og þeir, sem voru fullnuma og unnu fyrir kaupi. íslenzkur lögfræð- ingur, sem Ragnar talaði við um þeula, ráðlagði honum, að ganga úr vistinni, náms-samningurinn væri svo ófullkominn, að hann ætti þar ekkert á hættu. Það þótti Ragnari ófært og kvaðst mundu halda þann samning, er faðir hans hefði gert. Én upp úr þessu tók- ust samningar milli Ragnars og meistarans um ákvæðisvinnu og var það óþekt áður um nemanda. Við það vann Ragnar mikinn tíma og sneri sér þá af alefli að því, að afla sér mentunar. Gekk hann á kvöldskóla verzlunar- manna í Höfn tvo síðustu vet- urna, sem hann var þar, og fékk í lokin verðlaun skólans fyrir stærðfræðisþraut, er hann leysti. Voru það bækur og peningar. Þá lauk hann og skósmíðanáminu með lofi, svo að þegar hann hafði afhent dómnefndinni prófhiut sinn, sæmdi hún Ragnar verð- launapeningi úr silfri. Nú var fyrsta áfanganum lokið og var Ragnar þá rúmlega tví- tugur. Tryggvi Gunnai'sson þekti hann og foreldra hans og bauð honum stöðu við Gránufélagið í IJöfn, eða. við Landsbankann í Reykjavík, sem Tr. G. var þá að taka við. Ætlaði Ragnar að taka boðinu um starf við bankann, en þegar farið var að tala um kjörin, voru þau svo, að Ragnar sá litl- ar líkur til, að hann gæti lifað í Reykjavík við það starf, launin úr hófi lítil en vinnutími langur, svo engar horfur voru á, að geta aukið þau með aukavinnu. Hafn- aði hann þá boði Tryggva, því hann gat ekki felt sig við að verða skrifstofumaður hjá »Gránu« í Höfn og vildi óðfús heim til ís- lands. En mörgum árurn síðar (9. ágúst 1909) sagði Tryggvi við Ragnar hér á Akureyri, svo marg- ir heyrðu, að hann hefði ávalt séð eftir, að missa af honum frá bankanum, »því þar fanst mér bezta bankastjóra-efni, sem eg hef kynst«. Sumarið 1892 fór Ragnar svo heim til fslands. Var bókhaldari fyrst á Eskifirði og síðar á Norð- firði tii 1895. Verzlunarstjóri á Reyðarfirði 1896—1898. Verzlun- arstjóri á Fáskrúðsfirði 1899— 1902. Fluttí til Akureyrar um haustið 1902 og tók við forstöðu Gránuverzlunar á Akureyri í árs- byrjun 190$. Sagði því starfi af sér vorið 1907 og afhenti verzlun- ina um áramótin næstu á eftir. Vorið 1908 hóf hann svo kaup- sýslu hér í bænum, á eigin spýtur, er hann rak til æfiloka. Seldi kol, steinolíu, salt o. fl. í stór- og smá- kaupum og keypti íslenzkar af- urðir, sérstaklega síld og fisk í stórkaupum. Á þessum 20 árum. sem hann rak fjársýslu, fór hann oft til útlanda og dvaldi þar um hríð og þá græddist honum mest fé. Er það vafalaust mál, að ef Ragnar hefði verið þar, sem stór- feld kau'psýslustarfsemi fer fram, hefði hann orðið stórauðugur maður. — Það er talið, að hann hafi orðið bezt efnum búinn þeirra manna, sem búsettir hafa verið á Norðurlandi, marga hina síðustu áratugi. Ekki sóttist hann þó eftir auðsöfnun til þess að láta peningana liggja í handraðanum og gat þess oft, að hann teldi sannri heilbrigði einstaklingsins fátt hættúlegra, en að verða »þræll peninganna«. En hann skildi og vissi að peningar eru »afl þeirra hluta, sem gera skal« og hann var athafnamikill fram- kvæmda- og framsóknarmaður. Almenn mál lét Ragnar sig miklu skifta, eftir að hann settist að á Akureyri, en verulega ákveð- inn og ánægður flokksmaðurhinna pólitísku flokka var hann ekki, nema Heimastjórnarflokksins 1903—1914. Hann var ákveðinn andstæðingur allra viðskiftahafta og alls, er hann taldi leggja óþörf höft á framþróun einstaklingsins. Á því svæði fylgdi hann íhalds- flokknum á síðustu árum. En í mörgum málum stóð hann mjög. nærri Framsóknarmönnum . og kunni vel samvinnu við ýmsa helztu menn þess flokks. — Hann var kosinn í bæjarstjórn Akur- eyrar 1913 og endurkosinn síðan, og mun almæli, að þar hafi eng- inn verið honum nýtari á því tímabili. Mín skoðun er, að hann hafi borið höfuð og herðar yfir alla samstarfsmenn sína, í öllu er laut að fjárhagslegum velferðar- málum bæjarféíagsins. Hann átti öflugan þátt í stjórn og starfi Klæðaverksmiðjunnar Gefjun og Innilegt þakklæti vottum við öll- um þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu á ýmsan hátt við veikindi, andlát og jarðarför dóttur okkar óg systur Agnesar Sigur- geirsdóttur. Foreldrar og syetkini. lét sér einkar ant um það fyrir- tæki. Hann var formaður stjórn- ar Heilsuhælisfélags Norðurlands og beitti sér af miklum krafti fyrir því að Kristneshæli kæmist á fót, vandað og vei úr garði gert og gaf til þess stórfé. Hann var boðinn og búinn að rétta hverju því máli hjálparhönd, sem hann taldi Akureyrarbæ til velferðar. Og það munaði um fylgi hans, þar sem hann lagðist á. Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað, starfaði Ragnar mjög öt- ullega að fjársöfnun til þess og keypti hvað eftir annað hluti sjálfur, svo að hann mun hafa verið einhver allra stærsti hlut- hafi þess. Hann var einn af helztu forgöngumönnum ’þess, að flóa- bátsferðir hófust um Eyjafjörð og fyrir Norðurlandi. Ræðismað- ur Breta varð hann 1915 og gegndi því starfi síðan. — Sæmd- ur var hann stórriddara krossi Fálkaorðunnar í desember síðastl. Ragnar ólafsson kvæntist 19. júní 1901 Guðrúnu Johnsen (sýslumanns á Eskifirði) og eign- uðust þau 11 börn, en af þeim andaðist eitt á unga aldri. Ragnar taldi sig gæfumann, en það gæfu- spor taldi hann drýgst allra, er hann giftist. Sambúð þeirra hjóna var hin ástúðlegasta og heimilis- lífið fyrirmynd. Þau voru svo samhent í öllu, sem heimilið snerti, að ekki varð á betra kosið. Um mörg síðari ár, hefir heimili þeirra haldið uppi, flestum frem- ur hér í bænum, risnu gegn að- komumönnum, sérstaklega út- lendum. Og sagt var um Ragnar, að slíkur heimilisfaðir væri hann, að hann léti sér jafn ant um vandalausa, er hann hafði yfir að ráða, eins og sína eigin fjölskyldu. í nóvbr. síðastl. kendi R. ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.