Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 2
160 D AGUR 41. tbl. • #•## # • -#- ■WIHWiBHHWWW i K-O-L* 1 K-O-K-S 3 selt frá ** skipshlið á morgun, tm S Kaupfél. Eyfirðinga. 3 mmmmmmmmkm Myndastofan Gránuféiagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. krankleika, en hafði annars ávalt verið hraustur til heilsu. Lækn- arnir hér gátu ekki að geft, hverra ráða' sem þeir leituðu. Sjúkdómurinn elnaði, varð lang- varandi og kvalafullur. í janúar- lok var R. ó. fluttur á sjúkrahús- ið hér og lá þar þungt haldinn til þess er hann sigldi á ríkisspítai- ann í Höfn, seint í apríl. En ekki bar sú för neinn árangur í þá átt, að lífi hans yrði bjargað og dró til þess er verða vildi. Hann bar hinar miklu þjáningar, er hann leið, með ró og karlmensku, unz kraftar hans voru alveg þrotnir. Hann andaðist síðdegis hinn 13. þ. m. Veikindi Ragnars höfðu varað langa hríð og tóku hann hörku- tökum nálega í byrjun, svo vanda- menn hans og vinir vissu að hætta var á ferðum. En þó mun þeim hafa fundist að »skjótt hefði sól brugðið sumri«, þegar fregnin barst um andlát hans. Ragnar ólafsson var ósvikinn íslendingur í húð og hár. Hann var hár maður og karlmannlegur að vallarsýn, einbeittur í látbragði og hinn drengilegasti í hvívetna. Að lundarfari var hann stórgeðja, ör og hreinlyndur og fór oft ó- mjúkum orðum um það, sem hon- um þótti miður fara. Hann hélt fast á skoðunum sínum, en þótt ýmsum þætti kenna nokkurs ráð- ríkis af hans hendi stundum, var hann þó samvinnuþýður og tók rök andstæðinga sinna til ræki- legrar yfirvegunar, einkum ef þau voru flutt af lipurð og með still- ingú. Hjálpsemi hans og höfðings- lund var dæmafá, því hann gaf og lánaði fé sitt svo að með eindæm- um mun vera, en fór svo dult með sem unt var og um fáa hygg eg verði sagt með sannindum frekar en Ragnar, að hann mátti ekkert aumt sjá. Mér dettur í hug at- burður, er gerðist fyrir nokkrum árum: Ragnar og eg vorum stadd- ir í brezkri stórborg. Eitt kvöldið vorum við boðnir í veizlu til kunn- ingja okkar og var þar margt manna. Einhver sagði þá frá því, að í kvöldblöðunum hefði staðið frásögn um, að íslenzkur sjómað- ur hefði lent í vandræði, verið tek- inn fastur og settur í fangelsi. Ragnar vék sér rétt á eftir að húsráðanda og fóru þeir inn á einkastofu hans, þar sem síminn var og leið svo nokkur stund. Eg tók eftir, að húsfreyja var orðin óþoiinmóð yfir, að ekki var sezt að borðum og fór til að láta Ragn- ar vita það. Hann hafði þá fengið húsráðanda — sem var áhrifa- ríkur maður — til þess að síma til lögreglunnar um íslenzka, um- komulausa sjómanninn og það tókst að fá hann lausan úr fang- elsinu, þá um kvöldið, gegn tryggingu sem Ragnar setti og borgaði daginn eftir. Eg spurði hann síðar um kvöldið, hvort hann vissi nokkur deili á þessum manni. »Nei«, svaraði Ragnar, »en mér var ómögulegt að vita vesalinginn í svartholinu, án þess að reyna að hjálpa honum------einmitt þeg- ar við sitjum hér rétt hjá í glaum og gleði«. Af mörgum góðum gáfum í fari Ragnars ólafssonar, frá náttúr- unnar hendi, held eg að höfðings- háttur og drenglund hafi gert mest vart við sig. Jón Stefámson. ------o------ Varðskipalögin enn. Síðasti íslendingur ræðir um lög þessi í ailöngu máli og ætlar að sýna fram á sýknu Magnúsar Guðmundssonar og sekt Jónasar Jónssonar. Ferst blaðinu þetta eins og vænta mátti. ísl. segir, að' ákvæði iaganna frá 1927 um 12 þús. kr. laun skipstjóranna hafi að eins verið heimild til handa stjórninni og hafi henni því verið í sjálfsvald sett, hvort eða hvenær hún notaði heimildina. En hvað er þá orðið úr lögbroti J. J. sam- kvæmt þessu? Ekkert. Hann var þá sjálfráður um það, hvort hann framkvæmdi lögin að þessu leyti eða ekki. fsl. birtir kafla úr þingræðu M. G. Sá ræðukafli leiðir hitt og annað merkilegt í ljós, t. d. það, að ekki átti, að hans skoðun, að afskrá skipverja á varðskipunum, en lætur þá samt sem áður kúga Minning. .sig til að gera það beint ofan í hans eigin skoðun. Bregður þessi framkoma upp skýrri mynd af lítilmensku M. G., að láta kúgast frá sannfæringu sinni; minnir þetta á kengbognun hans í tóbakseinkasölunni. M. G. segir í þessum ræðukafla, sem ísl. birtir, að brot J. J. liggi í því, að hann hafi látið lögskrá skipverja á varðskip ríkisins. Þessari ásökun svaraði J. J með- al annars svo í þingræðu : »Ef lögin upphefja skrásetn- inguna, og hún hefir fallið úr gildi af sjálfu sjer, þá eru allar ásakanir 1 minn garð hégóminn einber. Því að það er augljóst, að þá hefir skráningin í September ekki verið gild, og mennirnir eru þá ólögskipaðir eftir sem áður. Þá hafa engin lög verið brotin. — Hvernig sem málinu er snúið, hefir hv. þm. eyðilagt sinn mál- stað. Ef hallast er að því, að það sé lögbrot að hafa mennina skrá- setta, þá hafa þeir fyrst verið það vikum og mánuðum saman á ábyrgð hv. 1. þm. Skagfirðinga, og síðar stuttan tíma á mína á- byrgð. Eg hefi nú ekki álitið, að þörf gerðist að hefjast handa gegn hv. þm. út af þessu. En ef flokksbræður hans vilja það endi- lega, skal eg ekki hafa neitt á móti því, þótt hann verði dreginn fyrir landsdóm«. (Alþt. B, 2. h., 512—513). ísl. gengur alveg fram hjá frestun laganna um fasteigna- bankann, broti H. Hafsteins á lotterílögunum og broti Magnús- ar Guðmundssonar á lögunum um atvinnu við siglingar, sem getið var um í Degi. fsl. ætlar að láta nægja það svar, sem þm. Vestm.- eyja gaf á síðasta þingi um þessi lögbrot. Það svar var á þessa leið: »Það, sem Júppiter leyfist, leyfist ekki uxanum«. í þessu svari birt- ist viðurkenning íhaldsmanna um það, að þeir átelji það ekki, þó að goð íhaldsins fremji lagabrot, það er með öðrum orðum hlutdrægn- in, sem á þenna hátt er skjallega sönnuð og staðfest af þeim sjálf- um. Við fyrsta útboð, sem stjórnin lét gera, á kolum til varðskip- anna, fór verðið á tonninu úr 43 kr. niður í 35 kr. ísl, segir, að þe tta sé ekki að þakka bættu ráð- lagi með rekstur skipanna, ,heldur hafi þarna komið fram svona skyndilega tveggja undanfarandi ára verðfall á þessari vöru! Svona er rökfærsla blaðsins í öll- um greinpm, tómt fálm og fimb- ulfamb ráðþrota manns, sem verð- ur nauðugur, viljugur að sullast við blaðaskriftir, vegna þeirra sultarlauna, sem ihaldið skamtar honum úr hnefa, þótt það á öðr- um sviðum haldi fram hálauna- stefnu, einkum þegar skipstjórar og bankastjórar eiga í hlut. -------o------- Gifting. Á laugardagirm var voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sig- rún Jónsdóttir; Friðfinnssonar, og Karl Guðmundsson frá Vindheimum. »Er þegar ungir, öflgir falla, sem sigi í ægi sól á dagmálum«. Fyi'ir skömmu barst hingað sú harmfregn, sem mörgum mun í fersku minni, að ungur maður, norðlenzkur, beið bana af byssu- skoti á Kjalarnesi suður. Hann hét Matthías Isleifsson og var frá Ytra-Kambhóli í Möðruvallasókn. Engi veit gjörr um tildrög hins sviplega slyss, enda skiftir það minstu máli. Hitt er efst í huga allra þeirra, sem þektu hinn látna, að hér hefir engill dauðans kvatt á brott með sér góðan og nýtan dreng fyrir örlög fram. Stað- reynd þess vekur djúpa sorgar- kend og viðkvæman söknuð. En minningarnar, bjartar og hlýjar, frá liðnum samverustundum, njóta sín þá til fulls og greiða út- sýnið þangað, sem för hins horfna vinar liggur nú — á landi eilífa lífsins. — Matthías sál. var fæddur á Hálsi í Fnjóskadal 19. des. 1892 og því tæpra 36 ára, er hann lést. Til tvítugs aldurs ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sem enn eru á lífi og biðu hinnar þungu raun- ar æfi-kvöldsins, að sjá á bak hjartfólgnum og elskuðum einka- syni yfir landamæri lífs og dauða. Innilegar voru bænir þeirra, er útþráin seiddi hann til ókunnra landa og hann lagði af stað, ung- ur og hraustur, í hamingjuleit æskunnar. Þau vissu um þann veg, að sporin kynnu að reynast erfið og þyrnum stráð. Þau kviðu að eitthvað yrði að drengnum þeirra úti á mannhafinu mikla, en þó var það fjarri skapi þeirra, að hefta þrá hans og löngun. Að heiman fór Matthías sál. með fullu samþykki foreldra sinna og dvaldi í Vesturheimi í þrjú ár. Þá vitjaði hann aftur æskustöðvanna og var þar um kyrt nokkra hríð, en fór þaðan síðan alfarinn burt. Sigldi hann milli landa á norsku skipi um tíma og sat vetrarlangt í Noregi, en eftir útkomu sína annað sinn dvaldi hann á Suður- landi, þar, sem hann fékst að mestu við landbúnað. Fórst hon- um, það starf prýðilega og stjórn- aði hann tvisvar allstórum búum syðra. Vanst honum allstaðar álit þar, sem hann bar hönd að verki, fyrir frábært líkamlegt atgervi og glöggan skilning. Til marks um hraustleika hans má geta þess, að hann setti met í vandasamri aflraun á íþróttamóti í Reykjavík og hafði þó enga þjálfun. En samt verður hitt minnistæðara þeim, sem kyntust Matth. sál. nánar, að hinn duli og sterki maður brann af áhuga fyrir öllum gagnlegum urnbótum í hugsun og framkvæmd nútímans. Oft heyrði sá, er þetta ritar, hann verja hinar frjálslyndari stefnur, bæði í þjóð- málum og trúarefnum. Fróðleiks- þorstinn hafði kent honum að leita í innlendum og útlendum rit- lim að úrlausn þeirra og sjón-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.