Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 20.09.1928, Blaðsíða 3
41. tbl. DAGUR lðl " •-•-•-;• ••« • » •- # ~ deildarhringur hans hafði víkkað við ,»ferð og flug«. Samkend hans með þeim, er þjáðust og báru skarðan hlut frá borði, var og ekki sízt orsök þess, að lífsskoðun hans mótaðist í þessa átt. *— Þegar mér barst fregnin um hið voveiflega slys og lát þessa vinar míns, sem eg hitti fyrir nokkrum árum og bar gæfu til að kynnast, varð mér innan stundar eitt ríkast í huga. Það var mynd- in af eilífðarþrá Matthíasar heit. eins og eg vissi, að hann átti hana. Hin öfluga áherzla, sem nýrri trúarhræringar leggja á óumræðilegan kærleika Guðs föð- ur, hreif hann mest. Minníngm um þá trú hans er svo máttug í eðli sínu, að hún getur jafnvel strokið tárin af hvörmum syrgj- andi og elllibeygðra foreldra og látið þau finna, að sorgin á líka sinn frið. í faðm þeirrar elsku felum vér nú sál hins látna með bænum vorum. S. St. -----o-----— A við avang-i. Ketilbilun »Norölings«. S.krifstofustjórinn í dómsmáia- ráðuneytinu hefir skýrt frá því, að þegar skipherrann á Óðni hafi tilkynt ketilbilunina, hafi skipa- smíðastöðinni, Flydedokken, jafn- harðan verið tilkynt þetta. En »Norðlingur« segir, að dómsmála- ráðherra hafi »svikist um að til- kynna bilunina«. Hvorum er nú betur trúandi, skrifstofustj óranum eða ritstjóra Nl.? Herra Guðm. Sveinbjörnsson er ekki kunnur að því að leika sér að lyginni annan- hvern dag. En Jón Björnssön? Annars er það margra manna mál, að sannleiksketill »Norð- lings« muni vera illa bilaður. Spámaðurinn. Dagur skýrði frá því, að íhald- ið hefði greitt úr Landhelgissjóði á hér um bil ll/2 ári upp undir 12 þús. kr. fyrir hey, hesta, veislur, vín, vínglös, vindla og gullúr. Út af frásögninni um þetta spáir ritstj. ísl. því, að núverandi stjórn muni eyða úr sjóðnum á jafnlöngum tíma til þessara hluta að minsta kosti tíunda partinum af ofan- greindri upphæð. Sýnir spádömur þessi, að jafnvel ritstj. isl. treyst- ir Framsóknarstjórninni margfalt betur til sparnaðar en fhaldinu. Fjóluspretta/n. dafnar vel hjá Norðlings-Jóni. »Alt er gott í bændurnar«, segir hann nú síðast. Ekki veit »moð- hausinn« skil á algengustu orða- beygingum í íslenzku máli. Leikfélag Akureyrar. Fyrir skömmu fékk stjórn Leikfél. Ak. bréf frá félagi einu í Berlín, er nefnist Atlantic Photo Co. Félag þetta víðvarpar mynd- um til blaða víðsvegar um Norð- urálfuna. Er það hið stærsta fyr- irtæki í þeirri grein á meginlandi Evrópu. í bréfinu til Leikfélags Ak. segir meðal annars: »í þýzk- um blöðum hafa birtst ýmsar frá- sagnir af leiksýningum við leik- hús Leikfél. Ak., sem vakið hafa athygli vora. Oss væri mjög ljúft að eignast myndir frá félaginu, svo sem af leikhúsinu, bæði að utan og innan, svo og af forkólf- um félagsins og helstu leikendum þess, til þess að útvarpa þeim til evrópiskra blaða«. Að sjálfsögðu mun stjórn leik- félagsins verða við þessari bón og senda myndir úr ýmsum leik- sýningum. Kynning islands er- lendis getur orðið mikill ávinn- ingur að sambandi við þessa þýzku stofnun. Leikfél. Ak. hefir í hyggju að starfa ötullega í vetur. Væntir það þess að geta byrjað leiksýn- ingar í Nóvember undir stjórn Ág. Kvarans. Seinna mun félagið að líkindum fá að njóta starfs- krafta og leiðsögn Haralds Björnssonar. Fjárhagur félagsins er nú mjög örðugur. Til leiksýninga var mjög vandað síðastl. vetur, og urðu þær þess vegna nokkuð dýrar. Hins- vegar er styrkur sá, er félagið nýtur, mjög lágur, og auk þess á það í samkepni við tvö kvik- myndahús í litlum bæ. Styrkur til félagsins er nú 1000 kr. frá rík- inu og 500 frá bænum. Til sam- anburðar má geta þess, að Leik- félag Rvíkur fær 12 þús. kr. styrk alls og er þó ólíkri aðstöðu til að dreifa, þar sem í Rvík er alt að átta sinnum fleira fólk en á Ak- ureyri. Leikfélag Akureyrar mun nú fara fram á aukinn styrk, bæði frá bæ og ríki. Er ekki mik- ils af félaginu að vænta, á meðan fjárhagur þess er jafn þröngur og nú er. Eigi félagið að eiga nokkra verulega framtíð fyrir höndum, er óhjákvæmilegt að það ráði sér fastan leikhússtjóra, en til þess hrekkur núverandi styrk- ur skamt, og ef halli verður á leiksýningu, verða félagsmenn að borga úr eigin vasa ofan á þaö að fá ekkert fyrir vinnu sína. Er nú þess að vænta, að þeir, sem fjárveitingavaldið hafa, sjái sóma sinn í því að styrkja rífleg- ar en áður þetta félag, sem þrátt fyrir alla örðugleika hefir vakið athygli á íslenzkri leiklist í hinu mikla menningarlandi, Þýzka- landi, þar sem talað er um »nyrsta leikhús heimsins«, þegar minst er á Leikfélag Akureyrar. -------o------- Líkbrensla. Lík Ragnars heitins Ól- afssonar var brent í fyrradag á lík- brenslustöð í Kaupmannahöfn. Á sama tíma fór fram minningarathöfn hér í kirkjunni. Flutti sóknarpresturinn þar ræðu og sunginn sálmur á undan og e'ftir. Við þessa athöfn var kirkjan þéttskipuð fólki. Bæjarstjórnarfundur átti að vera á þriðjudaginn var, en honum var frestað vegna minningarathafnar þeirrar, er fór hér fram í kirkjunni þann dag. Allskonar Aumur blaðamaður. Jón Björnsson,. sem sumir fyndnir menn kalla rithöfund, hefir, einS og kunnugt er, lengi unnið við danska Mogga. Síðustu árin hefir hann verið undirtylla Valtýs við »Morgunvel-kin« frægu, sem áttu að ryðja Jónasi frá Hriflu úr vegi þeirra manna, sem hugsa mest um eigin pyngju, svo að lýsing Jóns Þorlákssonar á í- haldinu sé viðhöfð. En J. B. virð- ist hafa verið latur og ónýtur verkamaður í jurtagarði herra síns, því að enn hefir Valtýr ekki getað tekið til »fyrri starfa« vegna, »morguntafanna«. En hvort sem Valtýr hefir ekki getað notað Jón lengur, eða aðrar á- stæður valdið, þá hröklaðist hann frá Morgunblaðinu, þótt hann væri elsti átarfsmaðurinn við blaðið. í eymd sinni tók þessi einskis- nýti blaðamaður það ráð, að reyna að fleyta lífinu hér á Ak- ureyri, með von um að geta bolað burtu samherja, sem þrátt fyrir auðvirðilega þjónsstöðu í þágu ills rnálstaðar, er heiðvirðari og greindari maður en Jón. En eftir starfið í sumar stend- ur J. B. afhjúpaður, sem blaða- maður, frammi fyrir þeim, er hafa lesið þenna snepil, sem hann hefir birt skoðanir sínar í. Og niðurstaðan verður sú, að mót- stöðumenn hans líta á hann sem auðvirðilegan andstæðing, en þeir, sem leigt hafa þenna mann, ættu heldur að stinga einhverju upp í hann, svo að hann þegði. Það hefir aldrei sést eins glögt og síðan J. B. valt úr hreiðri Mbl. livað hann er bráðónýtur jafnvel til hinna auðvirðilegustu verka: rógburðarstarfsemi íhaldsins. Skrif hans mora af ógeðslegu háði um sjálfan hann og flokkinn, sem á líftóruna í honum, svo að blind- ustu og sjálfselskustu íhaldssál- um hlýtur að ofbjóða. Ritháttur- inn er fádæma klaufalegur (sbr. »undirferlisjálkinn«) og skin gáfnaleysið og gæfuleysið út úr hverri línu. J. B. hefir ekki ennþá reynt í blaði sínu, að ræða nokk- urt mál af viti. Auðvitað getur hann það ekki, sem íhaldsblaða- maður. Hefir hann ekkert til að bera annað en viljann til að sví- virða beztu menn þjóðarinnar. Þótt eg geri ekki háar kröfur til íhaldsmanna, margra, hvað snertir andlegan þroska' þá þykir mér ólíklegt, að þeir uni því til álnavörur Stór stofa til leigu rétt hjá Qagn- fræðaskólanum. Hentug fyrir nemendur. Upplýsingar í verzlun E. Möller. lengdar, að láta J. B. básúna gáfnafar sitt á þeirra kostnáð, og láti því heldur máltól hans fá andlát hordauðans. En þar sem J. B. hefir slitið sér í þjónustu í- haldsins, þá væri illa gert að kasta honum á gaddinn. Það ætti því að setja upp »guðskistur« fyrir J. B., þar sem breyskir íhaldsmenn gætu gefið fyrir sálu sinni, og unnið tvöfalt góðverk: losað þjóðina við þá háðung, að hugsanir .J. B. sjá- ist á prenti, og haldið lífinu í manni, sem er lítt fær að bjarga sér. Þórir Þorvarðsson frá Skriðu. -------o-------- F réttir. Stofnun hestamannafélags. Eins og áður var auglýst, var fundur haldinn hér í bæ, til þess að ræða um stofnun hestamannafélags. Á fundinum mættu rúmlega 20 manns. Sig. Hlíðar dýralæknir setti fundinn og skýrði í stuttri ræðu frá tilgangi hans. Síðan tóku til máls: Þorsteinn Þor- steinsson, Jón Geirsson, Pálmi Hannes- son, Sigurður Guðmundsson og Jón Steingrímsson. Lutu ræðumar að því verkefni, er fyrir fjelaginu lægi, svo sem að koma upp skeiðvelli, fá gerða reiðvegi, útvega haga og geymslu fyrir hesta á sumrin, hús, hirðing og þjálfun á vetrum, gangast fyrir kappreiðum hér og þátttöku í kappreiðum á Þing- völlum 1930. Siðan var leitað atkvæða um hvort stofna skyldi félagið, og var/ það sam- þykt með öllum atkvæðum. Þá voru kosnir 5 menn í nefnd, til þess-að semja frumv. til laga fyrir fé- lagið^ og hlutu kosningu: Pálmi Hann- esson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Geirsson, Jón Steingrímsson og Sig- urður Guðmundsson. Dánardægur. Fyrra sunnudag and- aðist hér í bæ barnung stúlka, Agnes Sigurgeirsdóttir söngkennara Jónsson- ar. Jarðarför hennar fór fram í fyrrad. Síldarmatreiðslunámsskeið, undir stjórn ungfrú Bjargar Sigurðardóttur, stendur yfir hér í bæ. Er þar kent að búa til 20 rétti úr síld. Af gæðum rétt- anna er það að segja, að þeir, sem naumast geta smakkað síld, eins og hún er venjulega tilreidd, neyta þeirra með beztu lyst. Síld er einhver sú hollasta, næringarmesta og ódýrasta fæða, sem völ er á, og væri það ekki lítil framför, ef hægt væri að kenna íslendingum átið. eru nú á boðstólum hjá Ryel i gríðarstóru úrvali, og seljast með mjög lágu verði. Athugið hið fjölbreytta úrval af allskonar silkitauum, silkisvuntuefnum, blússutauum, morgunkjólatauum, tvisttauum, flóneli, gardínutauum, flaueli, léreflum, boldangi, fyrirtaks teg. dún- og lakaléreftum, lasting, fatatauum i herra og drengja föt, nýmóðins káputauum og fl. og þið munið sann- færast um, að beztu, fallegustu og ódýrusiu vörurnar eru hjá Baldvin Ryel. ♦ v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.