Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 1
I D A O U R lcemui- út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í' Kupf^lagi Eyfirð- inga. • • • •• -• « XI. ár. t • • • • • • • • • • • • • •••••• ♦ # ♦-# Akureyri, 27. September 1928. Afgreiðsian er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • ••••••• t 42. tbl: ••♦♦••••. Þorsteinn Erlingsson 27. sept. 1858-27. sept. 1928. Þorsteinn Erlingsson verður sjötugur í dag. Eí' hann væri nú lifandi, myndi mikið hafa verið um dýrðir og fagnað á þessu afmæli hans. ís- lenskir jafnaðarmenn hefði senni- lega sýnt jafnaðarskáldinu- sæmd _og þakkað honum hernaðarkvæði hans og jafnaðarljóð. Ljóðavinir og mentamenn hefði þakkað hon- 'um listina og málið. Mörg fer- hendan hefði þessum endurreis- anda ferhendunnar án efa borist í dag. En þakkir vorar og lof- söngvar um list hans ná honum ekki framar. Það eru álög á mannlegu þakklæti, að annaðhvort kemur- það löngum of seint, eða það er oftast þannig í té látið, að það kemur að litlum notum þeim, er þess skyldi njóta. Slíkt varð hlutskifti Þorsteins Erlingssonar. Víst gerðust ýmsir til að þakka honum ljóð hans, er hann lifði. Slíkt hefir sennilega stundum fengið honum nokkurrar ánægju. Þjóðin viðurkendi og starf hans, er alþingi veitti honum nokkurn skáldstyrk. Sá styrkur var honum betri en enginn til lífs- viðurværis. En hann var svo lítill, að hann studdi hann ekki að veru- legu, svo að hann gæti óskiftur fengist við skáldskap og listir. Hann varð að hafa það í hjáverk- um, sem verið skyldi hafa aðal- starf hans. Án efa verður hans rækilega minst í dag f í sunnanblöðunum. Slíkt skyldi einnig gert verið hafa hér í blaðinu, og var fyrirhugað. En því miður er ekki kostur á því. Hér verða aðeins rituð nokkur innantóm orð til að minna á af- mæli hans. Stephan G. Stephansson orti einkennilegt kvæði eftir Þorstein. Haiin kvað hann komið hafa í »söngdísa sal«, ásamt fjölda ann- arra »kauphyggjumanna«, sem allir voru þar í »heimsfrægðar önnum«. Þar lágu í hrönnum alls- konar hljóðfæri, »stórveldi af blundandi hljómum«, sem úr mátti hrista hin margvíslegustu hljóð og hljóma. Skáldið kannaði hljóð- færin, frægðin bað og freistaði, en hann skeytti ekki laðan hennar né glysmálum, notaði ekkert þeirra »fjölræmdu«, o: þeirra, sem vænlegust voru til lofs og frægðar. Hann kaus sér hljóðpípu »heiman úr koti«. »Hann fór svo hirðlofsins van — hristandi af vængjunum böndin raddmýkri syngjandi svan, vilt út um vordrauma löndin leikandi á pípuna Pan«. Það er vel til fundið til auð- kenningar Þorsteini Erlingssyni, er skáldið lætur hann kjósa sé? pípu »heiman úr koti«. Aldrei hefir mentað íslenskt Ijóðskáld meir samið óðlist sína eftir ís- lenskri alþýðulist en Þorsteinn Erlingsson. Hann orti undir göml- um alþýðlegum háttum og mið- aldaháttum. Mál hans var alþýð- legt og lifandi, auðskilið hverju barni og hverjum bóklæsum al- þýðumanni. Samt var það sniðið og fágað af smekltvísi og snild. Ifann varð líka alþýðuskáld, bæði í víðtækri merkingu og göfugri, þó að mörgum alþýðumanni gæt- ist illa að efni kvæða hans og lífs- skoðun. Alþýðuvinur og alþýðu- sinni var hann einhver hinn mesti, er vér höfum átt. Aldrei hefir ís- lenskt ljóðskáld haft meiri sam- úð með bágstöddum smælingjum vorrar jarðar en Þorsteinn Er- lingsson, hvort sem það voru fugl- ar loftsins eða menskir menn. Aldrei hefir íslenskt skáld reiðst. svo fátækt og mannfélagslegu böli sem.hann. Hann gerðist jafnaðar- maður af sannfæringu og tilfinn- ingu og trúði á sigur jafnaðar- stefnunnar. Hann fagnaði bylt- ingunni miklu, sem steypti af stalli auðjörlum og kóngum, klerk- um og kirkju, er hann — rétti- lega — taldi vörðu og verndar- vætti félagslegs íhalds og ríkj- andi þjóðfélagsskipunar. Úm kúg- un og þrælkun — sem hann kall- aði svo — orti hann sín hvassorð- ustu ljóð, sem stálastormur blés í og mestur stálagustur gnúði um. Hann boðaði, í alþýðlegumíslensk- um listbúningi, alþjóðlega stjórn- málatrú og alþjóðlega lífsskoðun. Er þess gott að minnast, að snjallasti frumherji jafnaðar- stefnunnar hér á landi var ramíslenskur. Þorsteinn Erlings- son var þjóölegur jafnaðarmað- ur. Tungu vorri og íslenskum fræðum unni hann og var þar Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Jón Jóhannsson, andaðist að heimili sínu, Oddagötu 41 hér í bæ, hinn 25. þ. m. — Jarðarförin er 'ákveðin. að Munka- þverá Fimtudaginn 4. Október og hefst kl. 1 eftir hádegi. Ingibjörg Jónsdóttir. vel að sér. Eg hefi engum kynst, sem ver þoldi útlensku-slettur og óíslenskulega meðferð á tungu vorri heldur en Þorsteinn Erlings- son. Ef einhvern tíma skyldi ritað verða um viljann í íslenskum bók- mentum af manni með göfgum vilja og vití í senn, verður þar langur kafli um Þorstein Erlings- son. Hann trúði á framtíðarlönd- in, stefndi þangað og þráði þangað. Það var hróður hans, að hann mat meir sannfær- ing sína og hugsjónir heldur en hégóma og frægð. Harm orti fyrir trú sína á fegurra mannfélag. Sökum þessarar trúar hans var bjart yfir honum. Síð- asta sumarið, sem hann lifði, kvað- einhver merkasti maður íslensku kirkjunnar til hans: »Sumarvonir, sólskinstrú sendirðu öllum, er þig vilja skilja«. Sigurður Guðmundsson. *-----o------ Þjódvinafélagsbækur.nar 1928. - Þjóðvinafélagsbækurnar eru út- komnar fyrir nokkru. Þær eru meiri að vöxtum, en undanfarið, enda hefir árstillagið hækkað úr 5 krónum upp í 8 kr. í Almanak- inu er skýrt frá þessari breytingu og stafar hún aðallega af því, að félagið hefir í hyggju, að byrja á næsta ári, útgáfu á æfisögu Jóns Sigurðssonar forseta. Er það til- lilökkunarefni og ættu menn nú að fjölmenna í félagið. f ár fá félagsmenn 5 bókahefti: Andvara 58. ár, Almanak 55. ár og þrjár fylgibækur. Andvari er f jölbreyttari að efni en í fyrra, og flýtur nú vel ritaða æfisögu Jóns sál. Magnússonar fyrv. forsætisráðherra, eftir Einar H. Kvaran. Mun það ekki ofsagt, að E. H. K. sé einhver allra bezti æfisöguritarinn af núlifandi ís- lenskum rithöfundum. Eru rit hans laus við ókosti þeirrar tísku- stefnu, sem starir kattgulum draugs-glyrnum á alt mögulegt og ómögulegt í fari manna. — f And- vara rita ennfremur: Hallgr. Hall- grímsson 20 blaðsíða ritgerð um þingstjórn og þjóðstjórn, Sig. S. Thoroddsen um flugferðir, Eirík- ur Briem um Söfnunarsjóðinn og M. Júl. Magnús læknir góða grein um gerhey. Síðast í heftinu er framhald hinna fróðlegu »Þátta úr menningarsögu Vestmanna- eyja«, eftir Sigfús M. Johnsen, sem byrjuðu í Andvara síðastlið- ið ár. Almanakið flytur myndir og æfiágrip fjögra þýskra fræði- manna, sem m. a. hafa ritað um íslenzk efni. Æfiágripin ritar Alexander Jóhannesson. Jón P. Eyþórsson ritar um veðurfræði og veðurspár, Þorkell Þorkelsson um aldatal og'B. G. B. Árbók íslands 1927. Einnig er í Almanakinu sagnabálkur um Guðmund Ketils- son, bróður Natans, og fleiri smá- greinar og skrítlur. — Hið fyrsta fylgiritanna er end- irinn á riti BjargarÞorláksdóttur: »Svefn og draumar«. Meginhluta þess gaf félagið út 1926. Er það í heild sinni merkileg bók. Þá er seinni hlutinn af þýðingu Baldurs kennara Sveinssonar, á bók Vilhjálms Stefánssonar: »The Northward course of Empire«, sem nefnist nú á íslenzku: »f norð- urveg«. Er það skemtileg og fróð- leg bók, alls 224 bls., og komu fyrstu 6 arkirnar út í fyrra. Á Þjóðvinafélagið þakkir skilið fyr- ir að gefa út þessa bók. En Vilhjálmur Stefánsson hefir einnig ritað þrjár ferðabækur um norðurferðir sínar, og munu þær enn skemtilegri. en þessi. Hvenær verður hægt að lesa þær á ís- lenzku? Þjóðvinafélagið ætti nú að láta þýða og gefa út, að minsta kosti eina þeirra: »Hunters of the great North«, sem segir frá fyrstu ferð Vilhjálms. Hinar tvær: »My life with the Eskimos«, og »The friendly Arctic«, myndu þá senni- /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.