Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 2
164 DAGUR 42. tbl. • ••••••••• • ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• '-♦-•-• • • • • •■■•■• • • TILB&im karlmannafatnaður m —j—ö—g ó—d —ý—r Vetrarfrakkar nýkomið KAUPFÉLAO EYFIRÐINOA. 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII8I Myndastoían ♦ <> XJlýkomnar vörur-l i í f Kven og telpu Vetrarkápur, nýjasta tíska. Kven og telpu # | kjólar, nýjasta tíska. Golftreyjur, kven, frá kr. 7.00. Ullár- ♦ ♦ vetlingar á börn og fullorðna. Borðteppi frá kr. 4.50, stórt » ▼ S úrval. Dívanteppi frá kr. 9.50, stórt' úrval. Ljósadúkar og $ ! löberar, fallegir og ódýrir. Undirlök, misl. frá kr. 2.00. ♦ | Undirlök, hvít frá kr. 3.00. Rúmteppi, hvít frá kr. 4.75. | Rúmteppi, misb frá kr. 5.75. Silkihálstreflar, stórt úrval, frá % kr. 1.25. Khakiskyrtur 5.50. Ljósar milliskyrtur frá kr 3.65 * og ótal margt fleira. I <> ♦ ♦ Ath. Braun býður beztar vörur fyrir bezt verð. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. ♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦»»»»♦»»»»♦♦»♦♦♦»»»»»♦»♦»»♦»♦♦»»♦»♦♦»»»♦♦» Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá klt 10-6. Guðr, Funch-Rasmussen. lega sigla einhverntíma í kjölfar- ið. Og hvað yrði líklegra, til að efla vinsældir félagsins, ef ekki einmitt bækur Vilhjálms Stefáns- sonar. Þriðja fylgiritið heitir »Ger- manía«, eftir Tacitus, rómverskan mann (uppi 55—120 e. Kr.), og^ fjailar úm forn-germanska þjóð- flokka, staðhætti þeirra og lífs- hætti. Bók, sem lesa verður, aðeins til fróðleiks en ekki til eftir breytni, því að hún er mjög vafa- samur siðalærdómur fyrir nútím- ann, þó að margt sé eftirtektar- vert.----- Geta menn nú séð, að Þjóðvina- félagið hefir all-fjölbreytt útgáfu- starf með höndum, og stendur það alls -ekki að baki Bókmentafélag- inu og Sögufélaginu, sem þó eru, hvort á sína vísu, merk útgáfu- félög. 31. Júlí 1928. Swuröur Kr. Sigtryggsson. ------o-----— Góð hjón. Það berast fáar sögur af hjón- um, sem ala aldur sinn á kyrlátu sveitaheimili. Blöð eða tímarit geta sjaldan nafna þeirra né af- reka. Þó vinna þau einatt fyrir verðlaunum, sem meira gildi hafa en heiðursmerkin, sem heimurinn útbýtir. í sumar heimsótti eg æskuvini mína, Belgsár-hjónin, Guðrúnu Guðmundsdóttur og Indriða Árna- son. Eftir 29 ár finn eg þau ó- breytt. Að vísu hefir hrukkunum á andlitum þeirra fj ölgað og þreytu- merki eftir erfiði æfidagsins eru auðsærri en áður var. En mann- gæskan og hýran ljómar af svip þeirra, eins og í fyrri daga. Líf þeirra er auðugt af því, sem göfg- ast er og mestan þroska veitir: vinnu, góðverkum, sorgum. Með þessum þrem orðum er æfisaga þeirra sögð. Þau hafa aldrei verið rík, eftir þessa heims mælikvarða. En af gnægð góðs hjarta hafa þau óspart veitt. Þeim hefir ekki orðið barna auðið. En fósturbörn hafa þau alið upp. Tvær fóstur- dætur þeirra og systir Guðrúnar, sem að miklu leyti ólst upp á heimili þeirra hjóna, dóu allar í blóma lífsins. Allar hinar mann- vænlegustu lconur. Einn fósturson eiga þau. Mörg gamalmenni, sem enga áttu að, dvöldu langvistum á heimili þeirra og nutu umönnunar þeirra til hinstu stundar. Um langt skeið fékst Indriði við lækn- ingar. Leituðu margir til hans í þeim erindum. Nú er hann oi'ðinn mjög sjóndapur. En þó að líkams- sjónin depiúst, er honum opin sýn inn á önnur svið tilverunnar, sem flestum eru dulin. Fimta október í haust er gull- brúðkaup þeii-ra hjóna. Þó að eg og aðrir vinir þeirra óskum þeim blessunar Guðs, ger- ist þess ekki þörf. Þau hafa sjálf áunnið sér hana með breytni sinni. Ef á hvei'ju heimili réðu húsum rnaður og kona með skapgei'ð þeirra Belgsárhjóna, væri bjart umhorfs, hvert sem litið væri. Guðrún Jóhannsdóttir, Ásláksstöðum. ------0------- S íms key ti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 26. sept. Madrid: Stæi'sta leikhúsið í Madrid brann nýlega; 80 lík hafa fundist í rústunum, en vafalaust hafa fleiri fai'ist, og fjöldi meidd- ist. Oslo: Sjötti noi'ræni verslunar- fundur nýskeð haldinn. Forstjóri Noi-egsbanka sagði í fyrirlestri, að nauðsynlegt væri að Noi'ður- landaþjóðir hefji samningatilraun um nýjan myntsamning, en álítur að best sé að halda skiftimynt- inni utan við samninginn eins og sakir standa. Sofia: Undanfarna mánuði hafa ítalir sent geysilegar birgðir vopna^og skotfærajtil Albaníu, að sögn 300,000 rifla, 18—20000 vél- byssur, 3—400 hernaðarbifreiðar og ‘bi'ynreiðar. Ætla nágranna- þjóðir Albana, að ítalir ætli að nota landið fyrir vopnabúr í Balk- anófriði. Róm: Venizelos og Mussolini hafa undirskrifað grísk-ítalskan vináttusamning. Berlín: Majotowitch, fyrv. ut- anríkisráðherra Jugoslafíu spáir í blaðinu Pi'avda Balkanófriði fyr en varir, vegna atbui'ðanna í Al- baníu; kveður hann ítali og Al- bani hafa gert leynisamning um, að Mussolini viðurkenni Zagu konung Albana, en hann lofar hinsvegar að styrkja öll ítölsk fyrirtæki á Balkanskaga. í samn- ingnum kvað vera getið um mögu- leika fyrir stofnun nýs Rómaríkis, sem nái yfir ítalíu og Balkan- skaga. 1 Norðtungu: Landskjálfta all- tíðra varð vai't í uppsveitum Borgarfjarðar í fyi'rahaust, og nú hafa þeir byrjað á sama tíma. Héldust þeir til nýjárs í fyrra, og voru sumir kippirnir all-harðir. Aðfaranótt 24. þ. m. kom snarp- ur kippur, svo alt lék á reiði- skjálfi á bænum örnólfsdal. Land- skjáftar hafa verið alveg óvenju- legir á þessum slóðum. Þegar landskjálftarnir gengu 1896, hristist einnig í Borgarfirði, en virtist ganga jafnt yfir. Bifreiðarsiys varð á Hafnar- fjarðarveginum í gær. Vegar- brúnin sprakk undir lokaðri bif- reið með 7 mönnum í . Bifreiðin valt út af veginum, án þess hún skemdist, eða mennina sakaði, en rétt þegar þeir voru komnir út úr henni, kviknáði í henni. Eld- urinn varð slöktur, en bifreiðin er ekki notkunarfær. Mjólkurbúið í Flóanum á að vera komið upp 1. júní 1929; á- ætlaður kostnaður alls 120 þús- und kr. V Moskva: Ráðstjórnin gerir ýmsar ráðstafanir til þess að út- rýma áfengisnautn úr landinu; ráðgerir hún að koma á algerðu banni á 5 árum. Stokkhólmi: Fullnaðarúrslit kosninganna eru þannig: Hægri 73 þingsæti; bændur 27; líberalir 4; frjálslyndir 28; socialistar 90; kommunistar 8. Moskva: Krassin hættir leit- inni að loftskipaflokkníím í byrj- un október og fer þá heim. Fjögra ára drengur í Rvík brendist nýlega svo hættulega, að hann andaðist daginn eftir. Datt drengurinn ofan í bala með sjóð- heitu vatni í. Á fundinum um járnbrautar- rnálið, sem haldinn var í Rvík á laugardaginn var, voru engar á- lyktanir gerðar, voru skoðanir manna mjög skiftar í málinu. Fjárhagsnefnd Rvíkur áætlar, að bærinn þurfi að taka miljónar lán á næstunni til verklegra fram- kvæmda. Af þessu fé eru 400 þús. ætlaðar til barnaskólabyggingar- innar, 100 þús. til sundhallarinn- ar, 100 þús. til vatnsleiðslu úr laugunum og 100 þús. til gatna- gerða. ----:—o----— F réttir. Sveinbjörn Oddsson prentari fór al- fluttur með fjölskyldu sína héöan úr bæ til Rvíkur með Dr. Alexandrine, síðustu ferð. E.s. Norman fór héðan síðustu laug- ardagsnótt, fe'rmt sykursaltaðri síld, er einkasalan hefir selt til Finnlands. Fjármálaráðherra, Maghús Kristjáns- son fór með Brúarfossi til Rvíkur. Hafði heilsa hans tekið miklum fram- förum við hvíldina hór. Síðasti bxjarstjómarfundur samþykti þá tillögu hafnarnefndar að kaupa eign \\ athne á Oddeyrartanga, ef hún feng- ist fyrir 25 þús. kr. Slátrun sauðfjár í hinu nýja slátrun- arhúsi K. E. á Oddeyrartanga byrjaði á föstudaginn var. Er þar nú daglega slátrað 1000 fjár. Davíð Stefánsson skáld kom hingað með Drotningunni fyrir síðustu helgi. Ennfremur kom með sama skipi Einar Jónsson magister, hinn nýi kennari við Gagnfræðaskólann hér, ásamt frú sinni. Misprentast hefir í grein um Leik- ■> fél. Akureyrar í síðasta blaði leiðsögn fyrir leiðsögu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.