Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 27.09.1928, Blaðsíða 3
42. tbl. DAGUR 165 Síldveiðinni er nú lokið að þessu sinni. Alls hafa verið saltaðar og kryddaðar um 170 þús. tunnur. Dánardægur. Um miðja síðustu viku ar.daðist hér á sjúkrahúsinu húsfrú Unnur Jóhannsdóttir, kona Kristjáns Skúlasonar bónda á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Hún mun hafa verið nálægt fimtugu að aldri. Berklar urðu henni að bana. Jarðarför hennar fer fram frá Sig- ríðarstöðum kl. 12 á hád. á laugardag- inn kemur. Þá er og nýlátinn hér í bæ Jón Jó- hai.'nsson fyrrum bóndi í Æsustaða- gerði, en fluttist hingað til bæjarins í vor. Hann dó úr krabba. -----o------ A við av'angi. Fundahöldin á Suöurlandi. Frá því var skýrt í Degi ný- lega, að fundahöld, sem íhalds- menn í Rvík hefðu stofnað til, stæðu fyrir dyrum austur á Síðu og í Vík í Mýrdal. Þegar til kom, urðu fundirnir fjórir, 2 þeirri í Vestur-Skaftafellssýslu á fyr- greindum stöðum og 2 í Rangár- vallasýslu, í Hvammi undir Eyja- fjöllum og á Stórólfshvoli. Dagur hefir aflað sér nokkurra upplýs- inga um .fundi þessa, og eru þær, sem hér segir, teknar eftir fleiri en einni heimild: Frá hendi íhaldsflokksins mættu á fundunum Jón Þorláks- son, ólafur Thors og Jón Kjart- ansson. Auk þeirra var þar stadd- ur Sig. Eggerz, nema á fyrsta fundinum, í Múlakoti. Af Fram- sóknarhálfu voru þar Jónas Jóns- son ráðherra, Ásgeir Ásgeirsson og Bjarni Ásgeirsson, og af Jafn- aðarmönnum Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson. Fundirn- ir voru allstaðar vel sóttir og fóru sæmilega fram, þó að sjálfsögðu væri nokkurt kapp og hiti í um- ræðunum. í Múlakoti var talið að Framsóknarmenn hafi verið í, meirihluta, Á Víkurfundinum veitti höfðatölu fhaldsins heldur betur, í Hvammi mátti ekki á milli sjá um fylgi flokkanna, en á Stórólfshvoli voru íhaldsmenn í allsterkum meirihluta. — Jón Þorláksson talaði einkum um fjárhag ríkissjóðsins og hældi sér fyrir »viðreisn« fjárhagsins. Einnig talaði hann um stefnur flokkanna í samgöngumálum, en mjög var stefnuskrá hans í því efni á reiki eftir viðhorfi og að- stöðu -á hverjum stað. ólafur Thors sló mikið um sig, eins og lians er vandi og höfðu ekki að- eins flokksmenn hans, heldur og andstæðingar gaman af honum, en eftir á fanst mönnum að ræður hans skilja lítið eftir, nema tóma- hljóð. Jón Kjartansson var með smásmuglegt nart í dómsmálaráð- herra, og voru ræður hans áhrifa- lausar. Jónas Jónsson hélt sig fast að stefnumálum og dugði æ því betur, sem andstæðingamir hugðust kreppa fastar að honum. Sýndi hann ljóst fram á, hvaða verkefni til viðreisnar biðu úr- lapsnar. Hið sama gerðu þeir Ás- Athugið sparnaðarmenn. Besta og ódýrasta á-l-n-a-v-a-r-a-n fæst í stærstu úrvali hjá Baldvin Ryel. M LJ N D L O S-saumavélar eru BESTAR. fást r Verzluninni NORÐURLAND. geir og Bjarni. Talaði hinn fym. meðal annars rækilega um gengis- málið, en hinn síðartaldi um land- búnaðinn. Jafnaðarmennirnir áttu litlu fylgi að mæta við stefnu sína á fundunum, enda var þeim það ljóst fyrirfram, en þeir vildu þó kynna skoðanir sínar út um sveit- irnar og sýna bændum um leið, að þeir væru eins og aðrir menn, en hefðu hvorkj^horn né klaufir. Sig. Eggerz fór ekki austur fyr en nokkru á eftir hinum. Áður hann lágði af stað, sendi hann ól. Thors skeyti á latínu! Eigi er víst hvort það hefir átt að vera »skens« upp á dulmál togaraeig- enda. Eftir að Eggerz kom á fundina, átti hann mjög í brösum við Jafnaðannennina um það, hvort hann eða þeir væru lystugri á »danska gullið«. Víst er talið, að fundir þessir hafi engan árangur borið í þá átt að breyta afstöðu manna tii flokk- anna. Morgunbl. hefir gefið lýsingu af fundum þessum. Um þá lýsingu hefir þjóðkunnur utanflokkamað- ur sagt, að hana hefði alveg eins vel getað gefið maður, sem ekki hefði eitt einasta orð heyrt af fundunum sagt. Má af því marka áreiðanleik hennar. •»Bændurnar« og »fæturnar«. Jón, sem gefur út Norðling, ját- ar’ það, að hann kunni ekki að skrifa íslenzku skammlaust. En honum þykir það hótfyndni af Degi að vera að hafa orð á þessu og afsakar sig með því, að >>hin mörgu og þungu rök« sín bæti upp málvillurnar og ambögubósa- háttinn. Er þetta hið naprasta sjálfsháð, sem sést hefir á prenti. önnur afsökun lá þó nær og hefði átt betur við. Um söma mundir og Jón er að ræða um »bændurnar«, er frásögn í Morg- unblaðinu um »fallegar fætur« og »fallegu fæturnar«. Afsökun Jóns hefði því átt að vera á þessa leið: úr því að fyrverandi húsbændur rnínir á Morgunblaðsheimilinu verða sér til minkunar vegna kunnáttuleysis í móðurmálinu, þá getur enginn vænst þess, að eg, fyrv. ónýtur þjónn þeirra, sem þeir gátu ekki notað, komist hjá að verða mér til skammar fyrir aulahátt við ritstörf. Sanngjörn krafa. íslendingur fer fram á það, að þegar blaðið minnist á fjáreyðslu fhaldsstjórnarinnar sálugu, þá geri menn svo vel að tífalda upp- hæðirnar, sem nefndar eru. Dag- ur mælir með þessari sanngjömu kröfu. * Nú eru á boðstólum um 600 karlm., ungl. og drg. föt og frakkar, sem ég síðastl. sumar lét sauma úr bezta efni með vand- aðasta fóðri og frágangi. Par sem vörur þessar eru keyptar gegn peningum út í hönd og frá fyrsta flokks verksmiðjum, bið eg heiðraða viðskiftamenn að athuga, að nú eins og að undanförnu er það hvers marins hagnaður að kaupa ALLSKONAR FATNAÐ hjá Baldvin Ryel. Skósm íðaverkstæðið í Aðalstræti 10 er nú fyrir alvöru tekið til starfa — Leður- og gúmmískófatn- aður tekinn til aðgerða. — Vatnsleðurstígvél smíðuð eftir máli.— Verð á aðgerðum og nýsmíði er það lægsta fáanlega, miðað við vandað efni og góða vinnu. Virðingarfylst. GUNNAR S. HAFDAL. Ka upi GÆRUR, saltaðar og þertar. Óska eftir tilboðum. pr. Otto Erhard, Hamborg. ’'f Ak. 20/9 28. JÞorv. Sigurðsson. KenslU veitir undirritaður, eins og að undanförnu, i orgel- og pianoleik. Byrja nú þegar. Akureyri 26. Sept. 1928 (Spítalaveg 15). Sigurgeir Jónsson. Athugið I verzlun Önnu Magnúsdóttur kom með síðustu skipum mjög fjölbreytt úrval af góðum og ódýrum kápuefnum, kjólatauum, gardínum og bróderuðum dúk- um. Tilbúnar kápur og kjólar væntanlegar með næstu skipum. Anna og Freyja Tapaður hestur. Hestur hvarf úr girðingu í Ás- hildarholti við Sauðárkrók 9. Sept., rauður reiðhestur, stjörnóttur, gló- bjartur á fax og tagl, 10 — 11 vetra gamaíl, stór, hér um bil 54 þuml. á hæð, klárgengur, viljugur, aljárn- aður, yfirmark ekkert, undirmark 2 bitar. — Verði nokkur var við nefndan hest, er hann vinsamlega beðinn að gera undirrituðum aðvart. Kristján Gíslason, Sauðárkróki. Axel Kristjánsson, Akureyri. Gúmmískór, unglinga, kven og karla. — Striga- skórnir ódýru með gúmmíbotnum, nýkomn- ir. Kaupfél. Eyfirðinga. M a 11 ö 1 Bajersktöl P i 1 s n e r £ezt. — Ódýrast. Innlent. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Sími 182. Ereatsmiðja Odds Björaseonar. Ak. *28.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.