Dagur


Dagur - 25.10.1928, Qupperneq 1

Dagur - 25.10.1928, Qupperneq 1
D A O U. R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfélagi Eyfirð- inga. • ••••••••••• • XI.' ár. ? • •-• • • • • • • ♦ •• -• • • • • • Akureyri, 25. Október 1928. • #-#-#-#-#-#-# # # # # A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • •••• •• 46. tbl. Vinum og vandamönnum gefst til vitundar, að Gissur Gissursson bátasmiður andaðist að heimili sínu Skarði í Glæsibæjarhreppi morguninn þ. 24. þ. m., 86 ára að aldri. Kona og börn. ## •# Milliliðir. Eftir frumvarpi því, er íhaldsmenn báru fram á síðasta þingi um at- vinnurekstrarlán, áttu milliliðirnir milli aðalbarrkans og lánsfélaganna eingöngu að vera bankaútbú og sparisjóðir. Einn af stórgöllum frumv. kom fram í þessu atriði. Fæstar sveitir ná til bankaútbúa svo að gagni komi um slík smáviðskifti, sem um var að ræða. Sparisjóðir eru að vísu meira dreifðir út um land, en þó er víða aðeins einn sparisjóður fyrir mjög stórt svæði, svo að erfitt er að ná til hans úr ýmsum sveitum. Hitt er þó lakara, að ekki er víst að alstaðar ráði sá andi meðal stjórnenda sparisjóða, sem nauðsynlegur er, til þess að góð samvinna geti tekist með þeim og rekstrarlánafélögum með sam- vinnusniði. Þess vegna er varhuga- vert að gera stjórnir sparisjóða að óhjákvæmilegum millilið um fjár- málamiðlun aðalbankans til lánsfé- laganna. F*að verður heldur ekki séð, að nokkur ástæða sé til slíks fyrir- komulags, eða að nein sérstakleg frygging sé fólgin í því að láta sparisjóðsstjórnir einar annast um þessi mál. Kunnugt er, að kaup- félögin hafa víða verið jafnframt annari starfsemi einskonar bankar fyrir félagsmenn sína. Að vísu má um það deila hvort æskilegt sé að blanda bankastarfsemi á þennan hátt saman við vöruskifti þau, sem kaup- félögin hafa að aðalstarfi. En erfitt mun á það að benda að af þessu hafi hlotist tjón hér á Iandi, að minsta kosti hefir það ekki verið alment, hafi það nokkurstaðar komið fyrir. F*ó munu margir líta svo á, að æskilegra væri að kaupfélögin hefðu peningaviðskifti þau, sem þau annast fyrir félagsmenn, sem mest aðgreind frá verzlunarviðskift- unum, og vafalaust verður stefnt að því að hafa verzlunarviðskifti félaganna bygð á greiðslu út í hönd í stað Iánsverzluhar þeirrar, sem enn hlýtur að eiga sér stað. En þó það sé talið æskilegt að að- greina sem mest þá bankastarfsemi, sem félögin hafa nú með höndum, frá vöruverzluninni, er alls ekki þar með sagt, að nokkur áhætta stafi af því eða það sé óheppiiegt á nokkurn hátt, að sama framkvæmdar- stjórn, er hefir vöruviðskiftin með höndum, annist einnig ýms fjár- mátaviðskifti fyrir félagsmenni Slíkt fyrirkomulag er þekt í öðrum lönd- um og hefir gefist vel. Hvað sem um þetta má segja, þá er það víst, að aðstaðan hér á landi hefir skapað þá venju, að kaupfélögin eru víða í raun og veru einskonar bankar fyrir félags- menn. Væri varhugavert að gera snögga breytingu þessu með laga- boði. Meðan svo stendur, er engin ástæða til að útiloka kaupfélögin frá því að annast þá grein peninga- viðskifta félagsmanna að vera milli- iiðir milli aðallánsstofnunar og láns- félaga. Bændum, sem eru í kaup- félögum, er auðveldast að ná til slíkra viðskifta einmitt í gegnum stjórnir kaupfélaganna. Fyrir þá eru félögin eðlilegasti milliliðurinn og því ástæðulaust að loka fyrir þeim þeirri leið og fyrirskipa þeim með lögum að skifta eingöngu við spari- sjóði, sem venjulega* standa þeim miklu fjær, og gerði þeim því sam- vinnuna érfiðari. íhaldsmenn þeir, er báru fram frumvarpið um atvinnurekstrarlánin, hafa annaðhvort gleymt eða gengið viljandi framhjá sjálfstæðasta og eðli- legasta milliliðnum fyrir bændanna hönd. Ef flutningsmennirnir hefðu skilið sitt hlutverk, hefðu þeir haft milliliðina þrjá: bankaútbú, spari- sjóði óg samvinnukaupfélög. Sjálf- sagt má telja að Framsóknarmenn taki mál þetta upp á næsta þingi og færi það til rétt horfs, meðal annars á þann veg, að þegar kaup- félögin gerast milliliðir um rekstrar- lán, skuli þeirri starfsemi haldið al- gerlega aðgreindri frá annari starf- semi félaganna, með sérstakri bók- færslu og aðgreindum fjárhag. F'essi galli, 'fcem hér hefir verið bent á, var ekki sá eini á frumv. íhaldsmanna. Á því voru fleiri mein- gallar eins og oft hefir verið bent á og verður enn gert innán skams. --------------o------ Dómsmálaráðherrann Og áfengismálið á íslandi. (Um þetta efni ritar norskur frétta- ritari eftirfarandi grein í »Dagen«. Þar sem það skiftir oss — fyrsta bannland Evrópu — nokkru rnáli,' hversu menn útí frá lfta á framkomu vora í þessum efnum, finst oss réttast að birta grein- ina hér). Hvort fslendingar nota áfenga tlrykki á heimilum sínum, get eg ekki sagt með vissu, en eftir þeirri litlu reynslu, sem eg hefi, virðist það þó vera harla lítið — ekki einu sinni öl þarf að sjást á borð- um. — Með meiri vissu get eg sagt, að á veitingastöðum- sést lít- ið áfeugi og á farþegaskipum alls ekkert. Og satt að segja hefi eg aldrei verið í neinu landi, þar sem eg svo sjtfldan hefi séð kendan mann; mér finst, að eg hafi varla kynst jafn lítið drykkfeldri þjóð eins og íslendingum. Að sumu leyti fanst mér það undarlegt, því að áður hefir ekki verið álitið, að íslendingar væru beinlínis varkrárir að því er snerti notkun áfengis eða hræddir við að láta sjá sig kenda. Hversu lítið áfengi fi' haft um hönd, að minsta kosti af þeim, er stýra bílum, sýnir sig í því, að þrátt fyrir að bílferðirnar eru af- ar tíðar og vegirnir ekki betri en það, að slys geta auðveldlega kom- ið fyrir, fara bílarnir hver fram hjá öðrum bæði . í björtu og myrkri, en slysin eru furðu fátíð — í þá tvo mánuði, sem eg hefi dvalið á íslandi, hefir aðeins viljað til eitt slys. Á sama tíma hefi eg lesið um fleiri bílslys í Noregi, og þar eru þó bílferðirn- ar ekki svo mikið tíðari en á þeim vegum hér, sem bílfærir eru. Annars er það nú enginn mis- skilningur, að fslendingar voru ekki smeykai-i en aðrir við að fá sér í staupinu. Sú reglusemi, sem maður verður var við nú, er að mestu leyti ávöxtur síðasta árs. Mér hefir verið skýrt svo frá, að í Reykjavík hafi það verið einn af hinum sjálfsögðu viðburðum dags- ins — eða réttara sagt kveldsins •— að drukknir menn höfðu í frammi háðava, rifrildi eða jafn- vel slagsmál á götunum, og híð sama hefi eg heyrt að hafi átt sér stað í bæjunum norðanlands, og þar var það þó talið einna verst, þegar hinir norsku síldarveiði- menn komu til landsins. Samt sem áður hefir íslenzka þióðin sem heild stöðugt verið að taka sér fram, hvað reglusemi snertir. Bindindisstarfsemin er gömul og henni hefir verið fram- fylgt með eldmóði. Það er sagt, að um einn tíundi af þjóðinni standi í templarareglunni. En það að bindindiskrafan hefir unnið slíkt á, jafnvel í bæ eins og Reykjavík, verður aðallega að þakka dóms- málaráðherranum — eða stjórn- inni. Hann hefir verið æði hand- fastur í þessu máli. Hann hefir gert lögin strangari, en þó er það eigi það mesta. Lög eru næsta þýðingarlítil, ef þeim er ekki framfylgt. Áfengis- lög eru alveg gagnslaus, ef fólk er ekki neytt til að halda þau. Sökin er viðkvæm, og sá, er vill grípa inn og' lagfræra, verður eigi vin- sæll. Það er víst heldur ekki hægt að segja, að dómsmálaráðherrann sé elskaður af þeim, er hafa rit- að: »persónulegt frjálsræði« á fána sinn. Hann hefir gert áfeng- isþrælinn, sem drekkur sig fullan í einhverri holunni, og hinn, sem þykist halda »forminu«, alveg jafna. Hann segir aðeins kalt: Hvort heldur það hittir háan eða lágan, lögin skulu hafa framgang — ef til vill ekki síður þegar um hærri setta er að ræða. Ef einhver lagavörðurinn, sem hægt er »að segja upp«, er linur í sóknum, gefur dómsmálaráðherra honum undireins lausn úr vistinni, og jafnvel þeir embættismenn, sem ó- uppsegjanlegir eru taldir, verða að gæta sín, ef þeir ætla að sitja, og gildir það jafnt fyrir háa sem lága. Dómsmálaráðherrann hefir auga á hverjum fingri og hann fram- fylgir lögunum bæði eftir anda þeirra og bókstaf. Menn segja, að þegar þeir hafi leyfi til að kaupa, eigi þeir einnig að hafa leyfi til að drekka, en á stærri veitingastöðum sér mað- ur sjaldan öl eða vín haft um hönd; segja menn að dómsmála- ráðherra hafi eftirlit allstaðar — og verður maður var við nokkurn kurr út af því. — En spursmálið er, hvort aðferð dómsmálaráð- herra ekki sé rétt, og hvort hægt sé að fara öðruvísi að. — Nú er alveg bannað að auglýsa áfenga drykki. En það voru hin stóru vínhús í Haupmannahöfn, sem kostuðu auglýsingarnar, Allir á-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.