Dagur - 25.10.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 25.10.1928, Blaðsíða 2
180 DAOUR 4ð. tbl. »-«-«■ « • • » » « » • • • • »t § • • • » « » » « « » ««» > « » «-■ ( a« Qoodrich- æ •m gúmmístígvél Jgf handa börnum og unglingum eru sterkustu stígvélin. Verðið er nú á svörtum stígvélum með brúnum botnum, barna kr. 13.75, unglinga kr. 17.50 jjg Kaupfél. Eyfirðinga. JJ| mimmmmmmmm ■"i—AKURBYRAR BÍÓ Laugardagskvöldið kl. 8V2. Sunnudag kl. 5: BEI HÚR. Heimsfræg mynd í 12 þáttum um efni frá Krists dögum. Aðalhlutverkið leikur: RAMÖN NOVARRO af óviðjafnanlegri snild. í þessari mynd er frásögn Biblíunnar um líf Jesú sýnd á dásamlegan hátt. Maður sér Maríu og Jósef á leið til Betlehem, vitringana frá Austurlöndum og fleira. BEN HÚR er hafinn yfir allar aðrar kvikmyndir, og hefir aldrei nein þvílík mynd sézt hér áður. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-ö. Guðr. Funch-Rasmussen. fengir drykkir sem skip hefir meðferðis, ei-u settir undir inn- sigli í fyrstu höfn, sem skipið tek- ur, og má það eigi brjótast fyr en skipið er komið úr landhelgi. Rannsókn sú, er fram fer á skip- unum, er skörp, og ef það kemst upp að einhver gæzlumanna hafi séð gegnum fingur með einhverju ólöglegu, á hann sér engrar vægð- ar von, hann er tafarlaust rekinn. Ef bxænnivín finst, verður sá seki, umfram aðra hegningu, að svara 40 krónum fyrir hvern lítra. Ráð- herrann hefir sett sérstakan lög- regluembættismann til að annast þessi mál. »Hann fjölgar embætt- ismönnum!« hrópa andstæðingar hans, en »Tíminn« svarar, að aukið sektarfé sé meira en sem svarar launum eins embættis- manns. Þegar á alt er litið, fæ eg eigi skilið betur, en Jónas Jóixsson hafi almenningsálitið með sér. En eg efast um, að hann hefði tekið öðruvísi á málunum, þó svo hefði eigi viljað til — og eitt er víst: Það stendur ótti af manninum. Hann er ekki til að henda gaman að. ------0----— Ritfregn Benedikt Bjömsson: Þjóöskipulag Islendinga. Kenslubók handa alþýðu- skólum og í heimahúsum. Bókaverzlun ' Þorsteins M. Jónssonar. Akureyri 1928. »Hverjum hugsandi manni mun vera það Ijóst og auðskilið, að nú á tímum almenns kosningarréttar, þingræðis og stjórnmála, sé almenn fræðsla nauðsynleg um skipulag þjóðar vorrar. Rví að íhlutun um það verður að byggjast á viti og þekkingu, ef vel á að takast.« Þetta eru hin fyrstu orð formála þessarar bókar, og gefa þau þegar hugmynd um ætlunarverk það, er höfundurinn hefir ásett sér að leysa af hendi með því að rita hana, og verður eigi annað sagt með sanni, en að honum hafi tekist það prýði- lega vel. í raun og veru hefir oss tilfinnan- lega vantað handhæga bók til al- mennrar fræðslu í þessum efnum, en úr því er nú bætt með bók þessari, í henni er hægt að finna flest það, sem nauðsynlegt er hvej- um manni að vita, svq að öllum, sem vilja, er nú vorkunnarlaust að fræðast um skipulag hins íslenzka þjóðfélags. Pað mun alment álitið, að þjóð- skipulagsfræði sé nokkuð þung og þur fræðigrein, enda hefir eigi verið gert mikið í þá átt, að hún gæti komið almenningi að notum, þó undarlegt megi virðast, þar sem hún þó er sú fræðigrein, sem einna mest snertir hvern einstakling í hverju landi. Með þessari litlu bók sinni hefir höfundurinn sýnt, að það er hægt að rita skemtilega um þessi mál og einnig hitt, að þetta einmitt erxr fræði, sem öll alþýða getur haft gagn af, endæ fer hann lítið að siðvenju lærðra manna um með- ferð efnisins, en miklu meira eftir því, sem hann finnur er skiljanlegt hverjum lesanda. Bókinni er, fyrir utan formála og inngang, skift í kafla. - Er fyrsti kaflinn um einstaklinginn, annar kafli um heimilið, o. s. frv. Öll nið- urröðun efnisins fer eftir reglum eðlilegrar þroskunar í því, að jafnan er byrjað með því einfaldasta og frá því er gengið til þess, sem er margbrotnara og torskildara. Eigin- lega er það óþarfi að benda á nein ein- stök atriði í bókinni, en þó vil ég sérstaklega vekja athygli á siðfræði þeirri, sem gengur eins og undir- straumur undir öllu efni bókarinnar, er það einkar heilbrigð og góð hugsun, sem alstaðar kemur fram, til eflingar þegnlegum þroska, sam- tökum og þeirri gagnkvæmu hjálp, sem nauðsynleg er, ef nokkurt mannfélag á að geta þrifist eða tekið framförum til fullkomnunar. Pað er engin vafi á því, að hinir mörgu góðu eiginleikar bókaiinnar munu gera hana einkar vel hæfa sem kenslubók í unglinga og al- þýðuskólum. En hlutverki hennar er þó eigi þar með Iokið. Eins og fyrirsögn hennar bendir á, er til þess ætlast, að hún einnig geti komið að gagni í heimahúsum, og til þess er hún einnig mjög vel fallin. Hún er svo skýrt og skemti- lega rituð, að fullorðnir menn, er vilja mentast af sjálfum sér um þjóð- skipulag vort, munu lesa hana með ánægu og geta lært það helzta er þeir þurfa að vita; bókin ætti því helzt að vera til á hverju heimili landsins og ætti hún að vera notuð sem handbók. F. A. B. ------0------ Mikil var Díana Efesusmanna — en meira er hugmyndaflug »Norð- lings«—úr almennri, alveg hlutlausri fréttagrein í siðasta tbl. »Dags« verð- ur honum »stórpólitík«! O, jæja, ekki öfunda eg hann nú af þessari tveggja dálka grein, sem honum varð úr málinu, það er ekki svo oft, sem hnífur ötuls blaða- manns kemur í feitt. — En úr því »Norðlingur« lítur á fréttagrein um fjárhagserfiðleika Rússa sem alvarlega aðvörun til ís- lenzku þjóðarinnar, var það gróf- lega bagalegt fyrir íhaldið hér á landi, að hún skyldi koma svona seint — líklega hefðu íhaldsmenn forðast að líta hýrum augum til socialistanna fyrir kosningarnar á fyrra ári, ef greinin hefði verið komin þá—mildi var að slys hlauzt ekki af! Annars verður »aðvörunin« held- ur lítils virði, þegar litið er á, hversu öll afstaða og ástand er ólíkt hér, því sem var í Rússlandi fyrir bylt- inguna 1917, það væri naum- ast hugsanlegt, að neitt svipað gæti komið fyrir hér, jafnvel þótt jafnaðarmenn kæmust í meirihluta, mynduðu stjórn og færu með völd um lengri eða skemri tíma, eins og hefir átt sér stað víða um lönd hin síðari árin, hvað þá, þagar miðflokk- ur situr við völd, eins og nú á sér stað hér — flokkur, sem að öllu er óháður samtökum jafnaðarmanna, jafnvel þó flokkarnir geti átt samleið á einstökum sviðum þjóðmálanna. Pað er heldur engin ástæða til að ætla íslenzkum bændum þá grunnhygni, sem »Norðlingur« virð- ist drótta að þeim, ef hann ætlast til, að þessi grýia hans muni fæla þá úr Framsóknarflokknum. — Ennfremur vil eg í sambandi við hina umræddu grein i síðasta tbl. »Dags« og afstöðu þeirrar, er »Norðlingur« hefir tekið til hennar, benda á, hvílíkum barnaskap og fáfræði það lýsir, að ætla að sanna getuleysi kommúnista á Rússlandi, með því að þeir og rússneska þjóð- in eigi við ýmsa örðugleika að stríða. Tími sá er liðinn er, síðan byltingin fór fram, er styttri en svo, að hægt sé að búast við nokkru öðru. Hver hugsandi og skynsam- ur maður verður af hreinum og beinum sögulegum ástæðum að við- urkenna að svo er, jafnvel þótt hann á engan hátt finni köllun hjá sér til að fara að verja gerðir kommún- ista, hvorki á Rússlandi né annar- staðar. — En lesendur blaðanna eiga heimtingu á, að þeim sé sagt sem sannast og réttast frá viðburðum og stefnum úti um heiminn, hverj- ar sem þær eru. Sé lagður á fregn- irnar rangur og flokksbundinn dóm- ur, eins og »Norðlingur< hefir gert í þetta sinn, væru þær betur óbirt- ar, því þær koma almenningi að engum notum, þvert á móti auka þær þá fáfræði, heimsku og þröng- sýni í landinu —vona eg að »Norð- !ingur« sjái sóma sinn í að láta af siíku tramvegis. F. Á. B. -------0-------- Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf ólafsdóttir frá Krossum og Halldór Halldórsson bygg'- ingarfulltrúi hér í bæ. — Ennfremur eru nýlega gift ungfrú Anna Friðriks- dóttir og Jón Nikodemusson vélstjóri. Sílda/reinkasalan er nú búin að selja nálega alla þá síld, sem veidd hefir ver- ið í salt. Eitthvað mun enn óselt af kryddsíld og sykursaltaðri síld. JVIálningarvörur — ALLSKONAR — mest úrval, beztu tegundir hjá Tómasi Björnssyni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.