Dagur - 25.10.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 25.10.1928, Blaðsíða 3
40. tbt. DAGUR 181 Ullarband þríþætt og fjórþætt, fæst í Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Jón Jóhannsson. Dáinn 25. Sept. 1928. Það hrynja af augum höfug tár, og hjarta sárin blæða, því viðskilnaður vina er sár, þau verður seint að græða. Hve fallvalt lán og lifið er, menn löngum fá að reyna; ó! himna faðir hjálpa mér, þú huggun mín ert eina. Ó! hjartans vinur hinsta sinn, ég hjá þér fæ að dvelja, þig, kæri eiginmnður minn, frá mér tók bitur helja. Eg þakka alt, sem þú mér varst og þína biíðu lundu, sem hetja sjúkdóms-bölið barst að bana hinstu stundu. S W A N-pennar taka öðrum lindarpennum fram að gæðum. S W A N-blýantar (gull, silfur o: fl.) eru smekklegir og vandaðir. Peir, ásamt Swan-pennum og Blackbird-pennum, fást með sama útsöluverði, sem þeir eru seldir fyrir í heimalandi sínu, Englandi, að viðbættum verðtolli. BÓKAVERZLUN ÞORSTEINS M. JÓNSSONAR. Nú komið er að kveðju stund, með klökkva þín við minnumst, þú gengur nú á guðs þíns fund, þar glöð við síðar finnumst. Haf þakkir, faðir, fyrir alt, sem fús þú jafnan veittir, í þínum örmum ei var kalt, þú ama f gléði breyttir. Með hreinan skjöld þú heldur burt, til himins dýrðarlanda; að líta á Krist, varlæknisjurt, sem leysti allan vanda. F*ú treystir guði í trúnni hér, í tímans þröngum sessi; og síðasta vor óskin er: þig alheimsfaðir blessi. /. Ó. ------o---- Simskeyti. (Frá Fréttastofu lslands). Rvík 24. Okt. Atvinnumálai'áðherrann hefir skipað 5 manna nefnd til að at- huga, hversu póstgöngum verði haganlegast fyrir komið og um sameining á starfrækslu pósta og síma o. s. frv. Einn nefndarmanna er úr hverjum landsfjórðungi og skrifstofustjóri Atvinnumálaráðu- neytisins oddamaður í neíndinni. Varsjá: 300 þús. verkamenn taka þátt í allsherjarverkfalli í Lods út af launagreiðslu. París: Gilbert, umsjónarmaður skaðabótagreiðslu Þjóðverja stingur upp á til fullnaðarúr- lausnar, að skaðabótakrafan skiftist í 2 parta. 14 miljarðar notist til endurreisnar stríðshér- uðum Frakklands og Belgíu, en 16 miljarðar til greiðslu ófriðar- skulda bandamanna við Bandarík- in, en gefi Bandaríkin eitthvað eftir af skuldunum, lækkar greiðsla Þjóðverja tilsvarandi. Setuliðið verði kallað heim og eft- irlit með þýzkum fjármálum af- numið. Marsille: Sjómannaverkfall stendur yfir. Skipaferðir í Mar- sillehöfn stöðvaðar; 7000 farþeg- ar teptir. London: Við Bretland hafa mörg skip strandað og símslit oiðið. 3 menn hafa farist. Pai'ís: Mikil flóð í Savoie- og Y pserhéruðum. New York: Nankingstjórnin hefir beðið Ford og 4 aðra fjár- málamenn Ameríku að vera fjár- málaráðunauta sína. Ford tilleið- anlegur. ------o-----— Ný rit. II. Þingtíðindi Stórstúlcu íslands írá ársþingi hennar höldnu á Ak- ureyri í sumar eru út komin. Er það talsvert fyrirferðarmikil bók, er flytur skýrslur um starfsemi Reglunnar á landi hér, vöxt henn- ar og viðgang. Á síðasta Stór- stúkuáii voru stofnaðar og end- urvaktar 17 undirstúkur og 13 unglingastúkur, en 1 undirstúka lögð niður. III. Saga, missirisrit gefið út í Winnipeg, hefir Degi verið sent. Það flytur skáldsögur, æfintýr, ritgerðir, þjóðsagnir, leikrit, kvæði, stökur, dæmisögur, gátur, hugrúnar, skrítlui’, fróðleiksmola og — hvað vilja menn hafa það fieira. Ritið er fjölbreytt að efni en misjafnt að gæðum. IV. Eimreiðin, 3. h. þ. á., er fyrir nokkru út komin. Efni sem hér segir: Sigurj. Friðjónsson: Haust- nótt (kvæði). Einar Benediktsson: Gáta geymsins. G. Briem: útvarp og menning (með mynd). Stein- dór Sigurðsson: Frá Grímsey og Grímseyingum (með 10 myndum) niðurl. Herdís Andrésdóttir: Litið til baka (kvæði). ólína Andrés- dóttir: 70 ára (kvæði). Sveinn Sigurðsson: Þjóðlygar og þegn- skylda. Bergsteinn Kristjánsson: Réttardagar (saga). Sv. S.: Vask- ir drengir (með 2 mýndum) Ric- hard Beck: William Shakespeare. Valtýr Guðmundsson látinn (með mynd). Sveinn Sigurðsson: Lifa látnir? (framh.). F. W. H. Myers: Veraldarsýn (kvæði), J. Smári íslenzkaði. Sami: »Horfin ljúf- lingslönd« (kvæði), J. Smári ísl. Raddir — Ritsjá. Heftið er margbreitt að efni og læsilegt að vanda. Sérstaklega skal bent á ritgerðina: útvarp og menning. V. Slcýrsla. aðalstjórnar Rauða kross íslands, fyrir árið 1927 hefir Degi verið send. Skal hér drepið á fáein atriði í skýrslunni: Stjórn félagsins er óbreytt. > G. Claessen, læknir, er formaður að- alstjórnar. Fjárhagur. útdráttur úr árs- reikningi 1927 er á þessa leið: í ársbyrjun voru í sjóði kr. 7064.63. Tekjur á árinu kr. 15171.54, en gjöld kr. 9673.04. í árslok voru eignir félagsins kr. 12563.13. Þar að auki á félagið 1 sjúkrabifreið, nokkuð af hjúkr- unargögnum og fleira smávegis. Alþingi veitti R. Kr. ísl. 2 þús. kr. styrk á árinu. Félagatala var í árslok 1228. Akureyrardeildin. Formaður er Steingrímur Matthíasson héraðs- la'knir. Félagatala í árslok var 95. Deildin hefir í þjónustu sinni hjúkrunarsystur Ingunni Jóns- dóttur, og hefir hjúkrun verið haldið uppi alt árið. Hjúkrunar- dagar voru alls .206, en 446 vitj- anir til sjúkra. Mestur hulti hjúkrunarinnar var unninn ó- keypis. Tekjur deildarinnar voru alls kr. 3095.11 (félagagjöld, ágóði af skemtunum, áheit), en gjöld kr. 1999.25. Hjúk'run. Eins og undanfaiin ár, var haldið uppi hjúkrun í ver- stöðinni Sandgerði, á vetrarver- tíðinni, Rauða Kross systirin Kristín Thoroddsen dvaldi þar í jan.—aprílmán., og inti af hendi 425 hjúkrunaraðgerðir og sjúkra- vitjanir. Námskeið í hjúkrun og hjálp í viðlöguni. Að afloknu hjúkrunar- starfi í Sandgerði ferðaðist hjúkr- unarsystirin um, og hélt uppi námskeiðum á Flateyri, Suður- eyri, Bolungarvíkr, Hnífsdal, ísa- firði, Súðavík, Siglufirði, Akur- eyri, Saurbæ í Eyjafirði, Vest- mannaeyjum og í Reykjavík. — Þátttakendur voru alls 300, karl- ar og konur. Auk þessa veitti hj úkrunarsystirin sjómönnum í Sandgerði tilsögn og æfingar í lífgunarlilraunum og fyrstu hjálp ' við slys. Hjúki-unaniám á Bedford Col- lege í London. League of Red Cross- Societies hefir með venju- legri rausn og hjálpsemi orðið við tilmælum R. Kr. ísl. um að veita Sigríði Bachmann ókeypis vist og kenslu í eitt ár á Bedford College, sem er framhaldsskóli fyrir út- lærðar hjúkrunarkonur. Sjúkrabifreiðin. Reynslan hefir sýnt að full þörf er á sjúkrabif- reið til flutninga á sjúklingum ut- an Reykjavíkur. Árið 1927 flutti bifreiðin alls 101 — eitt hundrað og einn —- sjúkling, og voru það alt utanbæjarflutningar, að und- anskildum 14 sjúklingum, sem fluttir voru í R. Kr. bifreiðinni í forföllum bæjarbifreiðarinnar. F réttir. Leikfélag Akureyrar er að byrja að æfa »Munkana á Möðruvöllum« eftir Davíð Stefánsson. Stjómandi æfing- anna er Haraldur Björnsson. Kvenfélagið »Framtíðin« hefir sent sámskotalista um bæinn og safnar inn til gamalmennahælis Akureyrar. Er það falleg hugsun og nauðsynjamál; væri óskandi að sem flestir yrðu vel við. Málið virðist oss snerta alt bæjarfélag- ið sem heild, en hverjum einstökum ætti að vera ant um að greiða götu þess. Dánardægur. Um miðja síðustu viku andaðist hér í bæ Jóhannes Þorkelssón fangavörður, hátt á áttræðisaldri. Hanu dó úr slagi. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.