Dagur - 01.11.1928, Síða 4

Dagur - 01.11.1928, Síða 4
186 DAGUR 47. tbl. við ræður, söng og margan annan gleð- skap. Sóknaipresturinn, síra Gunnar Benediktsson, hélt aðalræðuna fyrir minni gullbrúðhjónanna og skáldkonan, Kristín Sigfúsdóttir, flutti þeim kvæði, er hún hafði ort. Gullbrúðhjónin voru hin reifustu og léku á alls oddi, þó að aldurinn sé farinn að færast yfir þau. Jónas er hartnær 73 ára, en kona hans litið eitt eldri. Bæði hafa þau enn góða heilsu, nema hvað Jónas hefir lengi ver- ið fatlaður af fótaveiki. — Jónas er maður gáfaður og íhugull, fróður um margt og hagyrðingur í betra lagi, en fremur dulur í skapi og fáskiftinn. Sambúð þessara hjóna hefir ætíð verið hin bezta. Meðal farþega, er komu hingað til Akureyrar með »Drotningunni« á föstu- dagskvöldið, voru frú Guðrún Ólafsson, frú Sigríður Þorvarðardóttir og Pétur Ólafsson framkvæmdarstjóri. Sigurður Guðmundsson skólameistari fór með »Drotningunni« áleiðis til út- landa og dvelur þar eitthvaö ftram eft- ir vetri, til þess að kynna sér skólamál. Dánardægur. Látin er á Kristnes- hæli húsfrú Kristín Jónsdóttir, kona Sigul’jóns Friðjónssonar á Laugum í Reykjadal. Nýlega andaðist hér á sjúkrahúsinu Ingimar Friðfinnsson bóndi á Nýjabæ í Saurbæjarhreppi. Hann var um sex- tugt að aldri. Jnnvortiskrabbi varð honum að bana. Þá er og fyrir skömmu önduð að Keldunesi í Kelduhverfi Kristbjörg Jónsdóttir, 92 ára að aldri. Hún var móðir Jónatans Jóhannessonar utanbúð- armanns hér í bæ, Kristjáns fyrv. pósts og Helga bónda í Múla. Jarðarför henn- ar fer fram í dag að Þverá í Laxárdal. Hinn 24. f. m. andaðist Gissur Giss- ursson, gamall maður og alþektur báta- smiður hér um slóðir. -------0-----— Simskeyti. (Frá Fréttastofu Islands). Rvík 30. okt. Washington; útlit er fyrir, að Hoover forsetaefni vinni glæsi- legan sigur við kosningarnar. Oslo: Norskur verkfræðingur heyrði í sumarbyrjun bergmál loftskeyta frá Einhookenradio- 'stöð í Hollandi. Pröfessor Störm- er hefir rannsakað bergmálið, og hefir rannsóknin sýnt, að það heyrist 3 til 17 sek. seinna en loft- skeytin; skeytin endurkastast frá stöðum ‘úti í geimnum /2 miljón til 2/2 miljón kílómetra frá jörðu. Störmer álítur, að skeytið endur- kastist vegna þess, að sumstaðar í geimnum séu rafmögnuð svæði, sem loftskeytin komast ekki í gegn um. Berlín: Sendiherrar Þýzkalands hafa afhent stórveldunum opin- bera tillögu um að kalla saman sérfræðinganefnd samkv. Genf- samþyktinni til fullnaðarúrlausn- ar skaðaþótamálsins. Lakehurst 29/10: Greifi Zeppelin fór héðan kl. 2 í nótt eftir Ame- ríkutíma. Farþegar voru 25 og 45 póstsekkir. — ao/io: Zeppelin var MIX er mest REYKTA tóbakið hér á landi. Glasgow Mixture r Islenzkar húsmæður Æ T T U eingöngu að nota innlenda framleíðslu, svo sem: Kristalsápu, Grænsápu, Hreinshvitt, ný tegund, »Gull«-fægilög, ný tegund, Gólfáburð (gljávax), Skósvertu, Skógulu, Kerti, mislit og hvít, Handsápur o. fl. Allar þessar vörur, jafngilda hinum beztu útlendu vörum, bæði að verði og gæðum. — Hafið hugfast, að þetta er íslenzk framleiðsla. — er þekf fyrir gæði. ^ „HREIN N“, Reykjavík. Herkúles MUNDLO S-saumavélar eru B E S T A R. fást í Verzluninni NORÐURLAND. í gærkvöldi á 42 gráðu n.br. og 61 gr. v.l.; flughraði 120 km. á klst. Veður gott. Loftskipið er væntan- legt til Þýzkalands á morgun. San Francisco: Chamberlain er farinn heim yfir Canada. Kveðst hann taka við embætti sínu er heim komi. Oslo: Störmer álítur, að æski- legt sé að tilraunum verði haldið áfram í hitabeltinu. Sérfræðingar búast við, að rannsóknirnar geri mögulegt að nota radiobylgjur til rannsókna viðvíkjandi eðli geims- ins. - Þorleifur Jónsson póstmeistari og Jóhannes Sigfússon Menta- skólakennari hafa fengið lausn frá embættum sínum. Bæjarbruni varð seint í sept- ember á Bjarnarnesi í Steingríms- firði; brann íbúðarhús, ásamt fjósi og heyi áföstu við. Fólk slapp með naumindum út úr eld- inum. Kýr lágu á túni og sakaði því ekki. Alt óvátrygt og bóndinn fátækur barnamaðúr. Deilur út af leikfélaginu standa enn yfir. Héðinn Valdimarsson hefir skrifað greinar í Alþýðublaðið um skattamál Rvíkur. Kveður hann niðurjöfnunarnefnd hafa jafnað niður 160,539,41 kr. umfram það, sem lög heimiluðu 1927, og hefir margt að athuga við starfrækslu skattstjóra, sem hann kveður hafa sagt lausu starfi sínu. Svar við greinum Héðins ókomið, enda ný- komnar í blaðinu. Ámundi Geirsson var kærður fyrir að hafa verið ölvaður á al- mannafæri. Var hann sýknaður í undirrétti. Valdstjórnin áfrýjaði til hæstaréttar. Var dómur undir- réttar staðfestur. Allur málskostn- aður greiðist af almannafé. Prentsmiðja Odds Björnssonar. HEYVIXXU VÉLAR: Sláttuvélar, Rakstrarvélar, Snúningsvélar. Sænskt efni — sænskt smíði. Útbúnar með nýtísku stangastilli og fullkomnum dragtœkjum. Samband ísl. samvinnufélaga. Hreins - KREOLÍN er áreiðanlega bezt, ef notað er eftir forskriftinni. Auk þess er það innlend framleiðsluvara. Sauð- fjáreigendur! Kaupið því eingöngu: Hreins-kreolin-baðlög. hIf „Hreinn“, Reykjavík. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Gilsbakkaveg 5. Aðalstræti 15,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.