Dagur


Dagur - 17.01.1929, Qupperneq 1

Dagur - 17.01.1929, Qupperneq 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirft- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ4r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • •-• •• * • •• • •• XII. ár. £ • ••♦♦ • • • • •■•■■•■ Akureyri, 17. Janúar 1929 • ♦♦-•♦ • •-• •-♦-• • #-♦- 3. tbl. Kosningaleiðbeining. Flestir kjósendur bæjarins rnunu liafa kosið áður og vita því allar þær reglur, sem þar þarf að fylgja. En sökum þess að ætíð eru ein- hverjir nýir og einhverjir, sem gleymt hafa reglunum, viljum vér setja hér eftirfarandi leiðbeiningar fyrir kjósendur. Það er æfinlega leiðin- legt fyrir alla, þegar það fréttist, að einhver seðill hafi verið talinn ó- gildur, og til þess að girða fyrir það, verður aldrei um of brýnt fyrir kjósendum að fylgja reglunum, sem í sjálfu sér eru mjög einfald- ar og vanda sem bezt til alls. Höfuðatriðin eru þessi: Setjið aðeins einn kross fyrir framan bókstaf lista þess, er þér kjósið. Heimilt er að breyta um röð manna á listunum og skal þá gert með tölustöfum framan við nafn þess eða þeirra manna, sem kjósandi vill færa upp. Það verður að varast að skrifa nokkuð á seðilinn annað en krossinn, eins og áður er sagt og tölurnar, ef kjósandi vill breyta mannaröð. Seðilinn skal ein-brjóta saman í miðju og leggja í atkvæðakassann. Kosningin fer þannig fram: Kjósandi fær hjá kjörstjórn seðil, er svo lítur út: Kjörseðill við bæjarstjórnarkosning í Akureyrarkaupstað 18. jan. 1929. A-Listi 0 B-Listi C-Listi Brynleifur Tobiasson Erlingur Friðjónsson Ó'afur jónsson Sigtryggur Þorsleinsson Einar Olgeirsson Tómas Björnsson Ouðbjörn Björnsson Þorsteinn Þorsteinsson Gísli R. Magnússon Lárus J. Rist •Ólafur Magnússon Valdemar Steffensen Þorsteinn M. Jónsson Pálmi Hannesson Guðmundur Pjetursson Síðan fer hann inn í kjörklefann, þar Iiggur blýantur á borði, með honum setur hann X fyr*r traman bókstaf þess lista er hann kýs. Ef hann kýs A-lista, lítur kjörseðillinn þannig út að lokinni kosningu: Kjörseðill við bæjarstjórnarkosning í Akureyrarkaupstað 18. jan. 1929. X A-Listi B-Listi C-Listi Brynleifur Tobiasson Erlingur Friðjónsson Ólafur Jónsson Sigtryggur Þorsteinsson Einar Olgeirsson Tómas Björnsson Guðbjörn Björnsson Þorsteinn Þorsteinsson Gísli R. Magnússon Lárus J. Rist Ólafur Magnússon Valdemar Steffensen Þorsteinn M. Jónsson Pálmi Hannesson Guðmundur Pjetursson Er þá ekki annað eftir en að brjóta seðilinn saman eins og fyr segir og leggja hann í kassann. Munið að A-listi er skipaður Framsóknarmönnum. Setjið krossinn fyrir framan A-ið! * Jarðarför konu minnar, Pórunnar Friðjónsdóttir, fer fram fimtudaginn 24. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 á hádegi Glerárgötu 3. Akureyri, 15. janúar 1929 Jón J. Jónatansson. Vondir draumar „ Verkamannsinsu. Þegar eitthvað gengur erfiðlega, hafa menn oft illa og erfiða drauma. Oss er með öllu ókunnugt um hvernig »Verkam.« og aðstandend- um hans gengur kosningabaráttan, en auðséð er, að draumarnir eru enganveginn góðir og að »maran« ríður honum. Hann birtir einn af draumum sínum á Laugard. var. Er hann sá, að bandalag sé komið á milli Fram- sóknar og íhalds um að kúga verka- lýðinn. Hrekkur hann upp með and- fælum og verður flemtsfullur; enda er það vorkun. Oss mundi einnig verða bilt við, ef oss dreymdi slik- an draum! En vér mundum ekki birta hann á prenti — og umfram alt, vér múndum hvorki láta hann firra oss allri skynsamlegri hugsun eða freista oss til að umhverfa öllum sannleika. í sjálfu sér eru ummæli blaðsins í garð Framsóknar og »Dags« ekki svara verð, og mundum vér því leiða þau hjá oss eins og annan. ósóma, ef ekki stæði svo sérstaklega á, að þau virðast helzt vera sögð í því skyni að gera tilraun til að rægja Framsóknarmenn hér á Akureyri og »Dag« við flokksmenn sína, þá sem ekki eru kunnugir öllum málavöxt- um, skal því hér drepið á þau nokkruin orðum. »Verkam.« minnist á nokkur crrð, sem stóðu í grein, er birtist í 51. og 52. tbl. »Dags« f. á., auðvitað tek- ur hann þessi orð út af fyrir sig og út úr öllu samhengi — en það gerir i raun og veru ekkert til^ Allir les- endur »Dags« vita, að oll ummæli þessarar greinar eru í fylsta sam- ræmi við stefnu og hlutverk flokks vors í þjóðmálum þessa lands. Eðli- lega hefir hún því vakið gremju til beggja hliða. Allir vita líka að Framsókn eða »Dagur« hefir aldrei verið á móti neinni viðleitni verka- manna til að bæta kjör sín. Þvert á rnóti, það er Framsókn, sem bæði fyr og síðar hefir tekið þyngsta takið til bjargar slíkri viðleitni allr- ar alþýðu bæði í kaupstöðum og til sveita. Markleysuhjal blaðsins um þetta efni fellur því um sjálft sig — og sama er að segja um hinar mið- ur góðgjörnu aðdróttanir í garð K. E. A. Blaðinu gremst, að »Dagur« að nokkru leyti hefir skorist úr -»nauta- ati« blaðanna hér (sjálft leikur það hlutverk bolans, sem stendur og hefir alt á hornum sér), þessu vilj- um vér ekki svara öðru en því: að vér birtum það eitt, er oss sýnist og þ'egar oss gott þykir, tökum vér í því á oss alla ábyrgð gagnvart flokskkmönnum ■ vorum. Það er naumast — eða mun nokkru sinni verða — »Vkm.«, sem segir fyrir um, hvað birtast skuli í dálkum »Dags«. — Enda mun og »Verka- maðurinn« kannast við það sjálfur, þegar móðurinn rennur af honum. Vér höfum það traust á málefn- um vorum og mönnum þeim, er með þau fara, að vér þurfum ekki að svara hverjum hégóma heimskunn- ar, sem andstæðingablöðin í ráða- leysi sínu bera á borð, sérstaklega þar sem venjulega er svo klaufalega að farið, að hverjum skynsömum manni, sem ekki er blindaður af of- stæki eða hatri, er augljóst hvar fiskur liggur undir steini. Ófræging- ar og ofsi íhaldsblaðanna gagnvart stjórninni og beztu mönnum Fram- sóknar hafa gagnstæð áhrif við það, sem til var ætlast. Og oss er það fullljóst, að það er betra að hafa last en lof slíkra blaða. Vér munum aldrei hirða um, þótt oss sé legið á hálsi fyrir, að vér viljum ekki fylla þann flokkinn, sem sífelt stendur á hljóðunum og reynir sig á, hver hæst getur öskrað til þess að blekkja og heimska alþýðu manna. Lítum vér svo á, sem blöð eigi að inna annað og betra hlutverk af hendi í þjónustu þjóðfélagsins. Að »Verkam.« telur »Dag« lítinn, skal látið óátalið, því að það er satt. En hitt vissum vér ekki að blaðið »Verkamaðurinn« væri slfkt stórblað, að það væri fært um að minnast sérstaklega á lítilleika ann- ara. En blaðið er kannske stærra, en vér áttum von á — leynir á sér, sem menn segja. Þegar litið er á ástæðuna fyrir hinum illa draum »Verkam.«, þá er luin engin önnur en sú, að Fram- sókn hefir gerst svo djörf að koma fram méð lista til bæjarstjórnar- kosninganna. Framsóknarmönnum þar á móti hefir þótt það i4ttmætt og sjálfsagt, að Jafnaðarmenn kæmu fram með lista, mæltu með honum, kysu hann og kæmu að mönnum eðlilega eftir því fylgi, sem þeir hefðu. En vér höfum áskilið sama rétt fyrir oss. Vér höfum ekki hér í blaðinu mælt aukatekið orð í garð nokkurs manns, sem skipar B-lista, en »Verkam.« heldur sig ekki of góðan til að koma með dylgjur um, að

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.